Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLÍT ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. AGUST 1992 INNLENT Hagkaup kaupir helm- ing í Bónus Hagkaup hefur keypt helmings- hlut í Bónusverslununum og taka kaupin einnig til tveggja 10-11 verslana sem Bónus hefur átt aðild að. Verslanakeðjumar sam- eiginlega eru með rúmlega 30% hlutdeild í matvöruversluninni á landsvísu og yfir 35% hlutdeild á suðvesturhominu, að sögn for- svarsmanna fyrirtækjanna. Þeir segja að fyrirtækin verði áfram rekin sjálfstætt að öllu leyti og í samkeppni hvert við annað. Kaup- verðið er trúnaðarmál og fæst ekki gefíð upp. Uppbygging á Korpúlfsstöðum Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir á Korpúlfsstöðum, sem eiga m.a. að hýsa Erró-safn- ið, er áætlaður 1,4 milljarðar. Markús Om Antonsson, borgar- stjóri, segir að auk Erró-safnsins verði á Korpúlfsstöðum menning- armiðstöð með íjölbreyttri starf- semi, sem þjóni nærliggjandi hverfum, ásamt Reykjavík og landinu öllu. Telur óheimilt að framselja vald Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir eðlilegt að nefnd um endurskoðun laga um stjómun fískveiða taki til sérstakrar athug- unar álitsgerð Sigurðar Lindal lagaprófessors við endurskoðun laganna. Sigurður telur að 3. grein laga um stjómun fiskveiða, um að ráðherra sé framselt vald til að ákvarða um þann heildar- afla sem veiða má, bijóti í bága við 69. grein íslensku stjórnar- skrárinnar. Flugleiðir lækka fargjöld Flugleiðir hafa ákveðið að bjóða sérfargjöld með afslætti, til sam- ræmis við lækkanir annarra flugfé- laga á flugleiðum yfír Norður-Atl- antshaf. Afslátturinn er allt að 30%. Umsóknir um námslán Umsóknum um námslán hefur fækkað frá síðasta ári. Þá hafa ráðningaskrifstofur orðið varar við breyttar áætlanir skólafólks, sem hefur leitað starfa fyrir veturinn. Breyttar úthlutunarreglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna em taldar skýra þessar breytingar. Bamavemdarráðstefna Hlutfallslega fleiri börn látast af slysfömm hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Aðgæsluleysi og ónógt eftirlit fullorðinna er oft or- sökin. Þá em allt að 43 af hveijum 100 níu ára bömum ein heima fyr- ir eða eftir skóla eða hluta af þeim tíma og í nokkmm tilfellum gæta þau yngri systkina. Böm sem em ein heima daglega standa sig verr í námi en önnur. Þetta kom fram á norrænni ráðstefnu um böm og bamavemd, sem haldin var hér á landi í vikunni. Þar kom einnig fram, að þriðjungur skilnaðarbama þjáist af óhamingju síðar á ævinni. 20-30% samdráttur í verktakastarfsemi Verkefnaskortur hefur skapað slæmt ástand hjá fyrirtækjum í jarðvinnslu og horfur em einnig slæmar í byggingaiðnaði. Om Kjæmested, formaður Verktaka- sambands íslands, segir að ef ekki komi til stórverkefna á næstu mán- uðum verði 20-30% samdráttur í verktakastarfsemi á landinu á þessu ári. Því geti fylgt mikið atvinnu- leysi, því alls starfí um 12.000 manns hjá verktakafyrirtækjunum. KA og Valur í úrslit Bikarmeistarar Vals halda sigur- göngu sinni áfram í keppninni og lögðu þeir Fylki að velli 4-2 I undan- úrslitum. KA vann Akranes 2-0 og leikur KA nú í fyrsta skipti til úr- slita í mjólkurbikarkeppninni. ERLENT Voðaverk í fangabúð- um í Bosníu Bandaríkjaforseti fimmtudag tafar- George Bush fyrirskipaði á lausa rann- sókn á hvort Serbar væra sekir um þjóðarmorð í Bosníu. Breskir fréttamenn sem rætt hafa við flóttamenn í F6rnarlamb Norður-Bos- sprengjuárásar rn'u segja að Serba í Sarajevo. Serbar stundi skipulagt ofbeldi í „þjóðemis- hreinsunum" sínum, en telja sig ekki hafa sannanir um að þeir reki útrýmingarbúðir á borð við nasista. Serbar em sakaðir um að starfrækja 105 fangabúðir í Bosníu og Svartfjallalandi þar sem nauðganir, barsmíðar og jafnvel morð séu daglegt brauð. Serbar saka hins vegar múslima og Króata um að halda 20.000 Serbum í 22 fangabúðum og segja 6.000 manns hafa verið drepna þar. Hert lög gegn mafíunni á Italíu Stjóm Ítalíu tókst á fímmtudag að koma í gegnum þingið lögum um aukið frelsi lögreglu til ýmiss konar aðgerða í baráttunni gegn mafíunni. Refsingar fyrir að semja við glæpasamtök gegn því að fá stuðning þeirra í kosningum vom hins vegar mildaðar. Sumir þingmenn gagnrýndu harkalega að yfírvöld fengju svo mikil völd og töldu hættu á misnotkun. írakar neita að opna ráðuneyti írakar lýstu því yfír á fímmtu- dag að nýrri eftirlitsnefnd frá Sameinuðu þjóðunum yrði ekki hleypt inn í ráðuneyti þeirra og stofnanir. Bandaríkjaforseti svar- aði með kröfu um að írakar færa að öllum óskum eftirlitsmanna og sagðist ella vilja beita hervaldi. Tími Jeltsíns að renna út? Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrver- andi forseti Sovétríkjanna, segir að efnahagsástandið í Rússlandi fari hríðversnandi og hann óttist að með sama áframhaldi notfæri hættuleg öfgaöfl sér ástandið og reyni að hrifsa til sín völdin. Bor- ís Jeltsín Rússlandsforseti segir hins vegar að hvergi verði hvikað frá stefnu stjómarinnar um efna- hagsumbætur og stjómin standi styrkum fótum. Mesta atvinnuleysi í Svíþjóð eftir stríð Alls vom 307.000 manns at- vinnulausir í Svíþjóð í lok júlí og hefur atvinnuleysið aldrei verið jafn mikið frá síðari heimsstyij- öldinni, að sögn atvinnumálaráðs sænska félagsmálaráðuneytisins á miðvikudag. Svíar án atvinnu voru 6,5% vinnufærra manna. Mótmælaherferð í S-Afríku Blökkumenn í Suður-Afríku hafa efnt til daglegra fjöldamót- mæla frá því á mánudag og þau hafa víðast hvar farið friðsamlega fram. Milljónir blökkumanna tóku einnig þátt í tveggja daga verk- falli. Vonir hafa glæðst um að fulltrúar Afríska þjóðarráðsins (ANC) setjist aftur að samninga- borði með fulltrúum stjómvalda um framtíðarskipan mála í land- inu. Bandaríkjaforseti gagnrýndur fyrir dáðleysi í írak og Júgóslavíu: Reynsla Bush í utanríkis- málum að breytast í byrði? George Bush Bandaríkjaforseti og James Baker utanrikisráð- herra ræðast við í Hvíta húsinu í Washington. Búist er við að Baker taki við stjórn kosningabaráttu forsetans í næsta mánuði. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti er eins og maður í spenni- treyju um þessar mundir. Allt sem hann gerir snýst í höndun- um á honum. Aldrei hefur sitj- andi forseti glatað trausti jafn stórs hluta kjósenda og Bush og honum virðist fyrirmunað að hrifsa frumkvæðið í kosn- ingabaráttunni. Og nú virðist Bush ekki einu sinni ætlað að geta fært sér í nyt reynslu sína í utanríkismálum. 111 Clinton, forsetaframbjóð- andi demókrata, heldur hins vegar ótrauður sínu striki. Hann er nú á öðm kosningaferðalagi sínu ásamt A1 Gore varaforseta- frambjóðanda frá því að flokks- þingi demókrata í New York lauk í síðasta mánuði. Bush gagnrýndur Clinton fékk góðan byr í skoð- anakönnunum eftir þingið og hef- ur ekki í hyggju að glata því for- skoti, sem hann hefur nú á Bush. írak og Júgóslavía hafa verið mik- ið í fréttum undanfarið og Clinton var ómyrkur í máli þegar hann lýsti yfír því að utanríkisstefna Bush hefði beðið skipbrot þegar á reyndi gagnvart báðum þessum ríkjum. Clinton er nú að reyna að beina sviðsljósinu að utanríkismál- um, en mjög lítið hefur farið fyrir þeim í kosningabaráttunni tij þessa. Þar kemur tvennt til. í fyrsta lagi er talið að Bandaríkja- menn hafí einfaldlega ekki áhuga á utanríkismálum. í öðra lagi leiddi frammistaða Bush í Persa- flóastríðinu til þess að hann naut trausts um 90% kjósenda fyrst eftir að því lauk og þótti hann því ekki árennilegur á því sviði. En glæsi- bragurinn er nú farinn af sigrinum á írökum. Haft er í flimtingum að Saddam Hussein, forseti íraks, búi nú við meira atvinnuöryggi en Bush. Hussein gerir allt hvað hann getur til þess að niðurlægja Vest- urlönd og víst er að Bandaríkja- menn virtust vanmáttugir þegar eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sátu dögum saman fyrir utan land- búnaðarráðuneytið í Bagdad án þess að fá inngöngu. Nú stefnir í annað slíkt upgjör því að írakar Iýstu því yfír á fímmtudag í trássi við gefin loforð að eftirlitsmenn SÞ myndu ekki fá að fara inn í nein ráðuneyti. Ofan á þessi vandræði bætast ásakanir Clintons og Gores um að Bush hafí eflt Hussein og stutt með ráðum og dáð allt þar til hann réðist inn í Kúveit. Clinton segir að rétt hafí verið að beita valdi til að stöðva Hussein, en ef til vill hefði ekki þurft að grípa til vopna gegn einvaldinum í írak ef hann hefði ekki notið stuðnings Bush. Clinton hlynntur íhlutun Clinton lýsti því yfir í fyrradag í bænum Hannibal í Montana að hann styddi hemaðaraðgerðir til að stöðva meint þjóðarmorð í Bos- níu og eftir orðum hans að dæma er hann meiri íhlutunarsinni en forverar hans úr röðum demókrata hafa verið undanfama áratugi. „Það em fleira fólk drepið í Ameríku í dag, en í Júgóslavíu, sem eitt sinn var,“ sagði Clinton er hann var í Iowa í gær. „En við höfum ekki efni á að horfa fram- hjá þjóðarmorði." Greint hefur verið frá því í frétt- um að Serbar vinni skipulega að því að þurrka út minnihlutahópa í Bosníu. Á fímmtudag var rætt um það að Bandaríkjamenn hefðu látið ganga uppkast að ályktun um að beita Serba hervaldi í mann- úðarskyni í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna og að þingmenn úr röðum bæði demókrata og repú- blikana ynnu að því í sameiningu að setja saman svipaða ályktun til að gefa forsetanum svigrúm til aðgerða. Bush virðist hins vegar ekki jafn herskár og Clinton, enda fylg- ir orðum forsetans meiri ábyrgð en áskorandans enn sem komið er. í vamarmálaráðuneytinu virð- ist einnig gæta tregðu til skuld- bindingar. Búast má við að mikinn mannafla þurfí til að stöðva átök- in í Júgóslavíu og hemaðaraðgerð gæti orðið jafn umfangsmikil og í Persaflóastríðinu. Dick Cheney vamarmálaráð- herra sagði á fímmtudag að Þjóðveijum hefði ekki tekist að stöðva átökin í Júgóslavíu í heimsstyijöldinni síðari þótt þeir hefðu sent þangað hálfa milljón hermanna. Orð Cheneys bera því vitni að í Pentagon er lítill vilji til aðgerða og undirstrika þá svart- sýni, sem þar ríkir um ástandið I Júgóslavíu. Bush forseti sagði á blaða- mannafundi á föstudag að allir væm hikandi við að beita valdi til að stöðva átökin í fyrmm lýðveld- um Júgóslavíu. Hann gaf hins vegar til kynna að þetta kynni að breytast eftir að hann verður formlega útnefndur forsetafram- bjóðandi á flokksþingi repúblíkana sem hefst I Houston 17. þessa mánaðar. Aðgerðarleysi væri óvið- unandi en jafnframt þyrftu menn að hafa í huga þá ábyrgð sem fylgdi því að stofna lífí banda- rískra hermanna í hættu. Aðgerð- arleysi gæti orðið Bush dýrkeypt. Myndir af munaðarlausum böm- um í hildarleik borgarastyijaldar- innar ásamt fréttum af grimmi- legri meðferð í serbneskum fanga- búðum hafa komið við kviku bandarísku þjóðarinnar og mann- úðarstofnanir hafa ekki við að taka við áheitum. Clinton veittist harkalega að Bush í viðtali við fréttamenn í Burlington í Iowa í gær og sakaði hann um að hafa enga efnahagsá- ætlun. Tilefni þessara orða Ciintons vom fréttir um að umsóknum um atvinnuleysisbætur hefði fjölgað um 69 þúsund síðustu vikuna í júlí og næmu nú 469 þúsundum. Ástæðan fyrir þessar aukningu var aðallega sú að fjölþjóðafyrir- tækið General Motors lokaði nokkrum verksmiðjum I kjölfar þess að greint var frá 375 milljóna dollara tapi á síðasta ársfjórð- ungi. Bush fékk hins vegar betri fréttir á fóstudag þegar greint var frá því að atvinnuleysi hefði minnkað um einn tíunda úr pró- senti niður í 7,7%. Lýsti forsetinn yfir því að ýmislegt gott væri að gerast á vettvangi efnahagsmála og að hann treysti á að fjölmiðlar myndu miðla þeim upplýsingum til almennings. Sú áhersla sem demókratar legðu á neikvætt ástand efnahagsmála væri í senn villandi og röng. Bush rúinn trausti Samkvæmt skoðanakönnun sem fréttastofa sjónvarpsstöðvar- innar ABC og dagblaðið Washing- ton Post birtu á dögunum em nú aðeins 33% kjósenda ánægð með frammistöðu Bush í embætti, eða fimm prósentum færri en í sams konar könnun fyrir mánuði. Eng- inn forseti hefur verið endurkjör- inn með jafnt lágt hlutfall frá því að farið var að gera pólitískar skoðanakannanir á fímmta ára- tugnum. Aðeins Harry Tmman, Richard Nixon og Jimmy Carter áttu minni vinsældum að fagna meðal al- mennings. Aðeins 23 prósent kjós- enda vom ánægð með frammi- stöðu Tmmans og Nixons þegar verst lét - Nixon var þá um það bil að segja af sér embætti árið 1974 - og Carter naut minnst trausts 28 prósenta kjósenda í kosningabaráttunni gegn Ronald Reagan árið 1980. Þær raddir hafa meira að segja heyrst í röðum repúblikana að Bush viti ekki sitt ijúkandi ráð í kosningabaráttunni. Hann sé seinn að taka við sér og lítt sann- færandi. Bush reyndi í gær að skella skuldinni á fjölmiðla og blása um leið til atlögu. „í hvert skipti Sem ég tipla inn í hringinn með þessum náunga byija þeir að öskra „neikvæð kosningabar- átta“,“ sagði Bush. Bush varð á mánudag að þvo hendur sínar af fréttatilkynningu, sem Mary Matalin, aðstoðarkosn- ingarstjóri hans gaf út. í tilkynn- ingunni var Clinton sakaður um að hafa verið ótrúr í hjónabandi og demókratar sagðir hræsnarar. Bush, sem sagði í viðtali áður en kosningabaráttan hófst að hann myndi beita öllum tiltækum brögð- um til að tryggja endurkjör sitt, kvaðst yfír persónulegar árásir hafínn og lét aðstoðarkosninga- stjórann biðjast afsökunar. Per- sónulegar árásir vom snar þáttur í kosningabaráttu repúblikana gegn Michael Dukakis fyrir fjórum ámm. Nú er hins vegar talið að kjósendur hafi meiri ímugust á persónulegu skítkasti en áður og því er Bush mjög í mun að l'áta svo virðast sem hann sé yfír slíkt hafinn. Repúblikanar hafa einnig fengið orð á sig fyrir að heyja óvægna kosningabaráttu og því má minna út af bera til þess að kjósendur styggist við. BAKSVIÐ eftir Karl Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.