Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 10
II 10 S(ítíl T3ÚOÁ .6 ii'Jí)h(lU'/MU?. GlOAjgKiJuliOt/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 íslenskar laxveiði- ár standa höllum f æti í harónandi samkeppni við gjöfulli og ódýrari ár í Kanada og Rússlandi eftir Guðmund Löve VIKA í einni af bestu laxveiðiám landsins getur hæglega kostað útlending hálfa milljón króna á besta tíma. Fyrir nokkrum árum síðan komu Bandaríkjamenn hingað til lands í stórum stíl til að renna fyrir lax í dýrum, ís- lenskum veiðiám. Þeir greiddu það verð sem upp var sett, því fáir valkostir voru í boði. Nú er það af sem áður var. íslensku árnar þykja of dýrar, fiskarnir of smáir og verðlag í landinu almennt of hátt. Síaukin sam- keppni hefur valdið miklum breytingum á markaðinum. anadamenn hafa á undan- fömum árum ræktað lax í fjöldamörg- um ám, og gengur nú í þær töluvert magn af stórum físki. Þangað er mun ódýrara fyrir Bandaríkjamenn að fara — verðið nemur allt niður í þriðjung þess sem bestu ámar hér á landi kosta. Þá hefur Rúss- land opnast á allrasíðustu árum, og komið hefur í ljós fjöldi góðra veiðiáa, sem legið hafa ónýttar að miklu leyti fram til þessa. Þar er ódýrt að veiða og mönnum þykir spennandi og framandi að fara þangað. I Noregi er verðlag svipað og gerist hér á landi, en Norðmenn hafa verið á undan okkur að átta sig á nauðsyn þess að verðleggja sig ekki út af markaðinum, og þar eru aðeins albestu árnar verðlagð- ar jafnhátt og margar íslensku ánna. Þær norsku skila auk þess gjaman fleiri og stærri fískum. Til marks um mikilvægi verðlags og nálægðar, sér Skotland fyrir um helmingi breska laxveiðimark- aðarins, þótt einn viðmælenda Morgunblaðsins í Bretiandi hafi orðað það svo, að þar væri „frekar hræðilegt", að veiða. Laxveiði á íslandi er bara fyrir stórlaxa ímynd er hluti þess vanda sem íslendingar eiga við að etja and- spænis aukinni samkeppni. í Bret- landi er sú hugmynd ríkjandi, að laxveiðar á Islandi séu aðeins á færi stórlaxa á borð við Karl Breta- prins — að hér sé aðeins hægt að veiða hafí maður vemleg auraráð. Þetta má ef til vill til sanns veg- ar færa þegar þess er gætt, að dagurinn í einni af 10-20 bestu laxveiðiám okkar kostar útlend- inga um 70 þúsund krónur. Sex Morgunblaðið/Kristinn daga vika með öllu kostar því rúm- ar 400 þúsund krónur, og er þá ótalinn ferðakostnaður til landsins, sem hæglega getur hleypt verðinu upp hálfa milljón króna. Bandaríkjamenn, sem áður voru fastagestir í dýrustu íslensku veiði- ánum, láta nú ekki á sér kræla. „Við höfum hreinlega verðlagt okkur út af markaðinum," sagði einn hérlendra skipuleggjenda lax- veiði fyrir útlendinga. Hann sagði hreinlega þörf á að kúvenda í verð- lagningu, því fólk léti ekki bjóða sér hvað sem er. „Við höfum hækk- að okkur jafnt og þétt um nokkur prósent á ári, og það hefur einfald- lega gengið of langt.“ í nýjasta hefti útbreidds sölu- tímarits sem stangveiðitækjafram- leiðandinn Abu-Garcia gefur út, er grein um stangveiðar á íslandi. Ber hún yfirskriftina „Þú þarft ekki að vera milljónamæringur til að uppgötva ísland.“ Þá er í inn- gangi lýst, hversu dýrt sé að veiða lax í íslenskum ám, og upphæðin 100 þúsund krónur á dag nefnd í því samhengi. Því fara greinarhöf- undar á stúfana og fá fólk hér á landi til að skipuleggja sérstaklega fyrir sig silungsveiðar. Þótt sá gæðastimpill sem kann að fylgja háu verðlagi geti verið æskilegur, getur sá böggull fylgt skammrifí, að það séu einfaldlega of fáir kaupendur í þessum hluta markaðarins til að standa undir rekstri íslenska laxveiðiiðnaðarins eins og hann er í dag. Ef til vill er grundvöllur fyrir markaðssetn- igu erlendis á veiðiferðum svipuð- um þeim og Svíarnir þurftu að skipuleggja sjálfir, og ná þannig til áður ónýtts markaðar. Fjórir dagar með öllu í Kanada fyrir 90 þúsund krónur Knight Inlet er nafn lítils veiði- hótels skammt frá Vancouver á vesturströnd Kanada. Fyrir 87 þúsund krónur er boðið upp á flugf- ar með sjóflugvél frá Vancouver, 3-4 nátta gistingu, ótakmarkaða laxveiði í innfírði með leiðsögu- manni, báta, veiðarfæri og beitu. Vilji menn gista 7 nætur er verðið 156 þúsund. I Knight Inlet stendur laxveiði- tímabilið frá 27. mars til 14. sept- ember, og á staðnum er boðið upp á ýmsa þjónustu umfram sjálfar veiðarnar. Þangað geta menn bók- staflega mætt í fötunum sem þeir standa í, og fengið allt sem þeir þarfnast á staðnum. Meðalþyngd fiskanna í fyrra var tæp 20 pund, en einnig komu ófáir 40 punda laxar á land, að því er segir í fréttabréfi sem gefið er út á staðnum. Sem dæmi um sam- keppnishörk- una hefur Knight Inlet meira að segja mark- aðssett sig hér á landi með þeim hætti, að veiðimönnum er hreinlega réttur bæklingur þar sem þeir standa við veiðar úti í dýrri, ís- lenskri á. ísland fyrir ríka karlakúbba en Rússland spennandi nýjung Kola Salmon Ltd. er breskt fyr- irtæki sem staðsett er í London og selur meðal annar laxveiðiferðir til Rússlands og Noregs. George Stevenson, annar forstjóra fyrir- tækisins, segir að í Bretlandi sé ímynd íslands sem laxveiðilands hjúpuð dulúð. „ísland hefur á sér einhvers konar karlaklúbbsblæ," sagði Stevenson. „Þar er mjög gott að veiða, en mest fæst af unglaxi eða smáum físki og verðið er hátt.“ Um Noreg sagði Stevenson að þar væri vettvangur þeirra sem sæktust eftir stórlöxum. „Noregur hefur alltaf verið rétti staðurinn í hugum fólks til að ná „þeim stóra,“ en hefur löngum haft það orð á sér að vera ófyrirsjáanlegur hvað varðaði veiði,“ sagði hann. „Sögur hafa gengið um ofveiði og dauðar vikur, og verðið er mjög mishátt milli áa.“ „Aftur á móti hefur Rússland notið mikillar athygli að undan- förnu, og þá sérstaklega Kóla- skagi,“ sagði Stevenson. „Það er að sumu leyti vegna fjölbreyttrar veiði og að hluta til vegna ný- breytninnar. Fyrir nokkrum árum hefði enginn ímyndað sér að menn ættu eftir að veiða lax bakvið járn- tjaldið." Ha.nn kvað verðið vera lægra en á íslandi og í Noregi, og eins væri ódýrt að ferðast þar með flugvélum og þyrlum á veiðistað- ina. Þó væri þar enn sem komið er víðast mun lakari aðbúnaður en annarsstaðar. Samkeppni frá Kólaskaga er hættulegust Michael Fitzgerald, forstjóri bandarísku ferðaskrifstofunnar Fishing Frontiers, hefur selt veiði- SJÁ NÆSTU SlÐU ísland hefur á sér einhvers konar karlaklúbbsblæ. Þar er mjög gott aö veiöa, en mest fæst af unglaxi eöa smáum fiski og veröiö er hátt. George Stevenson, forstjóri Kola Salmon Ltd. í London Þú þarft ekki aÖ vera milljónamær- ingur til aö uppgötva ísland. Hughreysting í sölutímariti Abu-Garcia, . þar sem lýst er silungsveiði hér á landi. Markaöurinn þoldi verölagiö á níunda áratugnum, því þá voru fáir valkostir. Michael Fitzgerald, forstjóri bandarísku ferðaskrifstofunnar Fishing Frontiers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.