Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 18 Innilegt þakklœti sendi ég ykkur öllum sem glödduö mig með kveðjum, blómum og gjöfum eÖa meÖ nœrveru ykkar á 75 ára afmœli mínu, þann 28. júlí sl. Sérstakt þakklœti sendi ég börnunum mínum sjö og fjölskyldum þeirra sem gerÖu mér dag- inn ógleymanlegan. Bestu kveÖjur, ÞrúÖur Elísabet Guðmundsdóttir, Sléttuvegi 11, Reykjavík. „ANIMA NORDICA“ Myndlist Bragi Ásgeirsson í Hafnarborg sýna um þessar mundir fjórir einstaklingar, sem hafa það sameiginlegt að hafa numið við Valand listaskólann í Gautaborg, sem ýmsir munu kannast við. Listhópurinn sem hyggst sýna um öll Norðurlönd og jafnvel víð- ar um Evrópu nefnir sig „Anima Nordica" og samanstendur af þeim Lenu og Michael Hopsch frá Svíþjóð, Ónnu Makela frá Finnlandi og Steinunni Helga- dóttur frá íslandi. Það er nokkur breidd í þessari sýningu og listamennimir ólíkir, þótt meiri hlutinn þræði nýjar slóðir, en um leið virkar hún undarlega hrá og listaskólaleg. Þetta kemur einkum vel fram í myndverkum þeirra Lenu og Michael Hopsch en þau virðast bæði gagntekin af nýjum straumum í listinni og myndverk þeirra einkennast af mikilli hugs- un og nákvæmri útfærslu. Og þó að myndverk Steinunnar geri það einnig bregður fyrir mal- erískum töktum í sumum þeirra, en hér eru umgerðimar full kald- ar og hráar. Öll em þau vel frambærilegir fulltrúar gjörbreyttra viðhorfa í rýmislist á síðari ámm og þá ekki síst innan listaskóla, þar sem fjölþætt efni era tekin í notkun og hvers konar hug- myndir virkjaðar, oft á kostnað hins nákvæma handverks og þjálfuðu skynjunar. Handverkið getur að vísu verið fullkomið, en er þá oftar en ekki verk annarra en myndlistarmannsins, og jafn- vel tekið traustataki úr iðanar- framleiðslu (Ready made). Á bak við þetta er viðamikil og flókin heimspeki, sem alls ekki skal hafnað, en ber í sér þá hættu að listin einangrist við fámennan hóp innvígðra, nema í þeim tilvikum að markviss kýmni sé með í spilinu. Þá er hættan að vísu sú að sýningar fái svip af Disneylandi fyrir full- orðna eins og sumir listrýnar stórblaðanna nefna t.d. Doku- menta í Kassel að þessu sinni. Finnski fulltrúinn Anna Mak- ela er að mestu ósnortinn af þessum viðhorfum og hún sýnir mjög vel gerð myndverk, sem em í einu og öllu hennar þó fram komi áhrif frá ýmsum norrænum listamönnum. Teikningarnar eru sérstaklega * athyglisverðar vegna þeirrar skynrænu útgeisl- unar sem þær búa yfir og lita- beitingin í málverkunum er ná- kvæm og hnitmiðuð. Auðséð er að hér er gagnmenntaður lista- maður á ferð, sem veit hvað hann vill. Dreifðar ljósmyndir Undanfarið hafa verið uppi átta ljósmyndasýningar á höfuð- borgarsvæðinu, sem Ljósmynd- arafélag íslands stendur fyrir í tengslum við norrænt ljósmynd- aramót að Höfn í Homafirði. Sýningamar em að Kjarvals- stöðum, í Kringlunni, Perlunni og Ráðhúsinu. Það er nýlunda hér á landi að dreifa á þennan hátt ljósmyndasýningum, en ekki er ég viss um að þetta form henti í okkar litla þjóðfélagi, því það er svo lítið og margfalt auð- veldara að ná til fólksins en í stærri þjóðfélögum. Þær eiga þó fullan rétt á sér og einkum eins og deildimar em settar upp í Ráðhúsinu og Perlunni, en þá er sá hængurinn að þær standa alltof stutt yfir á versta tíma ársins fyrir okkur er fjöllum um myndlist og þá einnig fyrir al- menning er kannski uppgötvar of seint hvað hér er á ferðinni. í vestursal Kjarvalsstaða hverfur sýningin í hinu mikla og opna rúmi, nema hvað stærstu myndirnar snertir, sem nutu sín vel, og átti ég erfitt með að átta mig á að hér væri um sýningu að ræða er ég leit þar fyrst inn, hélt frekar að verið væri að setja upp sýningu. Þá er merkingum myndanna sums staðar mjög ávótavant og þá einkum í Perlunni, og hér vantar miða við hlið hverrar myndar fyrir sig með skilmerki- legum upplýsingum. Þetta gerir þeim sem vill rannsaka myndirn- ar gaumgæfilega býsna erfitt fyrir og útilokar raunar að hægt sé að fjalla hlutlægt um sýning- amar, nema með því að leggja á sig margfalt nánari skoðun en í sambandi við venjulegar sýn- ingar, auk þess sem dreifíng sýninganna gerir starfíð vissu- lega ekki auðveldara. Hins vegar er deildin í Perl- unni sýnu áhugaverðust um leið og hún er umfangsmest. Hef ég ekki séð sýningu jafn vel og skipulega setta up á þeim stað auk þess sem rýmið er býsna erfítt viðureignar. Margt gull- fallegra mynda getur þar að líta bæði í lit og svart hvítu. Mikið er um landslagsmyndir frá ís- landi og þær sumar frábærar. Deildin í Ráðhúsinu fylgir að vísu fast fast eftir og er fjölþætt- ust og einfaldast að njóta mynd- anna. í Kringlunni hverfa myndirnar í mannfjöldann þegar örtröð er, en það gera raunar einnig rýmis- frekari fýrirtektir, nema að í þeim bregði fyrir leik, sem yngri kynslóðir kunna vel að meta. Ég kýs að gefa framkvæmd- inni mín bestu meðmæli og tel að enginn verði svikinn af að skoða deildimar í Perlunni og Ráðhúsinu. ★ Grillaður svínahryggur w m/bakaðri kartöflu og salati Kr. il £3) ★ Grillað lamba innra læri "ffitJI m/bakaðri kartöflu og salati Kr. f iMJ ★ Grillaðar lambakótelettur m/bakaðri kartöflu og salati Kr. ★ Pítur með úrvali af fyllingum ★ Hamborgarar ★ Samlokur Opnunaóírfí' •m Tveir Bretar halda tónleika í Hafnarborg TÓNLEIKAR verða haldnir í menningarmiðstöðinni Hafnar- borg í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20.30. Þar verða á ferðinni 2 listamenn frá Bret- landi, Ilalli Cauthery, 16 ára fiðlu- leikari og James Lisney píanóleik- ari. Á efnisskrá tónleikanna verða sónötur fyrir píanó og fiðlu eftir Brahms og Mozart, einleikssónata fyrir fiðlu eftir Ysaye og Impr- omptu fyrir píanó eftir Schubert. Halli er nemandi í skóla sem fiðlu- leikarinn heimsfrægi Yehudi Menu- hin stofnaði árið 1963 í Englandi eftir að hafa kynnst Central skólan- um í Moskvu en það er skóli sem sinnir hæfileikaríkum ungmennum. í skóla Yehudi Menuhins em aðeins 50 nemendur alls staðar að úr heim- inum en þar er þeim gert kleift að stunda skólanám og tónlistarnám jafnhliða. Halli stundar ennfremur nám í tónsmíðum en áhuga á tón- smíðum á hann ekki langt að sækja, því móðurafi hans er Árni Bjömsson tónskáld. Nú í vor komst Halli í loka- úrslit í „BBC Young Composer Of The Year“ sem er liður í keppninni „Young Musician of the Year“ sem BBC sjónvarpið heldur annað hvert ár, en þetta var í fyrsta skipti sem keppt var til verðlauna fyrir tónsmíð- ar meðal ungra breskra tónlistar- manna. James Lisney er píanóleikari i Bretlandi sem hélt sína fyrstu ein- leikstónleika í Wogmore Hall í Lond- on árið 1986 en gagnrýnendur í Tim- es og Guardiap luku miklu lofsorði á leik hans. Árið 1988 var James valin ungi einleikari ársins af dóm- nefnd sem skipuð var heimsþekktum listamönnum og hefur síðan oft kom- ið fram sem einleikari í Royald Fest- ival Hall og Barbican með þekktum hljómsveitum, þ.á.m. Konunglegu Fílharmóníunni, London Mozart Players o.fl. Hann hefur ennfremur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Rúm- eníu og Póllandi. ------♦ ♦ 4------ Eru íslend- ingar að éta börnin sín? ÚT ER komin bókin „Eru íslend- ingar að éta bömin sín?“ eftir Jón Þorleifsson. Bókin „Em íslendingar að éta bömin sín?“ er 28 blaðsíður og prent- uð í Fjölritun Siguijóns Þorbergsson- ar. í bókinni veltir höfundur fyrir sér lífskjömm íslendinga fyrr og nú og skoðar stöðu íslensku þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Þetta er fímmt- ánda bók höfundar hans fyrsta bók „Nútímakviksetning“ kom á markað árið 1974. . „ , . . (Úr fréttatilkynmngu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.