Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 21 Plurgi Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kattarþvottur Ólafs Ragnars Kommúnistaflokkur íslands, Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu- bandalagið eru sami stjómmála- flokkurinn, sem hefur starfað undir þremur nöfnum í rúm 60 ár. Forystumenn Sósíalistaflokks- ins voru hinir sömu og Kommún- istaflokks íslands. Héðinn Valdi- marsson, sem gerði kommúnistum kleift að skipta um nafn á flokki sínum, hrökklaðist frá samstarfí við þá skömmu síðar. Forystu- kjami Alþýðubandalagsins, sem tók við af Sósíalistaflokknum 1968 var hinn sami og hafði hald- ið uppi starfl Sósíalistaflokksins, bæði fram að árinu 1956, þegar flokkurinn gerði kosningabanda- lag við Hannibal Valdimarsson og eftir þann tíma fram til 1968, þegar Alþýðubandalagið tók formlega við sem stjórnmálaflokk- ur. í þessum efnum skipti engu, þótt þrítugur maður, sem átti sér ekki pólitíska fortíð í Sósíalista- flokknum að marki væri kjörinn formaður Alþýðubandalagsins 1968. Hinir gömlu ráðamenn Sós- íalistaflokksins stjómuðu ferðinni eftir sem áður eins og vel kom í ljós í ráðherravali flokksins sum- arið 1971, þegar Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson, sem báð- ir áttu að baki áratuga starf í þágu Sósíalistaflokksins voru VIÐ TÖLUM • stundum einsog ísland sé nafli heimsins. Til eru ís- lendingar sem halda víst þeir séu eitthvað frægir af því þeir eru einsog flugnasuð í íjölmiðlum hér heima. Við ættum að hafa svolítið hægara um okkur, minnug þess sem stendur í skáldsögu eins helzta metsöluhöfundar heimsins, Sidneys Sheldons, Windmills of the Gods: „Þér eruð viðvaningur, frú Ashley. Ef einhvem langaði til að gera upp við yður, þá hefði átt að gera yður að sendiherra á íslandi." Það er svosem ágætt að hasla sér völl erlendis; getur verið dálítið ævintýri; tilaðmynda að sjá ljóðin sín á erlendri tungu. Getur jafnvel kitlað hégómagimdina, ekkisízt þegar dómamir eru lofsamlegir og örlátir (stundum skrifaðir af meiri bókmenntalegri tilfínningu en dilkadrátturinn hér heima) — og ég tala nú ekki um þegar erlend tónskáld semja músík við textann!! En við höfum séð hver hafa orðið örlög íslenzkra listamanna sem hafa ætlað að búa um sig til frambúðar með öðmm þjóðum. Við eigum hvergi heima nema við þessa vængjuðu auðn sem Steinn talaði um. Það er hveijum íslendingi nægilegt að eiga sitt erindi við hana. Og engin ástæða til að eltast við útlönd. „Upphefð mín kemur að utan,“ hljómar eins og „Flatur fyrir mínum herra"! Fátt er ömur- legra. (J. C. Poestion skrifaði mikið rit um íslenzka Ijóðlist með allmörgum þýðingum, Islándische Dichter der Neuzeit, Leipzig 1897, þarsem Ein- ar Benediktsson er talinn með ung- skáldum, en Poestion tókst ekki einusinni að koma Jónasi Hall- grímssyni á framfæri við þýzka þráttfyrir allmiklar tilraunir, ekki frekaren Olaf Hansen að pranga honum eða öðrum íslenzkum skáld- um inná Dani með Ný-islandsk Lyrik, Khöfn 1901 og eru þessi rit þó harla athyglisverð. Jónas á hvergi heima nema hér; hann er einsog hvertannað aðskotadýr í dönskum og þýzkum dýragörðum; og verður aldrei partur af samfé- lagi þessara þjóða. Til þess hefði þurft ein- hvem Goethe eða Schiller; eða Heine. En sjálfur var Jónas slíkt íslenzkt stór- skáld og breytti Schiller, en þó einkum Heine, í ís- lenzkan vemleika. í endursköpun Jónasar verður Heine ómissandi þáttur af ljóðlist okkar; þvíað hann er ekki Heine, heldur Jónas. Mikið hefur verið þýtt af íslenzk- um skáldskap gegnum tíðina, ekki- sízt ljóðum. Allt er þetta hnýsilegt hvaðsem öðm líður og margt vekur athygli. En það er einungis í þýðing- um góðskálda sem erlend kvæði lifa. Norðmenn hafa t.a.m. tekið íslenzkri ljóðlist fagnandi, hvortsem það endist eða ekki. í ritinu Islandica XLVII er stór- merkileg samantekt um þýðingar á íslenzkum bókmenntum eftir Ken- neth H. Ober, Supplement 1971- 1980, Comell University Press, It- haca and London, 1990, og er ritið hvorki meiranéminna en 332 blað- síður, svo að augljóst má vera að íslenzk ljóðlist hefur farið víða; en þó fyrstogsíðast sem kynning en ekki klassískur skáldskapur einsog Heine-„þýðingar“ Jónasar sem em ekki þýzk ljóðlist hvaðsem Jónas sagði um það, heldur sígildur ís- lenzkur skáldskapur í höndum hans. í þessu riti Islandica getur upp- talning á verkum einstakra skálda talið 10-15 bls., hvorki meirané- minnaþ)) Við höfum mikinn heiður að veija, einkum í bókmenntum. Arfur okkar er það eina sem við eigum „á heimsmælikvarða"; ómetanleg andleg verðmæti og hverri þjóð nægilegt veganesti. Hann er í senn uppörvandi viðmiðun og kæfandi samanburður, þótt hann ýti undir nauðsynlegan metnað. En við eig- um engar nútímanjálur, eglur eða grettlur. Þegar norska skáldið og ævintýramaðurinn Jens Bjorneboe vildi læra gamalnorsku einsog ségir í ævisögu hans — mest hataða fag- ið meðal norskra skólabarna — var það til „að opna hliðið að sígildum norskum bókmenntum". En þetta er nánast íslenzk tunga og að mestu íslenzkar bókmenntir. HELGI spjall gerðir að ráðherrum Alþýðu- bandalagsins. Enda tók Lúðvík Jósepsson síðar við formennsku Alþýðubandalagsins af Ragnari Arnalds og þar með voru söguleg tengsl Alþýðubandalagsins við Kommúnistaflokk íslands undir- strikuð. Það er því ómerkilegur kattar- þvottur þegar Ólafur Ragnar Grímsson reynir nú að hreinsa Alþýðubandalagið af þessari for- tíð. Fundargerðarbækur Alþýðu- bandalagsins segja enga sögu um samskipti forystumanna þess við kommúnistaflokkana í austri. Hveijum dytti í hug að skrá slík samskipti í fundargerðarbækur!! Draga verður í efa, að sú saga sé skráð í fundargerðarbækur Sósíalistaflokksins. Hún kann hins vegar að vera skráð á skjöl í Moskvu, sem eiga eftir að koma fram í dagsljósið. Hvers vegna var forystumönn- um Alþýðubandalagsins svona mikið í mun að taka upp sam- skipti við Rúmeníu eftir 1968? Vilja Ólafur Ragnar og Ragnar Amalds upplýsa það? Það kemur ekki fram í fundargerðarbókum Ólafs Ragnars! Af hveiju þessi kattarþvottur nú? Eru það upplýsingar Jóns Ólafssonar fréttamanns Ríkissjón- varpsins um tengsl Máls og Menn- ingar við sovézka sendiráðið í Reykjavík og Kommúnistaflokk Sovétríkjanna, sem valda því? Eru það upplýsingar sama frétta- manns um tengsl nafngreindra einstaklinga í forystu Alþýðu- bandalagsins við Moskvu, sem valda því? Eða hefur Ólafur Ragn- ar Grímsson kannski grun um að frekari uppljóstranir séu á næsta leiti? Er kattarþvotturinn fyrir- byggjandi ráðstöfun?! Allar þjóðir eiga sína list; sína eigin menningu, sína eigin lista- menn. Og sækja listina ekki útfyrir landsteinana, þótt virðing fyrir öðr- um þjóðum og víxláhrif séu gagnleg og uppörvandi. íslenzkra skálda er helztekki getið í danskri bók- menntasögu og voru þau þó allfýrir- ferðarmikil með Dönum á sínum tíma. Nú lifa þau hér heima, en ekki austan hafs. Þar er tími þeirra löngu liðinn. Og Snorri einn lifir með Norðmönnum, enda skrifaði hann jöfnum höndum um ísland og Noreg. Hann var einskonar Vestur- íslendingur einsog Stephan G. síð- ar. En verk hans lifa ekki vestur í Kanada, heldur hér heima. Það er tungan sem hefur síðasta orðið. Island, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. sagði Steinn. (Enginn munur er á íslenzku og norsku framá 11. öld, en þá er hægt að sjá fyrstu merki um mun á tungunum, því h hvarf í gamal- norsku á undan 1, n og r, sbr. (h)lutr, (h)nakki og (h)ringr. En Islendingar gátu þó talað við Norð- menn framyfír sturlungaöld eins og ekkert væri. Norðmenn segja ís- lenzka sé „norskt útflytjendamál" — og segir þessi einkunn sína sögu. Nú skiljum við betur mörg norsk ömefni en þarlendir menn einsog ég hef áður minnzt á. Enginn Norð- maður skilur árheitið Herkja í Tis- leidalen á Valdresíjalli, en við skilj- um það auðveldlega enda rennur áin með herkjubrögðum. Þess má svo geta í lokin að Ivar Orgland hefur sagt mér að til sé í Vesturnoregi ömefnið Álfjord (sbr. bæjamafnið Alna) sem Norðmenn tengja helzt ál, en hefur líklega verið oln í upphafí, eða olnboga- fjörður, enda er hann einsog oln- bogi í laginu og gæti sú skýring stutt náttúrunafnakenningu Þór- halls Vilmundarsonar sem minnir einna helzt á skáldskap einsog allar nýjar og ferskar hugmyndir. En þá em vísindin skemmtilegust þegar þau tengjast hugmyndaflugi og væm ekki til án þess. Það á ekki- sízt við um raunvísindi.) M. (meira næsta sunnudag.) NORRÆN RÁÐ- stefna um illa með- ferð á börnum, sem hér hefur staðið und- anfama daga og lauk í fyrradag, fimmtudag, hefur orðið til þess að vekja upp af meiri krafti en áður spumingar um hlutskipti barna og unglinga, ekki sízt hér á Is- landi og hvernig við stöndum að umönn- un og uppeldi komandi kynslóða. Jafn- framt hefur opið bréf Drífu Kristjáns- dóttur, forstöðumanns Meðferðarheimil- isins að Torfastöðum til dómsmálaráð- herra, sem birtist hér í Morgunblaðinu hinn 26. júlí sl. orðið til þess að beina athyglinni að meðferð sifjaspellsmála og annarra mála, þar sem um er að ræða kynferðislega misnotkun á bömum. Það hefur lengi verið útbreidd skoðun, að það væri gott fyrir börn að alast upp í fámenninu hér á Islandi, að vinna barna og unglinga í sveit og við sjávarsíðuna væri af hinu góða, að íslenzka skólakerf- ið væri í öllum meginatriðum gott, þjóð- in sjálf vel upplýst og að allt hafi þetta stuðlað að því, að hér hafí vaxið úr grasi sterkir og heilbrigðir einstaklingar. Tæp- ast verður dregið í efa, að það á að vera auðveldara að veita bömum gott og heil- brigt uppeldi í fámenninu hér en t.d. í stórborgum erlendis, sem em í raun orðnar ógeðfelldur fmmskógur, þar sem villimennskan ræður í vaxandi mæli. Með sama hætti verður þess vart, að fólk telur betra nú orðið að ala böm sín upp utan höfuðborgarsvæðisins vegna þess hve mörg stórborgarvandamál skjóta upp kollinum hér á suðvesturhorninu. Hefð- bundin sumarvinna bama og unglinga stendur áreiðanlega fyrir sínu, þótt hún geti auðvitað gengið út í öfgar eins og annað. Okkur hættir til að gleyma því, að ungt fólk í námi þarf ekki síður á fríi að halda en aðrir. Nám er líka vinna. En þrátt fyrir þessar jákvæðu hliðar íslenzks samfélags að því er varðar umhverfí, umönnun og uppeldi barna, hefur norræna ráðstefnan um illa með- ferð á bömum vakið fólk til umhugsunar um nýjar hliðar þessa máls, sem em bein afleiðing íslenzks nútímaþjóðfélags og era ekki jafn jákvæðar. Þar hljótum við að staldra við afleiðingar vanrækslu, sem félst í því, hvað böm em lengi ein heima dag hvem vegna vinnu foreldra. Á ráðstefnunni vora kynntar niðurstöður rannsókna, sem sálfræðideild í Réttar- holtsskóla gerði á 9 ára börnum í tíu skólum. Könnun þessi leiddi í ljós, að „böm, sem era ein heima daglega hafa fleiri einkenni vanlíðunar en önnur böm, einkum þau börn, sem era ein í meira en fjóra tíma á dag. Þá kom í ljós, að böm sem segjast vera hrædd við að vera ein heima svo og böm, sem horfa mikið á myndbönd, þegar þau eru ein hafa meiri áhyggjur en önnur böm,“ svo að vitnað sé til frásagnar Morgunblaðsins af ráðstefnunni í fyrradag. I frétt blaðsins segir ennfremur: „Könnunin leiddi í ljós, að 54,2% bam- anna era ein heima einn til þijá tíma á dag og 16% era ein heima í Ijóra tíma eða meira.“ Brynjólfur Brynjólfsson, sál- fræðingur segir: „Könnunin leiddi í ljós, að það hefur áhrif á skólagöngu hvað börnin era skilin mikið eftir ein heima ... Hann segir, að böm sem séu ein heima í meira en fjóra tíma á dag fái að meðal- tali einum heilum lægra í einkunn í lestri en önnur böm. Einnig hafí komið í ljós, að þau hegði sér verr en önnur böm og séu skömmuð meira í skólanum. í ljós kom að bömin, sem eru hrædd við að vera ein standa sig einkum verr en önn- ur böm. Könnunin sýndi að börn, sem eru ein heima í einn tíma eða meira á dag hafa fleiri einkenni vanlíðunar en önnur böm. Sérstaklega bera böm, sem era ein í fjóra tíma eða meira á dag merki vanlíðunar." Önnur hlið þessa máls kom fram í erindi Péturs Lúðvíkssonar bamalæknis á ráðstefnunni en hann sagði m.a.: „Of- beldi og einelti era vaxandi hluti af dag- legu lífí skólabama á íslandi. í sumum skólum, einkum á höfuðborgarsvæðinu era dæmi um, að börn þori ekki í skól- ann vegna þess ... í flestum tilfellum eru ofbeldisseggirnir þó böm, sem sjálf eiga við félagsleg eða tilfinningaleg vandamál að stríða, sem ekki hefur verið sinnt.“ Jafnframt hefur komið í ljós, að slys á bömum era tíðari hér en í nágrannalönd- um og er augljóst að það stafar m.a. og ekki sízt af því, að ekki er hugsað nægi- lega vel um börnin. í könnun Gunnars Helga Guðmunds- sonar, læknis, og Önnu Bjargar Aradótt- ur, hjúkranarfræðings, á félagslegum högum 159 níu ára bama kom í ljós, að 43 af hveijum 100 börnum vora ein heima fyrir eða eftir skóla eða hluta af þeim tíma og í nokkrum tilvikum gættu þau yngri systkina. Þessar upplýsingar og ýmsar aðrar, sem fram komu á fyrmefndri ráðstefnu era einhveijar þær alvarlegustu, sem fram hafa komið um þróun íslenzks sam- félags um langt skeið. Þær sýna, að börn era vanrækt í stóram stíl á við- kvæmasta aldursskeiði og með því er lagður grannur að félagslegum og sál- rænum vandamálum, sem þessir ein- staklingar eiga við að stríða jafnvel alla ævi um leið og þjóðfélagsleg vandamál framtíðarinnar eru í raun og veru búin til. Um það má endalaust deila, hvers vegna mál hafa farið í þennan farveg. í þjóðfélagi nútímans kemst fólk ekki af nema með því að báðir foreldrar vinni úti, í þeim tilvikum þar sem um tvær fyrirvinnur er að ræða. Að sumu leyti stafar þetta af þeim kröfum, sem við öll gerum til hins daglega lífs, að öðra leyti er það einfaldlega veruleiki að sá fastakostnaður, sem fylgir Iífi nútíma- fólks og þau launakjör, sem era almenn í landinu, krefjast vinnu beggja foreldra. Og nú horfumst við í augu við afleiðing- arnar og þær era hrikalegri en flesta hefur órað fyrir. Hér þarf að bregðast við. Vandinn verður ekki leystur af stjórnvöldum eða öðrum opinberam aðilum. Hann verður fyrst og fremst leystur á heimilunurn en til þess að svo megi verða þarf að vekja fólk til vitundar um þær staðreyndir, sem fyrmefndar rannsóknir hafa leitt í ljós. Það verður ekki gert nema með mjög víðtæku átaki til þess að upplýsa fólk og ekki sízt foreldra um afleiðingar þess, að böm séu vanrækt með þeim hætti, sem ráðstefnan um illa meðferð á börn- um hefur léitt í ljós. En jafnframt er nauðsynlegt, að stjórnvöld og þá ekki sízt sveitarfélög líti í eigin barm. Gunnar Sandholt, sem áður var yfir- maður fjölskyldudeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar en vinnur nú á vegum norrænu ráðherranefndar- innar í Kaupmannahöfn sagði í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag, að nauðsynlegt væri að bjóða skólabömum upp á samfellda dvöl undir handleiðslu fullorðinna meðan foreldrar væra við vinnu. Hann sagði m.a.: „Þar gætum við lært af Dönum en í Danmörku er öllum skólabörnum boðið upp á gæzlu í skólan- um eftir að skóladegi lýkur.“ Ráðstefnan um illa meðferð á bömum er vísbending um, að við íslendingar þurfum að breyta forgangsröðinni á þeim verkefnum, sem framundan eru hjá sveitarfélögum og öðrum opinberam aðilum að einhveiju leyti a.m.k. ÞÓTT HÆGT SÉ Áhvrorlfnr- að 2era ál<veðnar ADyrgotor kröfur til samfé. eldra lagsins í þessum efnum verða for- eldrar þó fyrst og fremst að gera kröfur REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. ágúst til sjálfra sín. Og þar er ekki allt sem skyldi. Á fyrmefndri ráðstefnu upplýsti Ólafur Ólafsson, landlæknir, að sú full- yrðing væri röng, að áhrif skilnaðar hjóna á böm væru einungis skammvinn. Hann sagði, að þriðjungur þessara barna þjáðist síðar meir af óöryggi og óham- ingju, þeim gengi ver í skóla og þau hverfi oftar frá námi en önnur börn. Landlæknir sagði ennfremur, að skilnað- ur virtist hafa meiri langtímaáhrif á börn en dauði föður. Landlæknir upplýsti, að lögskilnuðum hefði fjölgað hratt eftir stríð og hefðu í heild nær þrefaldast á tímabilinu en aðal- fjölgunin hefði orðið eftir 1971. í frásögn Morgunblaðsins af erindi Ólafs Ólafsson- ar sl. fimmtudag sagði m.a.: „Ólafur sagði, að eflaust leystg skilnaðir oft ýmsan vanda margra fullorðinna en viða- miklar rannsóknir hefðu sýnt, að þeir, sem lentu í hjónaskilnuðum ættu oft við mun meiri heilsufars- og sálarlega van- heilsu að stríða en þeir, sem lifðu í far- sælu hjónabandi. Hann nefndi að kvíði, slæm geðheilsa, vímuefnanotkun og sjálfsvígstilraunir væra algengari meðal þeirra, sem lentu í hjónaskilnuðum. Einn- ig fengju þeir frekar hjarta- og æðasjúk- dóma, lentu oftar í slysum og meðal þeirra væri hærri dánartíðni. Hann sagði, að samverkandi orsakir þessara sjúk- dóma eða vanheilsu mætti meðal annars rekja til fjárhagsvanda, einangranar, streitu, sálarkramar, reykinga og neyzlu áfengra drykkja.“ Um afleiðingar hjónaskilnaða á börn sagði landlæknir: „Samkvæmt niðurstöð- um erlendra rannsókna þjáist þriðjungur þessara bama síðar meir af óöryggi og óhamingju, sérstaklega ef foreldrar skilja þegar barnið er ungt ... hann sagði að þessi böm væra oft haldin vanmáttar- kennd, sjálfsásökun, árásargimi og óróa. Þeim gengi ver í skóla, hyrfu oftar frá námi en þau, sem ekki yrðu fyrir þessu áfalli og lentu oftar í skilnaði síðar á ævinni en aðrir. Slæm geðheilsa og hegð- unarvandræði unglinga tengist mjög lé- legri hjúskaparaðlögun, afskiptaleysi, lít- illi umhyggju og samvinnu foreldra og virðist hafa neikvæð áhrif á námsgetu. Ennfremur virðist þetta tengjast frá- hvarfi unglinga úr námi en þetta kemur fram.að sögn Ólafs í rannsókn Siguijóns Bjömssonar, sem hann segir að virðist vera mun kunnari erlendis en hér.“ Yfírlit, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag um samanburð á högum unglinga, sem neyta ólöglegra fíkniefna og hinna, sem ekki neyta þeirra, sýnir svo ekki verður um villzt, að það era félagslegar aðstæður í æsku, sem ýta unglingum út í fíkniefnaneyzlu. Skilnaður barnlausra hjóna er mál, sem snertir ekki aðra en þá tvo einstakl- inga, sem hlut eiga að máli. Öðru gegn- ir um skilnaði fólks, sem hefur eignast saman bam eða börn. Þá snýr ábyrgðin ekki fyrst og fremst að þeim sjálfum heldur bami eða börnum. Þá er komið að þeim punkti í tilveranni að horfast í augu við þá ábyrgð, sem í því felst að eignast böm og hún er mikil og meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir á þeim tíma, þegar það er að eignast böm- in. Lengi hafa verið uppi tvö gerólík sjón- armið um áhrif skilnaða á börn. Annars vegar er sagt, að áhrif skilnaðar á bam eða böm séu svo slæm, að fólki beri skylda til að halda hjónabandi saman bamanna vegna, nánast hvað, sem á gengur og að sú eigingirni, sem felst í hjúskaparslitum verði að víkja fyrir hags- munum bamanna. Hins vegar eru þau sjónarmið, að erfitt hjónaband geti haft svo neikvæð áhrif á böm og unglinga, að það sé betra að slíta slíku sambandi. Þær upplýsingar, sem fram komu í erindi Ólafs Ólafssonar landlæknis á fyrmefndri ráðstefnu benda óneitanlega til þess, að þeir hafi meira til síns máls, sem telja, að í lengstu lög eigi að forð- ast skilnað. Þegar svo er komið, að skiln- aður foreldra hefur meiri áhrif á börn en dauði föður er ástæða til fyrir fólk að staldra við og hugsa sinn gang. Auð- vitað er þetta ekki einhlítt og auðvitað geta aðstæður fólks verið með þeim hætti, að skilnaður sé eina færa leiðin. En spyija má m.a. með tilvísun til fjölg- unar skilnaða, hvort fólk sé ekki farið að umgangast hjónabandið af fullmikilli léttúð. Upplýsingar landlæknis benda til þess, að með sama hætti og vanræksla í umönnun og uppeldi barna leiðir til þjóð- félagslegra vandamála í framtíðinni hafi skilnaðir fólks svipuð áhrif. Kaþólska kirkjan er eins og kunnugt er mjög treg til þess að fallast á skilnaði og veit senni- lega sínu viti í þeim efnum. Spyija má, hvort nægilega hart sé gengið fram í því hér að gera fólki grein fyrir þeirri ábyrgð, sem það hefur tekizt á hendur með því að stofna heimili og koma upp fjölskyldu og að frá þeirri ábyrgð verður ekki hlaupið. í þessum efnum sem öðram er hver sinnar gæfu smiður og vandinn verður ekki leystur nema á heimilunum sjálfum. Hins vegar geta upplýsingar af því tagi, sem fram komu á fyrmefndri ráðstefnu um áhrif skilnaða á böm hugs- anlega haft mikil áhrif og að þeir, sem hyggja á skilnað hugsi sig tvisvar um, þegar þeim er gerð grein fyrir afleiðing- unum fyrir börn þeirra. Félagslegar rannsóknir af því tagi, sem hér hefur verið vitnað til og fram komu á fyrmefndri ráðstefnu eru mjög mikilsverðar. í opinberam umræðum, a.m.k. hér á landi, hefur athyglinni ekki verið beint að þeim sem skyldi. Þó er augljóst, að þær sýna, að við eram að búa til vandamál fyrir framtíðina, að ekki sé talað um sálarheill þeirra ein- staklinga, sem hlut eiga að máli. Þessar rannsóknir eiga að geta verið undirstaða nýrrar herferðar til þess að upplýsa fólk um afleiðingar þess, að böm séu of mik- ið ein á viðkvæmu aldursskeiði, og um áhrif skilnaða á börn, sem geta fylgt þeim alla ævi. Raunar eru margar fleiri hliðar á málum sem þessum. Bandarískar rann- sóknir m.a. hafa t.d. leitt í ljós, að áfeng- issýki á heimilum framkallar ákveðið mynztur hjá maka og börnum, sem get- ur í sumum tilvikum og sennilega alltof mörgum haft alvarlegar afleiðingar fyrir þessa einstaklinga alla ævi. Áfengissýki föður eða móður getur markað líf barna þeirra alla ævi. Hafa þeir, sem umgang- ast áfengi af léttúð verið upplýstir nægi- lega vel um þetta? Fjölskyldan og heimilið era undirstaða samfélags okkar. Það er augljóst af því, sem fram kom á fyrrnefndri ráðstefnu, að við höfum vanrækt þessa undirstöðu með afdrifaríkum hætti. Þess vegna er kominn tími til að staldra við og huga að því á hvaða leið við erum. hhmhhh morgunblað- Kvnfprðis- ið birti hinn 26- ivymerois jálí sl opið bréf frá afbrot gegn Drífu Kristjáns- börnum dóttur, sem rekur ásamt eiginmanni sínum meðferðarheimili fyrir unglinga að Torfastöðum. Bréf þetta hefur að vonum vakið mikla athygli annars vegar vegna óhugnanlegra lýsinga á sifjaspells- máli og hins vegar vegna athugasemda greinarhöfundar um meðferð slíkra mála í hinu opinbera kerfí. í viðtali, sem birt var hér í blaðinu sama dag við Boga Nilsson, rannsóknarlögreglustjóra, kom fram, að frá því að það sérstaka mál, sem Drífa fjallaði um var til meðferðar, hefur málsmeðferð verið bætt og unnið er að enn frekari umbótum. Á ráðstefnunni um illa meðferð á böm- um kom fram, að um sömu vandamál er að ræða hjá öðrum þjóðum í meðferð slíkra mála og Drífa vék að í opnu bréfí sínu til ráðherra. Þetta kom fram hjá Beth Grothe Nielsen, lektor í refsirétti við háskólann í Árósum, sem kveðst draga mjög í efa, að dómskerfið sé hæft til að taka á málefnum bama, sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Hún bendir á, að reglur réttarkerfisins krefj- ist þess, að nægar sannanir liggi fyrir svo að hægt verði að sakfella hin ákærða og ef minnsti vafí leiki áj að hann sé sekur beri að sýkna hann. I kynferðisaf- brotamálum gegn börnum sé það hins vegar yfírleitt aðeins barnið og hinn ákærði, sem viti hvað hafi gerzt og í flestum tilvikum neiti hinir ákærðu öllum sakargiftum. Það er nákvæmlega þetta vandamál, sem Drífa Kristjánsdóttir vék að í bréfí sínu til dómsmálaráðherra. í frásögn Morgunblaðsins í gær, föstu- dag, af erindi hins danska lektors segir m.a.: „Beth Grothe segir, að oft séu hin- ir ákærðu sýknaðir þrátt fyrir, að vitnis- burður barnsins hafi verið sannur og í mörgum tilfellum sé ómögulegt að sak- fella hinn ákærða jafnvel þó að dómarinn og aðrir í réttarsalnum trúi baminu vegna þess, að sannanirnar sem fyrir liggi séu ekki nægilega sterkar á meðan hinn ákærði neiti í sífellu sakargiftum. Þetta segir hún, að sé ástæðan fyrir því að ekki sé ákært í meira en helmingi allra mála, sem kærð séu til lögreglunn- ar í Danmörku og í fjórðungi þeirra mála, sem ákært sé í sé niðurstaðan sýkna. „Það er þvi mín skoðun, að í þessum málum þjóni réttarkerfíð okkur ekki sem skyldi en því miður hef ég ekki lausnir á takteinum" ... Sú hug- mynd, sem gengur lengst af þeim, sem nefndar hafa verið er að hætta að dæma í kynferðisafbrotamálum gagnvart böm- um. Þeir, sem því halda fram era marg- ir á þeirri skoðun, að það að barnið þurfi að endurupplifa það sem gerzt hafí við réttarhöld geti jafnvel haft jafn slæmar eða verri afleiðingar en það, sem það þegar hafi orðið fyrir ... Ég hallast að því að vænlegasta leiðin sé sú að reyna að sannfæra þá, sem beitt hafa kynferð- islegu ofbeldi um að það sé þeim fyrir beztu að játa ... Ef þeir vissu hins vegar að þeim yrði boðið upp á hjálp yrðu þeir ef til vill viljugri til að játa. Sumum þeirra er eflaust ekki hægt að hjálpa en mörgum er hægt að hjálpa og oft era þeir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis sjálfír. Þessir menn þarfnast hjálpar en fæstir þeirra átta sig á því.“ Eins og þessi ummæli Beth Grothe Nielsen sýna, hefur Drífa Kristjánsdóttir vakið máls á málefni, sem bersýnilega er mikið til umræðu í Danmörku og vafa- laust í fleiri löndum. Nauðsynlegt er, að slíkar umræður fari fram hér m.a. til þess að við áttum okkur betur á því hvemig hægt er að bæta meðferð þess- ara mála hér frá því sem nú er. í þeim efnum er ástæða til að vekja athygli á og undirstrika frumkvæði Boga Nilsson- ar, rannsóknarlögreglustjóra, sem ber- sýnilega hefur lagt mikla áherzlu á að afla upplýsinga um meðferð slíkra mála annars staðar og þá sérstaklega í Nor- egi í því skyni að taka upp breytta starfs- hætti hér, sem gert hefur verið að tölu- verðu leyti. í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, lýsti Þorsteinn Pálsson, dóms- málaráðherra fullum vilja til þess að átak yrði gert í þessum efnum. Þess er að vænta, að ábendingar Drífu Kristjáns- dóttur, frumkvæði Boga Nilssonar og umfjöllun Beth Grothe Nielsen verði til þess að umbætur á þessu sviði komi til enn frekari umræðu og meðferðar. „Þær upplýs- ingar, sem fram komu í erindi > * Olafs Olafssonar, landlæknis á fyrr- nefndri ráðstefnu benda óneitan- legatilþess, að þeir hafi meira til síns máls, sem telja, að í lengstu lög eigi að forðast skilnað. Þegar svo er komið, að skilnaður for- eldra hefur meiri áhrif á börn en dauði föður er ástæðatilfyrir fólk að staldra við og hugsa sinn gang. Auðvitað er þetta ekki einhlítt og auðvitað geta aðstæður fólks verið með þeim hætti, að skilnað- ur sé eina færa leiðin. En spyrja má m.a. með til- vísun til fjölgunar skilnaða, hvort fólk sé ekki farið að umgangast hjónabandið af fullmikilli léttúð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.