Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1992, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1992 Yorið íPrag eftir Sigríði Matthíasdóttur í maí á þessu vori tóku á annan tug sagnfræðinema við Háskóla Islands sig upp og héldu í kynnisferð til höfuðborg- ar Tékkóslóvakíu, Prag. Sjálf hef ég dvalið vetrarlangt í Prag, raunar fyrir byltingu, veturinn '88-89. Breytingarn- ar verða örar þessi árin en samt var ljóst þegar við lentum á flugvellinum í Prag að við vorum komin til Austur-Evr- ópu. Lyktin var öðruvísi en á Kastrup, biðraðir við skipti- búllur, fólkið í fríhöfninni pínulitlu eins og það sé að æfa í nýju leikriti og kunni ekki hlutverkið almennilega. Við lentum í landi sem er á leið inn í nýjan heim og enginn veit nákvæmlega hvernig sú nýja tilvera mun líta út. Ekki síst vegna þess var spennandi að lenda í Prag á þessu vori. Líf og fjör á Karlsbrúnni. Fyrir „Flauelsbyltinguna“ var hún venjulega auð og tóm. Frá gamla borgarhlutanum í Prag. Á hægri myndinni eru minnismerki um fórnarlömb kommúnismans á aðalgötunni í Prag. Þarna má meðal annars sjá mynd Jan Palach, sem brenndi sig til bana á þessum stað eftir innrás Sovétríkjanna 1968. Hann hefur séð tímana tvenna, þessi aldni tékkneski alþýðumaður, frá þvi fyrir valdatöku kommúnista 1948. Yorið var komið. Það var hreint óskaplega heitt og þegar Austur-Evr- ópusjokkið var farið að hjaðna og ég orðin tilviljunarkenndur ferðamaður á Karlsbrúnni upplifði ég aftur þessa tilfinnngu sem ævinlega fylgir Prag, fegurðina sem á engan sinn líka. Henni hefur oft verið lýst, hjá Smet- ana í tónverkinu Moldá, í málverkum Oskars Kokoscha og myndum frí- stundamálaranna á Karlsbrúnni. Fegurð sem gefur tilfinningu upp- hafningar sem módernískur bygg- ingarstíll megnar sjaldan að veita og það er engu logið um þann unað sem það er að sitja við Karlsbrúna á vorkvöldum, ekki síst ef fólk hefur smekk fyrir tékkneskum bjór. Sem betur fer slapp Prag við sprengjur í síðari heimsstyijöldinni og nemend- ur í arkitektúr, sem og aðrir listunn- endur, flykkjast til Prag til að virða fyrir sér byggingarlist, gottneskar, barrokk og nýklassískar byggingar sem standa þar eins og upprunaleg- ar og framast má verða. Ég var í Prag í ágúst í fyrra en breytingarnar sem hafa orðið, stinga í augu. Menn hafa greinilega notað veturinn vel. Götusölufólkið er mun betur birgt og selur meira aðlaðandi varning og verslanir í miðbænum hafa tekið stökk í átt til vestræns vöruúrvals. Miðborgin er á góðri leið með að verða alþjóðleg verslunar- borg, enn sem komið er er höfuðá- hersla á kristal en einnig skótau og leðurvarning. Verslunarleiðangur í Prag, hvað verðlag snertir, er eins og að vera í viku í Kolaportinu en fá hins vegar einungis nýjan vamig. Kristalsverslanir eru samar við sig, bæheimski kristallinn, útskorinn, gylltur og blómlegur, lætur eins og nútímahönnun hafi aldrei verið til og kemst fyllilega upp með það. Öll þessi dýrð er hins vegar ekki ætluð íbúum nema að litlu leyti. Fjár- hagslega séð hafa verið dregin ósýnileg Apartheidskilti í u.þ.b. 500 m radíus út frá miðbænum sem segja: „Venjulegum tékkneskum launþegum meinaður aðgangur.“ Þeim er að vísu leyfilegt að viðra sig á bökkum Moldár en það kostar þá óheyrilegar upphæðir að borða, drekka og versla í þessari ferða- mannaparadís og er raunin sú að þeir halda sig að mestu leyti annars staðar. Meðalmánaðarlaun eru tæp- lega 4.000 tékkneskar (8.000 ísl. kr.). Ódýru skórnir sem við gátum ekki hætt að dásama og kostuðu ekki nema u.þ.b. 1.000 tékkneskar krónur (2.000 ísl.) voru því vikulaun Tékka. Og annað eftir því. Á úti- kaffíhúsi á Gamlabæjartorgi, í hjarta miðbæjarins, kostar krús af bjómum góða 80 ísl. kr. En í lítilli bjórbúllu Það hafa orðið miklar breytingar í höfuðborg Tékkóslóvakíu á skömmum tíma. Tékkar sjálfir eru nú nánast útlægir í miðborginni aðeins rétt utan við helstu ferða- mannagötur kostar hann 12 ísl. kr. og var þó í raun miklu betri því að hann var framreiddur freyðandi beint úr tunnunni. Þar söfnuðust Tékkamir saman eftir vinnu eins og þeir hafa ævinlega gert. Margir virðast hafa tvíbenta af- stöðu til þróunar í átt til vestrænna viðskiptahátta. Pavel Humhal, ung- ur myndlistarmaður, orðaði það þannig að áður hafí hann óttast Sovétríkin, nú Bandaríkin. Hins veg- ar þýddi ekkert að láta þann ótta stjórna sér; Tékkar þörfnuðust ein- faldlega vestræns fjármagns, menn- ingarstrauma og atvinnuhátta: „Verkmenning hér er í rúst og verkafólk er hreint afsprengi sósíal- ismans.“ Meðal hinna erlendu fjár- festa sem hafa komið upp fyrirtæki í Prag er íslendingurinn Þórir Gunn- arsson sem rekur ágætan veitinga- stað, Reykjavík, við Karlovgötu. Þangað buðum við tékkneskum kunningjum upp á íslenskan físk og er óhætt að segja að þeim hafí líkað vel. Tékknesku námsmennimir litu þróunina hornauga enda brennur hún á þeim. Marta Jerabkova, rúm- lega tvítugur nemandi í norsku og ensku, sagðist hafa verið fastagestur á kaffíhúsi við Karlovgötu, en nú væri verðlagið orðið þannig að venju- legir tékkneskir stúdentar gætu ekki leyft sér að setjast þar niður. Það að Tékkar em útlagar í eigin borg er ljót saga. Það er að vísu ljóst að í augnablikinu er ferðamannaiðnað- urinn helsta vonin til að ná í hinn svokallaða harða gjaldeyri en við gátum þó ekki annað en velt fyrir okkur hvernig okkur liði með svipaða stöðu í Reykjavík, að útlendingar og ferðamenn réðu lögum og lofum á Laugaveginum, Lækjartorgi og við Tjömina og teygðu sig aðeins yfír Vesturbæinn en við aumir íslending- ar yrðum áð halda okkur einhvers staðar utan við þann radíus. I ferðinni nutum við dyggrar að- stoðar tékkneskra hjóna, þeirra Lidmilu og Vaclav Nemec, en þau eru miklir Islandsvinir og hún er formaður Vinafélags við Norðurlönd í Prag sem starfar með blóma. Þau era á sextugs- og sjötugsaldri, hún hagfræðingur, hann jarðfræðingur. Hvorugt hefur komið til íslands en áhugi þeirra á landi og þjóð er feiki- legur. Fyrir þeirra tilstilli kynntist hópurinn öðram hliðum á Prag en hann hefði annars gert, t.d. var far- ið á tónleika í móttökusal forsetans í höllinni og það er sjaldgæfur við- burður að tónleikar séu haldnir þar. Þeir voru liður í hinni frægu tónlist- arhátíð sem kölluð er „Vorið í Prag“. Olga Havlova forsetafra var vernd- ari þessara tónleika og einungis voru leikin verk eftir tékknesk tónskáld, þ.á m. Smetana, Dvorak og Janacek. Sömuleiðis var öllum boáið á heimili þeirra hjóna einn eftirmiðdaginn og um leið og við stigum inn fyrir garðs- hliðið var okkur ljóst að þetta var annar heimur sem á vissan hátt laut öðram lögmálum en erillinn fyrir utan. Við voram ekki aðeins stödd í Prag tíunda áratugarins heldur ekki síður þess þriðja meðal vel- menntaðra borgara og hluta sem önduðu frá sér aldagamalli menn- ingu Mið-Evrópu. Hvítvíni frá Mæri var hellt í kristalsglös, Hr. Nemec ræddi um tónskáldið Smetana og lék lög eftir hann á flygilinn af tækni og innlifun og við fengum að heyra söguna af því þegar fjölskyldan slapp með naumindum við að húsið væri þjóðnýtt við valdatöku komm- únista 1948. Einn eftirmiðdag vor- um við nokkurs konar þátttakendur í miðevrópskri sögu síðustu aldar og ég hefði gjarnan viljað staldra ögn lengur við í þessari veröld sem var. Saga og fegurð borgarinnar hefur þau áhrif að andstæður nútíðar og fortíðar verða meira sláandi en víða annars staðar. Þungarokkarar á rölti um þessar götur sem hafa lítið breyst síðan Mozart yfirgaf þær gera að verkum að hvorutveggja fær á sig dálítið absúrd blæ, göturnar og þeir. Þungarokkshljómsveitin Guns and Roses hélt tónleika í Prag á meðan við vorum þar stödd og þangað mættu tæplega 100.000 manns. Það kostaði 350 tékkn. krón- ur inn á tónleikana, og þeir voru að sjálfsögðu fjölmargir sem höfðu eng- in efni á því. Þeir sem ekki höfðu efni á að borga sig inn á þessa tón- leika létu ekki deigan síga heldur kveiktu varðelda fyrir utan og þar hafa verið u.þ.b. 10.000 manns. Orðið „absúrd“ er ekki alveg úr lausu lofti gripið í Prag. Þeir hafa ákveðna hefð fyrir því sem er abs- úrd, samanber Franz Kafka. Sjálfur Vaclav Havel, fyrrum leikhúsmaður og andófsmaður og nú forseti lands- ins, segir í viðtalsbók frá árinu 1986 að ef Absúrdieikhúsið hefði ekki verið til fyrir hans daga hefði hann neyðst til að fínna það upp! Havel var á árunum 1960-68 starfandi við hið svokallaða Grindverkaleikhús í Prag (Divadlo na Zabradlí). Leikhús þetta er enn til og þangað hélt hluti hópsins að horfa á látbragðsleiksýn- ingu en látbragðsleikur er meðal þess sem Tékkar hafa getið sér gott orð fyrir. Sýningin var m.a. unnin upp úr Faust eftir Goethe, og nokkr- um verkum Franz Kafka og þrátt fyrir að ekkert okkar væri vant neinni hefð í látbragðslist létu allir hrífast með. Leikaramir kunnu sitt fag og með fullkomnu valdi yfír lík- amshreyfíngum túlkuðu þeir eitt- hvað sem þær hafa enga hugmynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.