Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Tölvumynd af væntanlegri Digraneskirkju. Digraneskirkja: Kynning á teikn- ingum og áætlunum TEIKNINGAR og áætlanir um fyrirhugaða kirkjubyggingu Digra- nessafnaðar í Kópavogi verða kynntar í safnaðarheimili sóknarinn- ar 12.-15. ágúst. Kynningin verður í safnaðar- heimilinu, Bjarnhólastíg 26, mið- vikudaginn 12., fimmtudaginn 13. og föstudaginn 14. ágúst kl. 18-21 og ennfremur laugardaginn 15. ágúst kl. 14-17. Fulltrúar hönnuða og sóknarnefndar verða til viðtals á staðnum. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: Reykuiinn fer beint út í andrúmsloftið SJÓNMENGUN af reyk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga hefur verið meiri í sumar en undanfarið. Bót verð- ur ráðin á þessu með haustinu. Jón Sigurðsson framkvæmda- Bændur funda á Laugum AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda 1992 verður hald- inn á Laugum í Reykjadal dag- ana 27.-29. ágúst. Fundurinn verður settur ki. 13 fimmtudaginn 27. ágúst og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl. 18 laugardaginn 29. ágúst. Á fundin- um verða venjuleg aðalfundarstörf. stjóri verksmiðjunnar segir að reykmengunin nú stafí einkum af því að reykur sem áður blandaðist Iofti í töppunarsal verksmiðjunnar fari nú beint út úr verksmiðjunni um reykháfa frá töppunarpalli. Jón segir.að frá upphafi rekstrar verksmiðjunnar hafi þess verið gætt vandlega að engin sjónmeng- un væri af rekstri hennár. Hins vegar hefðu verið einstök vinnu- svæði inni í verksmiðjunni þar sem nokkur mengun hefði valdið starfs- mönnum óþægindum. Nú hefur verið bætt úr þessu, síðast með fyrrnefndum reykháfum. Að sögn Jóns verður í haust settur upp búnaður á Grundart- anga sem leiða mun reykinn inn í reykhreinsivirki verksmiðjunnar. Eftir það verður sjónmengunin á Grundartanga úr sögunni. Jón segir að þessi lausn á meng- unarvandanum sé hönnuð í verk- smiðjunni sjálfri og kosti alls í kringum 2 milljónir. Lausn sem norskir verk- og tæknifræðingar lögðu til hefði hins vegar kostað 60 til 70 milljónir. Frönsk barokktónlist _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Guðrún Óskarsdóttir, sembal- leikari, Rannveig Sif Sigurðardótt- ir, sópransöngkona og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, höfðu veg og vanda af fyrri sumartónleikum í Skálholti um síðustu helgi. Á efn- isskránni voru frönsk barokkverk eftir Hotteterre, d’Anglebert, Le- clair og Boismortier. Af þessum tónskáldum var Leclair frægastur, bæði sem frábær fiðlari og höfund- ur ágætra fiðluverka, sem enn í dag eru leikin á almennum tónleik- um. Tónleikarnir hófust á Svítu eftir Hotteterre, sem er í e-moll og nefnd „Le Romain". Franskar svítur voru oft að því leyti til frá- brugðnar þeim þýsku, að hver kafli bar heiti, vísandi til innihalds og hermitónandi blæbrigða. Auk föstu þáttanna hefur Hotteterre skotið inn „blóma-aríu“ og „sveitabranl- dansi“, sem er 14. og 15. aldar dans en þar í flokki er Basse-dans, sá sem varðveist hefur í íslenska þjóðlaginu Vera mátt góður. Kol- beinn er að verða leikinn með bar- okkflautuna og var leikur hans og Guðrúnar mjög góður, þó verkið í heild hefði mátt vera ögn hryn- þyngra og dansandi í túlkun. Guðrún Óskarsdóttir er efnilegur semballeikari og lék hún svítu í d-moll eftir d’Anglebert af öryggi og töluverðri leikni. Svítan var á sínum tíma danstónlist og prelú- dían upphaflega notuð til að tón- stilla lútuna og fyrir dansfólkið að raða sér upp. Nú eru dansform þessi ekki lengur iðkuð og dans- hvatinn í tónlistinni hefur misst sinn slagkraft. Ástæðurnar fyrir því að saraböndurnar eru þijár í þessu verki, þó aðeins ein væri leik- in, má rekja til þeirrar dansskipun- ar, sem tíðkaðist í menúettum og fleiri dönsum og er upphaf þrennd- arformsins. Sónatan í e-moll eftir Leclair var besta verk tónleikanna og var mjög vel flutt. Kolbeinn „söng“ sónötuna með fallegum tóni, mótaði tónhendingar verksins á sannfærandi máta í ágætum sam- leik við sembalinn. í efnisskrá eru útskýringar á því hvað samfelldur bassi (basso cont- inuo) eða fylgirödd, eins og fyrir- bærið er kallað í efnisskrá, merkir. „Basso contiuo" var hjá barokk- mönnum tónsmíðalegur grunnur verksins og lærðu þeir að semja tónverk yfir „gefinn bassa”. Það er því almennt talið að þessi „kontra-rödd“ aðalraddarinnar hafi oftar en ekki verið leikin á gömbu og sembalinn meira og minna verið notaður til hljómfyllingar á milli jaðarraddanna. Þessi ófullkomni frágangur tónsmíðanna var aflagð- ur um 1750 og fékk „hægri hönd- in“ eftir það fullgilt hlutverk í tón- smíðinni og með tilkomu píanósins missti svo gamban giidi sitt. Þenn- an „galla“ hafa flytjendur og/eða útgefendur þurft að lagfæra með því að láta semja eða útsetja verk- in, þ.e. „hægri höndina” og þannig eru þessi verk oftast útgefin. í lokaverki tónleikanna, Sumar- kantötunni eftir Boismortier, hefði mátt nota gömbu til að undirstrika mótvægi bassans við söngröddina. Rannveig Sif Sigurðardóttir hefur lagt sig eftir barokktónlist og söng kantötuna af öryggi. Hún hefur sterka tilfinningu fyrir tón og hend- ingaskipan barokktónlistar og var flutningurinn músiklega sannfær- andi. Heimspekingurinn og tón- Blokkflautusnillingurinn _ Dan Laurin hefur áður skemmt íslend- ingum með frábærum leik sínum og ekki voru tónleikar hans í Skál- holti um síðustu helgi til a_ð varpa þar á nokkrum skugga. Á efnis- skránni voru verk eftir van Eyck, Zahnhausen, Masumoto, Marais, Hirose og tvö Estampe-danslög frá 14. eða 15. öld. Það er ekki nóg með að fingra- leikni Laurins sé mikil, eins og kom fram í skölum og skreytingum gömlu verkanna, sem voru tvö smáverk eftir van Eyck, „Fólía-til- brigði” eftir Marais og tveir Est- ampe-dansar, heldur er hann ótrú- lega leikinn í útfærslu á alls konar blæbrigðum og með þeim hætti, að vart verður trúað að slíkt sé hægt á blokkflautur, hvort sem hann lék á litla sópraníu, eða venju- legar sópran, alt og tenor flautur. Leikur Laurins í Bravade eftir van Eyck var ótrúlegur og sömu- leiðis í Patorale eftir Masumoto og Hymn eftir Hirose en í tveinur seinni verkunum er ekki aðeins lögð áhersla á hraðan leik, heldur og margvísleg blæbrigði og tónmynd- um, tvítónun og tvíröddun, þar sem hljóðfæraleikarinn syngur „bord- úntón“ á móti eigin leik, eins og í Hymn eftir Hirose. Fólía-tilbrigðin eftir Marais eru fremur stirðleg tónlist og standa þau á milli að vera í chaconne formi og tilbrigðaformi því sem síðar varð einkennandi fyrir klassíkina, þ.e.a.s. tilbrigðin eru að mestu unnin yfir stefið, eins og reyndar má heyra í ítalskri fiðlutónlist frá samá tíma. Miklar skreytingar geta spillt tónrænni framvindu verkanna skáldið Rousseau (1712-78) segir í ritgerð sinni „Bréf um franska tónlist”, að frönsk tunga sé illa fallin til söngs, í samanburði við þá ítölsku og að „Frakkar muni því aldrei eignast söngtónlist”. Af þessu spruttu „deilumar um gleði- leikinn”, en Frakkar eiga mikið af góðri söngtónlist, þó þeir í raun hafi trúað Rousseau og því um tíma tekið að stæla ítalska tónlist. Guðrún Óskarsdóttir er á góðum vegi sem semballeikari, það sýndi hún hvað best í einleikssónötunni eftir d’Anglebert en auk þess lék hún fylgiraddimar í öðmm við- fangsefnum tónleikanna af öryggi. Hér er á ferðinni efnileg tónlistar- kona, sem ásamt Rannveigu og Kolbeini fyllir þann hóp, sem nú er að kalla til arfs í íslensku tónlist- arlífi. og því var gerð sú sátt, að fyrst skyldi leika eða syngja án skreytinga en við endurtekningu mátti hlaða á tónlínuna skrauti, sem þó var ekki skylda. Hvað sem líður þessum athugasemdum, var leikur Laurins frábærlega vel út- færður. Blæbrigðaútfærslur Dan Laur- ins á blokkflautuna minna á tóntil- raunir óbósnillingsins Holligers fyr- ir nokkram áratugum. Þessar til- raunir hans voru oft taldar eiga rót sína að rekja til þess, að allt það sem samið hafði verið fyrir óbó lék í höndum hans, án fyrirhafnar og hann hafl í raun ætlað að gera óbóið að enn stærra hljóðfæri og erfiðara en það í raun er. Breyting- ar á hljóðfæram er einnig saga tónsmíðinnar og svo vriðist sem leiktækninn almennt sé nú að nálg- ast ystu mörk þess sem hefðbundin hljóðfæri geta skilað og ný hljóð- færi geti aðeins leyst þennan vanda. Þessi þróun var tafín um stundarsakir með því að endur- vekja gömul hljóðfæri og gamla tónlist. Hugsanlegt er að ósmíðuð rafmagnshljóðfæri eigi eftir að koma fram og þar með tónlist, sem erfitt er að ímynda sér hvernig muni hljóma, nema, að þetta vandamál verði leyst eða lausn þess tafin, með því að snúa sér að framgerð tónlistar, sem líklega má enn finna á meðal frumstæðra og einangraðra þjóðflokka. Slíkar hugleiðingar sem þellar koma upp í hugann, þegar hlýtt er á snillinga eins og Dan Laurin og um leið spurningin, hvert skal halda næst og er einhver slóði enn ógenginn framundan, eða hvað ...? DAN LAURIN Kraftmesta vél landsins í kvartmílu Kona stjórnar kvart- míiukörlunum Kvartmíla Gunnlaugur Rögnvaldsson Menn láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar kemur að aksturs- íþróttum eins og dæmin sanna. En ný 800 hestafla keppnisvél Jónasar Karls Harðarsonar er án vafa dýr- asta og kraftmesta keppnisvél sem hérlendis hefur verið notuð. Vélina notar Jónas í kvartmílu og keppti með hana í spyrnugrind sinni á sunnudaginn, en þá fór fram keppni til Islandsmeistara. „Vélin er gífurlega orkumikil en það vantar að skóla mig sem öku- mann með hana áður en mér tekst að nýta allt aflið. Ég náði ekki alveg að skipta nógu vel um gíra í þeim ferðum sem ég fór, en bíllinn lét vel að stjóm þrátt fyrir aflið og hliðar- vind á brautinni,” sagði Jónas í sam- tali við Morgunblaðið. Vélina kom Bandaríkjamaðurinn Chris Larecci með frá heimalandi sínu og setti saman hérlendis, en hann hefur sett yfir 60 slíkar vélar saman, en hann vinnur fyrir eitt virtasta verkstæðið í kvartmíluheiminum og setti m.a. saman vélar sem unnu samtals 24 sigra í fyrra þar í landi. „Þessar vélar sem Jónas og fleiri hafa keypt endast í fjögur ár við aðstæður eins og hérlendis og eru mjög traustar, þær skila 800 hestöflum og það eru alvöru hestöfl! Það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá Jónasi en þessi spyrnugrind með svona vél á að geta farið kvartmíluna á 7-8 sekúndum við bestu aðstæður,” sagði Chris. I keppninni fór Jónas á rúmum 10 sekúndum eftir braut- inni, enda rétt að venjast hreyfmgum bílsins með nýju vélinni og brautin var auk þess hál vegna rigningar, sem gerði það að verkum að fresta varð keppninni. Guðjón Karlsson á Suzuki var kominn í góða stöðu gegn Hlöðver, íslandsmeistaranum ósfgrandi Gunnarssyni, þegar keppni var hætt, en Guðjón hefur m.a. breikkað aftur- felgu á Suzuki-hjóli sínu um fimm tommur og keypt nýtt keppnisdekk, sem gerði gæfumuninn, á meðan Öflugasta og dýrasta keppnisvél landsins er í spyrnugrind Jónasar Karls Harðarsonar, sem stendur hér við bíl sinn ásamt Chris Lacc- eri og Val Vífilssyni. Hlöðver átti í einhveijum vandræð- um vegna gangtruflana. Hlöðver setti fyrir skömmu bæði íslands- og brautarmet og hefur góða stöðu í íslandsmótinu í kvartmílu fyrir afl- meiri mótorhjól. Hann ók brautina á 9,87 sekúndum, sem er besti tími sem hefur náðst á brautinni í sumar. Kvartmílu-Kata er hún Katrín Reynisdóttir kölluð meðal keppenda í kvartmílu, en hún er keppnisstjóri Kvartmíluklúbbsins, bæði á kvartm- ílumótum og sandspyrnumótum, sem eru hluti af íslandsmótinu í báðum greinum. Hún stjórnar mót- unum af röggsemi og nýtur dyggi- legrar aðstoðar kærasta sins, Sig- tryggs Harðarsonar, og annarra karlkynsmeðlima klúbbsins. „Það gengur ágætlega að hafa stjórn á körlunum og í raun held ég að þeir beri meiri virðingu fyrir mér sem keppnisstjóra af því að ég er kona, myndu röfla meira í karl- manni í sömu stöðu,” sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið. Hún tók við hlutverkinu af öðrum kven- manni, Steinunni Stefánsdóttur, þannig að kvenfólk hefur ráðið ríkj- um í þessu karlasporti síðustu ár. „Ég fæ ekki miklar skammir frá strákunum, er samningamanneskja og get. viðurkennt mistök ef þau koma upp. Reyndar finnst mér ég vera ein af strákunum og skil þeirra áhugamál vel. Þegar ég var yngri og átti að vera að leika með dúkk- ur, þá límdi ég bílamódel samán. Bílaáhuginn hefur því alltaf blundað í mér, en það blossaði upp enn meiri , áhugi á kvartmílunni þegar ég sá ljóshærðan, myndarlegan strák á keppni fyrir fjórum árum. Það var Sigtryggur og málin þróuðust þann- ig að við fórum að vera saman og við höfum sameiginlegt áhugamál. sem er mjög þægilegt fyrir fólk sem býr saman,“ sagði Katrín. „Sigtryggur er forfallinn bíla- áhugamaður og ég hef lært af hon- um og öðrum í klúbbnum um bíla og mótshald. Ég hef fylgst með öðr- um akstursíþróttum, m.a. torfæru og rallí-cross, en það er mikið líf í kringum þessar íþróttir og ég held að ég fái aldrei leið á þessu sporti. í kvartmílunni liggur við að ný met séu sett í hverri keppni og met Hlöð- vers á mótorhjólinu í sumar var frá- bær árangur. Áhuginn á mílunni er alltaf að aukast og í haust ætlum við að standa fyrir keppni milli fram- haldsskóla, sem gæti laðað að nýliða næsta sumar. Sjálf er ég að spá í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.