Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. AGUST 1992 13 að auka hagsæld heima fyrir. Þetta aukna samstarf þjóða í milli er hluti af því alþjóðaumhverfi sem er að skapast allt í kringum okkur og við ættum að taka þátt í að móta. Það er ekki einungis nyt- samlegt að smáþjóð efli alþjóða- samvinnu, það er henni lífsnauð- syn. Það á ekki síst við um svið mennta, rannsókna og vísinda. Við verðum að vera vel á verði og gæta þess að dragast ekki aftur úr á þessum sviðum. Alþjóðasamvinna er hagur íslendinga Því ber að fagna að mennta- málaráðherra hefur nú stigið þetta mikilvæga skref, sem vonandi verður enn til eflingar vísindum, rannsóknum og menntalífi. Von- andi verður ráðning sérstaks stjórnsýslufulltrúa menntamála- ráðuneytisins til starfa við höfuð- stöðvar Evrópubandalagsins til þess að nýjar áherslur á þessum sviðum muni stuðla að nýjungum í íslenskri atvinnusköpun. Megi það verða til þess að við Islending- ar getum enn frekar virkjað þær auðlindir sem við höfum ekki nýtt sem skyldi. Smáþjóð eins og íslendingar á að geta dafnað í samfélagi þjóð- anna. Við Islendingar eigum að leggja áherslu á það sem við ger- um best. En við eigum jafnframt að stuðla óhikað að nýbreytni og nýrri atvinnusköpun með öflugra rannsóknastarfi og skilvirkara menntakerfi. Við eigum að leggja fram okkar skerf að betri og viða- meiri alþjóðasamvinnu. Það eru okkar hagsmunir. Það eru íslensk- ir hagsmunir. Höfundur er formaður nefndar menntamálaráðuneytisins um þátttöku íslands í alþjóðasamstarfi á sviði menntamála. Hann er jafnframt formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Prófessor Svanhvít Etrils- dóttir Svanhvít Egilsdóttir með söng-- námskeið PRÓFESSOR Svanhvít Eg- ilsdóttir heldur söngnám- skeið í húsakynnum Tónlist- arskólans í Reykjavík, Laugavegi 178, dagana 17.-29. ágúst næstkomandi. Svanhvít hefur verið búsett í Vínarborg í fjölda ára og kennt við Tónlistarháskólann þar. Margir íslendingar hafa sótt námskeið sem hún hefur haldið hér á landi, en einnig hafa íslendingar sótt leiðsögn hennar til Vínarborgar. Undirleikari á námskeiðinu er Ólafur Vignir Albertsson. Skránin fer fram hjá Steineyju Ketilsdóttur, Eiðistorgi 3, Sel- tjarnarnesi. Á sama stað fást nánari upplýsingar um nám- skeiðið. 1600cc »16 ventla • Bein innspýting • 95 hestöfl KOSTAR STABGREIDD, KOMIN Á GÖTONA FRA: FAXAFENI 8 • SÍMI 91 - 68 58 70 BRIMBORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.