Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Neytendasamtökin um Hagkaup og Bónus: Samkeppni sem tryggt hefur neytendum hag- stætt vöruverð minnkar KAUP Hagkaups á 50% hlut í Bónus á eftir að leiða til óhag- kvæmara vöruverðs fyrir neyt- endur að mati formanns Neyt- endasamtakanna, Jóhannesar Gunnarssonar. A komandi Al- þingi verður ný samkeppnislög- gjöf til meðferðar sem á að koma í veg fyrir að fyrirtæki hafi jafn stóra markaðshlutdeild og Hagkaup og Bónus hafa nú. Jóhannes Gunnarsson sagði að samtökin tækju samvinnu Hag- kaups og Bónus ekki fagnandi. Neytendasatntökin gætu lítið við þessu gert en það væri óhagkvæmt fyrir neytendur þegar tvö leiðandi fyrirtæki í sölu matvöru gengju í eina sæng. Breytingar kæmu ekki í fram á dag eða á morgun en kaupin kæmu til með að draga úr samkeppni sem tryggt hefði neyt- endum hagkvæmt vöruverð. Jó- hannes benti á að samkeppnislögg- jöf annarra Vesturlanda leyfði að gripið væri inn í ef fyrirtæki hefði fjórðungsmarkaðshlutdeild og nú væru Hagkaup og Bónus með um 40% af markaðinum í Reykjavík og 30% alls. Jóhannes sagði að markaðshlutdeildin ætti þar að auki eftir að stækka í Reykjavík þar sem stefnt væri að því að opna ijórar nýjar verslanir. Hann sagði að ný samkeppnislöggjöf yrði til meðferðar á komandi þingi sem væri svipuð í sniði og samkeppnis- löggjöf annarra þjóða og það sýndi að stjórnvöld hefðu áhyggjur ef Reykjanesbraut: Vegagerðin kynnir tvær hugmyndir VEGAGERÐIN hefur lagt fram tvær hugmyndir að nýrri legu Reykjanesbrautar að Garðbraut. Að sögn Hilmars Finnssonar hjá Vegagerð ríksins er ekki um end- anlegar hugmyndir að vegstæði að ræða, heldur er einungis verið að leita eftir viðbrögðum heima- manna við tillögunum. Áætlað er að hefja framkvæmdir við vegagerðina þegar á þessu ári, en mælingar vegna hennar munu hefjast um leið og ákvörðun um end- anlegt vegstæði hefur verið tekin í samráði við íbúa í Garðinum og Sand- gerði. Ætlunin er að vegurinn verði tilbúinn á næsta ári. fyrirtæki hefðu of stóra markaðs- hlutdeild. Að sögn Jóhannesar hafa neytendur áhyggjur af þessu og enginn fagnaði þessum kaupum henni nema forráðamenn viðkom- andi fyrirtækja. ♦ ♦ ♦ Leiðir til hærra verðs - aðmati eiganda Nóatúns KAUP Hagkaups á hlut í Bónus leiðir til hærra vöruverðs hjá við- komandi verslunum að mati Jóns Júlíussonar, eiganda Nóatúns- verslananna. Jón álítur að þessi samvinna komi til með að stöðva samkeppnina sem verið hefur á milli Hagkaups og Bónus. Jón Júlíusson telur að rekstur Bónus hafi verið kominn í þröng þar sem Mikligarður hefði lækkað sína vöru undanfama mánuði og einnig hefði Hagkaup verið að lækka sitt vöruverð. Þessar lækkanir hafi reynst Bónus erfíðar. Jón sagði að þar að auki hefðu skattaálögur kom- ið að fullum þunga í fyrsta sinn á Bónus fyrir árið 1991. Hann benti á að aðrar matvöruverslanir sem hefðu reynt að yera með mjög lágt vöru- verð og lengri opnunartíma hefðu aldrei gengið nema í nokkur ár. Jón sagði að hann fengi ekki skilið að Hagkaupsmenn væru að kaupa ann- að fyrirtæki til þess að keppa við. Að mati Jóns koma Hagkaup og Bónus til með að hækka vöruverð á næstunni. Að sögn Jóns halda Nóat- úns-verslanimar sex sínu striki. Hann sagði að áfram yrði lögð áhersla á góða kjötvöm og milliverð á aðrar vörutegundir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Svifið um á Shetland Sigmature-bát Árna Rúdolfssonar sem skilar 200 hestöflum og er búinn Merc- ury-utanborðsmótor. Hér stekkur hann af stað í nágrenni Akraness. Spennandi að svífa á bátnum - segir Árni Rúdolfsson sem á sport- bát sem náð getur 80 mílna hraða TVÖ hundruð hestafla Mercury-utanborðsmótor knýr áfram einn kraftmesta sportbát landsins, Shetland Signature-sportbát Árna Rú- dolfssonar. Hann þeysir um á vélsleðum, sæsleða, á jeppa og stundar skíðamennsku af kappi, bæði á sjó og í fjöllum. Hann keypti bátinn fyrir skömmu og hefur þeyst, um sjávarflötinn í nágrenni Reykjavíkur og á Þingvallavatni. „Það er óneitanlega sérstök og spennandi útrás að svífa um á svona öflugum sportbát," sagði Ámi í samtali við Morgunblaðið. „Báturinn tekur hressilega á og minnir tilfinningin á það að þeysa um á öflugum vélsleða, maður fær kraftinn beint í æð. Báturinn er stöðugur og það liggur við að hægt sé að taka á honum 360 gráðu beygjur á punktinum, þótt báturinn sé á mikilli ferð. Hann getur náð 80 mílna hraða við bestu aðstæð- ur, en ég hef sett hann í 70 mílur. Hann er með stillanlega skrúfu, sem gefur mikið og virkar svipað og forþjappa í venjulegum bíl, með því að breyta stillingum skilar aflið sér betur í sjóinn.“ Ámi lætur sig ekki muna um að svífa yfir öldutoppa á bátnum, sem hefur mikla sjóhæfni, þótt um sportbát sé að ræða og er báturinn 21 fet á lengd. Bensíngjöfin er fót- stigin, sem er óvenjulegt í sport- bát. „Það er mjög þægilegt að hafa fótgjöf og geta haft báðar hendur á stýri þegar lætin eru sem mest,“ sagði Arni. „Ég hef notað bátinn til að draga menn á sjóskíðum og það liggur við að öll fjölskyldarr gæti hangið aftan í bátnum og Arni er mikill ævintýramaður, á sportbát, vélsleða, sæsleða og Willys-jeppa. aflið myndi ekki þverra, slík er orkan. Það er ótrúlegt fjör að þeysa um á sportbát í góðu veðri, og smá öldugangur sakar ekki.“ Skyldutryggingar vegna bruna: Húseigendur úti á landi ráða því sjálfir hvar þeir tryggja HEILBRIGÐIS- og trygginganefnd Aiþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum sviðum heilbrigðis- og trygg- ingarmála vegna aðildar að samningi um evrópskt efnahagssvæði, EES. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að húseigendur utan Reykjavík- ur geti sjálfir valið hvar þeir kaupa skylduga brunatryggingu. Hins vegar þurfa Reykvíkingar áfram að kaupa skyldubrunatryggingu sína hjá Húsatryggingum Reykjavíkur. Frumvarpið sem heilbrigðis- og tryggingamefnd hefur haft til með- ferðar hefur að geyma breytingartil- lögur við alls 18 lög. Annar kafli frumvarpsins sem varðar breytingar á lagaákvæðum á vátryggingarsviði. Breytinganar lúta m.a. að því að ryðja úr vegi einkarétti einstakra vátryggingafélaga til að selja tiltekn- ar tryggingar, skattlegum ívilnunum sumra þessara félaga o.s.frv. í frum- varpinu er m.a. gert ráð fyrir því að breyta lögum um Brunabótafélag íslands og lögum um brunabóta- tryggingar utan Reykjavíkur. Felld eru á brott ákvæði um að bæjar- og sveitafélög hafi heimild til að semja við eitt vátiyggingafélag um bruna- tryggingar á húsum í viðkomandi umdæmi og að skylt sé að vátryggja allar húseignir í umdæminu hjá þeim aðila. Skal það héðan í frá vera hvers og eins húseiganda utan Reykjavíkur að ákveða hvar hann skyldubruna- tryggir húseign sína. Hins vegar er í frumvarpinu ekki gert ráð fyrir breytingu á lögum um brunatryggingar { Reykjavík. I at- hugasemdum með frumvarpinu er bent á að í samningum um EES sé sérstakt undanþáguákvæði um Húsatryggingar Reykjavíkurborgar og þurfi því ekki að breyta lögum þar um. Húseigendur í Reykjavík munu því áfram kaupa skyldubruna- tryggingu sína hjá Húsatryggingum Reykjavíkurborgar. Þess er þó látið getið að Evrópubandalagið, EB, hafi boðað breytingar sem hefðu í för með sér að undanþágur af þessu tagi féllu niður. Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga sagði að frumvarpið væri tiltölu- lega nýkomið í þeirra hendur til umsagnar. Hefði stjórn sambandsins ekki enn fjallað um frumvarpið. Þórð- ur sagði þó að sér sýndist við fyrsta lestur að þama væri um að ræða breytingar sem vörðuðu sveitarfélög- in allmiklu. Þau hefðu hingað til borið ábyrgð á því að allar fasteigir væru tryggðar brunatryggingum. Sveitarfélögin hefðu og haft um það ákvörðunarvald hjá hvaða trygging- arfélagi allar fasteignir væru tryggð- ar. Nú væri gert ráð fyrir því að afskipti sveitarfélaga utan Reykja- víkur yrðu afnumin en sér sýndist að eftir sem áður stæði ábyrgð sveit- arfélaganna á því að ný hús yrðu metin og vátryggingum haldið við. Þórður taldi það einnig „auðvitað dálítið sérstakt" að ekki væri gert ráð fyrir sambærilegum breytingum varðandi fasteignir í Reykjavík. Þar yrði það áfram í valdi sveitarfélags- ins hvar íbúarnir tryggðu sínar fast- eignir. Sveitarfélögum og íbúum þeirra væri ætlaður mismunandi rétt- ur. í 36. grein EES-samningsins er kveðið á um að engin höft skuli vera á frelsi ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja til að veita þjónust á yfirráðasvæði samningsaðila. í við- aukum með samningnum er nánar kveðið á um þetta frelsi til að veita þjónustu. Samræmingarreglur EB um vátryggingastarfsemi eru hluti af reglum EES. í viðauka IX við EES-samninginn er m.a. vísað til til- skipunar bandalagsins frá 24. júlí 1973. í þeirri tilskipun eru þó tiltek- in vátryggingafélög og stofnanir sem séu undaþegin almennum ákvæðum sökum lögbundinnar sérstöðu í aðild- arríkjum EB. í viðauka IX er bætt við nokkrum slíkum félögum í EFTA ríkjum, þ.á .m. Húsatryggingum Reykjavíkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.