Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Bush og Rabin funda í Kennenbunkport; Búist við samkomu- lagi um lánaábyrgðir Kennenbunkport, Túnis. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti og Yitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, áttu í gær sinn fyrsta fund,' eftir að sá síðar- nefndi tók við embætti, á suin- ardvalastað Bandaríkjaforseta í Kennenbunkport í Maine-ríki. Er búist við að á fundinum, sem lýkur í dag, muni nást samkomu- lag um að Bandaríkjamenn veiti Israelum' umfangsmiklar lána- ábyrgðir. Embættismenn beggja ríkja sögðust fyrir fundinn vona að hann mundi marka upphaf mjög náins samstarfs leiðtoganna tveggja en samskipti Bandaríkjanna og Israels kólnuðu verulega í valdatíð Yitz- haks Shamirs, fyrrum forsætisráð- herra ísraels. Rabin gisti í nótt í Kennenbunkport sem gestur á heimili Bandaríkjaforseta og er það túlkað sem tákn um hið breytta andrúmsloft í samskiptum ríkj- anna. „Rabin er mjög, mjög harður í hom að taka. En hann er ekki fast- ur í einhveijum hugmyndafræðileg- um ramma sem gerir okkur nánast ókleift að ræða við hann,“ sagði einn bandarískur embættismaður. Annar bandarískur emæbættis- maður sagði „ekkert“ standa í vegi fyrir því að ísraelum yrðu veittar lánaábyrgðir fyrir 10 milljarða doll- ara láni til að geta tekið við um 400 þúsund flóttamönnum frá fyrr- um Sovétríkjunum. Fram til þessa hefur Bandaríkjastjóm ekki viljað veita slíka lánaábyrgð þar sem rík- isstjóm Shamirs neitaði að verða við þeirri kröfu að frysta frekara landnám á hemumdu svæðunum. ísraelska dómsmálaráðuneytið skýrði frá því á sunnudag að til stæði að breyta lögum sem sett voru árið 1986 og banna samskipti við Frelsishrejfingu Palestínu- manna (PLO). A gmndvelli þessara laga hafa ísrelar hafnað því að PLO gæti átt nokkurn þátt í friðarvið- ræðunum um Mið-Austurlönd. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, fagn- aði þessari yfirlýsingu og hvatti ísraelsk stjórnvöld til að ganga skrefi lengra og taka upp beinar viðræður við samtök sín. Næsta umferð friðarviðræðn- anna hefst í Washington þann 24. ágúst. Reuter. Múslímskir og króatískir fangar í Manjaca-fangelsinu sem er skammt norður af borginni Banja Luka í Bosníu, en hún er á yfirráðasvæði Serba. Rauði krossinn fær aðgang að fangabúðum í Bosníu: Serbar hefja brottflutning fanga úr verstu búðunum Prijedor, Zagreb. The Daily Telegraph. SERBAR í Bosníu-Herzegovínu hafa hafið brottflutning múslim- skra og króatískra fanga úr hin- um illræmdu Omarska-fanga- búðum til Manjaca, öðrum af tveimur búðum sem Rauði kross- inn hefur fengið aðgang að til þessa. Serbar segjast ætla að opna allar fangabúðir sinar í Bosníu fyrir eftirlitsmönnum Rauða krossins. Talið er að leið- toga þeirra, Radovan Karadzic, sé mjög i mun að draga úr þrýst- ingi á hemaðaríhlutun vest- rænna ríkja vegna frétta af búð- unum og hann sé jafnvel tilbúinn að ræða frið nú til að festa land- vinninga Serba í sessi. RAUÐI KROSSINN KANNAR FANGABUÐIR Leiðtogar Serba í Bosníu samþykkja að fulltrúar Alþjóða Rauða krossins kanni fangabúðir í Bosníu eftir að fréttir af pyntingum og aftökum vekja óhug og kalla á hörð viðbrögð á aiþjóðavettvangi. ---^ Könnun fangabúöa hefst að líkindum á morgun ' SLÓVENÍA S _ _./ ® Zagreb Ungverjaland *•**••.. jn Luka Dolro) Beígrad ® ,®_______ Fjórir ságðir drepnir og fimm særðir í bardögum á laugar- dag Brúðkaup í Hvalsey Kaupmannahöfn. Frá Níls Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JONATHAN Motzfeldt, fyrrum formaður grænlensku land- stjórnarinnar, og íslensk kona, Kristjana Guðmundsdóttir, vom gefin saman í hjónaband í kirkju norrænna manna í Hvalsey við Qaqortoq síðastliðinn laugardag. Um 300 gestir frá íslandi, Fær- eyjum og Danmörku voru viðstadd- ir hjónavígsluna, þar á meðal Poul Schluter, forsætisráðherra Dana, og eiginkona hans, Anne Marie Vessel, sem eru á ferðalagi í Græn- landi. Yfír 1.000 fangar hafa verið fluttir frá Omarska, en sjónvarps- myndir þaðan af sveltum og illa höldnum föngum hafa vakið hryll- ing og var líkt við myndir úr útrým- ingarbúðum nasista. Aðstæður í Manjaca eru slæmar vegna matar- skorts og þrengsla, en eru samt betri en í Omarska. Serbar og Kró- atar í Bosníu hafa samið um skipti á stríðsföngum og eiga þau að hefj- ast á morgun, miðvikudag, þegar báðir aðilar hyggjast afhenda 300 manns. Blaðamaður The Daily Telegraph fékk að heimsækja þorpið Prijedor í norðanverðri Bosníu um helgina, en flóttamenn segja að þar hafí allt að 3.000 manns verið í haldi Serba í verksmiðjubyggingu. Hann sá engan í verksmiðjunni, nema varðmann sem sagði að allir fangar hefðu verið fluttir burt fyrir mán- Friðargaesluliðar Sameinuðu þjóðanna opna aftur flugvöllinn I Sarajevo sem lokaö var sl. þriðjudag. Búist við 20 flug- vélum með hjálpargögn á dag uði síðan. Einn bæjarbúa tjáði hon- um að fangamir hefðu verið fluttir í búðir í Tmopolje, sem hafa verið nefndar, ásamt Omarska, sem einar þær verstu sem Serbar starfrækja. Demal Ceric, 31 árs gamall mað- ur, segist hafa verið 10 daga í haldi í verksmiðjunni með 780 öðrum föngum. Hann sagði að þeir sem vom yngri en 16 ára og eldri en sextugir hafi fengið eina máltíð á dag, en hinir fengu engan mat, lít- ið vatn og fengu ekki að ganga öma sinna. Þessa tíu daga hafí átta menn verið teknir af lífi, fjórir hefðu verið barðir til dauðs og aðrir tveir dáið eftir meiðingar. Sjálfur var Sveitir múslima sagðar hafa haldið uppi skothríð á austur- hluta Goradze en þangað hefur ekki verið hægt að senda hjálpargögn I fjóra mánuði Ceric fluttur til heimabæjar síns, Bosanski Novi, og sleppt eftir að hann skrifaði undir afsal fyrir húsi sínu. íbúar Prijedor vom 35.000 tals- ins fyrir stríðið og voru Króatar í naumum meirihluta, en múslimar og Serbar síðan álíka margir. Ekki hafa allir flúið „þjóðernishreinsan- ir“ Serba og blaðamaður hitti með- al annars að máli múslima, serb- neskan vin hans og ungverska konu hans. „Hér bjuggu múslimar, Kró- atar og Serbar saman í sátt og samlyndi," sagði sá serbneski, „það eru leiðtogarnir sem eiga sök á þessu.“ & Einnigbjóðum viðgestum að velja afhinum frábœra sjávarrétta- og sérréttamatseðli. BORÐAPANTANIRI SIMA 25700. ™Áux. Noregur og EES: EB haldið utan við norsku olíusvæðin? NORÐMENN reyna nú að koma í veg fyrir að fyrirtæki í Evrópu- bandalaginu (EB) fái fullt leyfi til að taka þátt í olíu- og gas- vinnslu á hafsvæðum sem heyra til landinu þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) gengur í gildi, að sögn danska blaðsins Berscn. Norska stjórnin telur að slíkar heimildir komi fyrst til greina ef Noregur gangi í EB. Bjorn Tore Godal, sem fer með Evrópumálin í norsku stjóminni, hefur að sögn blaðsins tekið mál- ið upp á fundum með Frans Andriessen, sem fer með sam- skipti EB við önnur ríki fyrir hönd framkvæmdastjómar bandalags- ins, og Henning Christoffersen er annast efnahagsmál. Framkvæmdastjómin hefur lagt fram tillögu um nýja tilskip- un er kveður á um rétt fyrir- tækja EB-ríkja til olíu- og gas- vinnslu hvar sem er í bandalags- ríkjunum. Verði hún samþykkt mun hún sjálfkrafa taka gildi í EES er svæðið verður að veru- leika. Svo getur farið að fijáls aðgangur að norsku olíusvæðun- um verði eitt af fyrstu málunum sem lögð verði fyrir dómstól EB til úrskurðar ef Norðmenn mót- mæla þessu ákvæði þegar EES tekur gildi. Eftirlitsmenn SÞ leita í Bagdad EFTIRLITSSVEIT Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem kom til ír- aks á sunnudag, leitaði í gær gagna, sem gætu komið írök- um að haldi við smíði kjarn- orkuvopna. Nefndin hefur enn ekki reynt að komast inn í íraskar ráðuneytisbyggingar en í síðustu viku bönnuðu Irakar leit eftirlitssveita SÞ í slíkum byggingum. Bandarískir emb- ættismenn sögðu í gær að eftir- lit SÞ í Bagdad virtist ganga vel en vöruðu íraka jafnframt við því, að reyna að tefja eða villa um fyrir eftirlitsmönnum samtakanna á einhvern hátt. Rannsókn á ofbeldi íhuguð RÍKISSTJÓRN Suður-Afríku tilkynnti í gær að hún íhugaði að fyrirskipa umfangsmikla rannsókn á ofbeldisverkum í landinu eftir að fímmtán manns létust í átökum um helgina. Stjórnin segir að fyrirhuguð rannsókn sé liður í áætlun hennar um að koma á réttarbót í landinu og draga úr ofbeldi. Mun rannsóknin meðal annars eiga að leiða í ljós hvort að öryggissveitir lögreglunnar og hópar tengdir Afríska þjóðar- ráðinu beri ábyrgð á fjölda hryðjuverka, sem framinn hef- ur verið í landinu að undan- fömu. Afríska þjóðarráðið hef- ur hvað eftir annað verið sakað um grimmileg ódæðisverk og þá aðallega gagnvart svertingj- um, sem eru sakaðir um sam- vinnu við hvíta menn eða að fylgja öðrum svertingjahreyf- ingum að málum. Afríska þjóð- arráðið hefur hins vegar sakað lögreglusveitir um að standa að baki fjöldamorðum á svörtu fólki og illa meðferð á föngum í fangelsum landsins. Rússneskri geimferð lokið RÚSSNESKUM geimleiðangri lauk farsællega þegar fórir Rússar og einn Frakki lentu heilu og höldnu á steppum Kazakhstan í gær eftir ferð í MIR-geimstöðina, sem er á sporbaug um jörðu. Geimstöðin er komin til ára sinna og var megintilgangur ferðarinnar að endumýja tæknibúnað stöðvar- innar þannig að hún verði not- hæf til ársins 1996. Hraðamet 1 siglingu yfir Atlantshaf ÍTALSKIR siglingamenn bættu hraðamet á siglingu yfír Atl- antshaf um næstum 22 klukku- stundir þegar þeir sigldu yfir hafið á 58 tímum og 34 mínút- um um helgina. Þar með bættu þeir tveggja ára gamalt met upp á tæpa áttatíu klukkutíma. Bátnum var siglt frá Ameríku til Englands og er af nýrri teg- und hraðbáta, sem ítalskt fyrir- tæki hyggst brátt setja á mark- að. Báturinn, sem sló metið, er 67 metra langur og var útbú- inn þremur aflvélum í ferðinni. Oveður í Frakklandi HAGLÉL skemmdi uppskeru á um eitt þúsund hektara vín- ræktarsvæði í vesturhluta Frakklands um helgina. Tals- maður samtaka vínræktar- framleiðenda sagði í gær að öll uppskeran hefði eyðilagst hjá fjölda bænda og gætu margir þeirra þurft að bregða búi vegna óveðursins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.