Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 23 JltargtiiiHitfct Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Olympíuleikar - há- tíð vináttu og friðar Olympíuleikar eru stærsta íþróttahátíð veraldar. Á fjögurra ára fresti safnast bestu íþróttamenn heimsins saman og keppa um eftirsóttustu verð- laun sem í boði eru; sigurvegar- ar fá ekki peningaverðlaun frá Alþjóða ólympíunefndinni en heiðurinn sem viðkomandi hlotnast er ómetanlegur, og eftir siguf á leikunum eru frægð og frami oft tryggð, og þar af leiðandi miklir tekju- möguleikar. Fyrirtæki sjá sér hag í því að styrkja íþróttamenn og er það jákvætt. Til þess að íþrótta- menn komist á toppinn verða þeir að geta einbeitt sér að íþrótt sinni. Æft sig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afkomu fjölskyldu sinnar, sem er líklega orðið fátítt meðal íþróttamanna á heimsmæli- kvarða, nema á íslandi. íþrótta- menn hér á landi eru vissulega styrktir til að geta einbeitt sér að æfíngum, en betur má ef duga skal. Þijátíu og níu íslenskir íþróttamenn tóku þátt í Ólymp- íuleikunum í Barcelona. Vænt- ingar íslensku þjóðarinnar eru oft miklar, þegar íþróttamenn okkar spreyta sig, iðulega óraunhæfar, en áhugamenn geta glaðst yfír árangrinum nú. Sigurður Einarsson náði þriðja besta árangri sem ís- lenzkur íþróttamaður í einstakl- ingsgrein hefur náð á Ólympíu- leikum. Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki í Melbourne 1956, sem enn er í minnum haft, Bjarni Friðriks- son brons í júdói í Los Angeles 1984 og Sigurður varð fimmti í spjótkasti nú. Þá varð landslið íslands í handknattleik, sem öðlaðist þátttökurétt á síðustu stundu eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka í liðakeppni, í fjórða sæti á leikunum, sem er besti árangur íslensks landsliðs. Handknattleikur hefur löngum notið mikilla vinsælda hér á landi, landsliðið oft skipað stærstan sess í huga íþróttaá- hugamanna, og það kann að hljóma ótrúlega, að árangurinn nú sé betri en nokkru sinni fyrr. Það er þó engu að síður sann- leikur. Þegar árangur landsliðs- ins og Sigurðar er skoðaður geta Islendingar því vel unað við útkomuna að þessu sinni. Fámenn þjóð sem íslendingar getur varla vænst þess, að full- trúar hennar séu tíðir gestir á verðlaunapöllum Ólympíuleika, en þegar slíkt gerist vaknar þjóðin til lífsins og samgleðst hetjunum. íslenskir íþrótta- menn sem standa sig vel eru gulls ígildi á erlendri grundu, betri en margar auglýsingarnar um hreint loft og fallegt lands- lag. Og á Ólympíuleikum þarf ekki endilega verðlaun til; því árangur Sigurðar og handbolta- mannanna hefur vakið athygli ytra og ætti að gleðja alla sem fylgjast með íþróttum á íslandi og aðra sem fínnst skipta máli að ísland sé kynnt út á við. Þessir tuttugustu og fímmtu Ólympíuleikar nútímans voru vel heppnaðir. Spánveijar stóðu vel að þeim, betur en margir þorðu að vona því flest varð- andi skipulagningu var í góðu lagi og gekk samkvæmt áætl- un. Þegar litið er til baka, á leik- ana sem nú er nýlokið blasir við jákvæð sýn. Færri íþrótta- menn en áður hafa orðið uppvís- ir að ólöglegri lyfjanotkun, en heimsmetin halda áfram að falla. Almenningur sýnir Ólympíuleikunum gríðarlegan áhuga enda fjölmiðlar um allan heim yfírfullir af fréttum af leikunum. Og hvað sem öðru líður er Ólympíuhugsjónin enn við lýði — það var alveg ljóst á 25. Ólympíuleikum nútimans, sem slitið var í Barcelona á Spáni á sunnudagskvöld, að hjá mörgum er það enn aðalatriðið að vera með, ekki að sigra. Sig- urvegararnir eru skiljanlega mest í sviðsljósi heimspressunn- ar, en hinir leika ekki ómerki- legra hlutverk. Það geta ekki allir sigrað, margir eru kallaðir en einungis fáir útvaldir. Það kom vel í Ijós í lokaathöfn leik- anna á sunnudag hve friður og vinátta skipta heimsbyggðina miklu máli. Oft hefur því verið haldið fram, að íþróttamenn séu einhveijir bestu sendiherrar þjóða, og það sannast líklega hvergi betur en á íþróttamóti eins og Ólympíuleikum. íþrótta- menn eru ekki bara keppendur, heldur kynna þeir land sitt og þjóð meðal annarra. Stuðla að vináttu, sem einmitt skiptir svo miklu til að viðhalda friði í heiminum. Sem er vitaskuld lykilatriði í heimsmynd sam- tímans; að viðhalda friði. Því fagnar Morgunblaðið þátttöku íslendinga í Ólympíu- leikunum í Barceiona, um leið og blaðið óskar Sigurði Einars- syni og handboltalandsliðinu sérstaklega til hamingju með árangurinn. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum; Lítið mark er tekið á frásögn fómarlambanna - segir Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður „ÞAÐ sem hefur stungið mig í meðferð þessara mála er hversu lítið mark er tekið á frásögnum barna sem verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi,“ sagði Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður, þegar leitað var álits hennar á ummælum Beth Grothe Nielsen, lektors í refsirétti við Háskólann í Árósum, í lok ráðstefnu um börn og barnavernd. Beth Grothe, sagði í viðtali við Morgunblaðið, að hún efaðist mjög um að dóm- skerfið væri hæft til að taka á máiefnum barna sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi. Ekki væri hægt að dæma ákærða nema nægar og óyggjandi sannanir lægju fyrir. Sagðist hún helst telja að vænlegasta leiðin til að fá fram játningu væri að gera afleiðingar verknaðarins minna ógnvekjandi fyrir hinn ákærða. Svala hefur sem lögfræðingur nokkra reynslu af málum sem tengja kynferðisafbrotum gegn börnum og var leitað álits hennar á ummælum Beth Grothe. Sagðist Svala geta nefnt sláandi dæmi þess hversu lítið mark væri tekið á börnum. „Við er- um með nokkurra ára gamalt mál, þar sem sálfræðingur lýsir því yfir í dóminum að frásagnir barnanna séu mjög trúverðugar en samt var ekki tekið mark á þeim,“ sagði Svala. „Hann lýsir því að frásögnin sé þess eðlis að bömin segi frá hlutum sem þau gætu ekki vitað um nema þau hafi upplifað þá. Manni finnst sárt hvað lítið mark hefur verið tekið á bömunum.“ Taldi Svala að breyta þyrfti sönn- unarbyrðinni þegar um kynferðisaf- brot gegn börnum væri að ræða og sérstaklega ef fyrir lægi álit sálfræð- ings sem gengi á þann veg að frá- sögn barnsins væri trúverðug sem bæri að taka mark á. Þá ætti að taka mark á því sem börnin segðu. „Það hafa ekki orðið neinar al- vöruumræður um þetta ennþá en þetta hefur aðeins komið til tals. Þetta er eitt af því sem við þurfum að athuga í kringum nefndakjörið sem fer fram í allar nefndir þingsins þegar Alþingi kemur saman á nýjan leik og þetta þarf síðan að ræða í þingflokkunum,“ sagði Davíð. Hann kvaðst aðspurður ekki hafa rætt þetta mál við Eyjólf Konráð Jónsson, formann utanríkismálanefndar, en sagði að þessi hugmynd hefði einnig komið lauslega til tals á síðasta ári. Forsætisráðherra var spurður hvort núverandi fyrirkomulag hefði Svala Thorlacius „Þessi gamla kenning um að börn hafi auðugt ímyndunarafl hafa orðið til þess að þeirra framburður hefur haft minna vægi en ég tel að ef sálfræðingur álítur að barnið sé að segja satt þá beri að leggja sama trúnað á það og framburð fullorð- inna,“ sagði Svala. Svala sagði, að vel mætti vera að auðveldara væri að ná fram játningu ef þeim ákærða yrði boðin hjálp í stað fangelsisdóms. „Það eru bara svo margir af þessum mönnum sem vilja raunverulega ekki fá hjálp,“ sagði hún. „Við verðum þá að fínna leið til að knýja þá til að leita hjálp- ar. Mörgum bamaníðingum finnst þetta ekki vera neitt stórmál. í Bret- landi eru starfandi leyniklúbbar manna sem hafa ánægju af barnakl- ámi. Sennilega mundu fleiri játa ef þeir ættu ekki fangelsi yfir höfði sér. Það er alltaf þessi spurning um refsingu hvort líta eigi á refsinguna sem hefnd þjóðfélagins því fangelsis- dómur hefur í fæstum tilfellum bætt menn.“ reynst illa. „Ég skal ekki um það segja en það reynir mikið á þetta núna og þess vegna vildu menn aft- ur taka upp umræðumar um það en það hefur út af fyrir sig ágalla líka að vera að breyta slíku fyrirkomu- lagi,“ svaraði hann. Davíð var einnig spurður hvort afstaða formanns utanríkismála- nefndar til samningsins um Evrópskt efnahagssvæði hefði valdið því að þessi umræða er tekin upp. Sagði hann svo ekki vera en mjög mikil- vægt væri að utanríkismálanefnd starfaði vel á næstu mánuðum eins og aðrar nefndir þingsins. „Auðvitað hlýtur ríkisstjórn á hveijum tíma að leggja mikið upp úr því að hafa vel starfhæfan meirihluta í nefndunum. Ég er ekki að segja að það sé ekki svo í utanríkismálanefnd en það er þó ljóst að formaður nefndarinnar hefur haft dálítið önnur viðhorf um afgreiðslu þessa máls heldur en stjórnin á stundum, en það er ekki rótin að þessum umræðum," sagði Davíð. Aðspurður hvort hann teldi að við- horf Eyjólfs Konráðs kynnu að tor- velda afgreiðslu málsins á Alþíngi sagðist Davíð ekki hafa trú á því og kvaðst hafa það eftir Eyjólfi að hann muni ekki leggja stein í götu af- greiðslu málsins. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði að forsætisráð- herra hefði orðað þessa hugmynd að gera breytingar á formennsku þessara tveggja nefnda þannig að þeirri reglu yrði fylgt í öllum tiivikum að formennska í þingnefndum fylgdi verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Undantekning hefði verið á því varð- andi utanríkismálanefnd og fíárlaga- nefnd á síðasta ári en ef óskir kæmu fram um að breyta því væru Alþýðu- flokksmenn til viðtals um það en málið væri á algeru byijunarstigi og engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að enginn hefði orðað þessar hugmynd- ir við sig og málið hefði ekki komið til umræðu í þingflokki sjálfstæðis- manna. „Ég botna ekkert í málinu," sagði hann. Sagðist Eyjólfur vilja starfa áfram sem formaður utanríkismálanefndar og kvaðst árangurslaust hafa reynt að ná sambandi við Geir H. Haarde, formann þingflokksins, vegna þessa máls, en hann væri staddur erlendis. Hann sagði ennfremur nauðsynlegt að Alþingi tæki sér góðan tíma til umfjöllunar um EES-samninginn og að skoða yrði vel hvort vafi léki á samningurinn stæðist gagnvart stjórnarskránni. Álit sérfræðinganna fjögurra sem utanríkisráðherra fékk til að meta stjórnskipulegt gildi samningsins tæki ekki af allan vafa um það. Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaganefndar, vildi ekkert segja um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. með tilboði þessu og væntum þess að málaleitan okkar fái skjóta og jákvæða afgreiðslu.“ Radiomiðun hf. er 35 ára gam- alt fyrirtæki og hefur sérhæft sig á sviði fjarskipta. Einkum hefur það selt siglinga- og fiskleitartæki í skip, en einnig selur fyrirtækið önnur fjarskiptatæki, til dæmis Dancall-farsíma. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að nefnd á sínum vegum væri að vinna að því að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Eins og málin stæðu nú, væri sennilegt að stofnað yrði sérstakt hlutafélag um símaþjónustu og annað um póst- þjónustu. Ráðherrann var spurður hvort til greina kæmi að skilja sölu- deildina frá öðrum þáttum símafyr- irtækisins og selja hana einkaaðil- um. Hann svaraði því til að nefnd sín myndi taka afstöðu til þess máls. „Þetta tilboð breytir engu um það. Þessi einkavæðing er í fullum gangi og það verður haldið áfram á þeirri braut. Það er ekki hugmyndin að setja bara á stofn einhveijar nefndir um þessi mál,“ sagði Halldór Blöndal. Norræn- ir málar- ar þinga ÞING norrænna niálara- meistara verður haldið á Hótel Sögu dagana 13.-16. ágúst. Þetta er í fimmta sinn, sém þingið er haldið hér á landi. í tengslum við þingið stendur nú yfir meistarakeppni nor- rænna málaranema. Keppnin ' er haldin í Iðnaðarmannahús- inu við Hallveigarstíg og er öll- um opin. Henni lýkur á fimmtu- dag, 13. ágúst og verða úrslitin kynnt á lokahófi þingsins á laugardag. Morgunblaðið/Hrefna Björg Þorsteinsdóttir Tónlistarfhitningur undir kirkjuvegg Flateyingar og nágrannar þeirra við Breiðafjörð efndu til menningarhátíðar í eyjunni síðustu helgina í júlí. Gerðu menn sér glaðan dag með ýmsum hætti en meðal þess sem tekið var upp á var að efna til eins konar framhaldsguðsþjónustu undir kirkjuveggnum í Flatey að lokinni helgistund og samsöng í sjálfri kirkj- unni. Eins og sjá má voru veðurguðirnir í hátíðar- skapi þennan dag engu síður en eyjaskeggjar og gest- ir þeirra. Radiomiðun hf: Hafa lýst yfir áhuga á að kaupa söludeild Pósts og síma Fjarskiptafyrirtækið Radiomiðun hf. hefur lýst áhuga sínum á því að kaupa söludeild Pósts og síma, sem selur notendabúnað á borð við símtæki, farsíma og faxvélar. Krislján Gíslason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur ritað samgönguráðherra bréf þessa efnis. Halldór Blöndal samgönguráðherra segir að nefnd á sínum vegum sé að vinna að tillögum um breytt rekstrarform Pósts og síma og tilboð Radiomiðunar breyti engu um það. „Þar sem undirrituðum er ljós sú stefna núverandi ríkisstjórnar að selja fyrirtæki í eigu ríkisins, sem allt eins geta verið í höndum einstaklinga eða fyrirtækja, þá vil ég lýsa yfir áhuga eigenda Radio- miðunar hf. að kaupa söludeild Pósts og síma, þ.e. notendabún- aðardeild,“ segir í bréfí Kristjáns Gíslasonar til samgönguráðherra. „Við teljum söludeild Pósts og síma eitt skýrasta tilfellið um óeðlilega þátttöku ríkisins í íslenzku at- hafnalífi og til hagsbóta að rekstr- arformi deildarinnar verði breytt hið fyrsta. Okkur er full alvara Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna: Rætt um skiptí á formönnum í utan- ríkismálanefnd og fjárlaganefnd Eyjólfur Konráð vill starfa áfram sem formaður utanríkismálanefndar SÚ HUGMYND er nú til umræðu á milli forystumanna sljórnarflokk- anna að gera þær breytingar við kosningar til þingnefnda þegar Al- þingi kemur saman í næstu viku að Alþýðuflokkurinn fái formennsku utanríkismálanefndar í sinn hlut en sjálfstæðismenn fái formennsku í fjárlaganefnd. Davíð Oddsson forsætisráðherra staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði komið til tals. Sagði hann meginástæðuna þá, að þessar tvær nefndir þyrftu að fjalla um stór mál á næstu mánuð- um og því hefðu menn farið að velta fyrir sér hvort það væri skap- legra að hafa sama fyrirkomulag þar og ríkt hefði í öðrum nefndum þingsins að formenn nefnda kæmu úr sama flokki og viðkomandi fag- ráðherrar. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að enginn hafi orðað þetta við sig og segist hafa fullan hug á að starfa áfram sem formaður nefndarinnar. Afríka: Of lítil áhersla lögð á þró- un matvælaframleiðslu - segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar ÁSTANDIÐ vegna hungursneyð- ar í mörgum Afríkulöndum er orðið vel þekkt. Minna hefur hins vegar verið fjallað um orsakir hungursins. Segja má að aðalá- stæðan sé sú að of lítil matvæla- framleiðsla fer nú fram í þessari stóru heimsálfu. Það á einkum við um Angóla, Botswana, Lesot- ho, Malaví, Mósambik, Namibíu, Suður-Afríku, Swaziland, Tanza- níu, Zambíu og Zimbabwe. Aðrar ástæður og þær sem oftar hafa verið nefndar eru síðan upp- skerubrestur og stríðsástand í sumum Afríkuríkjum. Þetta segir Jónas Þórisson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar í samtali við Morgunblaðið. Jónas Þórisson segir að héríendis sem annars staðar hafi athygli miklu fremur beinst að stríðsátökunum í Júgóslavíu enda líði margir þar mikl- ar hörmungar og kannski nú síðast efnahagsástandinu heima fyrir en því að fíarlægar þjóðir í Afríku búi við hungur. Síðustu vikur hafi þó umræðar beinst meira að Afríkuríkj- um. -Mér finnst þess vegna ástæða til að minna á ástandið þar og þótt við gerum kannski ekki stóra hluti með framlögum frá íslandi þá hafa þau sitt að segja. Hjálparstofnanir eru að störfum í Afríku og verða það út þetta ár svo það verður enn þörf fyrir framlög frá íslandi, segir Jónas ennfremur. í nýlegri skýrslu frá Carl F. Niels- en starfsmanni Lútherska heims- sambandsins segir m.a. svo um ástandið í Afríku: „Lítum aðeins á eina staðreynd úr tölfræðinni. Með- alfólksfjölgun í Afríku er nú rúmlega 3%. En aukning matvælaframleiðslu er aðeins 2% á hvern íbúa álfunnar. Matvælaframleiðslan er með öðrum orðum hvergi nærri næg til að halda í við fólksfjölgunina. Efnahagssér- fræðingar kalla þetta neikvæða þró- un. Á kjarnyrtu máli heitir þetta neyðarástand. Og þetta gerist hvort sem þurrkar ríkja eða ekki. Þegar næg úrkoma er í Afríku- löndum eru þau sjálfum sér næg um matvælaframleiðslu. En vandinn er líka sá að stjórnvöld hafa ekki næg- an áhuga á að fíárfesta í landbún- aði. Þau leggja mun meiri áherslu á iðnað. Matvælastofnun Sameinuðu Flóttamenn frá Sómalíu í búðum í Kenýju. Nils Carstensen Mörg Afríkuríki geta aukið landbúnaðarframleiðslu sína og þar með brauðfætt íbúa álfunnar. þjóðanna segir að flestar ríkisstjórn- ir Afríkulanda leggi minna en 10% fjárfestinga sinna í landbúnað jafn- vel þótt hann standi undir 50% þjóð- arframleiðslunnar, útflutningstekna og atvinnu. Einingarsamtök Afríku- ríkja hafa sett fram það markmið að ríkin leggi 25% fjárfestinga sinna í uppbyggingu matvælaframleiðslu en aðeins fá ríki hafa komist nálægt því markmiði." Jónas Þórisson segir að úr því að landbúnaður sé undirstaða efnahags margra Afríkuríkja sé það undarlegt að þau skuli ekki sinna honum betur til að geta styrkt aðrar atvinnugrein- ar, svo sem iðnað. -Það er líka löngu vitað hvernig má bæta ástandið: Með breyttri stefnu einstakra ríkiss- stjóma og bættri innri uppbyggingu. Þannig mætti auka matvælafram- leiðsluna um 3% á ári sem þarf til að halda í við fólksfjölgun. En það tekur tíma og meðan svo er verða hinar ríkari þjóðir að leggja sitt af mörkum til hjálpar þessum með- bræðrum okkar, segir Jónas Þórisson að lokum. 320 sækja norrænt þing um meinefna- og blóðmeinafræði UM 320 erlendir fulltrúar hafa verið skráðir á norrænt þing í meinefna- og blóðmeinafræði í Borgarleikhúsinu 11.-14. ágúst. Gestirnir skrá sig og koma sér fyrir í dag en ráðstefnustörf hefj- ast eftir setningu Þorvalds Veig- ars Guðmundssonar, forseta ráð- stefnunnar, ld. 8.45 á miðviku- dagsmorguninn. Ráðstefnur af þessu tagi eru að jafnaði haldnar annað hvert ár. Slik ráðstefna hefur einu sinni áður, árið 1981, verið haldin hér á landi. Þorvaldur Veigar sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrsti fyrirlesar- inn yrði Sigmundur Guðbjamason prófessor og myndi hann fjalla um fjölómettaðar fitusýrur og rannsókn- ir sínar á þeim. Af öðrum athyglis- verðum umfjöllunarefnum fyrsta daginn nefndi hann svo sameindalíf- fræði og lífefnafræðilegar breytingar samfara aldri. Hann sagði að áhugi fólks á því síðarnefnda hefði vaxið mjög að undanförnu. Menn væm forvitnir að vita hvað væru eðlilegar aldursbreytingar og hvað kynnu að vera vísbendingar um sjúkdóma. Þorvaldur Veigar Guðmundsson forseti ráðstefnunnar. Á miðvikudaginn fer ennfremur fram svokölluð Astrup-keppni (kennd við Poul Astmp) en hún fer þannig fram að 5 sérfræðingar flytja fyrirlestra sem jafnframt eru fram- lag þeirra til keppni um sérstök verð- laun. Fyrirlestrarnir em að sögn Þorvalds um ólík efni en oft eru fyrir- lestrar um nýjungar. Annan ráðstefnudaginn, eða á fimmtudag, verða flutt 3 erindi um krabbamein, vöxt þeirra og efni tií að greina þau. Tveir fyrirlesaranna í þessum hluta er íslenskir en starfa erlendis. Þeir heita Karl Tryggvason, prófessor í Finnlandi , og Elvar The- ódórsson, yfirlæknir í Svþjóð. Sama dag verður fíallað um efnabreytingar við mikla áreynslu og fluttur verður fyrirlestur undir heitinu Hormón- umhverfi og krabbamein. Þorvaldur nefndi tvö umfjöllunar- efni síðasta ráðstefnudaginn. Annað þeirra er sykursýki en meðal fyrirles- ara verður Steinunn Bækeskov sern nú starfar í Bandaríkunum. Hitt er fyrirlestur hins sænska Gmbb um efni til að stöðva efnahvata. Kveikj- una að rannsóknunum má rekja til tíðra heilablóðfalla í íslenskri fjöl- skyldu. Viðamikil sýning á tækjum og efnum úr rannsóknarstofum verður í Borgarleikhúsinu í tengslum við ráðstefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.