Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 27
, , ---r;' 2-í:)t (HkU.'.íd f-'IOI'3'/'K>R'>!£ MORGUNBLAÐIÐ VtDSKD’TI/AIVlNNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 Tískuvörur Róðurinn þyngist hjá Benetton ITALSKI tískuvöruframleiðandinn Benetton hóf starfsemi sína fyrir 27 árum þegar Benetton-fjölskyldan stofnaði fyrirtækið. Svo að segja frá fyrsta degi hefur reksturinn gengið vonum framar og Benetton hefur allan tímann vaxið hraðar en önnur ítölsk tískufyrirtæki. En loks nú sjást merki um erfiðari tíma. . í Evrópu heldur Benetton áfram að slá keppinautum sínum við. í Bandaríkjunum, sem er stærsti og mikilvægasti markaðurinn í heimin- um fyrir tískuvörur, hefur hins veg- ar gengið illa síðustu misseri. Vegna harðrar samkeppni, efnahagskreppu og hás verðlags hefur Benetton- verslunum í Bandaríkjunum fækkað um 300 á síðustu 3 árum og stöðugt tap verið á rekstrinum. Á sama tíma hefur þróunin í tísk- unni verið frá hversdagslegum pijónafatnaði sem lengi hefur verið aðalsmerki Benetton, yfir í íburðar- meiri fatnað. Sérfræðingar efast því um að sú stefna Benetton að leita nýrra mark- aða í þriðja heiminum sé til þess fallin að viðhalda hinum öra vexti sem fyrirtækið er orðið vant í Evr- ópu og Austurlöndum fjær. Afleið- ingin er sú að á dögunum, þegar ársskýrsla félagsins var birt lækkaði verð á hlutabréfum í Benetton nokk- uð. Hvað er til ráða? Lykilspurningin er hvort Benetton getur viðhaldið svo örum vexti sem fyrr. Luiciano Benetton telur svo vera. Hann spáir því að salan muni tvöfaldast á næstu fjórum til fimm árum, eins og hún hefur ætíð gert hingað til. Hann telur þetta mögu- legt þrátt fyrir að núverandi markaðir séu svo til fullmettaðir. Leiðin til þess felist í að halda aftur af kostnaði, vinna nýja markaði og kynna nýjar vörur. Önnur leið sem ekki er útilokuð er yfirtaka á öðru fyrirtæki. Á síð- asta ári veitti aðalfundur heimild til að auka hlutafé verulega, en sú heimild hefur enn ekki verið nýtt. Flug Þannig kannaði Benetton bæði Adid- as og Hugo Boss nú í vetur með yfirtöku í huga en taldi fyrirtækin ekki henta. Sú aðferð sem orðið hefur fyrir valinu felst í því að stofna sam- eignarfélög með framleiðendum í þriðja heiminum og opna þannig nýja markaði þar. Benetton leggur þá fram nafnið og hönnunina en samstarfsaðilinn sér um framleiðslu og dreifingu. Margir séfræðingar telja að með þessu móti auðnist Benetton aðeins að viðhalda vexti á tekjum, en hagnaður muni ekki skila sér í sama mæli. Bandaríkin gætu verið mikilvæg- asti markaður Benetton, en þar á fyrirtækið í verulegum erfiðleikum. Áðeins um 7% tekna koma frá Bandaríkjunum, en árið 1986 var hlutfallið 10%. Á síðasta ári nam tapið í Bandaríkjunum um 10 milljónum dollara og árið þar á und- an 6,6 milljónum. Á þessu ári er spáð um 10 milljón dollara tapi. Vandinn í Bandaríkjunum kemur til af slæmu efnahagsástandi þar sem og geysiharðrar samkeppni frá fyrirtækjum eins og Gap og The Limited. Þessi fyrirtæki hafa nú uppi áform um að hefja sölu í Evr- ópu, sterkasta vlgi Benetton. Salan í Evrópu nemur um 75% heildarsölu Benetton og alls eru um 2.700 Ben- etton-verslanir í Evrópu. Stjórnar- formaðurinn telur þó að enn sé rúm fyrir fleiri verslanir, einkum í Þýska- landi, Ítalíu og Spáni. En eins og ástandið í efnahags- málum er í Evrópu, og með aukinni samkeppni fyrirtækja eins og Gap og The Limited, má búast við að jafnvel í Evrópu séu erfiðari tímar framundan hjá Benetton. Mettap hjá Swissair HALLAREKSTUR Swissair var meiri fyrri helming þessa árs en nokkru sinni fyrr. Tap svissneska flugfélagsins var samtals 116 milljón CHF, eða 4,6 milljarðar ÍSK, 81 milljón CHF meira en á sama tíma í fyrra. Tekjur af flugrekstrinum drógust saman um 7% frá janúar til júní vegna fækkunar farþega og lágra fargjalda. Sætanýting er nú aðeins 59,3% að meðaltali. Verðsamkeppnin á Norður-Atl- antshafsleiðinni hefur komið sér- staklega illa niður á Swissair. Far- miðar eru í boði á þeirri leið fyrir meira en helmingi minna verð en -Swissair setur upp í flugbæklingi sínum. Fyrirtækið hefur því neyðst til að bjóða verð sem standa engan veginn undir kostnaði og haft er eftir Peter Nydegger, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs, að annars væri það löngu hætt flug- rekstri. Nydegger boðar lokkandi tilboð í vetur og segir fyrirtækið stefna að því að halda markaðs- hluta sínum á Norður-Atlantshafs- leiðinni, hvort sem það bætir tap- reksturinn eða ekki. Eitt dótturfyrirtækja Swissair tók nýlega við matarþjónustu og annarri þjónustustarfsemi Swissair í Ziirich. Kostnaðarhlið flugfélags- ins lækkar við það og auk þess mun um 400 manns verða sagt upp í haust. Launakostnaður Swissair er mjög hár. Nydegger segir að meðal- laun hjá fyrirtækinu séu 150 ef alheimsmeðallaun eru 100. Meðal- laun hjá Lufthansa til samanburðar eru 140 og Singapore Airlines um 100. - Reiknað er með að Swissair selji eitthvað af flugvélakosti sínum til að bæta upp hallareksturinn áður en bókhaldið verður gert upp í lok þessa árs eins og það gerði í fyrra með góðum árangri. Njóttu lífsins... með því að auka frítíma frá náminu í vetur. Bættu námsárangur þinn með minni fyrirhöfn. Á hraðlestrarnámskeiði margfaldar þú lestrarhraðann og bætir eftirtekt við allan lestur. Fyrir þá, sem vilja auðvelda námið, gefst nú gott tækifæri með því að koma vel undirbúin(n) í skólann. Athugið: Nemendur fjórfalda að jafnaði lestrarhraða sinn á nám- skeiðunum. Þeir, sem ekki tvöfalda lestrarhraða sinn, fá endur- greittl Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 13. ágúst nk. Skráning í sfma 641091.______________ HRAÐLESTRARSKOLINN 1978-1992 IE SUZUKIVITARA 5 DYRA LÚXUSJEPPI Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg- indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu. $ SUZUKI Verð frá kr. 1.576.000.- .. SUZUKI BÍLAR HF / &£**** *■ r - le/íar3 h,ka 7?<'bé Se"i /* ' Ve<-k- f SKRIFSTOFUTÆKNI Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar og viðskiptagreinar í skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3-4 mánuði og að því ioknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 5 ár. Reyndir leið- beinendur. Einn nemandi um hverja tölvu. Greiðslukjör t.d. skuldabréfalán til allt að tveggja ára. Sjón er sögu ríkari. Komdu til okkar í Borgartún 28 og líttu á aðstöðuna og námsgögnin eða hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bækling. Innritun fyrir haustönn er hafin Reyfciavihor Borgartúni 28, sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.