Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 29 NORÐANBLÆR OG AUSTAN Tónleikar og fleira Fyrsta píanóhátíðin Píanóhátíð var haldin á Akureyri dagana 23. til 25. maí. Þessi hátíð var hin fyrsta sinnar tegundar, sem haldin hefur verið hér á landi, og einstök í röð tónlistarhátíða í því, að á henni voru flutt sem næst ein- ungis íslensk verk fyrir píanó, þar með taldir konsertar og nokkur samleiksverk, þar sem píanóið er í lykilhlutverki. Hátíðin var glæsileg og metnað- arfull og var allra manna rómur að hún hefði verið vel skipulögð og farið vel fram í hvívetna. Fjöldi tónleika var haldinn þá þrjá daga, sem hátíðin stóð auk þess fluttir fyrirlestrar og margt annað efni. Tugir flytjenda tóku þátt í hátíð- inni. Á meðal þeirra voru ýmsir af fremstu píanóleikuruin landsins, en auk þeirra mjög margt píanónem- enda á ýmsum aldri úr tónlistar- skólum víða á landinu. Einnig sóttu hátíðina mörg tónskáld, sem samið hafa verk fyrir píanó. Hátíðinni lauk með tónleikum Kammerhljóm- sveitar Akureyrar undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar, þar sem fluttir voru tveir píanókonsertar. í tengslum við píanóhátíðina var gefið út vandað rit, sem er vel yfir tvö hundruð blaðsíður. f því er get- ið allra flytjenda og þátttakenda en í ritinu eru líka ritgerðir, grein- ar og viðtöl, þar sem fjallað er um ýmsa þætti, sem lúta að íslenskri píanótónlist. Djasshátíð Egilsstaða Á Egilsstöðum hefur Árni ísleifs- son píanóleikari, unnið mikið starf í tónlistarmálum; ekki síst á sviði jasstónlistar. Það starf hefur teygt anga sína um allan fjórðunginn og borið ríkulegan ávöxt. Á hveiju ári í fímm ár hefur fyrir forgöngu Árna verið haldin Djasshátíð Egilsstaða. Hátíðirnar hafa ætíð verið svo vel búnar flytj- endum, sem kostur hefur verið á, og hafa mætt til leiks margir af fremstu jassspilurum landsins. Jasshátíðin er haldin sem næst mánaðamótunum júní/júlí. Á þessu ári stóð hún í fjóra daga, 25. til 28. júní, og var sérlega til hennar vand- að, enda afmælisár. Auk íslenskra hljóðfæraleikara komu til leiks þrír Danir, sem skipa Contempo-tríóið. Þeir eru fýrstu erlendu gestirnir, sem leika á Djasshátíð Egilsstaða og voru sannarlega ekki af verri endanum frekar en aðrir, sem fram komu, jafnt heimamenn í Austfirð- ingaljórðungi sem tónlistarmenn lengra að komnir. Sumartónleikar Efnt hefur verið til sumartónleika á Norðurlandi undafarin sumur og nú í fimmta skipti. Fram að þessu sumri var leikið og sungið í Reykja- hlíðarkirkju í Mývatnssveit, Húsa- víkurkirkju og Ákureyrarkirkju. Á þessu sumri hefur starfsemin verið, aukin og bætt við Dalvíkurkirkju, Lundarbrekkukirkju í Bárðardal, Raufarhafnarkirkju og Hóladóm- kirkju í Hjaltadal. Aðsókn á sumartónleikana hefur ætíð verið góð og farið sívaxandi, enga eru þeir orðnir fastur liður í menningarlífi Norðlendinga að sum- arlagi. Ferðamenn sækja tónleikana mikið ekki síður en heimamenn á hveijum tónleikastað. Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestum gefst kostur á að styrkja starfið með fjár- framlögum að tónleikum loknum. Ætíð hefur verið vandað til flytj- enda á sumartónleikunum og verið fengnir til jafnt innlendir sem er- lendir tónlistarmenn. Fram til þessa hafa verið haldnar tvær tónleika- raðir af þeim fimm, sem fyrirhugað- ar eru á þessu ári. Fyrsta röðin, sem stóð frá 2. til 5. júlí var flutt af Margréti Bóasdóttur sópr- ansöngkonu, Lilju Hjaltadóttur fíðluleikara, Hólmfríði Þóroddsdótt- ur óbóleikara, Dagbjörtu Ingólfs- dóttur fagottleikara, og Birni Stein- ari Sólbergssyni organista Akur- eyrarkirkju. Ónnur röðin, sem stóð frá 10. til 12. júlí, var flutt af selló- leikurunum Ingu Rós Ingólfsdóttur, Úr leikritinu Kæra Jelena. Judith Janin van Eck og Sebastian van Eck og Birni Steinari Sólbergs- syni organista. Aðaldriffjaðrir sumartónleika- haldsins á Norðurlandi eru Margrét Bóasdóttir og Björn Steinar Sól- bergsson. Þau hafa unnið mjög gott starf, sem hefur sannað gildi sitt fagurlega. Góður gestur Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari, hafa veuið í tónleika- ferð um landið og hafa haldið tón- leika víða. 14. júlí héldu þeir tón- leika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Aðsókn var góð og undir- tektir frábærar, enda góðir lista- menn á ferð. Gunnar Guð- Jóuas Ingimund- björnsson arson Myndlist 6. júní opnaði Ómar Sigurðsson sýningu á teikningum í Gamla Lundi á Akureyri. Sýningin stóð til 14. júní. 10. júní opnuðu átta myndlistar- menn; Sólveig Eggertsdóttir, Borg- hildur Óskarsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Anna Eyjólfsdóttir, Sigurður Ör- lygsson, Sigrid Valtingojer og Ólöf Sigurðardóttir samsýningu í húsa- kynnum Safnaðarheimilis Akur- eyrarkirkju. Sýningin stóð til 21. júní. 13. júní opnaði Þóra Sigurðar- dóttir sýningu í Listaskálanum, vinnustofu Guðmundar Ármanns og stóð hún til 21. júní. Þennan tíma var nógu af að taka í myndlist á Akureyri, og 18. júlí opnuðu tvær sýningar, önnur í Listaskálanum, þar sem Tita Heydecker sýndi verk sín til 25. júlí, og hin í húsakynnum Myndlist- arskólans á Akureyri, en þar efndu listamennirnir Guðmundur Ármann Sigutjónsson, Helgi Vilberg, Jón Laxdal Halldórsson, Kristinn G. Jóhannsson, Rósa Kristín Júlíus- dóttir og Sigurbjörn Jónsson til sumarsýningar á verkum sínum og stóð hún til 9. ágúst. Ekki má láta ógetið sýningar Árna Elfars, en hann hélt sýningu á hinum sérstæðu tónlistarmynd- verkum sínum á Egilsstöðum í tengslum við jasshátíðina þar. Leiklist Dauft hefur verið yfir leiklist þessa sumarmánuði, eins og vænta má. Þó varð skemmtilegur leiklist- arviðburður í júní, þegar Þjóðleik- húsið fór um landið og sýndi leikrit- ið Kæra Jelena eftir Ljúdmilu Ras- úmovskaju. Verkið var sýnt á Ak- ureyri 19. til 21. júní við góða að- sókn, enda magnað að gerð og flutningi. Frekari frétta af leiklistinni er ekki að vænta fyrr en á næsta hausti. Þá fara leikfélög norðanlands og austan að hugsa sér til hreyfíngs, en fyöldi þeirra er nánast ótrúlegur í þessum landshlutum. Haukur Ágústsson. Hörku útsala Utsalan er hafm. Ný sumarefni og allskonar efni. Mikill afsláttur allt nidur í 150 kr. pr. meter. Verslunin Horn, Kársnesbraut 84, Kópavogi. Lekur bílskúrsþakið? Svalirnar? - útveggirnir? AQUAFIN-2K er lausnin. 5 ára ábyrgð. Fagleg aðstoð við ásetningu. Gerum bindandi tilboð. Kynningarverð efnis aðeins kr. 990.-/m2. Bjóðum einnig mjög vandaða vatnsvörn á astaitþök. BOSCH V E R S L U N Lágmúla 9 sími 3 88 20 KERTI PAU MEST SELDU í EVRÓPU BRÆÐURNIR ^ jgOKMSSONHF^ Gæbalímbönd sem bregðast ekki. Hrabvirk leib viö pökkunarstörfin. J.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 H löfðar til fólks í öllum starfsgreinum! Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir scm vilja vanda til hlutanna, cða berjast gcgn alkalí- og frostskemmdum, mála nicð Steinvara 2000 frá Málríingu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt cr að mála með honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmamis- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er lmálninghlf - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.