Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 35 að gera í Fríkirkjunni, og var óspar á góðar hugmyndir eða að rifja upp eldri viðburði, sem þýðingu gætu haft fyrir viðfangsefni á komandi misserum. Honum var einnig tíð- rætt um hve heilsan væri að hrella hann, en hann var staðráðinn í að fara að drífa sig niður í kirkju, því ; að hann væri nú allur að hressast. * Sigurður var svo gefandi, fræðandi og lífsglaður að mér fannst ég , ævinlega fyllast af orku og gleði í i hverju símtali. Og það veit ég að svo var um lfeiri. Pavel Smid, sem I tók við organistastarfinu í Fríkirkj- I unni af Sigurði, hefur haft á því orð að hann hafi getað leitað til Sigurðar með hvaðeina og alltaf þegið góð ráð. Saga Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður órjúfanlega tengd Sigurði Isólfssyni. Þegar hann lét af störfum hafði starfsferili hann spannað 2/3 af sögu safnaðarins. En það er ekki eingöngu vegna þess hve lengi hann starfaði fyrir söfnuðinn, heldur ekki síst vegna þess hve vel honum fórst það úr hendi og hvern mann hann hafði að geyma. Rósa Ingimarsdóttir stóð við hlið manns síns eins og klettur alla tíð, og var honum besti vinur og fé- lagi. Henni færum við í Fríkirkju- söfnuðinum alúðar samúðarkveðj- ur, svo og sonum, tengdadætrum, barnabörnum og barnabarnabörn- um. Því miður verður ekki af ökuferð okkar Sigurðar niður í kirkju um stund. En hver veit? Hver veit hvað bíður okkar fyrir handan? Eftir lifir minningin um ástsælan organista í rúma hálfa öld, sem dáður var af samstarfsfólki sínu. Minningin um tónlistarmanninn og orgelsnilling- inn. Minningin um manninn, Sigurð Isólfsson, sem var okkur í senn leið- togi, félagi og vinur. Mégi minning hans lifa sem lengst — og mann- kostir hans vera öðrum fyrirmynd. Þökk sé algóðum föður fyrir að fá að njóta starfskrafta hans í 55 ár og njóta samvista við hann á mis- munandi tímum á langri ævi. 3 Einar Kristinn Jónsson, formaður safnaðarstj órnar Fríkirkjunnar í Reykjavík. Feiri greinar um Sigurð ísólfsson bíða birtingar og | munu birtast næstu daga. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, IMökkvavogi 22, Reykjavík, lést 9. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Sigurður Hallgrímsson, Aranka Bugatsch, Sigtryggur Hallgrfmsson, Vigdís Hallgrimsdóttir, Lars Gustav Nilson, Þorsteinn Hallgrímsson, Margrét Ásólfsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, ÁRMANN ÓSKAR KARLSSON verkstjóri, Breiðvangi 9, Hafnarfirði lést á heimili sínu 7. ágúst. Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir, Markús Már, Kristján Hans, Egill Ibsen, Karl Steinar, Dfana Ósk, Kristjana, Ólöf Markúsdóttir, tengdadætur og barnabörn. t ÁSTA VALENTÍNA ÁRNADÓTTIR, Bergþórugötu 41, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingibjörg Jensen, JessyJensen, Þórður Hannesson, Guðmundur Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SÓLVEIG GUÐLAUGSDÓTTIR, sem andaðist í Landspítalanum 5. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 15.00. Guðmundur Vignir Jósefsson, Guðriður Guðmundsdóttir, Magnús Jóhannesson, Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tryggvi Þórðarson, Asta Valgerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Már Kristinsson og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir, FRIÐRIK GUÐNI ÞÓRLEIFSSON, Káratanga, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsunginn laugardaginn 15. ágúst kl. 11.00 f.h. frá Stóra- dalskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Sigriður Sigurðardóttir, Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir. t Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR, Grjótagötu 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Tristan, Freyja, Sóley, Maria. Fyrir hönd annarra vandamanna, Nanna Guðmundsdóttirog Kristján Pétursson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON stýrimaður, Grenimel 40, sem lést 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Dagmar Hannesdóttir, Bragi Guðmundsson, Guðrún Ríkarðsdóttir, Hannes Guðmundsson, Kristín Ármannsdóttir, Hanna G. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR KARLSSON málarameistari, Stigahlið 20, Reykjavík, sem andaðist í Borgarspítalanum 2. ágúst sl., verður jarðsunginn fimmtu- daginn 13. ágúst kl. 15.00 frá Fossvogs- kapellu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmunda Guðnadóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BERGSVEINSDÓTTIR, Þórólfsgötu 14, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 7. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 15. ágúst kl. 15.00. Örn R. Símonarson, Teitur Símonarson, Sigrún Símonardóttir, Sigurbjörg Símonardóttir, Bergsveinn Simonarson, Sonja Ásbjörnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Á. Steinþórsson, Sigurður Óskarsson, JennyJohansen, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir alla velvild, hlýhug og vináttu auðsýnda vini, okkar, AUÐUNNI JÓHANNESSYNI, Efri-Hól, vistmanni á Sólheimum Grímsnesi. Alúðarþakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11-E Landspítala fyrir frábæra umönnun. Systkini, frændfólk og vinir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar, VILBORGAR JÓNU ÞORVARÐARDÓTTUR, Hávegi 14B, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vistheimilinu Sólborg, Akureyri, fyrir einstaka umönnun. Guðrún Pálsdóttir, Ásta Þorvarðardóttir, Þorvaldur Örn Vigfússon, Stefán Þorvarðarson, Laufey Ólafsdóttir og vandamenn. t Kæru vinir! Þökkum af alhug nærveru ykkar, kveðjur, blóm og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRGVINS SIGURJÓNSSONAR Logafold 46. Guðrún H. Jónsdóttir, Einar Björgvinsson, Halldóra Haraldsdóttir, Steingrimur Björgvinsson, Edda Jónsdóttir, Árni Björgvinsson, Sigrún Stefánsdóttir, Alda Halldórsdóttir, Árni Þ. Árnason, Magnús V. Halldórsson, Jón V. Halldórsson, Birna Á. Ólsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við útför mannsins míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS EGGERTSSONAR, Fremri-Langey. Sérstakar þakkir til starfsfólks A4 á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnum. Júlíana Einarsdóttir, Svafa Kjartansdóttir, Reynir Guðmundsson, Selma Kjartansdóttir, Baldur Gestsson, Ólöf Ágústsdóttir, Unnur Kjartansdóttir, Eggert Kjartansson, Hólmfríður Gísladóttir, Kópur Kjartansson, Alda Þórarinsdóttir, Elsa Kjartansdóttir, Kjartan Jónsson, Gróa Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Kr. Þorvaldsson & Co., Sundaborg 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.