Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 SKUGGALEG! ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 16 500 ÞRIDJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á ÓÐ TIL HAFSINS OG HNEFA- LEIKAKAPPANN STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING NÁTTFARAR 4 nýjasta IIIHI I THnHn * HROLLVEKJA MEISTARA * STEPHENS gC’ KING. ÓGNVEKJANDI iftpWW! . . - ÓGURLEG ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kl. 9. B NATTURUNNAR • •. - sýnd kl. 5 í B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINN Sýnd kl. 11.15. Bönnuð i. 16ára. INGALÓ Sýnd kl.7.05. ENGLISH SUBTITLE * * * * * * * * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 100 merkta laxa, 6 til 8 punda eftir eitt ár í sjó. Þó var aðeiuns hluti seið- anna merktur, þannig að ljóst er að mikið magn af þessum seiðum eru nú í ánni sem fullvaxnir og mjög vænir smálaxar," sagði Orri. Risaveiði í Selá Selá hefur tekið veru- lega við sér síðustu daga og holl sem var að veiðum fram á síðustu helgi á neðra svæðinu fékk 125 laxa á fjórum dögum. „Menn voru að klára kvót- ann fljótlega upp úr hléinu og þá var bara að sleppa laxinum eða hætta. Við veiddum áfram og sleppt- um og slepptum og þá brá svo við að þeir stóru fóru að taka. Við slepptum þó nokkrum löxum sem hafa verið þetta 16 til 18 punda. Þetta voru lengd- armældir laxar, um og yfir 90 sentimetra langir fiskar í fínum holdum," sagði Orri Vigfússon sem var í umræddu holli. Hann sagðist hafa farið í Selá einu sinni á sumri í þó nokkur ár og aldrei hafa séð annað eins af laxi og nú. Hér og þar... Álftá hefur orðið illa fyrir barðinu á þurrkun- um og er nú of vatnslítil til að skila sínu besta. Veiðimenn sem voru í ánni frá hádegi á sunnu- dag til hádegis á mánudag fengu aðeins 2 laxa og sögðu ána varla „flæða yfir tærnar". Þeir sáu samt talsvert af laxi, en hann var bunkaður upp á fáum stöðum þar sem eitt- hvað skjól var að hafa. Setbergsá á Skógar- strönd hefur gefíð um 100 laxa og eru menn í þeirri verstöð fullsáttir við það í vatnsleysinu, því besti tíminn er eftir. Metsölublad á hvetjum degi! Þveráin gefur mest... „Þetta eru 1.894 laxar á þessari stundu og svæð- in tvö, Þverá og Kjarrá hafa verið mjög áþekk. Hollin sem eru að veiða hafa verið í einn dag og fengið 30 fiska. Þetta er því þokkaleg reytingsveiði og fyrirheitin eru góð ef að við fáum almennilega rigningu á næstunni. Það kom smáskvetta um dag- inn og það rokveiddist um leið. Það er nóg af laxi um allt svæðið og það er yfirvofandi fyrsta maðka- holl eftir fluguveiði í Kjarráinni," sagði Óli Ólesen kokkur að Helga- vatni við Þverá. Stærsti lax sumarsins var 23 pundari sem veiddist í Klapparfljóti á fluguna Ingu litlu. Norðuráin á góðu róli... Norðurá hafði gefið 1.543 laxa á hádegi á laugardag. Veiðin er þokkaleg þessa dagana, en gæti verið betri ef skil- yrði væru betri. Áin er orðin mjög vatnslítil eftir hina löngu þurrka og rigningarskvetturnar sem komið hafa síðustu daga hafa lítið haft að segja. En lax er nægur um alla á og enn bólar á nýrenn- ingum. Tveir 19 punda laxar eru stærstir til þessa, en meira hefur ver- ið af tveggja ára laxi en um árabil. Aðalsvæði Norðurár hafði á laugar- daginn gefíð 1.292 laxa, Norðurá 2, sem er nú fyrst og fremst efstu laxgengu svæðin, hafði gefið 139 laxa og Stekkurinn 112 stykki. Laxá í Aðaldal í toppformi Ekki höfum við alveg nákvæma tölu úr Laxá í Aðaldal, en hugsanlegt er að hún sé í þann mund að hremma annað sætið af Norðurá. Orri Vigfús- son taldi um helgina að um 1.500 laxar væru komnir á land og áin væri í stórsókn eftir að hún gruggaðist í nokkra daga og dalaði þá. Þetta er meira en 100 prósent betri veiði en á sama tíma í fyrra, er áin hafði gefið eitthvað um 700 laxa. „Til að kóróna góðar göngur, þá eru bullandi heimtur á gönguseiðum sem við slepptum í fyrra. Við höfum fengið rúmlega ÞVERÁ ásamt Kjarrá er aflasælasta áin í sumar og stendur hún svo vel að vígi að trúlega verður áin efst annað sumarið í röð. Það er mjög stutt í að 2.000 laxa múrinn verði rofinn, en í gærdag voru komnir 1.894 laxar á land. Fremur rólegt hefur verið vegna vatnsleysis að undanförnu, en þó alltaf reytings- veiði, þetta 30 stykki á dag að jafnaði, enda er áin full af laxi og nýgengnir fiskar reglulega í aflanum þrátt fyrir þurrkana og hraðminnkandi vatn. Ur- komuskvetturnar að undanförnu hafa ekki komið þessu vatnasvæði til almennilegra nota enn sem kom- ið er. Opnað í Heilsuhöllimmi o g einkaklúbbnum Gúlíver Morgunblaðið/KGA Hluti af líkamsræktarsal Heilsuhallarinnar, nýrri líkams- ræktarstöð að Engihjalla 8 í Kópavogi. UM 50 manns gerðust með- limir í einkaklúbbnum Gúlí- ver á fyrstu tveimur dögum skráningar í hann. Gúlíver var komið á fót í kringum nýja heilsuræktarstöð að Engihjalla 8 í Kópavogi, Heilsuhöllina. Meðlimir fá fyrir 5.500 kr. á mánuði ótakmarkaðan aðgang i Ijós, aerobik, að líkams- ræktaraðstöðu og aðstöðu, þar sem m.a. er búið að koma fyrir sófasettum, píanói og sjónvarpi með gervihnattamóttöku. Auk þess fá meðlimir afslátt að ýmsum skemmtistöðum og verslunum. Eigendur Heilsuhallarinnar eru Sigurður Diðriksson, Hatl- dór Viðaí Hafsteinsson og Guðlaugur Þórarinsson. Að sögn Sigurðar geta meðlimir ■ ORLOFSNEFND Kópa- vogs býður konum í bænum upp á haustferð vestur á Snæfellsnes dagana 5. og 6. september nk. I sumar hafa um 70 konur úr bænum notið orlofsdvalar á Hótel Örk í Hveragerði og á Hvanneyri í Borgarfirði. Auk þess fóru nokkrar konur í húsmæðraor- lof með konum úr Reykjavík til írlands og Portúgal. í frétt frá Orlofsnefnd Kópa- vogs segir, að kostnaði við haustferðina verði mjög stillt í hóf, en innifalið í verðinu eru rútuferðir, kvöldverður, gisting, morgunverður og síð- degishressing. I Orlofsnefnd- inni eru nú Sigurbjörg í klúbbnum komið um helgar eftir að skemmtistöðum hefur verið lokað og farið í gufubað og nudd og geta einnig nýtt sér aðstöðuna, sem boðið er upp á. Ekkert áfengi verður selt Björgvinsdóttir, formaður, Inga H. Jónsdóttir, ritari, Birna Árnadóttir, gjaldkeri og Ólöf Þorbergsdóttir, meðstjórnandi. ■ ÁRLEGUR karlaflokk- ur verður í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi dagana 4.-6. september, undir kjör- orðinu Slökun ’92. Þar gefst gömlum strákum á öllum aldri tækifæri til að koma í Vatna- skóg aftur, oft eftir margra ára fjarveru. Stundaðir verða Biblíulestrar og helgihald, auk keppni á nýendurgerðum íþróttavelli. Skráning er haf- in hjá KFUM. (Úr fréttatilkynningu) en leyfilegt er að taka áfenga drykki með sér inn í húsið. „Þetta er ekki næturklúbbur og hér verður ekkert sukk,“ sagði Sigurður ennfremur. „Þetta verður tiltölulega lítill klúbbur þannig að allir eiga eftir að þekkja hvern annan.“ Húsið er 1100 fermetrar, þar af 200 fermetrar undir líkamsræktaraðstöðuna og 200 fermetrar fyrir klúbbinn. Síðustu sýn- ingardag- ar Sigurðar Hauks í Eden Sýning á olíu- og vatnslita- myndum eftir Sigurð Hauk Lúdvigsson stendur nú yfir í Eden í Hveragerði. Sýningin er sölusýning og henni lýkur sunnudaginn 16. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.