Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B wttunliffiMfr STOFNAÐ 1913 180.tbl.80.árg. MIÐVIKUDAGUR 12. AGUST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arangursrík heimsókn Rabins forsætisráðherra Israels til Bandaríkjanna: Bush fellst á lánaábyrgðir Kennebunkport, Túnisborg. Reuter. GEORGE Bush Bandarikjaforseti sagði í gær að hann hygðist biðja Bandaríkjaþing um að samþykkja allt að tíu miUjarða dala lána- ábyrgðir til handa ísraelum. Hann tilkynnti þetta eftir tveggja daga fund með Yitzhak Rabin, nýkjörn- um forsætisráðherra ísraels, í sumarbústað forsetans í Kenne- bunkport í Maine-ríki. Bush kvaðst ætla að óska eftir „skjótri afgreiðslu" þessa máls á þinginu og batt þar með enda á harðan ágreining sem einkenndi samskipti Bandaríkjanna og ísraels á síðustu misserum valdatíma Yitzh- aks Shamirs, forvera Rabins í for- sætisráðherraembættinu. Hann fór lofsamlegum orðum um Rabin og lagði áherslu á að Bandaríkin yrðu ávallt í „sérstöku vináttusambandi". ísraelar fóru fram á lánaábyrgð- irnar í fyrra til að geta staðið straum af kostnaði vegna mikils innflutn- ings gyðinga Irk Sovétríkjunum fyrrverandi til Israels. Með ábyrgð- unum geta ísraelar tryggt sér mjög hagstæð lán. Bandaríkjastjórn hafði sett það skilyrði fyrir ábyrgðunum að ísraelsk stjórnvöld hættu við frek- ara landnáni gyðinga á landsvæðum araba sem ísraelar hafa hernumið frá stríðinu í Miðausturlöndum 1967. Shamir neitaði að ganga að þeirri kröfu. Rabin hefur hins vegar þegar stöðvað byggingarframkvæmdir gyðinga á Vesturbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu, sem Palestínumenn líta á sem heimaland sitt. Næsta lota friðarviðræðna araba og ísraela hefst 24. ágúst í Washing- ton og Bush kvaðst vongóður um að viðræðurnar myndu nú skila mun meiri árangri en verið hefur. Rabin fór lofsamlegum orðum um þátt Bush í friðarumleitununum, sem og sigur bandamanna í stríðinu við Iraka, og sagði að ísraelar myndu reyna allt sem þeir gætu til að semja um frið við araba. Rabin lagði í gær af stað til Was- hington til viðræðna við aðra banda- ríska embættismenn og í ráði er að hann ræði ennfremur við Bill Clint- on, frambjóðanda demókrata í for- setakosningunum 3. nóvember. Þótt gyðingar séu ekki stór hluti banda- rískra kjósenda gætu þeir haft mik- il áhrif á kosningarnar. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður sagði í gær að Bandaríkja- stjórn væri ekki reiðubúin að hefja viðræður við Frelsissamtök Palest- ínumanna (PLO) þótt ísraelsstjórn hefði tilkynnt á sunnudag að hún vildi breyta lögum sem banna sam- skipti við samtökin. Talsmaður PLO í Túnisborg gagnrýndi þessi um- mæli og sagði þau kosningabrellu af hálfu Bandaríkjastjórnar. Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísraels (t.h.) og George Bush Banda- ríkjaforseti ræða við blaðamenn að loknum fundi þeirra í Kenne- bunkport í gær. Rændu flugvél á þyrlu Ajaccio, Korsíku. Reuter. BÍRÆFNIR ræningjar á frðnsku eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi urðu rúmlega eitt hundrað millj- óiiuni króna ríkari í gær þegar þeir notuðu þyrlu við að ræna flugvél, sem beið eftir flugUiks- heimild á flugvellinum í Bastia. Áhöfn flugvélarinnar vissi ekki fyrr en þyrla lenti á flugbrautinni og fjórir vopnaðir menn stigu út. Ræningjarnir beindu byssum sínum að áhöfninni meðan þeir leituðu í farmi vélarinnar og tóku póstflutn- ingapoka í eigu fyrirtækis sem sér- hæfir sig í flutningi reiðufjár. Að því loknu hurfu þeir á brott i þyrl- unni með ránsfeng sinn sem talinn er hafa numið 10 milljónum franka, jafnvirði um 110 milljóna ÍSK. Lögreglan á Korsíku tilkynnti í gær að ræningjarnir hefðu stolið þyrlunni, sem notuð var við ránið, og fannst hún mannlaus um fimmtíu kílómetra frá Bastia. Serbar voru sagðir hafa slakað á klónni í Bosníu-Herzegovínu: Ottí víð hemaðaríhlutun auðveldar hjálparstarf Sarajevo, Washington, Paris, Bonn. Reuter. SERBAR virtust hafa slakað á klónni í Bosníu-Herzegovínu í gær vegna yfirvofandi samþykkt- Sameinast um að styrkja dollar: 15 seðlabankar hefja dollarakaup London. Reuter. SEÐLABANKAR í 15 löndum gripu til samræmdra aðgerða í gær til þess að styrkja stöðu Bandaríkjadollars gagnvart þýska markinu. Sérfræðingar sögðusl draga í efa að aðgerðin dygði til að styrkja dollarann varanlega. Seðlabankarnir bundust samtök- um um að kaupa dollara til þess að hækka gengi hans gagnvart þýska markinu vegna ótta um að gengið væri að síga niður að hættu- mörkum. Dollarinn lækkaði í 1,4430 mörk í febrúar í fyrra en var 1,4675 mörk sl. mánudag. Vegna aðgerða bankanna 15 hækkaði gengi dollar- ans í gær og var skráð 1,4730 mörk á gjaldeyrismarkaði í London við lok viðskipta í gær. Helstu ástæður lækkandi gengis dollars að undanförnu er mikill munur á vöxtum í Bandaríkjunum og .Þýskalandi. Vextir hafa ekki verið lægri í Bandaríkjunum í 30 ár og ekki hærri í Þýskalandi eftir stríð. Seðlabankar Þýskalands og Bandaríkjanna höfðu frumkvæði að aðgerðunum í gær en auk þeirra tóku þátt í þeim seðlabankarBret- lands, Frakklands, Sviss, ítalíu, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Austurríkis, Belgíu, Hol- lands, Spánar og Kanada Sérfræðingar í peningamálum sögðust efast um að aðgerðirnar dygðu lerigi; líkja mætti þeim við lyfjagjöf, því oftar sem sama meðal- inu væri beitt því minni yrði verkun þess. ar Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) um að heimila hernað- aríhlutun til þess að koma mat- vælum og annárri neyðaraðstoð til sveltandi borgara i Bosníu. Gekk greiðar en áður að koma hjálpargögnum til bágstaddra af þessum sökum í gær. Þýsk hjálp- arsamtök birtu í gær símrit sem þeim hafði borist frá bænum Bosanski Petrovac í vesturhluta Bosníu en þar sagði að Serbar hefðu framið fjöldamorð á íbúum og skipað um 7.000 múslimum og Króötum að hypja sig á brott úr bænum. Samkvæmt fréttum var óvenju kyrrt í Sarajevo í gær og sögðu bíaðamenn að svo virtist sem deilu- aðilar biðu eftir samþykkt Öryggis- ráðsins. Menn sem vinna að hjálp- arstarfi í Bosníu sögðu að svo virt- ist sem ótti deiluaðila í Bosníu um hernaðaríhlutun auðveldaði hjálp- arstarf. Rússar hafa ákveðið að styðja ályktunartillögu Frakka, Banda- ríkjamanna og Breta um ástandið í Bosníu en í gær var talið að ekki yrði gengið til atkvæða um tillöguna I Öryggisráðinu fyrr en á morgun, fimmtudag. Þá hét öldungadeild Bandaríkjaþings að samþykkja nauðsynlegar fjárveitingar vegna hugsanlegs kostnaðar við að senda bandarískt herlið til Bosníu. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins ákvað í gær að herða Kistugerð stöðvast Reuter Síðasta hönd lögð á krossa í stærstu líkkistusmiðju Sarajevo. í gær urðu líkkistusmiðir í borginni uppiskroppa með við til kistugerðar. eftirlit með því að viðskiptabanni gegn Serbum væri framfylgt. í því skyni sendu Frakkar í gær AWACS- ratsjárflugvél til eftirlits með skipa- ferðum á Adríahafi. Fastafulltrúar aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins (NATO) hafa verið kallaðir til neyðarfundar í Briissel á föstudag þar sem fjallað verður um áætlanir bandalagsins um hernaðaríhlutun í Bosníu. Fyrir tilstilli fulltrúa .SÞ í Sarajevo samþykktu stríðsaðilar að leyfa brottflutning á fjórða hundrað kvenna og barna frá borginni í dag. Carrington lávarður sáttasemjari EB ákvað í gær að freista þess enn að ná afrma pólitískri lausn deilu- mála í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. í því skyni boðaði hann forseta sex fyrrum lýðvelda júgóslavneska ríkjasambandsins til nýs fundar frið- arráðstefnu EB í Brussel nk. föstu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.