Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 9 PORSCHE 911, úrg. 1967, gullfallegur, verðmætur, antik bíll, ný innfluttur. E.V. bílasalan, Smiðjuvegi 4, sími 77202. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan spamað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Mikilvægt að forða hnini þorskstofnsins Auðlindir sjávar gera landið byggilegt í Vísbendingu 6. ágúst sl. segir að margir útvegsmenn hafi viljað fara að róttækustu tillögum fiskifræðinga um niðurskurð á afla. „Ástæðan var vitanlega sú að þeim er ekki einungis annt um af- komu fyrirtækja sinna næstu ár, heldur um alla framtíð." Hér væri allt eins hægt að tala um afkomu og lífskjör þjóðarinnar allr- ar. Án þeirra auðlinda sem sjórinn geymirværi landið vart byggilegt. Vísbending segir m.a.: „í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar frá júni segir að þorskárgang- amir frá 1985-1991 séu allir undir meðallagi, sér- staklega þeir frá 1986 og 1991.1 skýrslunni kemur fram að þessi nýliðun gefi af sér 220 þúsund tonna afla á ári miðað við núverandi sókn. Auk- in sókn leiði ekki til meiri afla þegar til lengri tíma er litið. Miðað við 205 þúsund tonna veiði 1992-93 ætti stofninn að vaxa hægt. En eins og komið hefur fram i Qölmiðlum á und- anfomum vikum em skekkjumörk víð í þess- um fræðum og því gæti eins verið að gengið sé of langt. Þess vegna gerði Hafrannsókna- stofnun ráð fyrir að enn yrði dregið úr þorskveiði á næstu ámm ef kvótinn yrði 190-210 þúsund tonn á næsta tímabili: * Miðað við að 190 þúsund tonn yrðu veidd 1992-93 lagði stofnunin til 175 þúsund tonn aI- manaksárin 1993 og 1994. Eftir það yrði tekið „tillit til hugsanlegra breytinga í fjósi nýrra aðstæðna". * Miðað við að 210 þúsund tonn yrðu veidd 1992-93 lagði stofnunin til 200 þúsund tonn 1993, 180 þúsund tonn 1994 og 150 þúsund tonn 1995. Ákvörðun stjómvalda var nær seinni hugmynd- inni og má þvi búast við að þorskafli á næstu árum verði nær henni en þeirri fyrmefndu. Svona er útlitið núna og rétt er að menn miði áætlanir sínar við það, en auðvitað getur allt breytzt þegar nýjar upplýsingar koma fram. Undanfarnar vikur virðist sem spakmælið gamla „bókvitið verður ekki i askana látið" hafi fengið aukinn stuðning, en gera verður þó ráð fyrir að stjómvöld hlusti á ráðleggúigar fræði- manna í fiskveiðmálum næstu árin.“ Langtíma- horfur í út- gerð eru góð- ar Vísbending segir siðar í sömu frásögn: „Mörg útgerðarfyrir- tæki_ em stórskuldug, eins og kom fram i 9. tölublaði Visbendingar. Hin skuldugustu verða gjaldþrota á næstu árum og munu draga aðra með sér í fallinu; lánastofnan- ir, önnur fyrirtæki og jafnvel sveitarfélög. En rétt er að vekja enn at- hygli á því að kvótakerf- ið gefur mikla liagræð- ingarmöguleika i útgerð og flskvinnslu. Fyrra fiskveiðikerfi gerði ráð fyrir að skip og iisk- vinnsla væm rekin á hálfum afköstum, en nú gefst færi á að bæta úr þvi. Fyrirtæki hverfa á næstu árum, en hagur annarra verður betri. Hljóðið í útgerðarmönn- inn hefur ekki alltaf ver- ið gott undanfarin ár, en afkoma útgerðarfyrir- tækja á hlutabréfamark- aði hefur yfirleitt verið með miklum ágætum. Útgerðarfélag Akur- eyringa hefur samfellt verið rekið með hagnaði frá 1983 og arðsemi eig- inljár hefur stundum numið tugum prósenta. Kvótaskerðingin spillir afkomunni um hríð. Eftir nokkur ár mun hagur flestra útgerðarfélaga þó sennilega líkjast þvi sem verið hefur hjá fyrirtækj- um á hlutabréfamarkaði, eða verða enn betri. Hagræðingunni fylgir sennilega nokkurt at- vinnuleysi. Atvinnusjón- armið geta hægt á hag- ræðingunni, til dæmis ef illa stæð fyrirtæki halda í kvóta til þess að stefna ekki störfum í hættu. Þetta sjónarmið veldur því að Grandi, Samheiji og önnur félög sem eru laus við eignarhald sveit- arfélaga gætu spjarað sig betur en önnur. Þessi fyrirtæki geta öðrum fremur leyft sér að gera út frystítogara og flytja út ferskan fisk ef það er talið hagkvæmara en að verka fisk i landi, eða þá að sejja kvóta ef það þyk- ir henta. Þó nokkur kvótasala hefur verið milli lands- hluta undanfarin ár. Hlutdeild Reykjaness- kjördæmis í botnfisk- kvóta hefur fallið úr tæp- um 17,7% 1984 í 15,5% og hlutdeild Reykjavikur hefur fallið úr 11,4% í um 9%. Aftur á móti hef- ur hlutdeild Norðurlands eystra aukist úr 14,7% í 18,7%. Hlutdeild Ákur- eyrar hefur vaxið úr 4,6% í um 8%.“ Notabu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 Góð ávöxtun Orugg eignasamsetning 8 mismunandi sjóðir Ekkert innlausnargjald sem er grænt númer. Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 SNJÖLL LEIÐ TIL AÐ EIGNAST SPARIFÉ! Sjóðsbréf VIB bera góða ávöxtun, sem eru ánægjuleg tíðindi á tímum lækkandi vaxta. Lögð er áhersla á örugga eignasamsetningu sjóðanna og henta þeir því vel þeim sem vilja ávaxta sparifé án mikillar áhættu. VIB býður upp á 8 mismunandi verðbréfasjóði, þannig að allir ættu að geta fundið sjóð við sitt hæfi. Ekkert innlausnargjald er á Sjóðsbréfum VÍB, heldur er reiknað út kaup- og sölugengi sjóðanna á hveijum degi. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um ávöxtun sparifjár og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.