Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 11 SPILA KLASSÍK OG SEM NÚTÍMATÓNLIST - segir Halli Cauthery, 16 ára fiðluleikari af íslenskum ættum sem heldur tónleika í Hafnarborg Halli Cauthery er 16 ára fiðluleikari af íslenskum ættum sem stundar nám í skóla Yehudi Menuhins í London. Hann heldur tónleika í Hafnarborg á fimmtudagskvöld. UNGUR fiðlusnillingur sem við íslendingar gerum sterkt tilkall til heldur tónleika í menningar- miðstöðinni Hafnarborg í Hafn- arfirði á fimmtudagskvöld. Halli Cauthery heitir þessi 16 ára pilt- ur, sem um Qögpirra ára skeið hefur stundað nám í þeim fræga tónlistarskóla Yehudi Menuhins í Lundúnum. Skólavist við þá stofnun þykir nánast jafngilda viðurkenningu á snilligáfu enda eru á hverjum tima aðeins 50 nemendur við skólann og kom- ast mun færri að en vilja. Með Halla í Hafnarborg leikur einn af efnilegustu pianóleikurum Breta af yngri kynslóðinni, Ja- mes Lisney, og ættu því áheyr- endur sannarlega að fá auranna sinna virði á þessum tónleikum. Halli er fæddur og ugpalinn á Englandi, sonur Bjargar Árnadótt- ur leikkonu og Andrew Cauthery fyrsta óbóleikara við hljómsveit ensku Þjóðaróperunnar. Móðurafi Halla var Árni Björnsson tónskáld svo engan skyldi undra þó dreng- urinn sé hneigður fyrir tónlist. Hann hefur ekki aðeins vakið at- hygli fyrir leiksnilld á fíðluna, held- ur virðist hann ætla feta í fótspor afa síns og er nú þegar búinn að skipa sér í 12 manna úrslit í sam- keppni BBC útvarps- og sjónvarps- stöðvarinnar um titilinn Tónskáld yngstu kynslóðarinnar 1992 (Yo- ung Composer of the Year 1992). Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til keppni meðal yngstu tónskáld- anna og er þetta nýr liður í keppn- inni Young Musician of the Year sem BBC hefur staðið að annað hvert ár um nokkurt skeið. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi Halla á braut tónsmíð- anna ekki síður en fiðluleiksins. Halli, sem heitir fullu nafni Davíð Haraldur (David Harald), er hæglátur og yfírlætislaus og gerir lítið úr því að hann stefni hraðbyri á frækinn tónlistarferil. „Ég hef mjög gaman af því að spila og semja tónlist en ég er ekki viss um að mig langi til að verða frægur," segir hann um framtíðina. Og líklega er rétt að leyfa 16 ára pilti að fá sitt næði til þroska áður en heimtaðar eru af honum yfirlýsingar um stefnu í framtíðinni. „Nútímatónlist fínnst mér skemmtilegust og Stockhaus- en er eitt af mínum uppáhaldstón- skáldum. Ég hef reyndar lesið meira um hann og eftir hann sjálf- an um tónlist heldur en hlustað á tónlistina hans. Gallinn er sá að það er erfitt að finna útgáfur á geisladiskum með nútímatónlist og ég hef ekki mörg tækifæri til að fara á tónleika þar sem skólinn tekur mikinn tíma hjá mér.“ Halli segist heldur ekki hafa haft mikinn tíma til undirbúnings fyrir keppnina um Tónskáld yngstu kynslóðarinnar 1992. „Ég frétti svo seint af þessu en náði þó að klára verkin á réttum tíma,“ segir hann. „Ég sendi inn þrjú sönglög, einn sextett og eitt hljómsveitar- verk. Þetta var dálítið átak og eig- inlega mjög erfitt að klára þetta áður en fresturinn rann út.“ Hann bætir því við að hann hafí farið að semja tónlist af alvöru fyrir 2 - 3 árum, „en fyrsta verkið samdi ég þegar ég var 7 ára“. Áð sögn Halla er aðaláherslan lögð á sígilda tónlist í Menuhin skólanum svo nútímatónskáldið Halli verður að beygja sig fyrir fíðluleikaranum Halla þegar skól- inn er annars vegar. „Það er allt í lagi því mér fínnst mjög gaman að spila sígilda tónlist. Mér finnst líka frábært að spila kammertón- list þannig að þetta er ekkert vandamál." Efnisskráin á tónleikum Halla og píanóleikarans James Lisney er vönduð; tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Brahms og Mozart. Síðan leika þeir hvor sitt einleiks- verkið; einleiksssónöta fyrir fíðlu eftir Ysaye og impromptu fyrir píanó eftir Schubert. Tónleikamir verða sem áður sagði í Hafnarborg á fimmtudagskvöld og heíjast kl. 20.30. B DR. BERNARD Granotier mun halda erindi sem nefnist „Sameinuðu þjóðirnar og friður“ að Álfabakka 12 í Reykjavík (Mjódd, fyrir ofan blómabúðina) laugardaginn 15. ágúst kl. 20.30. Bernard Granotier er franskur og doktor í þjóðfélagsfræðum frá Sorbonne-háskóla. Hann hefur starfað í nokkur ár sem ráðgjafi hjá UNESCO og Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur einnig ver- ið í „Afvopnunamefnd Olofs Palme“. Hann er þekktur rithöf- undur í Frakklandi og hefur gefið út fjölmargar bækur um alþjóðleg málefni, eins og t.d. afvopnun, þró- un „þriðja heimsins" og flótta- mannavandamál. Hann mun kynna síðustu bók sína, „Pour Le Gou- vemment Mondial“ (í átt að heims- stjóm), þar sem hann ræðir um núverandi friðargæsluhlutverk Sameinuðu þjóðanna sem og mögu- leika á víðtækum breytingum innan S.Þ. til frekari lýðræðislegra átta. Dr. Granotier vill taka fram að hann er meðlimur hins alþjóðlega Baha’i-samfélags og mun vitna í Friðarbréfið sem Allsheijarhús réttvísinnar (æðsta stofnun Baha’i- trúarinnar) gaf út fyrir nokkrum árum. Erindið og umræða verður á ensku en spurningum á íslensku verður snúið yfír á ensku ef óskað er. (Fréttatilkynning frá upp- lýsingaþjónustu Baha’ia á fslandi.) 911 cn 91 Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I IUU‘LI0/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasali Nýjar eignir á söluskrá - einkasala. Skammt frá Fjólugötu/Smáragötu Efri hæð og rishæð í reisulegu timburh. Nýtt þak. Ný klæðning utan- húss. Hæðin er 3ja herb. íb. Risið er rúmg. svefnherb., föndurherb. og bað. Góð geymsla í kj. Biisk. með tveimur dyrum, hita og rafm. Sér bílastæði. Rætkuð eignarlóð. Nýendurbyggð sérhæð við Nýlendugötu. 3ja herb. neðri hæö 99,3 fm auk geymslu og föndurherb. í kj. Eignarlóð. Þríbýli. Langtímal. kr. 5 millj. Eign í sérflokki. Hveragerði - einbhús - eignaskipti Vel byggt timburhús 117,4 fm á ræktaðri lóð við Borgarheiði. Vel með farið. 4 góð svefnherb. Bíisk. með geymslu 29,3 fm. Laust fljótl. Vesturbærinn - lyftuhús - úrvals íbúð „Stúdíó“íb. á 5. hæð í gamla góða vesturbænum um 85 fm auk sól- skála og svala. Rishæð fylgir með rúmg. svefnherb. og góðum sjón- varpsskála. Laus strax. Skammt frá Landakoti - þríbýlishús Glæsil. efri hæð, 5 herb. 125,1 fm. Sérinng. Sólríkar stofur. Suðursv. Sérhiti. Bítsk. Ræktuð lóð. Frábær staður. Stór og góð - laus strax Nýl. 2ja herb. íb. á 1. hæð við Næfurás, um 70 fm. Sérþvhús. Park- et. Sólsv. Útsýni. Húsnlán til 40 ára kr. 2,4 millj. Stór og góð - rúmg. bflskúr við Hrafnhóla á 1. hæð í þriggja hæða blokk. 3ja herb. íb. 84,4 fm. Nýl. teppi. Nýtt bað. Mjög gott verð. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Opið á laugardaginn. Kynnið ykkur laugardagsaugl. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Til sölu í Haf narfirði Steinhús við Reykjavíkurveg, hæð og kjallari, alls 143 fm, að mestu nýbygging. Bílskúr. Skipti á 2ja eða 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi koma til greina. Árni Gunlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Tómasarhagi - sérhæð Falleg 4ra-5 herb. sérhæð á 1. hæð í fjórbýli 121 fm nettó. 3 svefnherb., 2 saml. stofur, baðherb. og gestasnyrting. Suður- og austursvalir. Mjög góð eign á góðum stað. Áhv. 2,3 millj. Byggsjóður ríkisins. Verð 9,8 millj. Gimli - fasteignasala, Þórsgötu 26, sími 25099. Kringlan 8-12 Höfum kaupanda að allt 150 fm góðu verslunarplássi sem væri laust fljótl. Einnig kæmi til greina að taka á leigu pláss tii langtíma. <F ÁSBYRGI rf= Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖUUMAÐUR: örn Stefánsson. R9'ÍAAA Barnafataverslun Af sérstökum ástæðum er ein af þekktari barnafatavesl- unum landsins til sölu. Verslunin er mjög vel staðsett í stórum verslunarkjarna. Glæsilegt húsnæði. Vandaðar innréttingar. Besti sölutími ársins framundan. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni rf= ÁSBYRGI <F Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsall. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. ® 623444 Velkomin í Veiðimanninn í yfir fimmtíu ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum og öðrum unnendum útiveru. Hjá okkur fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla f fjölda verðtlokka, ásamt fyrirtaks veiðifaöiaði á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd vörumerki. Opið mánud. - fimmtud.kl. 09 - 18, föstud.kl, 09-19, laugard. kl.10 - 16, sunnud. frá kl.ll - 16. Hafnarstræti S. ■ Símar 1;67 60 ogl 4&:00 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.