Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Deilumar í Keflavíkursókn Greinargerð frá sr. Olafi Oddi Jónssyni, sóknarpresti í Keflavík Það var undarleg tilfinning að fá ærumeiðingar frá sóknarnefnd Keflavíkur, en þar hef ég þjónað um 16 ára skeið. Þannig er mál með vexti að föstudaginn 12. júní var ég kallaður á fund sóknar- nefndar með fimmtán mínútna fyr- irvara, þá nýkominn úr Borgar- firði, af formanni sóknamefndar, Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Þegar ég kom á fundinn var mér afhent eftirfarandi bréf: Við, undirritaðir sóknarnefndar- menn í Keflavík, lýsum því hér með yfir að við munum segja okkur úr sóknarnefnd Keflavíkur 1. júlí nk. ef sóknarpresturinn í Keflavík, séra Ólafur Oddur Jónsson, segir ekki starfi sínu lausu fyrir 1. júlí nk. Á undanförnum árum hefur borið verulega á samstarfs- .örðugleikum sóknarnefndar við umræddan prest og hefur marg- oft verið reynt að sætta ágrein- ing á milli nefndarinnar og sóknarprests. Hefur í þessu skyni m.a. verið leitað til próf- asts, en án árangurs. Undirritaðir sóknamefndar- menn hafa fullreynt (sic!) að ekki er hægt að starfa með við- komandi sóknarpresti og munu ekki mæta á sáttafundi, verði til þeirra boðað, en. nefndarmenn eru reiðubúnir að mæta á fund til að ákveða nánar starfslok sóknarprestsins (sic!). Þetta bréf var óundirritað, en fyrir neðan voru vélrituð nöfn Hrafnhildar Gunnarsdóttur, for- manns sóknarnefndar, Sævars Reynissonar, gjaldkera,_og Krist- jáns Hanssonar, ritara. Ég vil taka það skýrt fram að sóknarnefndar- menn höfðu hvorki látið í ljós við mig áður að samstarfið væri ótækt, né komið til mín til þess að ræða meinta samstarfsörðugleika. Þegar ég kvaddi áður en ég fór til náms í Bandaríkjunum, fyrir tæpu ári, var mér hrósað og þökkuð vel unn- in störf. Þetta sama fólk lét þá í ljós að það hlakkaði til að fá mig aftur til starfa! En nú e_r komið annað hljóð í strokkinn. Ég gekk eftir því á þessum fundi hvort sókn- arnefnd hefði eitthvað að athuga við mína embættisfærsiu. Því var svarað neitandi. Þau hefðu ekkert við hana að athuga. Þegar ég ítrek- aði frekar hvað finna mætti að störfum mínum, að þeirra mati, þá fékk ég það svar að ég brosi ekki nægjanlega við fólki í mínu starfi. Það var sem sagt fundið að minni persónu, ekkert annað. Auk þess bættu þremenningarnir við að „þungavigtarmenn í bænum“ vildu mig burt. Ég bað þegar um fund með allri sóknarnefndinni og auk þess að fá að tala einslega við sóknamefndar- menn. Þessu var alfarið hafnað. Ég bað þau að láta tilfinningarum- rótið ganga yfír og leyfa skynsem- inni að komast að, en án árangurs. Það er rangt sem segir í DV, 20. júní sl., að sóknarnefndin hafí viljað „leysa þetta mál í kyrrþey með samkomulagi". Mér hefur alfarið verið synjað að fá að ræða við það fólk sem vegið hefur að mannorði mínu. Það er engum blöðum um það að fletta að slíkt er brot á mannréttindum. Ég sagði við þremenningana að ég myndi ekki segja starfí mínu lausu. Ég væri með hreinan skjöld og hefði ekkert til saka unnið. Með það fóru þau heim. Að kvöldi 14. júní hringdi Hrafnhildur Gunnars- hádegi þann 15. júní þá yrði bréfíð sent mér í ábyrgðarpósti, en auk þess er það stílað á „herra biskup Islands Ólaf Skúlason og séra Braga Friðriksson, prófast". Mér barst síðan tilkynning um bréfíð þann 18. júní. Það var sam- hljóða bréfínu frá 10. júní, fyrir utan smávægilegar orðalagsbreyt- ingar, en það höfðu undirritað eftir- farandi aðilar: Hrafnhildur Gunn- arsdóttir, formaður, Sævar Reynis- son, gjaldkeri, Kristján Hansson, ritari, Elsa Kjartansdóttir, Auður Brynjólfsdóttir, Málfríður Jóhanns- dóttir, Birgir Guðnason, Sverrir Guðmundsson, Herbert Ámason, Kjartan Ásmundsson, Ragnheiður Skúladóttir og Einar Magnússon (sign). Tveir sóknarnefndarmanna, Guðlaug Jóhannsdóttir og Halldór Ibsen, skrifuðu ekki undir. Öll málsmeðferð sóknamefndar Kefla- víkur er vítaverð og ber vitni um vanhæfí þess fólks sem tók þátt í aðförinni. Nefndin hafði rétt til þess að segja af sér, en hún hafði hvorki rétt til þess að meina mér að verja hendur mínar né neyða mig til þess að segja starfí mínu lausu. Sú viðleitni er fáheyrð vald- níðsla, þar sem ég hef ekkert til saka unnið. Ef menn telja sig geta staðið þannig að verki út frá kristn- um forsendum, þá hafa þeir gert hið heilaga demónískt. Meintir samstarfsörðugleikar Ég vil geta þess hér að megin inntak yfírlýsingarinnar um sam- starfsörðugleika er í meira lagi hæpin. Þar ber fyrst að nefna að ég hef verið í ársleyfí frá og með 3. sept. 1991. Á þessu tímabili frá sept. 1991 hef ég haft lítil sam- skipti við sóknarnefnd Keflavíkur og nær engin við þjónandi presta, sr. Láms Halldórsson og sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, enda var ég við nám í Bandaríkjunum á haust- misseri, þar sem ég lauk masters- námi, og síðan við kennslu í guð- fræðideild Háskóla íslands. Megin ágreiningur við sóknar- nefnd Keflavíkur í minni starfstíð reis út af máli fyrrum meðhjálpara, sem hefur átt við drykkjuvanda að stríða. Þáverandi sóknarnefnd tók aldrei á því máli eins og henni bar skylda til og eftir að umræddum manni hafði verið komið þrisvar í meðferð án árangurs tók ég þá ákvörðun að óska ekki eftir frekari þjónustu hans. Ég gerði þetta sam- kvæmt vígslubréfí mínu frá 27. marz 1975, þar sem talað er um að „framfylgja kirkjuaganum eins og lög standa til“. Eftir á að hyggja fínnst mér að fólki hafi verið fyrir- munað að sjá að kærleikurinn geti verið sársaukafullur. Samt hefur það verið afstaða kristinna manna alla tíð, að þegar ágreiningur verð- ur milli þeirra og sannleikans, þá eiga þeir að líða fyrir það en ekki sannleikurinn. Hvað mér viðkemur þá stóð þessi barátta aldrei við „hold og blóð“, enda fór ég mildum orðum um fyrrum meðhjálpara í greinargerð sem ég hef lagt fram um þetta mál, en tjái mig ekki um það frekar nú. Kirkjustjórnin gerði enga athugasemd við þessa emb- ættisfærslu mína og er það því úr sögunni. Frá mínum sjónarhóli séð hafa samskipti mín við sóknarnefnd Keflavíkur á undanfömum árum að mestu gengið sinn vanagang. Ágreiningur við núverandi sóknar- nefnd hefur fyrst og fremst staðið um atriði eins og þau, að sóknar- ágreiningur staðið um að fé sóknar- innar sé ekki notað til að mismuna starfsfólki í sambandi við starfsað- stöðu. í því sambandi nægir að nefna að organistinn, Einar Örn Einarsson, sem nýverið hóf störf við kirkjuna, hefur fengið tölvu og fullbúna skrifstofu, sem er meira en mér sem sóknarpresti hefur tek- ist á 16 árum. Einn sóknarnefndar- manna hefur lýst því yfir að slíkt geti ekki talist eðlilegt. Umræddur organisti hefur borið út óhróður um mig bæði við kórfólk og al- menning. Árið 1986 keypti sóknamefnd hluta í tölvu með mér, en hún hef- ur aldrei séð mér fyrir sómasam- legri skrifstofuaðstöðu, eins og henni ber skylda til. Embættisskrif- stofan hefur alla tíð verið á mínu heimili. í stað þess hefur nefndin keypt hús undir líkbílinn, enda þótt sú starfsemi sé rekin af fijálsum fé- lagasamtökum, og greitt húsaleigu fyrir þjónandi presta. Þá sjaldan ég vék að starfsaðstöðu minni og launamálum, en hér hef ég starfað í a.m.k. tveggja manna kalli á eins manns launum, þá var viðkvæðið alltaf: Þetta er málefni þitt og ríkis- ins. Það getur því vart talist ofrausn, þegar sóknamefndin styrkti mig til námsdvalar í Bandaríkjunum, þar sem slíkt hefur verið gert við fleiri st&rfsmenn kirkjunnar. Af upphæðinni greiði ég fullan skatt og skyldur. Hvað mín fjármál varð- ar hef ég ekkert að fela. Hins veg- ar hafa þessar árásir á persónu mína vakið þá spurningu, hvort ekki sé verið að reyna að draga athyglina frá þeim staðreyndum sem ég get um hér að ofan. Það lýsir best vinnubrögðum sóknarnefndar, að skýrsla stjórnar, sem átti að leggja fram á aukaaðal- safnaðarfundi þann 29. júlí síðast- liðinn, var breytt og hún prentuð í Pressunni fyrir fundinn. í þeirri skýrslu, sem var raunar ekkert annað en níð um undirritaðan, er mörgu logið, þar á meðal um að- dróttanir mínar í garð fyrrum gjaldkera, Kristjáns Jónssonar, „þess efnis að fjárreiður sóknar- nefndar í höndum hans hafi ekki verið eins og ákjósanlegt væri“, (Pressan 30. júlí). Það eina sem ég sagði um fjármálin var haft eft- ir endurskoðanda sóknarinnar, ^ð ávaxta mætti fjármuni kirkjunnar betur. Það getur ekki talist ámælis- vert að huga að því, enda er fyrir- hugað að reisa nýtt safnaðarheim- ili við kirkjuna. Eg hef aldrei efast um að Kristján Jónsson sé grand- var maður. Ég nefni einnig efnistök sóknar- nefndar varðandi starf væntanlegs aðstoðarprests í Keflavíkursókn, sem stendur til að auglýsa í haust. Eins og flestum er kunnugt tengist slík staða embætti viðkomandi sóknarprests en ekki staðnum sem slíkum. íhlutunarréttur sóknar- nefndar um þetta mál er ekki fyrir hendi, þar sem sóknarnefndin kem- ur ekki til með að greiða viðkom- andi presti laun. Jafnvel þótt sókn- amefndin greiddi launin hefði hún aðeins íhlutun að hluta til. Aðstoð- arprestur er fyrst og fremst nán- asti samstarfsmaður sóknarprests. Þáð var ljóst að sóknarnefndin vildi eyrnamerkja þessa stöðu þeim presti sem nýverið hefur þjónað Keflavíkursókn, áður en staðan væri auglýst. Slíkt er ótækt með öllu og raunar lögbrot. Það er nú staðfest að málefni Helgu Soffíu var „dropinn sem fyllti mælinn“, éins óg' sóknafnefndarformaðúrinn Ólafur Oddur Jónsson „Þetta er mikið alvöru- mál ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir marga aðra. Eina leiðin fyrir mig er að vinna æruna aftur þar sem ég var rændur henni. Að því mun ég einbeita mér og áskil mér allan rétt í þeim efnum.“ orðaði það á sáttafundi. Þegar ég benti á gildandi lög og erindisbréf um aðstoðarpresta í þessu sam- bandi, þá sagði einn sóknar- nefndarmannanna að „þetta hent- aði henni ekki“! Það átti sem sagt að þröngva henni inn þvert á lög og reglugerðir! Ég vil vekja athygli á því, að þegar talað er um meinta sam- starfsörðugleika, þá er það tvírætt hugtak og beinist ekki síður að sóknarnefndinni sjálfri, sem hefur svert mannorð mitt með því að gera mig að meintum ofstopa- manni. Konan mín kannast ekki við þennan mann, sem hún hefur þó verið gift í 24 ár, og ég þekki hann ekki heldur. Lýsing þessa fólks á mér er ýkjusaga, sem segir meira til um það sjálft en sjálfan mig. Það skal viðurkennt að ég er ekki fullkominn fremur en aðrir og frábið mér því að fólk leiti að guði í prestinum sínum. Hitt er alkunna að oft er vegið að persónu manna í opinberu lífi, til þess eins að draga athyglina frá eigin afglöpum. Samskipti við þjónandi prest Ég var fús að ræða við þjónandi prest í Keflavík, séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Inntakið í því sem hún lét í ljós við mig þann 3. júní, þegar við töluðum saman formlega í fyrsta skipti eftir að hún kom til starfa í Keflavík í febrúar síðast- liðnum, var á þá leið að hún vildi skipta öllu til helminga.7 Helga Soff- ía Konráðsdóttir talaði í raun um tvímenningsprestakall í fram- kvæmd, rétt eins og skipta ætti upp sóknarprestsstöðu minni. Hún vildi að við skiptum starfínu alfar- ið. Hún þjónaði þessa helgi og tæki þau embættisverk sem til féllu. Ég þjónaði þá næstu o.s.frv. Hún sagð- ist síðan vilja hafa með trúfræðsl- una að gera en ég mætti hafa sið- fræðina. Sem sagt Helga Soffía Konráðsdóttir hafði að engu greinargerð ásamt erindisbréfí, sem sent var af biskupi, próföstum, sóknarprestum, aðstoðarprestum og formönnum sóknarnefnda þann 12. febrúar sl. Þó var ég sjálfur búinn að afhenda henni greinar- gerðina. Þegar hún kvaddi, í miklu uppnámi, sagðist hún hafa áhuga á starfínu en ekki samstarfinu við mig. Ég ítrekaði við hana að aðstoðar- prestsstaða yrði auglýst og unnið eftir gildandi lögum í því sam- bandi. Reyndar hafði hún sagt við mig í vetur, á förnum vegi, að hún væri fráhverf því að sækja um stöðu aðstoðarprests. Mér fannst eðlilegt að hún fengi að hugsa sinn gang várðandi þetta mál og var opinn fyrir því að skoða þetta nán- ar, án þess að ég vildi fara þá leið að henni yrði veitt aðstoðarprests- starfíð, áður en staðan yrði auglýst. Helga Soffía Konráðsdóttir var ásamt mér á aðalsafnaðarfundi Keflavíkursóknar nú í vor, þegar fyrrum meðhjálpari, sem áður get- ur, stóð upp og kvartaði undan mér við söfnuðinn. Þetta er fyrsta og eina kvörtunin sem mér hefur borist um embættisfærslu mína gegnum árin. Viðkomandi maður hefur hvorki beðist afsökunar á framferði sínu sem meðhjálpari né dregið óhróðursbréf um mig til baka. En eitt fyrsta verk Helgu Soffíu Konráðsdóttur eftir þessa uppákomu á aðalsafnaðarfundi, var að fá viðkomandi mann til með- hjálparastarfa á degi aldraðra, blátt áfram til þess að ögra mér. Það sést best á því að hann var sérstaklega auglýstur sem með- hjálpari í messutilkynningu! Það voru mistök að fá Helgu til starfa eftir að hún hafði tapað prestskosn- ingu í Njarðvík. Framkoma hennar hefur borið merki taugaveiklunar, sem miðaði bæði að því að niður- lægja þann sem fékk stöðuna í Njarðvík og mig sem sóknarprest í Keflavík. Þegar fólk er farið að beita öllum tiltækum ráðum til þess að sölsa undir sig embætti og not- ar starfsheiti á ólögmætan hátt, þá er það komið út fyrir mörk þess sem talist getur eðlilegt. Það er afstaða bæði biskupsemb- ættisins og dóms- og kirkjumála- ráðuneytis, að það sé í hæsta máta óeðlilegt að vinna að einhvetju á bak við þann sem hefur veitingu fyrir embætti. Meðan ég hef verið í leyfi hefur það þó ítrekað gerst m.a. í sambandi við ákvörðun um teikningar að nýju safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju. Harkaleg viðbrögð Viðbrögð sóknarnefndar Kefla- víkur hafa verið dæmalaust hörð í minn garð og það er búið að þyrla upp lygamekki. Ég nefni sem dæmi að einn sóknarnefndarmanna, Ein- ar Magnússon, sem skrifar undir ásakanir um samstarfsörðugleika við mig, var kjörinn í sóknarnefnd á síðasta aðalsafnaðarfundi. Við höfum ekkert haft saman að sælda í sóknarnefnd. Talað er um samskiptaörðug- leika mína við þjónandi prest í Keflavík (DV á baksíðu 20.6.). Ég hef engin samskipti haft við þjón- andi presta. Helga Soffía hefur beðið um einn fund með mér, eftir að hún kom til starfa. Hún hefur aldrei séð ástæðu til þess að spytja mig um eitt eða neitt. Sóknarnefnd- arformaðurinn fer einnig með ósannindi, þegar hann segir að ég hafí vitað um fundi nefndarinnar, þar sem gengið var frá aðförinni að mér. Eftir .að ágreiningurinn kom upp við sóknarnefndina fékk ég ekki tækifæri. til þess að ræða málin og skýra mín sjónarmið. Helga Soffía Konráðsdóttir skrifaði sóknarnefndinni bréf, eftir okkar fund þann 3. júlí sl., bréf, sem ég hef ekki fengið að sjá. En þetta bréf kallaði m.a. á þessi hörðu viðbrögð, sem bera öll einkenni fordóma. Keflavík hefur talað, málinu er lokið. Þetta er mikið alvörumál ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir marga aðra. Eina leiðin fyrir mig er að vinna æruna aftur þar sem ég var rændur henni. Að því mun ég ein- beita mér og áskil mér allan rétt í þeim efnum. Ég hef farið fram á og fengið aðstoð lögfræðings Prestafélags íslands. Staða mín er ljós í þessu máli og ég mun leita leiða til þess að vinna æru mína aftur. Kjarni þessa máls er sá að sókn- arnefnd Keflavíkur hefur tekið sér vald sem hún hefur ekki. Bæði prófastur og biskup hafa reynt að leiða nefndinni þetta fyrir sjónir en án árangurs. Stífni sóknar- nefndarinnar og ósveigjanleiki snýr því að kirkjustjórninni, rétt eins og mér. Sóknarnefndin hefur ekkert umboð til að vísa mér frá. Sú stað- reynd að hún neitar í bréfinu að mæta á sáttafund, nægir ein og sér til þess að hún segi af sér. Það dóttir í mig og sagði að yfirlýsing- nefndin taki sér ekki völd, sem hún in væri un.dirrituð og ef ég hefði hefur ekki, heldur fari að lögum ekkrságt embætti niínú laUsu fyrir ^og reglugerðum. Auk þess 'hénir*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.