Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 17 er fáheyrt siðleysi að sóknarnefnd- in vitnar í einhverja „þungavigtar- menn“ og lætur hafa eftir sér að „þessi ákvörðun sé að hluta til tek- in vegna tilmæla frá ýmsum safn- aðarmeðlimum sem einnig munu óánægðir með sóknarprestinn (DV á baksíðu 20.6.). Ég hef nú fengið staðfest eftir áreiðanlegum leiðum að tal um einhverja „þungavigtar- menn“ i bænum er fleipur eitt og viðleitni til að fela sig á bak við aðra. Aftur og aftur tekur nefndin sér það vald, sem hún hefur ekki og leyfir sér að tala máli nær átta- þúsund manna sóknar. Slíkt ér dæmafár valdahroki og ber keim af valdasýki. Árangurslaus sáttatilraun Fyrsti og eini sáttafundurinn með sóknarnefndinni var haldinn að tilhlutan prófasts, sr. Braga Friðrikssonar, mánudaginn 6. júlí sl. Þar sem 1. júlí var liðinn leit ég svo á að hugsanlegt væri að sóknarnefndin hefði dregið kröfu t um afsögn mína til baka og þar með væri komin forsenda fyrir samningaviðræðum. Á fundinum spurðisg ég fyrir um þetta og kvaðst reiðubúinn að sættast við þá sóknarnefndarmenn, sem tækju kröfu um afsögn mína til baka. Enginn þeirra sjö sóknarnefndar- manna, sem var á fundinum, var reiðubúinn til þess og þeir stað- hæfðu að bréfið frá 14. júní stæði. Þó var ekki vitað um einn sóknar- nefndarmann sem hefur vérið á ferðalagi. Það er ekki rétt að ég hafi beðið sóknarnefndina að vera áfram. Ég var reiðubúinn að ræða sættir, ef þau tækju kröfu um afsögn mína til baka. Sóknarnefndin sagði af sér frá og með 1. júlí sl. Fjármun- ir sóknarinnar voru síðan í umsjá prófasts, þar til þessi dæmalausa sóknarnefnd lét kjósa sig að nýju þann 29. júlí sl. Nú má líkja henni við köttinn sem eltist við skottið á sjálfum sér. Lokaorð Þegar boðað var til aukaaðal- safnaðarfundar þann 29. júlí sl. var kosning nýrrar sóknamefndar á dagskrá. Sóknarnefndin hafði gefið í skyn við þá sem lögðu fram lista um nýja sóknarnefndarmenn, að þeir myndu láta starf sitt af hendi án þess að til mótframboðs kæmi af þeirra hálfu. Það lýsir best þessu fólki að það stóð ekki við orð sín, heldur safnaði liði á fundinn og lét kjósa sig að nýju. Ég hef í höndun- um uppsagnarbréf frá þeim, sem er dagsett 29. júlí, sama dag og þessir einstaklingar létu kjósa sig aftur. Kirkjan okkar var vanhelguð þetta kvöld. Aftakan fór fram fyrir altari Guðs, eftir að þetta fólk hafði farið saman með faðirvorið. Hópefl- iseinkennin komu greinilega í ljós í sjúklegu klappi, þegar fagnað var sigri eins og eftir knattspyrnuleik. Sjálfur sat ég dæmdur í kirkjunni minni með grátandi eiginkonu og son mér við hlið. Demónísk öfl voru þarna að verki. Ef íslenskt samfé- lag og kristin kirkja snýst ekki gegn slíkum ósóma og vanvirðu við kristin gildi, þá munum við endan- lega glata réttlætinu, sem nefnt hefur verið ásjóna Guðs. Hvers konar fyrirbrigði er hér á ferð? Mér er tjáð, af þeim sem til þekkja, að um sé að ræða samfé- lagssjúkdóm. Hópeflissjúkdómur birtist í því að óvandað fólk beitir ölium ráðum til að fremja mann- orðsmorð. Það svífst einskis, notar allt tiltækt, lygar, Ijölmiðla og hálfsannindi til að réttlæta gjörðir sínar. Hálfsannleikann er hvað erf- iðast að fást við og hann getur reynst hættulegasta lygin. Helst af öllu vill þetta fólk að aftakan gangi fljótt fyrir sig, því þótt það sé svona gert, þá líður því illa. Það vegur að persónu einstakl- inga og varpar því illa í eigin fari yfir á aðra. Þannig er hægt að fullnægja lægstu hvötum, mein- fýsni og illkvittni og verða sjálfum sér, kirkjunni sinni og bænum sín- um til skammar. Það lýkst seint upp fyrir þessu fólki, að svona mál vinnast ekki í fjölmiðlum og sennilega vinnast þau hvergi. Það er sama hvað það reynir að þvo sinn skítuga þvott í fjölmiðlum, fyrir almenningssjón- um, til þess að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Enginn stendur að lokum uppi sem sigurvegari. Aðeins enn einn smánarkaflinn bætist nú í sögu Keflavíkur, þar sem vegið hefur verið að prestum, læknum, bæjarfógeta og skólastjórum, á umliðnum árum, oft eftir að þeir tóku sér ársleyfi. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því hvers vegna félagslegur fasismi hefur fest þar rætur. Ef til vill er ein ástæðan „Neanderdalskynslóðin", sem Hilmar Jónsson kallar svo, „fólk sem anar áfram án þess að hugsa og lesa bækur“, vindhanar, sem settir eru á stall, en búa yfir engu nema hroka og meinfýsni, fólk, sem lifir á slúðri og gróusögum. Kar- ismatíski hluti sóknarnefndarinnar hringlar síðan með „guðsviljann", sem getur merkt nánast hvað sem er, þar á meðal að ræna presta ærunni ef svo ber undir. Þegar upp verður staðið hygg ég að í þessu máli sé að finna eina grófustu tilraun til þess að bola manni frá embætti í þjóðkirkju ís- lands fyrir engar sakir. Ég hef beðið Prestafélag íslands að beita sér fyrir því að treysta réttarstöðu sóknarpresta. Ef það verður ekki gert er Ijóst að hið sama mun ganga yfir einhvern annan síðar. Málið er að sóknarnefndir eru farnar að „ráða“ presta og telja sig einnig hafa rétt til þess að segja þeim upp. í menningu, þar sem allt er talið einnota, er slíkt stórhættulegt. Lúthersk kirkjuskipan hefur ver- ið vanvirt og farið er að gæta kenn- inga og skipulags safnaðarkirkj- unnar bandarísku, eða n.k. „congr- egationalisma", innan þjóðkirkj- unnar. Þegar ég leiði hugann að þessum mánuðum, sem ég hef verið í leyfi, þá hefur verið reynt leynt og ljóst að grafa undan mér og mínu starfi. Þetta ársleyfi mitt hefur reynst mér dýrkeypt. Það hefur skapað skilyrði fyrir undirróðursöflin. Þetta hefur fengið mikið á mig og fjölskyldu mína. Við sjáum ekki lífið sömu augum eftir þessa aðför. En við treystum handleiðslu Guðs í þessu máli og dómgreind Keflvík- inga. En þegar dýpst er skoðað þá hygg ég að þessi aðför standi ekki alfarið um mig og mína persónu heldur íslenska kirkjuskipan. Ég hef lagt þetta mál fram fyrir þann sem réttvíslega dæmir og bið um stuðning og fyrirbænir, ekki aðeins fyrir mér og fjölskyldu minni held- ur kirkjunni allri. Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. Bólstnm Ásgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. AFSLÁTTUR Dú«« mm mm ** 00 ,L 06 'L GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.