Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 23 YT /»• * T7" * • »_ Keuter Heræfing 1 Kuveit Um 600 bandarískir landgönguliðar tóku þátt í heræfingu í Kúveit í gær. Æfíngin fór fram um 35 kíló- metrum frá landamærunum að írak og myndm var tekin er hermennirnir náðu „óvinaskotgröfum" á sitt vald í eyðimörkinni. Stríðsátök Armena og Azera: Armenar óska eftir tafarlausri íhlutun annarra samveldisríkja Moskvu. Daily Telegraph, Reuter. ARMENAR hafa óskað eftir íhlutun Samveldis sjálfstæðra ríkja (SSR) í stigmagnandi stríði sínu við Azera en hinir síðarnefndu náðu armensku þorpi á sitt vald um helgina eftir harða bardaga. Forseti Armeníu, Levon Ter-Petrosian, sagði á mánudag að með hertöku þorpsins hefðu Azerar hafið stríð gegn Armenum. Azerar vísa því hins vegar á bug að þeir séu að hefja stríð, segjast hafa tekið þorpið í nauðvörn gegn árásum armenskra stigamanna og vara aðrar þjóðir við að blanda sér í deilur ríkjanna. Fregnir bárust af sprengjuárásum og áframhaldandi bardögum á landa- mærum ríkjanna í gær. EB vill vernd fyrir neyðar- aðstoð Framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins hvatti í gær Sam- einuðu þjóðimar til að vemda þegar í stað hjálparsendingar til neyðarsvæðanna í Sómalíu þar sem hundruð manna svelta í hel á hvetjum degi. Borgarastyijöld geisar nú í landinu og er talið að hvergi í heiminum sé ástand jafn hrikalegt um þessar mundir. Að mati sérfræðinga á sviði neyð- araðstoðar er hætta á því að 4,5 milljónir hinna 7 milljóna íbúa Sómalíu muni svelta í hel. Það hefur- staðið öllu hjálparstarfí mjög fyrir þrifum að sveitir stiga- manna, gráar fyrir jámum, hafa lagt hönd á hjálparsendingar sem þær selja síðan á uppsprengdu verði á svörtum markaði. Hart barist í Kabúl Afghanska stjómin fullyrti í gær að sveitum hennar hefði tek- ist að bijóta á bak aftur uppreisn heittrúaðra múslíma úr hópnum Hezb-i-Islami sem haldið hafði uppi hörðum eldflaugaárásum á höfuðborgina Kabúl frá því á mánudag. Talið er að um þúsund manns hafi látist í eldflaugaárás- unum. Fregnir herma að spítalar borgarinnar anni ekki stöðugum straumi særðra óbreyttra borgara og að lyfjabirgðir í Kabúl séu senn á þrotum. Alþjóðanefnd Rauðakrossins sagði að hinn mikla fjölda fallina mætti að hluta til rekja til þess að eldflaugaárás- irnar hefðu eyðilagt starfsaðstöðu samtakanna í borginni. Talsmenn Hezb-i-Islami sögðu í gær að enn væri hart barist í kringum Kabúl og settu fram skilyrði fyrir því að hætta árásum sínum. Aukin hagn- aður hjá BA Breska flugfélagið British Airways tilkynnti í gær að hagnaður fyrirtækisins hefði tí- faldast á milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs. A tímabil- inu apríl til júni nam hagnaður BA fyrir skatta 91 milljón sterl- ingspunda miðað við níu milljónir punda á sama tíma í fyrra. Mun fleiri farþegar en áður ferðuðust hins vegar á afsláttarfargjöldum og lækkuðu því tekjur fyrirtæk- isins af hveijum farþega um 6,5%. S AS í mál við starfsmenn Norræna flugfélagið SAS ætl- ar að lögsækja þá starfsmenn fyrirtækisins sem stóðu að tveggja daga skæruverkfalli er Iamaði að miklu leyti flug félags- ins í síðustu viku. Varð að aflýsa 130 innanlands- og millilanda- flugum vegna verkfallsins. SAS segir tekjutap sitt vegna þessa nema um hálfum milljarði ís- lenskra króna og ætlar að krefj- ast um 70 þúsund ÍSK í skaða- bætur af hveijum starfsmanni. Mubarak hitt- ir Gaddafi Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hélt í gær í óvænta heimsókn til Líbýu, fjórum dögum áður en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætlar að ræða hvort herða beri refsiaðgerðir gegn Líbýumönnum vegna Lockerbie- málsins. Mubarak átti ásamt ut- anríkisráðherra sínum fund með Muammar Gaddafí Líbýuleiðtoga. Egypska utanríkisráðuneytið vildi í gær ekki tjá sig um heim- sóknina en Egyptar hafa und- anfarið reynt að fínna lausn á deilu Líbýu við umheiminn, sem snýst um það hvort að tveir Líbýumenn, sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í risaþotu frá Pan Am árið 1988, verði framseldir til Vesturlanda. Átökin um armenska þorpið Artsvashen um helgina voru hin hörðustu frá því að deila þjóðanna um landsvæði kom upp á yfirborð- ið fyrir ijórum árum. Fregnum ber ekki saman en ljóst þykir að tugir og jafnvel hundruð manna hafí fallið í þeim. Levon Ter-Petrosian, forseti Armeníu, hefur sagt að með árás Azera á Artsvashen sé í raun hafíð stríð á milli þjóðanna tveggja og krefst þess að þau ríki, sem undirritað hafa öryggissátt- mála Samveldis sjálfstæðra ríkja, grípi í taumana og stöðvi árásir Azera með hemaðaraðgerðum ef önnur ráð dugi ekki. Azerar em ekki aðilar að öryggismálasátt- mála samveldisríkjanna en Arm- enía, Rússland og fjögur Mið-Asíu- ríki hafa undirritað hann. Með sáttmálanum skuldbinda aðildar- ríki hans sig til að koma hvert öðra til hjálpar ef á þau verður ráðist. Armenar skírskota nú til þessa ákvæðis sáttmálans og vilja að hin ríkin komi þeim til hjálpar gegn Azerum. Talsmaður azerska utanríkis- ráðuneytisins vísaði því á bug á mánudag að Azerar hefðu hafíð stríð gegn Armenum og sagði að azerskar hersveitir hefðu einungis frelsað þorpið Artsvashen úr hönd- um armenskra stigamanna og fellt þijú hundruð þeirra. Hann sagði að Azerar hefðu neyðst til að her- taka þorpið vegnai þess að Armen- ar notuðu það til árása á nærliggj- andi azersk þorp. Þá taldi hann litla hættu á að önnur samveldis- ríki færa að blanda sér í deilur Azera og Armena. Rússnesk stjórnvöld hafa farið gætilega í yfirlýsingar um hvort eða hvemig þau muni bregðast við átökum Armena og Azera. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að ekki bæri að skilja öryggissáttmála hinna sex samveldisríkja þannig, að aðildarríki hans ættu tafarlaust að koma Armenum til hjálpar með hervaldi. Fyrst yrði að reyna að leita lausna með friðsamlegum leiðum og valdbeiting væri algert örþrifaráð. Rússar hafa hvað eftir annað reynt að bera sáttarorð á milli Armena, sem era kristnir, og hinna múslimsku Azera en þær tilraunir hafa farið út um þúfur. Skærar á milli þjóðanna hafa stað- ið yfír í fjögur ár og um tvö þús- und manns hafa látið lífíð af þeirra völdum. Rússar hafa lagt til að alþjóðlegar friðargæslusveitir verði sendar til átakasvæðanna og hafa Armenar fallist á það fyrir sitt leyti en Azerar hafa enn sem komið er þvemeitað slíku og ekki sagst kæra sig um íhlutun í innan- ríkismál sín. Einvígið sagtáróð- ursbragð BOBBY Fischer og Boris Spassky hyggjast tefla fímm skákir á viku í einvíginu sem hefst í Svartfjallalandi 2. september og verða engar bið- skákir. Lothar Schmid skák- meistari sem dæmir keppnina til að byrja með sagði Morgun- blaðinu þetta í gær. Schmid segir að fyrirkomulag einvígisins sé sniðið að óskum Fischers. Hann segir að sér hafi verið kynnt það í grófum dráttum og skýrt frá því hvemig skák- klukkan, sem Fiseher fær að lík- indum einkaleyfí á, virkar. Ekki er fullljóst hvort Friðrik Óiafsson tekur við af Schmid. Þýski skák- dómarinn segir að sér væri ánægja af því að láta Friðrik dóm- gæsluna eftir, sjálfur muni hann dæma fyrstu skákina í Sveti Stef- an og hugsanlega þær sem tefldar verði í vikunni þar á eftir. Schmid segist ákveðinn í að fara á Adríahafsströndina, stríðið aftri sér ekki nema bardagar fær- ist nærri keppnisstaðnum. Hann kveðst jafnvel vona að skákeinvíg- ið megni með einhveijum hætti að draga úr spennu milli Króata og Serba. Svissneskt skákblað, Schach- woche, segir heimildarmenn í Kró- atíu fullyrða að einvígið sé áróð- ursbragð Serba, tilraun til að vinna fylgi á alþjóðavettvangi. Jezdimir Vasiljevic, eigandi Yugoscandic-bankans í Belgrad sem styrkir keppnina, segir Morg- unblaðinu hins vegar að einvígið standi ekki í nokkram tengslum við stjómmál. Ekki sé barist í Sveti Stefan og verði vonandi ekki nema með taflmönnum. Viltu vera með í spennandi verkefni? Landakotsspítali er að aðlaga sig að breyttri starfsemi með maikvissri hagræðingu og uppbyggingu. Eftir að bráðavaktir voru lagðar niður á hand- og lyflækningadeildum hefur skapast meiri stöðugleiki innan sjúkrahússins. Uppbyggingin heldur áfram. Þess vegna vantar okkur til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga, sem eru tilbúnir til að axla ábyrgð. Við leitum að fólki sem hefúr til að bera þekkingu í starfi og skilning á mikilvægi umhyggju og þægilegs umhverfis á sjúkrahúsum. Landakotsspftali rekur leikskóla og skóladagheimili fyrir böm starfsmanna sinna. Unnt er að skipuleggja innlagnir á Landakotsspítala betur en áður. Á síðasta ári þjónaði Landakot fleiri sjúklingum en nokkru sinni. hmlagnir vom 6076 auk þess komu um 66.000 manns á göngudeildir. Reksturinn var hagkvæmur og vel innan ramma fjárlaga. Á Landakoti starfar fjölmennur hópur samhents starfsliðs. Ef þú hefúr áhuga á að slást í hópinn, vilt taka þátt í spennandi veikefhi og þroskast í starfi, hafðu þá samband við skrifstofú hjúkmnarforstjóra í síma 604311 og 604300 og fáðu nánari upplýsingar. St. Jósefsspítali Landakoti Með þjónustu og framfarir í öndvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.