Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Morgunblaðið/Rúnar Þór Flogið yfir nýju módelflugbrautina á Melgerðismelum. Flugkoma á Melgerðismelum: Flugmódel á loft af nýjum flugvelli FLUGKOMA svokölluð var haldin á Melgerðismelum síðastliðna helgi. Þar voru saman komnir módelflugmenn alls staðar að af landinu og létu vélar sínar leika listir í afar góðu veðri á nýjum flugvelli sem módelflugmenn eru ásamt Akureyrarbæ að koma sér upp á Melgerðismelum. Að sögn Björns Sigmundssonar hjá Flugmódelfélagi Akureyrar var þetta í þriðja sinn sem flug- koman er á pessum stað, en hún er árlegur viðburður, annan laug- ardag í ágúst. Hann sagði að á Melgerðismelum hefðu verið vélar og flugmenn víða af landinu. Flugvélarnar hefðu verið 42 en flugmennimir 28 talsins. Alls hefði verið saman komið hátt í hundrað manns, enda væru þetta íjölskyldusamkomur þar sem áhugafólk um módelflug hittist og kynntist og reyndi sig í flugi. Þetta væri þó ekki mót eða keppni heldur fremur aðdragandi að slíku. Þarna hefði verið afar skemmtilegt og veður betra en nokkru . sinni á flugkomu hér nyrðra. Bjöm sagði að reyndur hefði verið nýr flugvöllur sem ekki er fullbúinn og hefur ekki verið form- lega tekinn í notkun. Þetta er malbikuð braut 100 metra löng og 8 metra breið og með flugvéla- stæði og innkeyrslu væru þetta 1050 fermetrar alls. Klúbbfélagar hefðu undirbúið brautina en Akur- eyrarbær lagt hana malbiki. Á Melgerðismelum er mikil flugstarfsemi, en þar hafa aðsetur svifflugmenn, fallhlífastökkvarar Módelin gerð klár fyrir flug. og vélflugmenn auk módelflug- manna. Þama sagði Björn að búið væri að girða og planta 36.000 tijáplöntum og þama er skálinn Hyman, sem opinberlega er nefnd Flugstöð Þórunnar hymu, Að sögn Bjöms Sigmundssonar voru vélamar á flugkomunni á laugardaginn af öllum stærðum, allt frá því að vera hálft kíló upp í 18 kílóa vél, en hún var knúin 50 kúbika hreyfli, ekki ólíkum þeim sem eru í garðsláttuvélum. Á næsta ári sagði hann líklegt að Flugmódelfélag Akureyrar héldi íslandsmót í módelsvifflugi, enda yrðu þá aðstæður fullkomnar til þess. Endurbæt- ur á Grenj- aðarstað UNDANFARIN tvö ár hafa staðið yfir miklar viðgerðir og endur- bætur á torfbænum að Grenjað- arstað, en hann hýsir elsta hluta Byggðasafns Suður-Þingeyinga. I sumar lauk þessum verkþætti og hafa baðstofa, hjónahús, stóra- hús og fleiri vistarverur endurheimt fyrri glæsileik og þá muni sem þar vora áður varðveittir. Kristján Eldjárn taldi bæinn á Grenjaðarstað dæmi um íslenskt höfðingjasetur og elsti hluti bæjar- ins er frá árinu 1862. Haraldur Karlsson, Bergsteinn Gunnarsson og Erlingur Vilhjálmsson hafa unnið allar viðgerðir undir forsögn Hjör- leifs Stefánssonar, arkitekts Þjóð- minjasafnsins. Safninu að Grenjaðarstað hafa borist góðar gjafir, meðal annars hringur, fléttaður úr hári Benedikts á Auðnum, og möttull Huldu skáld- konu, dóttur hans. Gefendur era böm Huldu, Sigríður og Jón Bjark- lind. Einnig barst safninu borð- klukka úr eigu Ástu og Benedikts Kristjánssonar, prests á Grenjaðar- stað. Gefendur eru afkomendur þeirra hjóna, Haukur Kristinsson og móðir hans Bjamey Helgadóttir á Húsavík. ------» ♦ ♦---- SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð á Akureyri hafa opið hús í Safnaðarheimili Akureyrar- kirlqu, litla sal, frá klukkan 20.30 á fimmtudag. Samtökin hafa haft opið hús hálfsmánaðarlega í sumar, þar sem þeir sem eiga um sárt að binda hafa getað komið saman og spjallað og fengið sér kaffibolla. „Samtökin á Akureyri starfa á sumrin, því sorgin fer ekki í frí,“ sagði Qlöf Halblaub, talsmaður samtakanna. Endursmíði og viðhald Harðbaks: Tvö lægstu tilboðin koma frá Póllandi OPNUÐ hafa verið tilboð í end- ursmíði og viðhald Harðbaks, tog- ara Útgerðarfélags Akureyringa. Tvö lægstu tilboð í verkið koma frá Póllandi en tilboð Slippstöðv- arinnar á Akureyri er þriðja í röðinni. AIls bárust tilboð frá átta aðilum í verkið. Verið er að skoða tilboðin og talið að það muni taka talsverðan tíma. Að sögn Gunnars Larsens hjá Útgerðarfélagi Akureyringa era fyr- irhugaðar allmiklar aðgerðir á Harð- baki. Skipta þarf um togvindur og setja nýjar í stað þeirra gömlu, end- umýja stóran hluta togþilfars og aðalþilfars, smíða nýjan vinnslubún- að og koma honum fyrir, hækka lunningu, endumýja skut og skut- rennu, endurnýja innréttingar í stýr- ishúsi, smíða nýja sjóklæðageymslu og margt annað smærra. Tilboð í þetta endursmíðaverk bárast frá átta aðilum, tveimur ís- lenskum, tveimur pólskum, og einum í hveiju landanna, Noregi, Dan- mörku, Þýskalandi og Spáni. Lægsta tilboðið kom frá Nauta Shipyard í Póllandi. Það hljóðar upp á tæplega 37 milljónir króna og miðast við að verkið verði unnið á 78 dögum. Næstlægsta tilboðið kom frá Gryfia í Póllandi, um 51 milljón króna á 90 dögum. í þriðja sæti var tilboð Slippstöðvarinnar á Akureyri, 66,6 milljónir á 63 dögum með því til- brigði að verði verkið unnið frá og með febrúar 1993 verði verðið 63 milljónir og vinnudagar 56. Hæsta tilboðið kom frá Noregi og hljóðaði upp á rúmlega 100 milljónir króna. Að sögn Vilhelms Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, verða tilboðin nú skoð- uð og vegin og metin og fleira ekki að frétta af þessum málum fyrr en því lýkur, en slík athugun tekur alln- okkum tíma. KENNARAR Kennara vantar við Grenivíkurskóla til að kenna handavinnu og bóklegar greinar. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skóla- stjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps auglýsireftir hugmyndum að merki fyrir sveitarfélagið. Keppnislýsing fæst afhent á skrifstofu Grýtubakka hrepps, Gamla skólahúsinu, 610 Grenivík, sfmi 96-33159. Skilafrestur er til 15. október 1992. Þrenn verðlaun verða veitt, samtals að upphæð kr. 170.000,- iviurguiiuiauiu/ írausu porsteinsson Togarinn Þórhallur Daníelsson kemur til hafnar á Dalvík. Þorhallur Daníelsson kominn til Dalvíkur TOGARINN Þórhallur Daníelsson kom til Dalvíkur á sunnudag, en Snorri Snorrason útgerðarmaður keypti hann af útgerðarfélaginu Borgey á Höfn í Hornafirði. Haldi dögum. Snorri Snorrason útgerðarmaður á fyrir togarann Þór, en hefur í hyggju að selja hann úr landi. Hann sagði ekkert fast í hendi enn með þau sölumál, en einhveijar þreifingar væra þó í gangi. Þórhallur Daníels- son er heldur stærra skip en Þór, 42 metra langur og mældur rétt um 300 tonn, en aðstaða um borð er til muna betri en á Þór. Undir lok síðustu viku hurfu bæj- aryfírvöld á Höfn í Homafírði frá forkaupsrétti sínum á skipinu og þar með tóku gildi samningar Snorra við útgerðarfélagið Borgey um kaupin. Því var skipinu fljótlega siglt áleiðis til nýrrar heimahafnar og kom fánum prýtt til Dalvíkur á sunnudag. Þórhalli Daníelssyni fyigir all- nokkur kvóti, að sögn Snorra, eða rúmlega 800 tonn í rækju og karfa. verður til veiða á Þórhalli á næstu Þorskkvóta sagðist hann hafa lítinn en treysta á að kaupa kvóta eða ganga inn í veiðar fyrir aðra. Snorri mun að minnsta kosti fyrst um sinn verða skipstjóri á Þórhalli Daníels- syni og halda til veiða á næstu dög- um. Einungis þarf að vinna smávægi- leg undirbúningsverk á skipinu til þess að það sé tilbúið til veiða. Srtorri segist í byijun fara á hefðbundnar togveiðar, en um borð verða 13 manns. Síðar hefur Snorri í huga að setja í Þórhall Daníelsson rækjuvinnslu, sjóða og frysta rækju fyrir erlendan markað, hefðbunda vinnslu eins og er um borð í rækjutogurum. Hann sagði að nokkur bið yrði þó á því, enda þyrftu slíkar aðgerðir talsverð- an undirbúning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.