Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Hjálparmæður Barnamáls eftir Guðrúnu Jónasdóttur Ég ætla fyrst að byrja á að segja á mér nokkur deili í líkingu við það þegar við hjálparmæður kynnum okkur í opnu húsi með ungum mæð- rum: Ég heiti Guðrún Jónasdóttir og er fjögurra b'ama móðir og hjálpar- móðir. Þegar ég á annarri meðgöngu minni fékk að vita að ég gengi með tvíbura, varð mér fyrst á að hugsa að það væri ekki hægt að vera með tvíbura á bijósti. Þessi mjög svo útbreiddi misskiln- ingur leiðréttist sem betur fer nógu snemma. Eitt sinn er ég var í heim- sókn hjá vinkonu minni sem var áskrifandi að Mjólkurpóstinum, kom blaðið í gegnum bréfalúguna og framan á því var mynd af konu sem var að gefa tvíburum bijóst. Inni í blaðinu voru svo reynslusögur kvenna sem haft höfðu tvíbura á bijósti og varð mér af þeim ljóst að þetta væri ekki rétt. Ég fór svo með þessari vinkonu minni á fund hjá Áhugafélagi um bijóstagjöf og fékk lánaðar bækur um bijóstagjöf og umönnun tvíbura. Eftir að bömin fæddust sótti ég stuðning í opið hús Heilsugæslunnar í Kópavogi og til hjálparmæðra Áhugafélags um bijóstagjöf sem nú heitir Bamamál en þessi stuðningur hreinlega fleytti okkur í gegnum fyrsta árið sem var mjög erfitt því bömin vom kveisu- og eymabólgu- böm. Þegar nokkuð var liðið á fyrsta árið kom Rannveig Sigurbjörnsdótt- ir, hjúkmnarfræðingur á Heilsu- gæslustöð Kópavogs, að máli við mig og spurði hvort ég hefði e.t.v. áhuga á að gerast hjálparmóðir, þar sem ég hefði nokkuð sérstaka reynslu af bijóstagjöf og gæti e.t.v. miðlað öðr- um af henni, auk þess sem hún vissi að ég hefði lesið mér vel til um efnið. Mér fannst þetta mikili heiður og ákvað að vera með. Forældre og Fodsel í fyrstu var ég aðeins nafn á lista, en eftir að ég lauk prófí í bijóstagjaf- arráðgjöf hjá danska félaginu Forældre og Födsel fómm við þær áhugasömustu að vinna að því að efla starfsemi hjálparmæðranna. Síð- an hefur komið sífellt betur í ljós að þörfín fyrir þessa þjónustu er mjög mikil. Það er skoðun mín að við hjálp- armæður — konur með ferska reynslu af bijóstagjöf og vel lesnar um efnið — séum nauðsynlegar í þessu nútímaþjóðfélagi þar sem stór- fjölskyldan er ekki lengur til, stöðugt lengra verður á milli kynslóða og við bætist að kynslóð eftirstríðsáranna — mæður okkar — varð þurrmjólkur- framleiðendum að bráð og hefur al- mennt ekki haft böm sín á bijósti, litla reynslu að hafa þar. Okkur er fullljóst að við vomm ekki að fínna upp bijóstagjöfína, bijóstagjöf er hin náttúmlega leið til að næra afkvæmi sitt, en hún hefur á undanfömum áratugum átt mjög undir högg að sækja á kostnað náinna tengsla milli móður og bams, en þau verða sífellt minni. Staðreynd- in er bara sú að nú á síðustu ámm er stöðugt verið að rannsaka áhrif bijóstagjafar og sífellt er verið að afsanna ýmsar villukenningar og kreddur sem upp hafa komið í kjöl- far pelamenningarinnar. Bijóst er best Það er líka vitað að þangað til fyrir nokkmm ámm var talið nauð- synlegt að bijóstaböm fengju ABC og D vítamín, en í dag er aðeins eftir að afsanna þörfína fyrir D vít- amín, allt hitt hefur sýnt sig vera óþarfa, því þótt lítið magn sé af þess- um vítamínum í móðurmjólkinni em þau í því formi að þau nýtast bömum með óþroskaða meltingu til fullnustu. Nú nýlega komu fréttir af doktors- ritgerð íslensks næringarfræðings, en hann rannsakaði upptöku járns úr móðurmjólk annars vegar og þurr- mjólk hins vegar. Hann sýndi fram á að ef börnin fá eingöngu móður- mjólk, eins og móðir Náttúra ætlast til, þá nýta þau járnið úr henni til fullnustu, en um leið og þau fá ein- hveija aðra fæðu tmflast þessi upp- taka járnsins og nýtingin verður minni. Þetta ætti raunar að nægja til að sýna fram á að bijóstið er best og að öll önnur þörf er gerviþörf, búin til af iðnjöfmm nútímans. Opið hús fyrir mjólkandi mæður Við emm líka með opið hús fyrir mæður, þangað geta þær komið frá því fyrir fæðinguna og eins lengi og þær vilja og sótt til okkar stuðning og fræðslu. Þær segja okkur frá reynslu sinni, við hlustum á og lærum af. La Leche League Saga hjálparmæðra í heiminum er ekki ný. Fyrir u.þ.b. 35 ámm þegar pelabylgjan reis sem hæst í Bandaríkjunum var stofnað þar félag og kallað La Leche League sem hafði það að markmiði að styðja mæður sem vildu hafa böm sín á bijósti og leiðbeina þeim. Stofnendurnir vom ungar mæður með börn á bijósti, sem sveið hvernig komið var fyrir bijóstagjöfinni í landi sínu. Þessi starfsemi, LLL, hefur vaxið og þroskast og nú er svo komið að þetta em alheimssamtök sem hafa starfandi hjálparmæður út um allan heim, gefa út bækur og stuðla að aukinni bijóstagjöf, m.a. í Suður- Ameríku, en mörg lönd í þeim heims- hluta hafa orðið illa úti í sölu- mennsku þurrmjólkurrisanna. Á Norðurlöndum em einnig starf- andi landssamtök áhugafélaga um bijóstagjöf. Þetta era sjálfstæð félög sem hafa samhliða bijóstagjafar- ráðgjöfínni meðal annars að markm- iði að bæta aðstöðu kvenna við fæð- ingar. En hvað gera svo hjálparmæður og hverjar erum við? Fyrst og fremst svömm við í síma, hlustum og gefum ráð. Það er mism- • ikið hringt í okkur, allt frá því að vera tvisvar eða oftar á dag, niður í einu sinni í mánuði og fer ef til vill mest eftir því hve mikið við emm heima og hversu ofarlega við erum á hjálparmæðralistanum. Einhveija kann að langa til að vita hveijar við almennt emm, hjálp- armæðurnar, og hvers vegna við eram að þessu. Ég ætla þá að leyfa mér að líkja okkur við Hjálparsveitir skáta, eða Flugbjörgunarsveitina. Þetta era hópar fólks sem hafa sam- eiginlegt áhugamál, að hjálpa fólki sem er í nauðum statt í óbyggðum eða á hafí úti. Það er ekki vafi á þvi að starfssvið þeirra skarast stundum við t.d. starfssvið Landhelgisgæsl- unnar, eða jafnvel heilbrigðisstarfs- fólks. Engum dettur samt í hug að halda því fram að starf þeirra sé óþarft eða skaðlegt. Þarna er einfald- lega um að ræða vel þjálfað og jafn- vel menntað áhugafólk sem grípur inn í þegar þjónustu hins opinbera gætir ekki lengur. Þetta fólk brúar einfaldlega bilið og það gerum við líka, því það er ljóst að með þeim niðurskurði sem á sér stað í heilbrigð- iskerfínu verður minni og minni tími afgangs til að sinna konum sem búið er að útskrifa af fæðingardeild- um. Stundum reynist nauðsynlegt að hitta konurnar. Þetta á sérstaklega við í þeim tilfellum þegar um sár eða eymsli er að ræða og athuga þarf hvort barnið liggi ekki rétt við bijóst- ið, eða jafnvel hvort það einhverra hluta vegna sjúgi ekki rétt. Og hvers konar ráð gefum við? Við reynum fyrst og fremst að fá konuna til að treysta á sjálfa sig og hlusta á það sem hennar eigin líkami og sál segja henni að gera. Ótrúlega oft dugar að leyfa konunni að tala óheft um það sem henni liggur á hjarta, spyija hana ef til vill nokk- urra spurninga og hún veit sjálf hvað er til ráða. En það dugar auðvitað ekki alltaf. Þess vegna höfum við kosið að mennta okkur í gegnum bréfaskóla hjá þeim erlendu félögum sem nefnd em hér að ofan og nota okkur ára- langa reynslu þeirra í bijóstagjafar- ráðgjöf og þær bókmenntir sem þau hafa gefið út um efnið. Eins og er em tvær úr hópnum í bréfaskóla hjá LLL. Við hittumst þar að auki allar einu sinni í mánuði, útbýtum fræðsluefni og miðlum reynslu okkar. Á því lær- um við mikið og við emm líka alltaf að lesa, við emm áskrifendur að ýmsum fréttabréfum, fræðsluritum og tímaritum um bijóstagjöf og reyn- um að fylgjast með öllum rannsókn- um sem gerðar em í sambandi við bijóstagjöf. Oftast er leitað til okkar vegna þess að bömin em óvær, þyngjast „ekki nógu mikið", sem er afstætt því allar viðmiðanir era byggðar á pelabörnum og því vart marktækar, eða vegna vandamála hjá móðurinni sjálfri, t.d. sára á vörtum eða stífl- aðra mjólkurganga. Reyndar langar mig að nefna í þessu sambandi að vaxtarkúrvur era ætlaðar til eftirlits með heilsufari bama, en ekki sem Guðrún Jónasdóttir nauðsynleg viðmiðun sem beri að iáta böm þyngjast nákvæmlega eftir. Sértæk vandamál — Tonic bite reflex Stundum koma þó upp vandamál sem langsóttara getur verið að eiga við og ætla ég að nefna hér dæmi um það: Móðir hringir og kvartar undan sársauka meðan á gjöf stend- ur og yfirleitt á milli gjafa. Hún seg- ir að bijóstvörtur hennar séu hvítar þó nokkra stund eftir gjöf. Þegar sogtækni bamsins er skoð- | uð kemur í ljós að um leið og vartan snertir munn barnsins klemmir það saman gómunum og heldur þeim saman. Þetta hefur staðið yfír frá fæðingu. Þetta barn hefur aldrei fengið pela og því ekki um sogvillu að ræða vegna pelagjafar því þó hún geti lýst sér á svipaðan hátt er sá. munur á að bam með sogvillu hegg- ur saman gómunum í sífellu, eins og það sé að drekka úr pela. En í Breastfeeding Answer Book er þessa vandamáls getið og kallað Tonic bite reflex. Þar segir: „Ein- staka sinnum fæðist bam með mjög sterkan og stöðugan bit-reflex, sem lýsir sér þannig að barnið klemmir saman gómunum hvenær sem eitt- | hvað snertir munninn innanverðan. Bijóstvarta móðurinnar getur orðið hvít undir lok gjafarinnar. Hugsanleg lausn á vandanum er að stijúka and- lit barnsins með þvottastykki vættu með köldu vatni og heitu til skiptis < nokkmm sinnum fyrir gjöf. Síðan ætti móðirin að nota þumalfíngur eða vísifíngur til að halda stöðugum þrýstingi á neðri kjálka barnsins, Hvítkál og sprotakál Aðal vandamálið við grænmetisræktun mína hefur verið arfinn, enda er þetta lífræn ræktun. En er ekki bara gaman að reita hann? En nú brá svo við að annar vandi er kominn upp, en hann var erfitt að sjá fyrir. Að morgni 23. júlí sl. þegar ég kom að garðinum til að reita arfa, snarstansaði ég. „Hvað var þetta?" Ég starði undrandi á garð- inn. Kartöflugrasið var orðið svart. „Hvað hafði komið fyrir?“ Þótt kuldaboli hafí verið að kvelja grænmetið öðm hveiju í sumar, hélt ég ekki að hann væri svona miskunnarlaus. Kartöflugrasið hafði fallið um nóttina og blað- salatið var orðið gult og rammt. Það leyndi sér ekki að það hafði frosið í garðinum. Og frostið hlaut að hafa orðið talsvert, eins mikið og sá á kartöflugrasinu. Ég lagði frá mér arfafötuna, en ekki má gefast upp, græn blöð leyndust á kartöflugrasinu og arfínn mátti ekki taka yfirhöndina. Ekki sá á kálplöntunum, sprotakálið virtist bara hafa haft gott af þessu og hefur haldið áfram að vaxa eins og ekkert hafi í skorist. Og hvítkálið vafði blöðin þéttar saman og brosti með sprotakálinu. Nú er um að gera að borða sem mest af því áður en kuldaboli stígur annað skref í garðinum. Sprotakáls-kjúklingagratín 1 kg sprotakál (broccoli) 1 lítri milt saltvatn afgangur af steiktum kjúklingi, 300-500 g uppbakaður mjólkuijafningur úr 2 msk af smjöri, 2 msk af hveiti, 1 dl af ijóma og 3 dl af kjúklinga- soði eða tening og vatni. 1 tsk estragon salt eftir smekk nýmalaður pipar 1 dl rifinn mjólkur- ostur, sú Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON tegund sem ykkur hentar 1 dl brauðrasp 1. Sjóðið sprotakálið í saltvatn- inu í 7 mínútur, hellið þá vatninu af og skerið kálið örlítið í sundur þó ekki mjög smátt. 2. Skerið kjúklingabitana smátt. Setjið sprotakál og kjúkl- inga á botninn á smurðu eldföstu móti. 3. Búið til jafninginn, setjið estragon, salt og pipar út í. Hell- ið yfir það sem er í mótinu. 4. Rífið ostinn og stráið yfir. Stráið raspi yfir. 5. Hitið bakaraofninn í 190°C, blástursofn í 170°, setjið í miðjan ofninn og bakið í 25-30 mínútur. íslenskt hvítkál er mun mýkra og lausara í sér en hið innflutta. í þennan rétt verður helst að nota nýtt íslenskt kál. Smjörsoðið hvítkál 1 meðalstór hvítkálshaus 1 tsk salt 1 lítri vatn 50 g smjör eða meira mikið af nýmöluðum pipar V< tsk múskat 1. Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. 2. Takið ystu blöðin af kálinu og skerið frekar smátt. Setjið í vatnið og sjóðið í 3 mínútur. Sax- ið þá það sem eftir er af kálinu, setjið ofan á hitt og sjóðið í aðrar þijár mínútur. Hellið kálinu á sigti og látið vatnið renna vel af því. 3. Setjið smjör í pottinn, hafið hægan hita. Setjið pipar og mú- skat út í. Gætið þess að þetta brúnist ekki. Setjið kálið út í og hreyfið til þannig að smjörblandan þeki það allt. 4. Berið strax á borð. Þetta er gott eitt sér með ristuðu brauði, en ýmis konar kjötmeti má hafa með, einkum saltað eða reykt kjöt. ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.