Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 31 þ.e. á hökuna, á meðan gjöfin stend- ur yfír til að vinna á móti spennunni í kjálkum bamsins. Þetta getur hjálp- að henni til að gera gjöfina sársauka- lausa. Ef þetta dugar ekki getur verið nauðsynlegt fyrir móðurina að mjólka sig og gefa baminu með öðr- um hætti þangað til þessi reflex hverfur. Villandi ráðgjöf En ég ætla að ljúka þessari grein með því að segja frá því að það versta sem hjálparmóðir lendir í er þegar konur hringja til hennar í öngum sínum eftir að hafa fengið margar misvísandi upplýsingar og vita ekki lengur í hvom fótinn þær eiga að stíga: Eða eins og ein móðir sagði við mig: Ég hringi bara í þig vegna þess að ég veit ekki lengur hveiju ég á að trúa. Barnið var viktað í síðustu viku. Mér var sagt að hún þyngdist of lítið, en að ég skyldi ekki hafa neinar áhyggjur, bara leggja hana oft á, en þó ekki of oft svo að ég yrði ekki aum. Ég vissi ekki hvað of oft var svo ég fór að verða hrædd um að ég legði hana ekki nógu oft á og að hún þrifist ekki hjá mér. Ég hringdi því þangað sem barnið fæddist og bar mig upp við konuna sem svaraði. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna mér hefði ekki verið ráðlagt að gefa þurrmjólk, þar sem bamið fengi greinilega ekki nóg hjá mér. Þama var vesalings konan komin með misvísandi upplýsingar sem ein- göngu bmtu niður sjálfstraust henn- ar og vom henni þvi ekki til neins gagns. Þetta tilfelli er aðeins eitt af mörg- um svipuðum og ég tek það sem dæmi vegna þess að mér finnst mál til komið að tekið verði saman hönd- um um að samræma þá fræðslu sem gefín er um brjóstagjöf þeirri vitn- eskju sem til er um hana í dag og hætt verði að gefa konunum villandi upplýsingar. Heimildir: Breastfeeding Answer Book, La Leche League Internatíonal, 1991. Womanly Art of Breastfeeding, La Leche Lcague International, 1991. Höfundur er fjögurra barna móðir og hjálparmóðir Barnamáis og brjóstagjafarráðgjafi (ammerádgiver) bjá Forældre og Fodsel í Danmörku. ATVINMUAUGÍ tSINGAR Prófarkalesari Otgáfufyrirtæki óskar eftir prófarkalesara í tímabundið verkefni. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „P - 14058“ fyrir 19. ágúst. Enskukennarar Kennarar Við óskum eftir að ráða til starfa tvo stunda- kennara, þ.e. smíðakennara og íþrótta- kennara. Þeir, sem áhuga hafa á umræddum störfum, eru beðnir að hrmgja í síma 62-97-95. Miöskólinn, Fríkirkjuvegi 1. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Mötuneyti Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir aðila til að reka mötuneyti fyrir nemendur skólans. Upplýsingar gefa skólameistari og aðstoðar- skólameistari í síma 658800. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vill ráða enskukennara í fullt starf nú þegar. Upplýsingar hjá skólameistara í símum 98-11079 og 98-12190. Afgreiðslustarf Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa í skóbúð. Heilsdags- og hálfsdagsstarf. Reglusemi og reynsla í afgreiðslustörfum áskilin. Umsóknirsendist Mbl. merktar: „A- 10415“ fyrir' 17. ágúst. □ Kennarar Myndmenntakennara vantar í 1/2 til 2/3 stöðu við Hjallaskóla í Kópavogi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 42033 eða á kvöldin í síma 34101. Skólafulltrúi. Skólameistari. Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar stöður bað- varða við baðaðstöðu karla í íþróttahúsinu við Strandgötu. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði eigi síðar en 22. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði í síma 53444. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. RADA UGL YSINGAR Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Upphaf skólastarfs á haustönn 1992 Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda daga og hefjast öll kl. 18: í ensku þriðjudaginn 18. ágúst. í norsku og sænsku miðvikudaginn 19. ágúst. í spænsku og ítölsku fimmtud. 20. ágúst. í stærðfr., frönsku og þýsku föstud. 21. ágúst. í dönsku mánudaginn 24. ágúst. Skráning í stöðupróf er á skrifstofu skólans í símum 685140 og 685155. Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlend- um málum eru aðeins ætluð nemendum sem hafa dvalist nokkra hríð í landi þar sem við- komandi mál er talað eða málið talað á heim- ili þeirra. Prófin eru ekki fyrir nemendur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunnskóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var. Próf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð og þeim sem hyggja á nám við skólann. Önnur stöðupróf eru einnig opin nemendum annarra fram- haldsskóla. Innritað verður í öldungadeild á haustönn 1992 á skrifstofu skólans 24., 25. og 26. ágúst kl. 16-19. Nýnemum er bent á að deildarstjórar verða til viðtals mánudaginn 24. ágúst. Námsráð- gjafar aðstoða við innritun alla dagana. Nýnemar í dagskóla eru boðaðir í skólann mánudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Þriðjudaginn 1. september: Skólasetning Atvinnuhúsnæði Til leigu ca 400 fm glæsileg efsta hæð í lyftu- húsi (skrifstofuhúsnæði) við Bíldshöfða. Vandaðar innréttingar. Langtímaleigusamn- ingur. Laus fljótlega. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Öllum svarað - 10313“. Ráy heildverslun, verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 19. ágúst til 11. september. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma I kvöld kl. 20.00. NÝ-UNG KFUK-KFUM v/Holtaveg Bænastund kl. 20.05. Samvera kl. 20.30. Halldóra Ásgeirsdóttir: ( mætti og mikilll dýrð. Allir eru velkomnir. Biblíulestur í kvöld kl 20.30. Ræðumaður Kristinn Birgisson. Væntanleg Digraneskirkja Kynningar á teikningum og áætlunum UTIVIST Hallvoigarstig 1 • sinii 614330 Kvöldganga kl. 20.00 Valaból. Gengið frá Kaldárseli upp Valahnjúka og í Valaból. Brottför frá BSl. Verð 500/600. Sjáumst. Útivist. kl.10. Stundatöflur dagskólanema verða afhentar kl. 10.30. Kennarafundur verður kl. 13. Kennsla hefst í öldungadeild skv. stundaskrá kl. 17.30. Kennsla í dagskóla hefst miðvikudaginn 2. september. Rektor. Kynning verður í safnaðarheimilinu, Bjarn- hólastíg 26, miðvikudaginn 12., fimmtudag- inn 13. og föstudaginn 14. ágúst kl. 18 til 21 og ennfremur laugardaginn 15. ágúst kl. 14 til 17. Fulltrúar hönnuða og sóknar- nefndar verða til viðtals á staðnum. Komið, kynnið ykkur áætlanirnar og leggið orð í belg. Sóknarnefnd. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Helgarferðir F. f. 14.-16. ágúst: 1) Bátsferð á Langasjó. Gist I Lambaskarðshólum og Land- mannalaugum. 2) a. Þórsmörk - gönguferðir um Mörkina. b. Þórsmörk - Fimmvörðuháls - Skógar - Gist i Skagfjörðs- skála. Brottför í ferðirnar er kl. 20 föstudag. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.f. Enn er hægt að komast í spenn- andi sumarleyfisferöir: 1) 14.-16. ágúst (3 dagar): Núpsstaðarskólar. Brottför kl. 9.00, gist í tjöldum. Gönguferðir i stórbrotnu landslagi. 2) 19.-23. ágúst (6 dagar) Hofsjökulshringur. Brottför kl. 09. Ekin Sprengisandsleið norð- ur, um Laugafell og Ásbjarnar- vötn. Á þriðja degi liggur leiðin um Vesturdal í Skagafirði og sfð- an um Blöndusvæðið til Hvera- valla. Að lokum liggur leiðin norður fyrir Kerlingarfjöll um Kisubotna og á síðasta degi verður ekið suður meö Þjórsá að vestan. Spennandi ferð um sannkallaðar óbyggðir. Leitið upplýsinga hjá okkur á skrifstof- unni. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudagur 12. ágúst - kvöldferð Kl. 20.00 Kvöldganga út ióviss- una. Verð kr. 500,- Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin (komið við í Mörkinni 6). Komið með i spennandi ferð. Ferðafélag íslands. Viltu ráða „au pair“? Tvítug, norsk stúlka óskar eftir að verða „au pair“ á islensku heimili m. allt að 3 börnum, ekki ungbörnum. Reynsla af heimilis- störfum. Line Karlsen, Hemmingsjord, 9300 Finnsnes, Noregi. Sími 90 47 89 64289.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.