Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 33 Stjómar kirkjan trúarlífi okkar með mannasetningum? eftir Jan Habets Hefur Jesús sjálfur skírt eða boð- ið að skíra lítil börn? Nei. Hefur Jesús sjálfur breytt laugardegi sem hvíldardegi fyrir sunnudag eða boð- ið að gera það? Nei. Hefur Jesús sjálfur afnumið „umskurn yfirhúð- ar, merki sáttmálans“ (1 M. 17, 11) eða boðið að gera það? Nei. Hefur Jesús afnumið lögmál Gamla testa- mentisins? Nei. Hefur Jesús sjálfur skrifað a.m.k. eina bók Nýja testa- mentisins eða þó boðið að skrifa eitthvað? Nei. Eru þá bamsskírn, sunnudagur sem hvíldardagur, af- nám umskurnar yfirhúðar og fjölda boðorða Gamla testamentisins og að lokum upptaka lista bóka Bibl- íunnar sem Orð Guðs ekki annað en „mannaboðorð eða mannsetn- ingar“, skv. greinum Mgbs., því að allt þetta var ekki boðið af Jesú? Eigum við þá með Aðventistum 7. dagsins, Baptistum, Vottum Jehóva og öðrum að brennimerkja allt þetta sem mannasetningar, jafnvel Bibl- íuna? Þessari spurningu verður svarað ef við vitum hvort Jesús hefur stofnað slíkt hirðisvald til að prédika og líka að stjórna trúarlífi okkar. Já, Jesús hefur stofnað slíkt kirkjuvald postulanna og sérstak- lega Péturs, sem hann lofaði sinni eigin aðstoð (Mt. 28, 20) og líka heilags Anda (Jh. 14, 16). Getum við sannað að það var kirkjan sem gaf okkur Biblíuna, þó við trúum henni sem Orði Guðs? Sjáum þá hvernig Biblían (Kanón) varð til. Lúkas segir (1, 1): „Margir skrif- uðu um Jesú.“ Við þekkjum t.d. guðspjöll: Ebíonita, Hebrea, Jakobs, Péturs, Maríu, Nazorea o.s.frv. og mörg önnur rit í sambandi við líf Jesú. Spurningin er mikilvæg: Voru öll þessi rit innblásin Orð Guðs? Markíon (85-160) var fyrstur sem gerði lista (Kanón) Biblíubókanna. En hann viðurkenndi aðeins guð- spjall Lúkasar og aðeins 10 bréf Páls postula, ekki bréf hans sem tala um kirkjustjórn: Tímóteusar og Títusar, eða bækur Gamla testa- mentisins. Kirkja Rómar útilokaði hann frá söfnuði. Adolf Harnack, kirkjusögusérfræðingur, kallar hann „fyrsta mótmælandann". í stuttu máli má segja að við fáum árið 382 á Kirkjuþing Rómar, í til- skipun Damasus páfa, lokalista Biblíunnar, sem ekki meira mátti breyta. Hvað þýðir þessi ályktun kaþólsku kirkjunnar? G. Ebeling ályktar í bókinni „Sögngildi kirkj- unnar“: „Ef maður játar Lista (Kan- ón) Biblíubókanna og líka þýðingu þess, þá er mótmælendatrú í fru- matriði kaþólska, því að þá játar hún óskeikulleika ályktunar ka- þólsku frumkirkjunnar.“ Ef við köll- um þessa ákvörðun kirkjunnar um Biblíuna Orð Guðs þó ekki mann- setningu, hvers vegna köllum við þá aðrar ályktanir kirkjuvalds mannasetningar t.d. breytingu hvíldardagsins laugardags í stað sunnudags o.s.frv.? Við erum búin að sjá að Jesús bauð ekki postulunum að skrifa Biblíuna, en stofnaði Hann þá sjálf- ur kirkjuvaldið? Vissulega, því að Hann stofnaði það sem við getum kallað uppdrátt stjórnar kirkjunnar. Þetta kirkjuvald er auðséð í orðum Jesú til lærisveina sinna: „Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim, sem sendi mig.“ (Lk. 10, 16). Þar að auki lofaði Jesús postulunum heilögum Anda: „Ég mun biðja föð- urinn og hann mun gefa yður ann- an hjálpara, að hann sé með yður að eilífu, anda sannleikans." (Jh. 14, 16). Var aðstoð Jesú og héilags Anda aðeins fyrir postula eða líka fyrir eftirmenn þeirra? Líka fyrir eftirmenn, eins og var sjálfsagt og Þorvaldur Garðar heið- ursfélagi Lífsvonar Þorvaldur Garðar Kristjánsson var útnefndur heiðursfélagi Lífs- vonar, samtaka til vemdar ófædd- um börnum, á aðalfundi samtak- anna nýver- ið. Fundurinn hófst á skýrslu for- manns um liðið starfsár, þar sem m.a. var minnst látins stjórnar- manns, Sigurgeirs Þorgrímssonar. Þá tilkynnti formaður útnefningu Þorvaldar Garðars sem heiðursfé- laga og lýsti með nokkrum orðum málflutningi hans á Alþingi og sagði að rökvíslega uppbyggðar ræður hans myndu áfram verða lífs- vemdarsinnum aflvaki og hug- myndabanki í baráttunni fyrir helgi lífsins. Þá flutti Þorvaldur Garðar ræðu, þar sem hann fjallaði al- mennt um lífsverndarmálstaðinn. Núverandi formaður Lífsvonar er Jón Valur Jensson, guðfræðingur og ættfræðingur, en með honum í stjóm eru Sveinbjörg Guðmunds- dóttir, þýðandi, Ólafur ólafsson, safnahúsvörður, Pétur Gunnlaugs- son, lögfræðingur, Sigutjón Þor- bergsson, prentari, Elínborg Lárus- ■ HUÓMSVEITIN Síðan skein sól verður á skemmtistaðnum Þot- unni í Keflavík föstudagskvöldið 14. ágúst nk. í beinni útsendingu á nýrri útvarpsstöð Suðumeskja- manna sem bera mun nafnið Bros- ið. Á laugardaginn yerður hljóm- sveitin svo í Njálsbúð. ■ HLJÓMSVEITIN Græni bíll- inn hans Garðars heldur dansleik í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal laugardagskvöldið 15. ág- úst. Ballið hefst kl. 23.00. Hljóm- sveitina skipa Þórarinn Hannes- son, sem syngur, Viðar Ástvalds- son, sem leikur á trommur, Matthí- dóttir, félagsráðgjafí, Helga Guð- rún Eiríksdóttir, ritstjóri og Sæ- mundur Sigurþórsson, bankagjald- keri. (Ur fréttatilkynningu) as Ágústsson, leikur á bassa, og Bjarni Þór, sem leikur á gítar og syngur. Sérstakur gestur kvöldsins er Þór Breiðfjörð, sem m.a. er forsöngvari söngkvartettsins Strandamanna. ■ HREPPSNEFND Suður- eyrarhrepps sendi ríkisstjórninni ályktun sína frá 30. júlí sl.. Þar segir, að hreppsnefndin skori á rík- isstjómina að úthluta aflaheimild- um Hagræðingarsjóðs til þeirra byggðarlaga, sem verst verða úti í þeirri kvótaskerðingu, sem ákveðin hafi verið í þorskveiðum. Jesús segir sjálfur: „Farið ... ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. “ (Mt. 28, 20). Og Heilag- ur Andi mun líka vera „hjá þeim að eilífu" (Jh. 14, 16). Það þýðir þá með eftirmönnum þeirra. Og hafði Símon Jóhannesson sérstak- legt starf á milli postulanna í stjórn kirkjunnar? Já.það er skýrt í Nýja testamentinu. Fyrst og fremst breytir Jesús nafni Símonar í Kef- as: Pétur, þ.e. klett (Jh. 1, 42): „Þú ert Símon Jóhannesson. Þú skalt heita Kefas.“ (Pétur, það þýðir klettur). Seinna segir Jesús: „Ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis og hvað sem þú bindur á jörðu mun bundið á himnum og hvað sem þú leysir á jörðu mun leyst á himnum" (Mt. 16, 18-19). Pétur sagði að hann væri reiðubúinn að deyja með Jesú. En Jesús þekkir veikleika mannsins og fyrirgefur honum. Hann veit að Pétur mun neita að þekkja hann. Þess vegna segir Jesús: „Símon, Símon ... ég hef beðið fyrir þér, að trú þín þrjóti ekki. Og styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við“ (Lk. 22, 32). En Pétur á ekki aðeins að vera klettur kirkjunnar til enda veraldar, heldur einnig hirð- ir þessarar kirkju. Þetta starf fær Pétur eftir upprisu Jesú. Hann spyr Pétur þrisvar: „Elskar þú mig meira en þessir; Elskar þú mig; Elskar þú mig?“ Og eftir svar Péturs segir Jesús: „Gæt þú lamba minna; Ver hirðir sauða minna; Gæt þú sauða minna" (Jh. 21, 15-17). Að lokum: Sjáum við þetta sér- staklega kirkjuvald Péturs þegar í frumkirkju? Já. Þegar trúarsundr- ung vofði yfir frumkirkju, því að í Antíokkíu var þræta um nauðsyn umskurðar, þá fór Páll postuli „eft- ir opinberun til Jerúsalem. Það mátti ekki henda að ég hlypi og hefði hlaupið til einskis“ (Gl. 2, 2). Hegðun Páls átti okkur að vera fyrirmynd. Nú áttu postularnir og öldungar að ákveða ef umskurður heiðingja væri nauðsynlegur. Hvað sagði Biblían? Árið 49 var ennþá engin bók Nýja testamentisins skrifuð. Og hvað sagði Gamla testa- mentið: „Allt karlkyn meðal yðar skal umskera" (1 M. 17, 11). Mátti kirkjuþing afnema mikilvægt boð- orð Gamla testamentisins? Kirkjan átti þar að taka afstöðu sem hafði mikla þýðingu fyrir framtíð kirkj- unnar. „Eftir mikla umræðu“ ákvað Jan Habets „Við erum búin að sjá að Jesús bauð ekki postulunum að skrifa Biblíuna, en stofnaði Hann þá sjálfur kirkju- valdið? Vissulega, því að Hann stofnaði það sem við getum kallað uppdrátt sljórnar kirkj- unnar.“ Pétur að leggja ekki ok Gamla testamentisins á heiðingja (P. 15, 10). Kirkjuþing samþykkti. Hvemig gétum við útskýrt að kirkjan mátti afnema mikilvægt boðorð Biblíunn- ar? Postularnir svara því í bréfínu, sem þeir sendu til Antíokkíu: „Það er ályktun Heilags Anda og vor“ (P. 15, 28). Vald kaþólsku kirkjunn- r> ar er því ekki aðeins mannlegt starf, heldur nýtur skv. loforði Jesú að- stoðar hans og Heilags Anda. Þess vegna gat kirkjan breytt boðorðum Gamla testamentisins um hvíldar- dag og gerð líkneskja, því að þessi boðorð voru ekki boðorð náttúrunn- ar eins og: Ekki stela, drepa, og heiðra foreldra, heldur breytileg boðorð eftir kringumstæðum. Nú er t.d. ekki meiri háttar skurðgoða- ' dýrkun líkneskja. Er kirkjuvald kaþólsku kirkjunnar þá í öllu óskeikult? Auðvitað ekki. En við trúum að aðstoð Jesú og Heilags Anda sé nógu sterk til að halda alltaf réttri trú og einingu allra, sem viðurkenna kirkjuvald hennar og - neita henni ekki í útskýringu Bibl- íunnar og velja í stað þess sundr- ungu í kirkjudeildum, þvert á móti vilja Jesú, sem vill „fullkomna ein- ingu“ (Jh. 17, 23). Höfundur er kaþólskur prestur í Stykkishólmi. „ Hittumst í grillinu! Libby’s tómatsósur, tvenns konar flöskur - tvenns konar bragð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.