Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 45 BERERHVERAÐBAKI... Guðsótti og góðir siðir Frá Konráð Friðfinnssyni: „GLEÐ þig, ungi maður, í æsku þinni, og lát liggja vel á þér unglings- ár þín, og breyt þú eins og hjartað leiðir þig og eins og augun gimast, en vit, að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm. Og hrind gremju burt frá hjarta þínu og lát eigi böl koma nærri líkama þínum, því að æska og morgunroði lífsins eru hverful." (Préd. 11, 9-10). „Og mundu eftir skapara þínum á unglingsámm þínum, áður en vondu dagamir koma og þau árin nálgast, er þau segir um: „Mér líkar þau ekki“ — áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnumar, og áður en skýin koma aftur eftir regn- ið.“ (Préd. 12, 1-2). Hér vitna ég að vísu í Gamla testa- mentið. _Tel ég að kristnum mönnum sé slíkt heimilt. Já, manninum farnaðist betur í lífí sínu gæfi hann þessum heilnæmu og fögru orðum Prédikarans gaum, og leitaði á náðir vors himneska Föðurs strax í bamæsku. Af þessu má líka sjá hve ábyrgð foreldra er gífurleg. Hlutverk þeirra er að sjá til þess að bamið fái nauðsynlega fræðslu um orð Guðs og taki dagleg- um framförum í kristilegu hugarfari og læri að trúa og treysta Drottni og gera Hans vilja, frekar en sinn eigin o.s.frv. Og hver sá einstakling- ur er snýr sér af öllu hjarta sínu til Drottins, og reynist hæfur, og heldur boðorð Hans frá unga aldri, að hann veit ekki hvílíka gæfu hann er að kalla yfír sig. Því Drottinn er sannur og Hann bíður eftir því að fá að hjálpa og líkna manninum. í Drottni er hvorki lygi né fals að finna. Og Guð mun sannarlega vemda þennan einstakling gegn öllu illu, allt hans líf, eins og áfengi og fíkniefnum og hverju öðru böli sem truflar manninn og þrælkar honum út. Sem og fjöl- mörg dæmi sanna. Siðbótarmaðurinn Marteinn Lúth- er kemst m.a. svo að orði í riti sínu — Um góðu verkin — varðandi þessa ábyrgð foreldranna. Hann segir: „Foreldrar geta á hinn bóginn ekki unnið til helvítis með auðveldara móti en á bömum sínum, á heimilum sínum, þegar þeir vanrækja þau og kenna þeim ekki það, sem áður er nefnt.“ Þ.e. Guðsótta og góða siði. Ennfremur talaði Kristur eftirfar- andi, þá er hann var á leið til kross- festingarinnar á Golgatahæð: „En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu. Jesús snéri sér að þeim og mælti: Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfír sjálfum yður og bömum yðar. Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar em óbyijur og þau móðurlíf er aldrei fæddu, og þau bijóst, sem engan nærðu.“ (Lúk. 23, 27-29). „Og hvers vegna (spyr Lúther) eiga þær að kveina svona, ef ekki vegna þess, að fyrirdæming þeirra stafar öll af þeirra eigin börnúm? Hefðu þær ekki átt þau, hefðu þau ef til vill orðið sáluhólpin. Sannarlega mættu þessi orð opna augu foreldr- anna, svo að þeir beini athygli sinni að sálum bama sinna með andlegum hætti...“ Lúther telur og að Guð muni krefja þá um böm þeirra, er hann fól þeim, við dauðann og á efsta degi. En hvemig sem litið er á þessa hluti, og þó að foreldramir standi sig hvergi í stykkinu, hvað fræðslu áhrærir, þá er að tama samt ekki nægjanleg afsökun fyrir manninn að hafna Kristi. Sökum þess að stað- reyndin er sú að hver og einn ber sjálfur ábyrgð á eigin lífi, þegar til kastanna kemur, en ekki aðrir. Gætu þeir hvort eð er hvorki þvingað við- komandi né barið hann til sannrar hlýðni við Jesú Krist, ellegar við nokkurt annað afl, stríði það gegn eigin vilja hans. Hugur mannsins er nefnilega frjáls. Tekur Drottinn vor enda ekki við þegnanum í slíku ásig- komulagi, samkvæmt orðanna hljóð- an. Engu að síður býr lengi að fyrstu gerð, og aldrei er að vita nema mað- urinn vitkist síðar á æviferlinum og muni eftir uppfræðslu foreldra sinna (hafi hún á annað borð einhver ver- ið) og snúi sér aftur til Drottins, sem honum var eignað í bamaskíminni, og frá hégómanum, þá er hann finn- ur enga fró í þeim hlutum er heimur- inn býður honum, þótt glæsilegir séu kannski. Fyrir þær sakir getur enginn sagt með sanni: „Þar eð ég hef enga fræðslu fengið um boðskap Krists, hvemig get ég þá trúað orðum hans?“ Við þann er slíkt mælir vil ég segja: Messur em fluttar í flestum þjóðkirkjum landsins hvem sunnu- dag, þeim er og útvarpað á rás 1. Á þessum vettvangi flytja prestar landsins Guðs Orð. Farðu því í kirkju eða hlýddu á ljósvakann og fraeðstu þar. Einnig sinna grunnskólamir þessari skyldu sinni, trúi ég. Líka em Biblíur og Nýja testamenti til orðið á flestum heimilum lands- manna. Lestu og nemdu þannig. Hagi hins vegar svo til hjá þér að þú eigir ekki nefndan bókakost er einkar auðvelt að bæta úr því. Þær fást, sem sé, hjá Hinu íslenska Biblíu- félagi í Hallgrímskirkju og víðar. Nú sérðu, maður, hver sem þú ert, að þú hefur alls enga afsökun fyrir breytni þinni. Og hún kemur heldur ekki til með að standast frammi fyrir Drottni vomm á dóms- degi. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON Þórhólsgötu la, Neskaupstað. LEIÐRÉTTING Föðurnafn mis- ritaðist I frétt Morgunblaðsins sl. laugar- dag um skráningu sögu Fáskrúðs- fjarðar misritaðist föðumafn skrá- setjarans, Kristmanns Larssonar. Hann var sagður Hallsson í frétt- inni. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Tónlistargagn- rýni Síðasta línan í tónlistargagnrýni Ragnars Björnssonar í blaðinu í gær féll því miður niður. Síðasta máls- greinin átti að vera: „Sigríður hefur mjög fallega framkomu á sviði og margt það til að bera sem ástæða er til að vænta góðs af í framíð.“ Vondir vegir á ferða- mannastöðum Frá Ingimundi Sæmundssyni: „ALLT er það eins, liðið hans Sveins," segir gamall málsháttur. Ég fór til Þingvalla, Laugarvatns, Gullfoss og Geysis í sumar með konunni minni og með tvo aðra í aftursætinu. Ég fór Lyngdals- heiðina til Laugarvatns og þótti mér hún holótt og leiðinleg. Sömu sögu er að segja af veginum að Gullfossi á ýmsum pörtum. Það er ekki gott að þessi vegur sé ekki betri því flestir útlendingar sem hingað koma vilja sjá Gull- foss og Geysi og þeir fara þessar leiðir. Við fengum okkur hressingu á hótelinu á Geysi. Það er fallegur staður o g veitingarnar mjög góð- ar. Þegar við komum að Gullfossi fórum við að svipast um eftir snyrtihúsinu sem búið var að reisa. Það sást hvergi en við sáum heljar langan og brattan stiga upp á hæðina, mér láðist að telja þrep- in. Ég skil ekkert í því að þetta snyrtihús skyldi ekki vera byggt á planinu því þar er nóg pláss. Nú er það mest fullorðið fólk sem kemur utanlands frá og á bágt með að ganga upp bratta stiga og orðið þreytt að sitja í bflnum. Svona er allt þetta lið sem á að stjórna og vill stjórna. Að byggja þetta ekki við planið heldur að gera mikil jarðspjöll uppi á hæð- inni. INGIMUNDUR SÆMUNDSSON Sörlaskjóli 56, Reykjavík Njóttu lífsins... með því að auka frítíma frá náminu í vetur. Bættu námsárangur þinn með minni fyrirhöfn. Á hraðlestrarnámskeiði margfaldar þú lestrarhraðann og bætir eftirtekt við allan lestur. Fyrir þá, sem vilja auðvelda námið, gefst nú gott tækifæri með því að koma vel undirbúin(n) í skólann. Athugið: Nemendur fjórfalda að jafnaði lestrarhraða sinn á nám- skeiðunum. Þeir, sem ekki tvöfalda lestrarhraða sinn, fá endur- greittl Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 13. ágúst nk. Skráning f síma 641091. H RAÐLESTRARSKOLIN N Sm 1978 - 1992 (3D Tölyusumarskólinn PC eða Macintosh námskeið fyrir 10- 16ára Tölvusumarskólinn er einstakt tækifæri fyrir böm og unglinga að fá þjálfun í öllum gmnnatriðum tölvunotkunar sem nýtist þeim í námi og starfi og gefur þeim góðan grunn sem þau geta síðar byggt á. Námsgreinar: Ritvinnsla, vélritun, tölvuteiknun, myndgerð, tölvuffæði, gagnagrunns-, töflureiknisnotkun, lölvugeisladiskar og alfræðisöfn. 2ja eða 3ja vikna námskeið hefjast 17. og 24. ágúst. Kennt frá 9-12 eða 13-16 fimm daga vikunnar. Mjög hagstœtt veró Tölvu- og verkfræðiþjónustan J Verkfreeðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegí 16 • stofnuð 1. mars 1986 (V) GIVENCHY Trine Rode Kristiansen kynnir og rádleggur GIVENCHY snyrtivörur í eftirtöldum verslunum-. Miðvikud. 12. ágúst kl. 11-16 Clara, Austurstræti 7. Fimmtud. 13. ágúst kl. 14-18 Clara, Kringlunni. Föstud. 14. ágúst kl. 14-18 Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi. Lekur bílskúrsþakið? Svalirnar? - útveggirnir? AQUAFIN-2K er níðsterkt, sveigjanlegt sementsefni, sem þolir að togna og bogna. Þetta er efni sem andar, en er jafnframt örugg vatnsþétting á steypta fleti. Efninu er kústað á í tveim umferðum. AQUAFIN-2K var kynnt hérlendis 1991, en það á margra ára sigurgöngu að baki eriendis. 5 ára ábyrgð. Framleiðandinn, Schomburg Chemiebaustoffe GmbH, sem er eista fyrirtækið ( Þýskalandi á sviði bæti- og þéttiefna fyrir steinsteypu, fullyrðir að AQUAFIN-2K endist langt umfram venjulega steinsteypu. Og þessu til áréttingar, veitirverksmiðjan 5 ára áþyrgð á efninu. Fagieg aðstoð vlð ásetningu. Gerum blndandi tilboð. Oft gagnast AQU AFIN-2K (stað vatnsklæðningar og kostnaður þá aðeins brot af kostnaði klæðningar. Auðvelt - ódýrt - öruggt. Kynningarverð aðeins kr. 990.-/m2, miðað við tvær umferðir. Bjóðum einnig mjög vandaða vatnsvöm úr asfaltefnum. fremur veðrunarvðm á asbestveggi og þök. Enn- PETURSSON" Skeifunni 5 Sími 67 37 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.