Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVADfloALMENNAR ©DEXION SINDRI - sterkur í verki MORGUNBLAÐIÐ, SÍMl 691100, SlMBl 1ALSTRÆT1 6, 101 REYKJAVÍK 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 12. AGUST 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Dræm loðnuveiði er nú á miðunum eftir mokveiði fyrr á vertíðinni Loðnuskip flykkjast á miðin Á sama tíma og dræm veiði er á loðnumiðunum eftir mok- afla fyrr á vertíðinni flykkjast íslensku loðnuskipin á miðin. Að sögn Sveinbjarnar Jónssonar, vélstjóra á Þórshamri GK, voru 7 íslensk og 3 færeysk loðnuskip á miðunum aðfaranótt þriðju- dags. Sem dæmi um þróunin í veiðun- um sagði Sveinbjöm að farnir hefðu verið 5 túrar 18 fyrstu vertíð- ardagana, en síðasta veiðiferðin hefði tekið 6 daga. Hann sagði að leitað hefði verið á stóru svæði og fullfermi hefði náðst í smá skömmt- um hist og her á miðunum. Sveinbjöm sagði að loðnuaflan- um, tæpum 6001, hafi verið landað í Þórshöfn snemma á þriðjudags- 'morguninn. Loðnan væri stór og góð, og lítil áta í henni. Skipveijar á Þórshamri eru í 4 daga fríi og halda að því loknu aftur á miðin. Morgunblaðið/Sveinbjöm Jónsson Fullfermi í einu kasti Myndin er tekin fyrr á vertíðinni um borð í Þórshamri GK, þegar skipið fékk fullfermi í einu kasti. Þorsk- blokkin hækkar VERÐ á þorskblokk í Bandaríkj- um hefur hækkað úr 2,10 Banda- ríkjadölum pundið í 2,25 dali, eða um 7,1%, vegna skerðingar þorsk- veiðiheimilda við Kanada og ís- land. Að sögn Magnúsar Friðgeirssonar forstjóra Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis íslenzkra sjávaraf- urða í Bandaríkjunum, er eftispurn eftir þorskblokkinni minnkandi en framboð hefur minnkað enn meira. Sjá Úr verinu, bls. B 1. ♦ ♦ ♦ Avöxtunarkrafa húsbréfa hefur hækkað úr 7,15% í 7,80% á tveimur mánuðum Eftirspum í lágmarki af völdum sumarleyfa Húsbréfakaup lífeyrissjóða, sem eru stærstu kaupendurnir, lítil yfir sumarið ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hefur hækkað að undanförnu og er í dag 7,80%, en var 7,15% í júní. Forsvarsmenn verðbréfafyr- irtækja telja að orsökina megi rekja til sumarleyfa. Á meðan fólk er í sumarfríi er eftispum nánast ekki nein eftir húsbréfum og sérstaklega hefur það áhrif að starfsemi stærstu kaupenda húsbréfa, lífeyrissjóðanna, er í lágmarki yfir sumarleyfistímann. Að sögn Gunnars Helga Hálfdán- arsonar, forstjóra Landsbréfa, sem eru viðskiptavaki húsbréfa, hækkaði ávöxtunarkrafan upp úr 20. júní og hélzt síðan stöðug í um 7,30% fram -í síðustu viku júlí. Síðan hefur hún hækkað ört. Ástæðu þessa segir Gunnar Helgi vera nánast enga eftir- spurn eftir húsbréfunum. „Það hæg- ir á fjárstreymi yfir sumartímann og það skýrist af sumarleyfum fólks. Auk þess er efnahagsástandið hjá almenningi þannig núna að þótt framboð á bréfum hafi farið minnk- andi hefur nánast tekið fyrir eftir- spurnina frá almenningi," sagði Gunnar Helgi. Hann sagði að áhrif sumarieyf- anna væru meðal annars þau að það Jiægði á fjárstreymi frá fyrirtækjum iinn í lífeyrissjóðina, sem eru um- svifamestu kaupendur húsbréfa. „Svo koma líka til sumarleyfi lífeyr- issjóðanna sjálfra. Það virðist vera mjög erfitt að fá fram ákvarðanir þeirra um kaup núna yfir hásumar- leyfístímann,“ sagði Gunnar Helgi. „Eg á von á að þessar hækkanir, sem nú ríða yfir, muni ganga að ainhveiju leyti til baka aftur þegar starfsemi lífeyrissjóðanna verður komin aftur í samt lag eftir sumar- leyfin." Sigurður B. Stefánsson, forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar íslands- banka, tók í sama streng og Gunnar Helgi, að minnkandi eftirspurn væri orsök vaxtahækkunarinnar. „í júní sáum við fyrir okkur að vextimir færu frekar lækkandi en hitt, við eygðum engin heilbrigð merki ann- ars,“ sagði Sigurður. Hann sagði að menn gætu ekki rakið minnkandi eftirspurn til annars en sumarleyf- anna. „Seljendur húsbréfa, sem eru margir og smáir, eru að tína bréf inn á markaðinn og sumartíminn breytir engu um það streymi, nema hvað framboð á húsbréfum vegna nýbygginga er ekki síður mikið núna. Kaupendur húsbréfanna, sem eru í langstærstum mæli lífeyrissjóð- ir, hafa hins vegar að einhveiju leyti minna umleikis í þeirri starfsemi yfír sumarleyfisvikurnar og þá dreg- ur úr kaupum þeirra," sagði Sigurð- ur. Sirkus- mennstálu úr búðum LÖGREGLAN á Húsavík handtók síðdegis í gær tvo erlenda menn vegna þjófnaðar úr verslunum í bænum. Þegar mennirnr voru handteknir höfðu þeir á sér þýfi, svo sem fatnað og hljómflutnings- tæki, að verðmæti 40-50 þúsund krónur. Mennirnir tilheyra hópi sirkus- fólks sem er á ferð um landið og að sögn lögreglunnar á Húsavík höfðu henni fyrirfram borist vís- bendingar frá fyrri viðkomustöðum um að vera á varðbergi gagnvart búðahnupli þar sem hópurinn væri á ferð. Lögreglumenn í bænum voru því sérstaklega á varðbergi gagnvart þessu og voru mennirnir handteknir eftir að þeir komu úr einni af „skoð- unarferðum“ sínum í verslanir bæj- arins og fannst þá þýfið á þeim. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að tvímenningarnir hafi verið einir að verki. Yfírheyrslur yfir mönnunum, sem taldir eru pólskir, voru að hefjast á Húsavík í gærkvöldi og rannsókn málsins var að öllu leyti á frumstigi. Tillögur Byggðastofnunar ríkisins til umfjöllunar í ríkissljórninni Styrkir ekld bundnir við kaup á kvóta Hagræðingarsjóðs Sjávarútvegsráðherra segir að enn vanti tillögur um fjármögnun aðgerðanna FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að tillögur Byggðastofn- unar um að jafna áfall vegna þorskskerðingar, sem voru til umfjöllun- ar á ríkisstjórnarfundi í gær, séu ekki bundnar skilyrðum um kaup á kvóta Hagræðingarsjóðs. Aðgerðirnar geti hjálpað einstökum fyrir- tækjum til að neyta forkaupsréttar síns hjá sjóðnum en þau geti jafn- framt keypt kvóta á almennum markaði. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra segist vera ánægður með að samstaða sé orðin um að koma fram með jöfnunaraðgerðir vegna niðurskurðar á þorskveiði- heimildum en engar tillögur hafi verið settar fram á fundinum um hvemig eigi að standa að fjármögnun aðgerðanna. Byggðastofnun miðar við að sjáv- arútvegsfyrirtækjum verði gert kleift að kaupa um 12 þúsund þorskígildi, sem eru álíka miklar aflaheimildir og Hagræðingarsjóður hefur yfir að ráða, en jafnframt beini Byggðastofnun lánveitingum fyrst og fremst til fyrirtækja sem sameinast. Ekki eru gerðar tillögur um fjármögnun aðgerðanna, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa starfsmenn Byggðastofnunar sett fram hugmyndir um að Fisk- veiðasjóður leggi fram 150 millj. kr. styrk til útgerðarfyrirtækja, At- vinnutryggingasjóður 150 millj. kr. og ríkissjóður 150 millj. kr. Friðrik Sophusson sagði að sér litist vel á ef einstakir sjóðir geti lagt þeim fyrirtækjum lið sem verst færu út úr þorskskerðingunni. Hann vildi hins vegar ekkert segja um hvort ríkissjóður tæki beinan þátt í styrktaraðgerðum. Þorsteinn Páls- son sagðist ekki hafa séð neina út- færslu á tillögum um fjármögnun og sagði að hvað Fiskveiðasjóð snerti byggðust slíkar aðgerðir alfarið á afstöðu stjórnar sjóðsins. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ sem á sæti í stjórn Fiskveiða- sjóðs, sagðist ejga erfitt með að sjá hvernig fjármögnun aðgerðanna ætti að fara fram. Að því marki sem sjóðurinn gæti hjálpað ætti hann að greiða fyrir lengingu lána, og bæta þannig greiðslustöðu fyrirtækja. Matthías Bjarnason, stjórnarfor- maður Byggðastofnunar, sagðist ekki hafa séð tillögur Byggðastofn- unar og sagði að sér þætti meðferð málsins öll afskaplega undarleg. Hann telur líklegt að lagabreytingu þurfi til svo Atvinnutryggingasjóður geti tekið þátt í fjármögnun tillagn- anna. Sér lítist ekki illa á ef ríkissjóð- ur ætli að leggja Atvinnutrygginga- sjóði til peninga til að taka þátt í þessari fjármögnun en sjóðurinn sé í raun gjaldþrota. Þá hafnaði Kristján Ragnarsson þeirri hugmynd Byggðastofnunar að frystitcgarar yrðu látnir bera skerð- inguna á þorskígildum sjálfír og Þorteinn Pálsson sagði að ef þetta yrði niðurstaðan væru menn ekki lengur að tala um almenna aðgerð heldur sértæka. Sjá greinargerð Byggðastofn- unar og viðtöl á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.