Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Þórður Ásgeirsson Þórður As- geirsson fyrsti fiski- Nýir aðilar í varn- arliðsflutningana Keflavík. K. MARINE V frá Houston í Texas, skip hollensk-bandaríska skipa- félagsins Van Ommeren sem fékk 35% hlutdeild í varnarliðsflutn- ingum milli Bandaríkjanna og íslands, kom til Njarðvíkur í sinni fyrstu ferð í gærkvöldi. Hér verður skipinu gefið nafnið „Strong Icelander" og mun það sigla undir því nafni framvegis. Strong Icelander er tæplega 500 lestir og smíðað í febrúar á þessu ári. Það getur flutt 40 stóra gáma og að sögn Guðmundar Kjærnested, starfsmanns skipafélagsins, er gert ráð fyrir að skipið komi til íslands á þriggja vikna fresti. Skipstóri á Strong Icelander er Henry Ford og sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að siglingin til íslands hefði tekið 8 '/2 sólar- hring og hefðu þeir verið ákaflega heppnir með veður. Hann sagði að þetta væri sín fyrsta ferð á svo norðlægar slóðir og hefðu þeir séð borgarísjaka í fyrsta sinn á leið- inni. Ford sagði að þetta verkefni legðist vel í sig, skipið væri hannað til siglinga á norðlægum slóðum og hann og áhöfn sín myndu taka eitt skref í einu. Strong Icelander er sérstaklega byggt fyrir gámaflutninga og var það í siglingum í Mexíkóflóa áður en það kom hingað. í áhöfn eru sjö menn og mun það sigla til og frá Norfolk. Að sögn Jóns Norð- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal K. Marine V sem nú hefur fengið nafnið Strong Icelander kemur til hafnar í Njarðvík í gærkvöldi, en skipið mun annast varnarliðs- flutninga milli Bandaríkjanna og Islands að hluta til. fjörðs, framkvæmdastóra Skipaaf- væri mikið og því gengi vinnan vel greiðslu Suðumesja gekk vel að fyrir sig. losa skipið. Hann sagði að svigrúm -BB stofustjóri ÞÓRÐUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Baulu hf., var í gær ráðinn fyrsti fiskistofustjórinn en Guðmundur Karlsson, fyrrverandi alþingismaður og framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar hf. í Vest- mannaeyjum, sótti einnig um stöð- una. Þórður stofnaði Baulu hf. árið 1987 en hann var skrifstofu- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins á árunum 1970 til 1981 og forstjóri Olíuverslunar íslands hf. árið 1981 til 1986. „Mér líst vel á nýja starf- ið. Það er náttúrlega ómótað og mér finnst skemmtilegt að byggja eitthvað upp frá grunni,“ segir Þórður Ásgeirsson í samtali við Morgunblaðið. Lög um Fiskistofu íslands voru samþykkt á Alþingi í vor og stofan á að taka til starfa 1. september nk. Til að byrja með verður hún til húsa á 1. og 2. hæð Fiskifélagshússins í Ingólfsstræti 1 og leigir húsnæðið af Fiskifélagi íslands. Fiskistofa verðureinnig í hluta 1. hæðar Sjávar- útvegshússins við Skúlagötu og búið er að brjóta gat á samliggjandi út- veggi húsanna til að innangengt verði milli þeirra. í Sjávarútvegshús- inu eru sjávarútvegsráðuneytið, Haf- rannsóknastofnun og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. Fiskistofa mun hafa á hendi veiði- eftirlit um borð í fiskiskipum og er ætlað að annast útgáfu leyfa til veiða í atvinnuskyni við upphaf hvers fisk- veiðiárs og gefa út árlegt aflamark einstakra skipa. Stofan annast einnig innheimtu þeirra gjalda, sem tengj- • ast útgáfu veiðileyfa, og flutning á aflamarki og aflahlutdeild milli skipa. Þá annast Fiskistofa alla söfnun og skráningu upplýsinga um landað- an afla, svo og eftirlit með fram- kvæmd vigtunar sjávarafla í sam- vinnu við hafnarstjórnir, en stofunni er heimilt að fela Fiskifélagi íslands verkefni á sviði úrvinnslu upplýsinga og útgáfu hagskýrslna um sjávarút- vegsmál. Frá næstu áramótum er gert ráð fyrir að Fiskistofu verði falið eftirlit með meðferð og fram- leiðslu sjávarafurða verði frumvarp um það að lögum. 5000 4000- 1000- E3 Spáfré 1981 □ Spáfré 1986 ■ Spáfrá 1992 2015 Samanburður á raforkuspám og raunnotkun, almenn notkun. myndinni má sjá skekkjuna í spánni frá 1981. Samanburður á raforkuspám, almenn notkun að töpum meðtöldum. Á myndinni má sjá hvernig verið að lækka. flutnings- og dreifi- spárnar hafa alltaf Ný spá frá Orkuspárnefnd sem nær til ársins 2020: Ekki full þörf fyrir Blöndu- virkjun fyrr en eftir 20 ár ORKUSPÁRNEFND hefur nú gefið út sína þriðju húshitunarspá og fimmtu raforkuspá og ná þær frá árinu 1992 til ársins 2020. Spárnar hafa alltaf áður verið hærri en það sem raunverulega varð en hafa nú verið endurskoðaðar frá grunni og eru því nokkuð breyttar frá síðustu spám nefndarinnar. Spárnar eru grundvallaðar á áætlunum um mannfjölda á landinu frá Hagstofunni og áætlunum um þróun at- vinnulífsins frá Þjóðhagsstofnun. I fyrstu spánum, sem komu frá orkuspárnefnd, var um töluverðar ofáætlanir að ræða. Skýrasta dæm- ið um það er raforkuspá frá 1981, þar sem ofmat eftirspurnar eftir orku, er nærri framleiðslugetu Blönduvirkjunar, enda var spáin höfð til viðmiðunar þegar ákvörðun um virkjunaframkvæmdimar voru teknar. Miðað við þá spá, sem sett er fram núna mun ekki verða full þörf fyrir Blönduvirkjun fyrr en eftir tvo áratugi að sögn Jóhanns Más Mar- íussonar, fulltrúa Landsvirkjunar í nefndinni. í spánum, sem gerðar voru um miðjan síðasta áratug, gerði nefnd- in ráð fyrir jafnri fólksfjölgun í öll- um landshlutum. Raunin varð síðan sú að mesta fjölgunin varð á Suð- vesturlandi og minni annars staðar. Það hafði áhrif á réttmæti spánna m.a. vegna þess að minni fólksfjölg- un varð á svæðum, sem nota raf- orku til húshitunar og meiri fjölgun varð á svæðum, sem nota jarð- varma. Hljómar saiiian á ný HLJÓMSVEITIN Hljómar, sem naut mikilla vinsælda hér á landi á sjöunda áratugnum, kemur saman á ný í fyrsta sinn i 22 ár á rokk- sýningu sem sett verður upp á Hótel Islandi um miðjan september. Allir upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar taka þátt í sýning- unni, sem verður fram að áramótum, og auk þess syngur söngkon- an Shady Owens með hljómsveitinni. Ólafur Laufdal veitingamaður Auk þess koma fram með Hljómum átti hugmyndina að sýningunni fyrir nokkrum árum en það er ekki fyrr en núna, þegar 30 ár eru liðin frá því að Hljómar voru stofnaðir, að hugmyndin verður að veruleika. Þeir sem koma fram eru Engilbert Jenssen, trommuleikari og söngv- ari, Erlingur Bjömsson, rytmagít- arleikari, Gunnar Þórðarson, gítar- leikari, Rúnar Júlíusson, bassaleik- ari og söngvari, og Shady Owens. aðrir tónlistarmenn og bakradda- söngvarar. Egill Eðvarðsson svið- setur sýninguna. Hljómar voru langvinsælasta hljómsveitin á Islandi á sjöunda áratugnum og kosnir .vinsælasta hljómsveit Norðurlanda 1969. „Ég man eftir síðasta ballinu sem Hljómar léku undir dansi. Það var á sunnudagskvöldi, og ég var þjónn í Glaumbæ. Troðið var í húsinu og í portinu voru tvö þúsund manns sem ekki komust inn,“ sagði Ólafur Laufdal. Hljómar var fyrsta íslenska bítlasveitin og fylgdi hljómsveitinni jafnan stór hópur aðdáenda. Á fyrstu hljómplötu sveitarinnar, sem kom út fyrir 25 árum, voru lög sem hafa hljómað á öldum ljósvakans síðan, eins og Bláu augun þín, Fyrsti kossinn, Sveitapiltsins draumur og Þú og ég. Ólafur sagði að jafnframt væri ráðgert að sýna kvikmynd Reynis Oddssonar kvikmyndagerðar- manns um Hljóma sem tekin var upp á dansleikjum með hljómsveit- í greinargerð orkuspárnefndar um hvemig spár nefndarinnar hafi ræst segir: „Fyrstu raforkuspárnar hafa reynst of háar enda voru þær gerðar um það leyti, sem þróun raforkunotkunar var að taka mikl- um breytingum. Ýmsar orsakir voru fyrir þessum breytingum ... á þess- um ámm vom að koma fram ný tæki, t.d. örbylgjuofnar, sem nota litla orku og koma í stað eldri tækja sem nota meiri orku. Hækkun olíu- verðs á árunum 1973 og 1979 hafði þó ekki hvað minnst að segja en þessar verðhækkanir ollu því að tækjaframleiðendur fóm að gefa orkunotkun tækjanna meiri gaum, sem leiddi til þess að tæki hafa stöðugt orðið orkugrennri... í elstu raforkuspánum var búist við að þróunin yrði í þessa átt en breyting- amar hafa gengið hraðar fyrir sig en þá var áætlað." I greinargerð orkuspárnefndar um nýju spárnar kemur fram að gert er ráð fyrir því að það hægist á fólksfjölgun hér á landi á næstu ámm en hlutfallslega hefur verið meiri ijölgun hér heldur en í ná- grannaríkjunum á undanförnum ámm. Þannig er gert ráð fyrir 0,6% fólksfjölgun í upphafi spátímabils- ins og undir 0,4% fjölgun í lok tíma- bilsins. Fólksfjölgunin hefur farið í allt að 1,6%. Gert er ráð fyrir minnkandi aukn- ingu atvinnuhúsnæðis á komandi ámm og að við lok spátímabilsins verði einungis 40% af nýbyggingum raunveruleg aukning en 60% komi í stað eldra húsnæðis. í spám Þjóðhagsstofnunar er aukning landsframleiðslu áætluð að meðaltali um 2% á ári á tímabilinu en um leið gerir orkuspárnefnd ráð fyrir því að framleiðsla í landbúnaði standi að mestu í stað þangað til á seinni hluta tímabilsins. Spáð er mestri aukningu í þjónustugreinum. Að teknu tilliti til ofantalinna atriða auk fleiri hefur Orkuspár- nefnd gefið frá sér þá spá að heild- amotkun orku til hitunar húsnæðis aukist um 12% fram til aldamóta og um 34% tii ársins 2020 og að önnur raforkunotkun en til stóriðju aukist um 16% til aldamóta en 65% til ársins 2020. Jakob Björnsson, orkumálastjóri og formaður nefnd- arinnar, sagði að ástæðan fyrir því að væntanleg stóriðjuver séu ekki tekin inn í myndina sé að um sé að ræða pólitískar ákvarðanir að miklu leyti og því ekki á sterkum grunni að byggja. Þrátt fyrir að erlendar spár, sem íjalla um svipaða málaflokka hafi ekki reynst mikið nákvæmari held- ur en fyrstu spár orkuspárnefndar, segir Jakob að aðstæður hér á landi séu mun erfiðari en víða erlendis. Hér á landi sé lítið um langtíma- spár hjá atvinnugreinum og því sé erfitt- að fá upplýsingar frá for- svarsmönnum atvinnulífsins um lík- lega þróun í þeirra grein. í Orkuspárnefnd sitja: Jakob Björnsson frá Orkustofnun, for- maður,_ Guðni Baldursson, frá Hag- stofu Islands, Gunnar Kristinsson frá Hitaveitu Reykjavíkur, Jóhann Már Maríusson frá Landsvirkjun, Haukur Pálmason frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, Pétur E. Þórðar- son frá Rafmagnsveitum ríkisins, María Jóna Gunnarsdóttir frá Sam- bandi íslenskra hitaveitna, Eiríkur Þorbjörnsson frá Sambandi ís- lenskra rafveitna, Björn Rúnar Guðmundsson frá Þjóðhagsstofnun og ritari nefndarinnar er Jón Vil- hjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.