Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, • Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Baráttan um Hvíta húsið Akvörðun Bakers, utanrík- isráðherra Bandaríkj- anna um að hverfa úr því embætti um sinn, a.m.k. til þess að stjórna kosningabar- áttu Bush Bandaríkjaforseta, er til marks um þá erfiðu stöðu, sem forsetinn er kom- inn í. Elokksþing repúblikana, sem hefst eftir helgi, verður væntanlega upphaf mark- vissrar viðleitni repúblikana til þess að ná frumkvæðinu í kosningabaráttunni í sínar hendur en segja má, að þeir hafi verið í stöðugri vörn á undanfömum vikum og mán- uðum. Bush leiddi Bandaríkin og þar með frjálsar þjóðir heims á þeim örlagaríku tímum, þegar Sovétríkin og kommún- isminn hrundu eins og spila- borg og kalda stríðinu lauk. Vafalaust þykir einhveijum það ósanngjarnt, að sá forseti Bandaríkjanna, sem leiddi baráttuna við kommúnismann til fullnaðarsigurs eigi nú í augljósum erfiðleikum við að ná endurkjöri til Hvíta húss- ins. Hið sama má segja um þá ákvörðun brezkra kjósenda árið 1945 að þakka Winston Churchill glæsilega forystu hans í heimsstyijöldinni síðari með því að fella hann í kosn- ingum. Með þessu er ekki verið að líkja Bush við Churchill heldur er dæmið um hinn síðarnefnda vísbending um, að menn geta staðið á hápunkti ferils síns en að- stæður jafnframt svo breytt- ar, að þeirra er ekki lengur þörf. Lok kalda stríðsins og lykt- ir átakanna við Sovétríkin hafa beint athygli manna að því, að ekki er allt með felldu í bandarísku þjóðlífi. Þegar deilurnar við alþjóðlegan kommúnisma voru hvað harð- astar var öðrum vandamálum vikið til hliðar. Þegar þær eru úr sögunni koma þessi sömu vandamál upp á yfirborðið. Innviðir bandarísks samfé- lags eru að bresta. Efnamun- ur hefur aukizt svo mjög, að hann er í margra augum orð- inn óþolandi. Atvinnuleysi er mikið, menntunarskortur áberandi, atvinnufyrirtækin eiga í vök að veijast og bandarískar stórborgir eru frumskógur, þar sem menn geta ekki verið óhultir nema í ákveðnum hverfum og á ákveðnum götum. Bandaríska þjóðin gerir sér grein fyrir, að ástandið er mjög alvarlegt svo ekki sé meira sagt. En hún verður þess ekki vör, að forsetinn geri sér grein fyrir því, hafí áhyggjur af því eða hafi skoð- anir á því, hvernig við skuli bregðast. Bush hefur einfald- lega haft ótrúlega lítið að segja um bandarísk þjóðfé- lagsvandamál á undanförnum mánuðum. Þess vegna er hann í vandræðum í kosn- ingabaráttunni það sem af er. Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur komið á óvart. Hann hefur meira að segja um innanlandsvanda Bandaríkjamanna en búast mátti við. Hann hefur fengið til liðs við sig fjölmarga hæfa ráðgjafa, sem hafa átt þátt í stefnumörkun, sem hefur vakið athygli. Hann þykir hafa sýnt trausta dómgreind við val á varaforsetaefni sínu gagnstætt því, sem sagt er um val Bush fyrir Ijórum árum. Demókratar tefla aug- ljóslega fram sterkari fram- bjóðendum en þeir hafa gert um langt skeið og stefnu- mörkun þeirra þykir byggjast á raunsæi. í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum að þessu sinni verður augljóslega tekizt á um það hvernig bregðast á við gífurlegum þjóðfélags- vanda Bandaríkjamanna á næstu árum. Spurning er, hvort Baker, fráfarandi utan- ríkisráðherra tekst að leggja línur um nýja stefnumörkun repúblikana, sem höfðar til kjósenda þar í landi. Það er umhugsunarefni, að sumir talsmenn hinna íhaldssinnaðri repúblikana, menn á borð við Kemp húsnæðismálaráð- herra, hafa lagt fram athygl- isverðari hugmyndir um slík- ar lausnir en forsetinn sjálfur. Baráttan um Hvíta húsið vekur meiri athygli og eftir- væntingu nú en um langt skeið áður. Hún getur líka skipt sköpum um framtíðar- stefnuna í innanlandsmálum Bandaríkjanna, sem hefur óhjákvæmilega mikil áhrif meðal annarra þjóða. Nýtt og* endurskoðað lög- fræðingatal væntanlegt NÝTT lögfræðingatal er væntan- legt á næsta ári, og verða þar tald- ir allir íslenskir lögfræðingar frá 1736 til 1991. Stjórn Lögfræðinga- félags íslands hefur skipað rit- nefnd til starfans, og hófst hún handa við undirbúning að upplýs- ingasöfnun í fyrra. Nú vantar að- eins lokahnykkinn á að allar upp- lýsingar skili sér til ritnefndarinn- ar, en útgáfan var áformuð með haustinu og ljóst er að henni seink- ar nokkuð vegna þessa. Ritið er að miklu leyti byggt á Lögfræð- ingatali Agnars Kl. Jónssonar, sem síðast var gefið út 1976, en síðan hafa brautskráðst yfir 500 nýir lög- fræðingar, og verða þá alls um 1.500 einstaklingar í hinu nýja riti. Stjóm Lögfræðingafélags íslands hefur á síðustu misserum undirbúið samantekt og útgáfu á nýju lögfræð- ingatali. Tekist hafa samningar við erfingja Agnars Kl. Jónssonar um kaup á höfundarrétti Lögfræðingatals hans. Hann stóð fyrir þremur eldri útgáfum verksins, þeirri síðustu árið 1976. Hann var ráðuneytisstjóri og sendiherra og heiðursfélagi í Lög- fræðingafélagi íslands. Rúmt ár er síðan ritnefnd var kjör- in og hafist var handa við undirbúning ritsins. Hugmyndin er þó eldri, því ekkja Agnars, Ólöf Bjarnadóttir, æskti eftir því við Garðar Gíslason, áð útgáfu lögfræðingatals yrði fram haidið. Er Garðar varð formaður Lög- fræðingafélagsins árið 1988 var myndaður áhugamannahópur um út- gáfuna innan félagsins. Þar tók þátt, auk núverandi ritnefndarmanna, Benedikt Blöndal, sem nú er látinn. Ritnefnd lögfræðingatalsins hefur ráðið Gunnlaug Haraldsson safnvörð, ritstjóra verksins. Ennfremur hefur stjórn Lögfræðingafélagsins samið við bókaforlagið Iðunni hf. um útgáfu þess. „Við sendum alls út 1,011 upp- lýsingaeyðublöð til lögfræðinga," sagði Gunnlaugur. „Ég hef auk sam- anburðar við margvíslegar heimildir hér á iandi leitað upplýsinga í Dan- mörku um íslenska lögfræðinga sem þar ólu aldur sinn, og voru í gamla talinu. Ritnefndin hefur nú auk þess tii skoðunar æviskrár 40-50 annarra lögfræðinga af íslenskum uppruna, sem störfuðu fyrrum í Danmörku, og ég hef tekið saman og tel að verð- 50 ár frá endurreisn Njarðvíkurhrepps: Afmælisdagskráin hefst með heimsókn forseta Islands NJARÐVÍKINGAR hafa að und- anförnu unnið hörðum höndum við að snyrta og fegra bæinn vegna hátíðarhalda sem hefjast á morgun í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá endurreisn Njarðvíkur- hrepps. Hátíðardagskráin í dag, laugardag, hefst kl. 10 með opin- berri heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, við leið- sögumerkið á Filjum og þar mun heimsókninni ljúka klukkan níu um kvöldið. Dagskráin í dag verður þannig að eftir móttöku á Fitjum mun forsetinn sitja hátíðarmessu í Ytri-Njarðvíkur- kirkju og síðan hátíðarfund með bæj- arstjórn í húsi byggðasafnsins i Innri- Njarðvík þar sem tekin verður ákvörð- un um byggingu skólahúsnæðis í Innri-Njarðvík og uppbyggingu Stekkjakots á Fitjum ásamt vatnsbóli og vör. Að því loknu verður boðið til hádegisverðar í safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík. Þá verður farið í skoð- unarferð um svæðið og að því loknu, um kl. 13.45, mun forsetinn afhjúpa minnisvarða um endurreisn Njarðvík- urhrepps og fyrstu hreppsnefnd hans við ráðhúsið. Úm kl. 14.05 opnar for- setinn formlega ljósmynda-, mál- verka- og sögusýningu í grunnskóla Njarðvíkur. Að því búnu, um kl. 15, verður efnt til hátíðarsamkomu í Morgunblaðið/Björn Blöndal Krakkarnir í unglingavinnunni í Njarðvík hafa unnið hörðum höndum að undanförnu við að fegra bæinn fyrir afmælishátíðina. íþróttamiðstöðinni þar sem Njarðvík- ingar munu skemmta með dansi, söng og hljóðfæraleik. Eftir skoðunarferð að hátíðarsamkomunni lokinni ætla Kvenfélag Njarðvíkur og Lionsklúbbur Njarðvíkur að bjóða forsetanum, gest- um og bæjarbúum til grillveislu í skrúðgarðinum og síðasta verk forset- ans áður en heimsókninni lýkur verður svo að gróðursetja trjáplöntur í Sól- brekkuskógi. Afmælisdagskráin mun síðan halda áfram á sunnudag og alia næstu viku þar sem í boði verður eitthvað fyrir alla. Má þar nefna íþróttamót í hinum ýmsu greinum, tónleika, sýningar og skoðunarferðir. Meðal gesta verður m.a. fyrrum alheimsfegurðardrottn- ing, Guðrún Bjarnadóttir, sem ætlar að heimsækja sinn gamla heimabæ af þessu tilefni og mun hún jafnframt færa forseta íslands gjöf fyrir hönd Nj arð víku rbæj ar. - BB Morgunblaðið/Kristinn Aðstandendur hins nýja lögfræðingatals. Frá vinstri, Garðar Gíslason formaður Lögfræðingafélags íslands og formaður ritnefndar, Dögg Pálsdóttir ritnefndarmaður, Ragnhildur Amljótsdóttir framkvæmda- stjóri Lögfræðingafélagsins, Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri og Skúli Guðmundsson varaformaður Löfræðingafélagsins og ritnefndarmaður. skuldi aðgang að þessu verki,“ sagði Gunnlaugur. Upplýsingar um eldri lögfræðinga eru að mestu leyti teknar úr útgáfu Agnars, en við þær aukið og þær færðar til forms hins nýja rits. Nú eru 16 ár liðin frá útgáfu síð- asta lögfræðingatals, og hafa um 500 manns bæst í hóp lögfræðinga á þeim árum. í útgáfunni frá 1976 eru ævi- skrár alls 806 lögfræðinga, en þar voru felldar niður úr útgáfu verksins frá 1963, æviskrár þeirra 133 lög- fræðinga sem látnir voru fyrir síðustu aldamót. Ákveðið hefur verið að í hinni nýju útgáfu talsins verði skráðir allir ís- lenskir lögfræðingar á tímabilinu frá 1736 til 1991, ett þeir munu vera hátt í 1.500 talsins. Þannig verði um heild- arútgáfu að ræða, sem vænta má að fylli tvö til þtjú bindi, að sögn Garð- ars Gíslasonar. Einnig verði allar elstu æviskrámar yfirfarnar og aukið við fyrirliggjandi upplýsingar í samræmi við breytta uppsetningu ritsins. Meginviðauki upplýsinga er fólginn í ættartölum einstaklinga. Verða nú birtar ítarlegar uppiýsingar um upp- runa manna, bæði í kari- og kven- legg, í tvo ættliði, auk þess sem með- al annars ritaskrár verða auknar. „Að gefnu tilefni langar mig að mælast til þess, að þeir, sem ekki hafa enn skilað inn upplýsingum, geri það sem fyrst þótt einhver atriði kunni að vanta,“ sagði Garðar. „Eins er rétt Agnar Kl. Jónsson að benda á, að send verður út próförk þegar allir hafa skilað inn upplýsing- um, þar sem kostur gefst á að bæta við og breyta. Sömuleiðis vil ég taka fram,_ að próförk að æviskrám þeirra lögfræðinga, sem látist hafa frá síð- ustu útgáfu talsins, verður send að- standendum til yfirlestrar," sagði Garðar Gíslason að lokum. í framtíðinni er það ætlun Lögfræð- ingafélagsins að gefa út viðauka við ritið með regluiegu millibili. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 21 Fremur nelkvstt 1S.6 Almennt viðhorf aðspurðra til einkavæðingar. Andvígur 45.4 Afstaða til þátttöku útlendinga í fjárfestingum í einkavæddum fyrir- tækjum. Könnun einkavæðingarnefndar og Hagvangs: 64% eru fylggandi emka- væðingu ríkisfyrirtækja Flestir telja einkafyrirtæki betur rekin KÖNNUN framkvæmdanefndar um einkavæðingu á viðhorfi fólks til einkavæðingar ríkisfyritækja hefur leitt í Ijós að meirihluti aðspurðra er henni fylgjandi. Alíka margir eru fylgjandi og andvígir þátttöku útlendinga í fjárfestingum í einkavæddunt fyrirtælqum, en meirihlut- inn telur einkarekin fyrirtæki betur rekin en fyrirtæki í ríkiseign. Úrtakið var þúsund manns víðs vegar af landinu, en könnunin var framkvæmd af Hagvangi. Tæplega 64% þeirra sem tóku af- fremur jákvæðir í garð einkavæðing- stöðu sögðust vera jákvæðir eða ar, en um 4,7% voru mjög neikvæð- ir. Fólk á höfuðborgarsvæðinu er jákvæðara í garð einkavæðingar en fólk á landsbyggðinni, karlar nokkuð jákvæðari en konur, og yngra fólkið jákvæðara en það eldra. Þá telur meirihlutinn einkafyrir- tæki betur rekin en fyrirtæki í ríkise- igu. Tæplega 4% aðspurðra halda hið gagnstæða, meðan 55% telja einkafyrirtækin betri. Aðspurðir hvort opinberir aðilar gætu haft áhrif á verðlagningu og þjónustu Pósts og síma ef fyrirtækið yrði einka- vætt, svöruðu 23% því til að hið opinbera myndi hafa veruleg áhrif, en 34% töldu áhrifin lítil. í könnuninni kom einnig í ljós, að 47,4% aðspurðra eru fylgjandi ijár- festingu útlendinga í einkavæddum fyrirtækjum en 45,4% andvígir. Mik- ill meirihluti, eða tæplega 92% telur þörf frekari kynningar á einkavæð- ingu og hugmyndum ríkisstjórnar- innar í þeim efnum. Árnesingafélagið: Minnisvarði um Tómas Guðmunds- sonskáld afhjúpaður MINNISVARÐI um Tómas Guðmundsson, skáld, verður afhjúpaður að Efri-Brú í Grímsneshreppi, fæðingar- stað skáldsins, á morgun, laugardag, kl. 15.00. Ámesingafélagið í Reykjavík hefur haft veg og vanda af upp- setningu minnisvarðans, tveim- ur stöplum, öðmm með ljóði . eftir Tómas, hinum með bijóst- mynd af skáldinu eftir Siguijón Ólafsson. Félagið fékk styrk til verksins frá Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytinu, Grímsneshreppi og Landsvirkj- un. Almenna bókafélagið átti styttuna af Tómasi og gaf félag- inu hana. Sigrún Guðmunds- dóttir myndlistarmaður sá um frágang og uppsetningu minnis- varðans. Tómas Guðmundsson var heiðursfélagi Ámesingafélags- ins en hann fæddist að Efri-Brú og átti þar sumarbústað. Víða langir biðlistar eftir dagvist: Fæðingum hefur fjölgað allt að 50% umfram spár Rúmlega 500 börn eru á biðlista í Kópavogi og víða dæmi um 2 ára bið eftir plássi VÍÐAR eru langir biðlistar eftir leikskólaplássi en í Reykjavík, þar sem um 2.000 börn eru nú á biðlista. Sem dæmi um ástandið í ná- grannabyggðalögum borgarinnar má nefna að í Kópavogi eru nú um 500 börn á biðlista, i Hafnarfirði eru 4-500 börn á biðlista og í Mos- fellssveit rúmlega 100 börn. Víða eru dæmi um að allt að tveggja ára bið sé eftir dagvistarplássi í þessum bæjarfélögum. Markús Örn Antons- son borgarstjóri segir að þessi vandi í Reykjavík hljóti að vera mál sem borgarstjómarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins skoði sérstaklega fyrir næsta kjörtímabil og úrræða leitað til þess að biðlistar styttist frá því sem nú er. Helsta ástæða þessa vanda er að fæðingum hefur fjölgað mun meira en spár gerðu ráð fyrir, í sumum tilfellum hefur þeim fjölgað um allt að 50% umfram það sem gert var ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið frá Reykjavík var árið 1990 gert ráð fyrir að böm yngri en sex ára yrðu 6.000-6.500 í ár en í raun er fjöldi þeirra nú um 9.500. Garðar Jóhannsson skrifstofu- stjóri Dagvistar barna hjá Reykjavík- urborg segir að 2.000 barna biðlist- inn sýni þá þörf sem sé eftir leik- skólaplássi. Af þessum hópi sé helm- ingur, eða um 1.000 börn, í vistun hjá dagmæðrum. Þá megi nefna að um 280 börn séu á einkadagheimil- um þar sem borgin greiði með þeim dagvistargjöld. Sá fjöldi barna sem sem eftir standi sé í vist hjá ættingj- um eða vinum og sé einnig í mörgum tilfellum heima hjá mæðrum sínum. „Þessi biðlisti hjá borginni nú er með því mesta sem þekkist en hann er einkum tilkominn þar sem árgang- ar barna á síðustu þremur árum eru mun stærri en spár gerðu ráð fyrir,“ segir Garðar. „Fæðingum hefur fjölgað mun meir en reiknað var með og sést það best á því að í spá sem gerð var árið 1990 er gert ráð fyrir að nýfædd börn til fimm ára yrðu 6.000-6.500 nú, en þau eru um 9.500 talsins." Mánaðargjald fyrir vist á leikskóla er nú á bilinu 5.800 krónur upp f 14.400 krónur. Forgangshópar, það er námsmenn og einstæðar mæður, borga 8.600 krónur á mánuði fyrir heilsdagsvistun en aðrir 14.400 krónur. Fjögurra stunda leikskóli kostar aftur 5.800 krónur. Garðar segir að Reykjavík greiði síðan með rekstrinum og nemi þær greiðslur 50-80% af rekstrarkostnaði eftir teg- undum af plássum. Mest sé greitt með heilsdagsvistun eða 80% en minnst með fjögurra stunda leik- skóla eða 50%. Staðan endurmetin fyrir næsta kjörtímabili Markús Örn Antonsson borgar- stjóri sagði að á þessu kjörtímabili yrðu byggðir 10 nýir leikskólar í borginni. „Það var sett það markmið við upphaf þess kjörtímabils að tíu nýjar stofnanir eða heimili yrðu tek- in í notkun á þessu kjörtímabili sem lýkur 1994. Það verður að sjálfsögðu staðið við það. Síðan er eðlilegt að staðan verði endurmetin fyrir næstu kosningar og íhugað hvort ástæður séu til þess að setja markið eitthvað hærra með tilliti til næstu fjögurra ára þar á eftir. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem við hljótum að gera alveg sérstök skil í okkar kosninga- stefnuskrá." Markús Öm sagði að mikið átak og fjármagn þyrfti til að mæta þess- um vanda. „Án þess að um að það hafi verið sérstaklega fjallað þá er það mín persónulega skoðun að þetta liljóti að vera mál sem borgarstjórn- armeirihluti Sjálfstæðisflokksins taki sérstaklega fyrir og það verði eftir því sem aðstæður leyfi leitað úrræða til þess að-greiða fyrir því að fleiri börn fái vistun og biðlistarnir stytt- ist frá því sem nú er,“ sagði Markús Örn. Hann kvaðst telja að meira verði gert á þessu sviði en verið hafi undanfairn ár. „Það sýnist vera full þörf á því og forskóli er orðinn hluti af því ferli sem er skólaganga ungs fólks. Þá er eitt atriði sem hlýt- ur að hafa áhrif á og það eru hug- myndir um að foreldrar sem vilja vera heima og annast umsjá barna sinna þar fái greiðslur fyrir. Það er verið að kanna hvernig megi útfæra það og niðurstöður eiga að liggja fyrir á þessu kjörtímabili. Það þarf töluvert átak til og mikið fjármagn til að byggja upp nýjar stofnanir sem leysi þetta mál þannig að 2 þúsund börn á biðlistum fái inni á ieikskól- um. Það er spurning um það hversu hröð sú uppbygging getur orðið með tilliti til þess að við verðum að sinna fjölmörgum öðrum málaflokkum,“ sagði Markús Örn. Óvenjuslæm staða í Hafnarfirði Sigurlaug Einarsdóttir leikskóla- fulltrúi í Hafnarfirði segir að staðan í dagvistarmálum þar sé óvenjuslæm um þessar mundir, svo slæm að nær ekkert af börnum fæddum 1989 komist að í leikskóla. „Hér er um 200 börn að ræða og ekki útlit fyrir neina úrlausn í málum þeirra fyrr en nýr leikskóli tekur til starfa í mars á næsta ári,“ segir Sigurlaug. „Við tökum ekki almennt inn börn hjá okkur fyrr en þau eru 2 ára gömul, ef undan eru skildir for- gangshópar og við höfum miðað við að reyna að gefa öllum 1988 árgang- inum pláss.“ Að sögn Sigurlaugar eru nú um 4-500 börn á biðlistum eftir leik- skólaplássi í Hafnarfírði og ástæða þess sé mjög mikil fjölgun fæðinga árin 1989-90. Á móti hafí ekki verið byggður nýr leikskóli í bænum sl. tvö ár. „Vandinn liggur í því að ár- gangurinn 1986, sem nú er að detta út, var lítill og þegar þessi gífurlega aukning barneigna 1989-90 kemur fram nú hefur ekki verið gert ráð fyrir nægilegu leikskólarými," segir Sigurlaug. Aðspurð um úrbætur í þessum málum segir hún að fyrir utan nýjan leikskóla, með fjórum deildum, sem tekinn verður í notkun í mars á næsta ári sé einnig áformað að ann- ar nýr leikskóli taki til starfa síðar það ár. Ættu þessir tveir skólar að laga stöðuna töluvert. Rúmlega 500 bíða í Kópavogi í Kópavogi eru nú rúmlega 500 börn á biðlistum eftir leikskólaplássi og segir Sesselja Hauksdóttir leik- skólafulltrúi Kópavogs að mjög mörg þeirra séu í vist hjá dagmæðrum þótt hún hafi ekki nákvæmar tölur um þann fjölda. í máli Sesselju kem- ur fram að staðan nú sé verri en verið hafi undanfarin 3-4 ár. „Orsök- in er hin mikla fjölgun fæðinga í bænum, sem er mun meiri en spár gerðu ráð fyrir og hefur sett allt úr skorðum," segir Sesselja. „Þannig íjölgaði fæðingum úr 236 árið 1986 upp í 333 árið 1990 en í fyrra voru fæðingarnar um 300 talsins. Á fyrr- greindu tímabili fjölgaði fæðingum því um 30% sem ekki var séð fyrir.“ Aðspurð um hvernig bæjaryfírvöld ætla að bregðast við vandanum seg- ir Sesselja að nú standi til að byggja við einn leikskóla og á næstunni verði viðbótarhúsnæði við annan tek- ið í notkun. Þar að auki sé gert ráð fyrir tveimur nýjum leikskólum í skipulagi að nýjum hverfum í bænum en ekki sé komin ákvörðun um hve- nær þeir verði byggðir. Þetta dugi þó ekki til og bið eftir leikskóla- plássi geti nú verið allt að tvö ár. Þó beri að nefna að Kópavogur hafi þá sérstöðu, miðað við Reykjavík, að hægt sé að sækja um leikskóla- pláss fyrir börn innan við eins árs, en miðað sé við eins og hálfs árs aldur í Reykjavík. í Mosfellsbæ eru nú 105 böm á biðlista eftir leikskólaplássi og segir Ásgeir Eiríksson bæjarritari að bið- timinn nú sé á bilinu 12 til 26 mánuð- ir eftir því hvernig plássi er óskað eftir. Lengsti biðtíminn er eftir heils- dags vistun. Ásgeir segir að af þess- um ijölda á biðlista séu 43 börn í gæslu hjá dagmæðrum og þar af 24 börn undir leikskólaaldri. „Hjá okkur hefur þróunin verið sú að þrátt fyrir stöðugan barnafjölda undanfarin ár hefur eftirspurn eftir leikskólaplássi aukist jafnt og þétt og biðtíminn lengst um 2-3 mánuði á ári síðastlið- in fímm ár,“ segir Ásgeir. „Ástæðan er aukin atvinnuþátttaka kvenna og almenn viðurkenning á ágæti leik- skóla í uppeldi." Að sögn Ásgeirs hefur verið tölu- verð umræða innan bæjarfélagsins um þessi mál að undanfömu og nú séu uppi áform um byggingu nýs leikskóla. í fjárhagsáætlun bæjarins sé nú gert ráð fyrir 3,5 milljón króna framlagi til undirbúnings því verki. Sigurður G. yfir Rás 2 Sigurður G. Tómasson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Rás- ar 2 en útvarpsráð mælti sam- hljóða með honum á fundi sínum í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri í tilefni af 10 ára afinæli svæðisútvarps Norðurlands. Viðar Eiríksson, fulltrúi starfs- Sigurður mannastjóra Ríkis- útvarpsins, sagði að Sigurður myndi taka við starfinu af Stefáni Jóni Hafstein um næstu mánaðamót. Sigurður G. Tómasson hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu frá því á miðju ári 1989. Alls sóttu sex um stöðu dagskrár- stjóra á Rás 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.