Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Viðey: Messa og skoðun- arferðir um eyna HELGARDAGSKRÁIN í Viðey verður með hefðbundnum hætti. f dag, laugardag, verður farin gönguferð um eyna, á morgun, sunnu- dag, verður messa og eftir hana verður staðarskoðun. Gönguferð um Vestureyna hefst í dag kl. 14.15. Gengið verður eftir nýja gagnstígnum og m.a. skoðaðir tveir steinar með áletrunum frá fyrri hluta 19. aldar og rústir fjár- jjúsa, sem sýnd eru á korti frá ár- inu 1705, elsta korti sem til er af Reykjavíkursvæðinu. Messað verður í Viðeyjarkirkju á morgun kl. 14.00. Prestur verður sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organisti Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Þórir Stephensen stað- arhaldari annast meðhjálparastörf. Staðarskoðun verður svo kl 15.15. Hún hefst í kirkjunni, þar sem saga Viðeyjar verður rakin í stórum dráttum og kirkjan skoðuð. Síðan verður fornleifagröfturinn sýndur og helstu kennileiti utan dyra. Loks verður gengið upp á Heljarkinn, hæðina fyrir austan Stofuna, en þar ber margt fyrir augu. í fréttatilkynningu segir að Nýlagður göngustígur á Vesturey. Morgunbiaðið/Þorkeli Staðarskoðunin hafi notið mikilla eyjarstofu kl. 14.00-16.30. Þar er vinsælda, enda sé hún í senn fróð- einnig opið fyrir kvöldverðargesti. leg og öllum auðveld. Bátsferðir verða úr Sundahöfn á Kaffisala er báða dagana í Við- heila tímanum frá kl. 13.00. ■ / TILEFNI af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafnar býður Ell- ingsen til ókeypis ævintýraferða fyrir alla íjölskylduna út á sundin frá kl. 10 til 14. Farið verður kl. 10, 11, 12, 13 og 14 frá Bótar- bryggju við Slysavarnafélagshúsið með m.s. Árnesi (áður flóabáturinn Baldur). í öllum ferðunum verður tekin botnskafa og innihaldið, krabbar og önnur botnsjávardýr, skoðuð og gefin þátttakendum. Fjöldi farþega takmarkast við 100 í hverri ferð. Allir eru velkomnir en börn yngri en 12 ára fá þó ekki aðgang nema í fylgd með fullorðn- um. Fólki er bent á að mæta tíman- lega fyrir brottför og taka með sér hlýjan fatnað. Sérstök tilboð verða í verslun Ellingsens þennan dag._ V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! RAÐAUGIYSINGAR Blaðberi óskast til að dreifa blaðinu á Laugarvatni. Upplýsingar í síma 691122. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarfræðingar St. Franciskusspítalinn mun opna almennna deild í tengslum við fæðingar-, gjörgæslu- og skurðdeild þann 19. október nk. Deildarstjóri óskast frá 1. október og hjúkr- unarfræðingar (2) frá 12. október. Stykkishólmur er um 1250 manna byggðar- lag, þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi er grunnskóli með framhalds- deild (tvö ár) auk tónlistarskóla. Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarfsemi er á staðnum. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi með góðum launum, í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við systir Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma 93-81128. Vopnafjörður Ríkissjóður leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir lögreglustöð og umboðsskrif- stofu sýslumanns á Vopnafirði, um 150-160 fm að stærð. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár og -efni, fasteigna- og brunabóta- mat, verðhugmynd og áætlaðan afhending- artíma, sendist eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 24. ágúst 1992. Fjármálaráðuneytið, 14. ágúst 1992. Rýmingarsala Ákveðið hefur verið að loka afgreiðslu Bóka- útgáfu Menningarsjóðs frá og með 31. ágúst. Rýmingarsölunni verður fram haldið til þess tíma og gefst því enn tækifæri til að kaupa góðar bækur á afar hagstæðu verði. Bökaúlgófa /HENNING4RSJÖÐS Aðalfundur! Aðalfundur! Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN boðar til aðalfundar sunnudaginn 16. ágúst kl. 14 í Borgartúni 18, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kennarasamband íslands Umsóknir um námslaun Stjórn Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kennarasambands íslands auglýsir eftir umsóknum um námslaun til kennara sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaárið 1993-1994. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kenn- arasambands íslands, Kennarahúsinu, Lauf- ásvegi 81, 101 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu KÍ, skrif- stofu BKNE á Akureyri, fræðsluskrifstofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 10. september 1992. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að endurnýja frostskemmda og slitna steypu í stíflu Grímsárvirkjunar í Skriðdal. Útboðsgögn verða afhent á umdæmisskrif- stofu RARIK, Þverklettum 2-4, Egilsstöðum, og aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með mánudegi 17. ágúst 1992. Tilboðum skal skila á skrifstofu RARIK, Þver- klettum 2-4, Egilsstöðum, fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 27. ágúst, og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu: „RARIK 92007 Grímsárvirkjun - Stífla." Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir kaupum á allt að 40 íbúðum, sem kæmu til afhendingar seint á árinu 1993 eða snemma árs 1994. Útboðsskilmálar verða afhentir á skrifstofu nefndarinnar, Suðurlandsbraut 30, sem veit- ir nánari upplýsingar um þessi kaup. \ Tilboð verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska, á skrifstofu Húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30, fimmtudaginn 1. okt. 1992, kl. 14.00. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Mlðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Samkoma fellur niður í kvöld vegna þess ánægjulega tilefnis að Kristín Hafsteinsdóttir og Karl Ingiberg Emilsson ganga í heilagt hjónaband. Við óskum þeim til hamingju með daginn. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Sunnudagur16.ágúst - dagsferðir: 1) Kl. 08 Þórsmörk - dagsferð Verð kr. 2.500. (Möguleiki á lengri dvöl). Fararstjóri: Þórunn Þórðardóttir. 2) Kl. 10.30 Þjóðleið 7: Selvogsgata Gengið frá Grindaskörðum í Sel- vog. Þægileg göngugata. Verð kr. 1.100. Fararstj.: Guðmundur Péturss. 3) Kl. 13 Krýsuvík - Geitahlíð - Eldborgir Eldborgirnar eru tvær undir Geitahlíð og liggur þjóðvegurinn milli þeirra. Stóra Eldþorg er einn fegursti gigur á Suðvestur- landi, yfir 50 m há, hún verður skoðuð. Verð kr. 1.100. Fararstj.: Sigurður Kristinsson. Brottför frá Umferöarmiðstöð- inni, austanmegin (komið við í Mörkinni 6). Ferðafélag (slands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð laugardaginn 15. ágúst: Kl. 8.00 Hekla. Verð 2500/2300. Dagsferðir sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 9.00 Fjallganga nr. 12: Móskaröshnjúkar - Hátindur. Gengið upp frá Hrafnhólum á Móskarðshnjúka og yfir á Hátind á Esju. Munið eftir fjailabókinni. Nýir þátttakendur fá afhenta fjallabók. Verð 1400/1200. Kl. 9.00 Svínaskarð. Gengið frá Möðruvöllum í Kjós og yfir að Hrafnhólum. Verð 1400/1200. Kl. 13.00 Náttúruskoðunarferð út í Þerney. Verð 800/700. Allir ávallt velkomnir. Brottför í allar ferðirnar frá BSÍ bensínsölu. Sjáumst í Útivistarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.