Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 ■r^' ~ 'í ?. ■ u i ;■ ; ■ ;■/. " \\ /—'■ í ■/ Friðrik Guðni Þór- leifsson - Minning Fæddur 5. júní 1944 Dáinn 31. júlí 1992 Samstarfsmaður minn og félagi, Friðrik Guðni Þórleifsson, lést að heimili sínu Káratanga, Rangár- vallasýslu, aðfaranótt 31. júlí sl., aðeins 48 ára að aldri. Friðrik Guðni hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt skeið en sinnti þrátt fyrir það starfí sínu, kennslunni, eins vel og hann frekast gat. Samstarf okkar Friðriks Guðna hófst haustið 1987. Þá um haustið vantaði kennara að Ölduselsskóla og svo vel vildi til að á sama tíma var Friðrik Guðni að flytja til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni vetrarlangt. Hann var þegar ráðinn til að sinna tónmenntakennslu og til starfa á bókasafni skólans. Síðan starfaði hann við skólann til dauða- dags. Eg ætla ekki að rekja ætt eða greina frá lífshlaupi Friðriks Guðna í þessum fáu orðum en vil minnast nokkurra þátta í fari hans. Friðrik Guðni var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Hann lék vel á hljóðfæri, söng mikið og kunni gnógt texa og laga. Ef texta skorti var hann saminn í snarheitum. Frið- rik Guðni sendi frá sér fimm ljóðabækur. Honum lét vel að kveða með hefðbundr.um hætti og lék sér gjarnan að málinu, notaði tungu- málið sem hljóðfæri. Á heimili Frið- riks Guðna og Sigríðar Sigurðar- dóttur konu hans var mikið safn bóka, þar sem ljóðabækur skipuðu- veglegan sess því Friðrik Guðni kunni vel að meta ljóð og kunni mikið utanbókar, bæði lengri ljóð og vísur. Það var ósjaldan sem hann fór með vísur í samræðum, ýmist eftir sig eða aðra. Á huga minn sækir ljóðið Náttmál eftir Friðrik Guðna: Er bitra sest í blæinn og blána af kulda stráin þig fer að nálgast nótt. Af þreytu þung er höndin og þrotin dægurstundin sem aldrei verður aftur sótt. Þú sérð að sortnar himinn, þú sérð að hverfur bláminn og allt er myrkurmótt, þú berð þín verk til viðar, þín vaka nemur staðar og svefn þér ber hin svarta nótt. Þessir hæfileikar voru tóm- stundagaman Friðriks Guðna. Hann var fyrst og síðast kennari. Áhuga- semur kennari bæði hvað varðar hag nemenda sinna og ekki síður áhugasamur um að auka veg og virðingu fyrir tónmenntakennslu í grunnskólum. Þannig þekkti ég hann og þannig minnist ég hans. Hann var einnig áhugasamur um bætt kjör stéttar sinnar og lagði á sig vinnu fyrir stéttarfélag sitt. En enginn megnar gegn skapara sínum. Heilsan bilaði og smátt og smátt hvarf sjónin, en viljinn til stórra verka hvarf ekki. Það var í vor leið, nokkru fyrir skólalok að Friðrik Guðni sat hjá mér og lýsti því af eldmóði hvemig standa ætti að kennslu í tónmennt en hann gat þess um leið að það yrði ekki hans hlutskipti að sjá drauminn rætast. í miklum erfíðleikum reynir á mannkostina. Eiginkona Friðriks Guðna, Sigríður og dóttir þeirra Hjálmfríður Þöll stóðu sem klettar við hlið eiginmanns og föður í þeim miklu erfiðleikum sem fylgdu veik- indunum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð í þeirra sorg. Ég vil þakka Friðriki Guðna allt hans starf við Ölduselsskóla en síðast en ekki síst þakka honum drenglyndi og vináttu á erfíðum augnablikum lífs míns. Blessuð sé minning hans. Daníel Gunnarsson. Yndislegur vinur og félagi er lát- inn langt um aldur fram. Friðrik Guðni var fjölhæfur mað- ur og miðlaði samferðarmönnum sínum óspart ekki einungis í tónlist og skáldskap, heldur einnig af gæsku hjarta síns, því hana átti hann í ríkum mæli. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar í samkvæm- um, hvort sem þau voru fjölmenn eða fámenn. Ekki gat ég hugsað mér betri skemmtun en að vera í góðra vina hópi ásamt Friðriki Guðna þar sem hann var ávallt í fararbroddi í söng og glensi. Ég var svo lánsöm, að auk ára- tuga langra vináttubanda við Frið- rik Guðna og Sigríði, var hann einn- ig vinnufélagi minn síðustu árin. Vinnustaðurinn varð annar og enn betri, þegar hann bættist í hóp okk- ar. Hans mun verða sárt saknað, þegar við hefjum störf að loknu sumarleyfí. Minningin um ótal yndislegar samverustundir er ofarlega í huga mér á þessari stundu. Hvergi var betra að koma en á heimili'þeirra Friðriks Guðna og Sigríðar að Kára- tanga, enda var það sælureitur, byggður upp af ást þeirra og elsku við ættaróðal Sigríðar, Steinmóð- arbæ. Að Steinmóðarbæ var ég boðin velkomin strax sem unglings- stúlka og fæ ég aldrei fullþakkað þá umhyggju sem mér var sýnd þar og svo sannarlega héldu Friðrik Guðni og Sigríður uppi aðalsmerki foreldra Sigríðar, gestrisninni. Þótt vinnustaður þeirra hjónanna núna síðari ári væri í Reykjavík, lá leiðin flestar helgar og í öllum fríum heim í Káratanga. Mig tekur sárt að eiga þess ekki kost að fylgja vini mínum síðasta spöjinn. Ég votta kærri vinkonu minni, Sigríði, dóttur hennar, Hjálmfríði Þöll og unnustar Þallar, Jóhanni, mína dýpstu samúð. Við hjónin og synir okkar þökkum órjúfandi tryggð og vináttu Friðriks Guðna og Sigríðar. Góður Guð veri með ykkur ávallt. Hildigunnur Þórsdóttir, Skotlandi. Friðrik Guðni, vinur og sam- starfsmaður, er allur. Hann dó inn í síðustu júlínótt sumarsins á heim- ili sínu að Káratanga. Ég minnist hans fyrst frá menntaskólaárunum á Akureyri en þangað kom hann tveimur árum á eftir mér. Hann gekk um með lang- an trefíl, orti ljóð og gerðist skóla- skáld. Hann átti ekki langt að sækja þann arf, sonur Þórleifs Bjarnason- ar, námsstjóra og rithöfundar og Sigríðar Hjartar, kennara. Friðrik Guðni var næstyngstur fjögurra bama þeirra hjóna og eru þau öll mikið mannkostafólk. Ég og fjöl- skylda mín höfum við svo lánsöm að eiga þá bræður og fjölskyldur þeirra að vinum í áratugi. Við bjuggum einnig á Suðurlandi samtímis þeim Friðriki Guðna og Sigríði, hans mætu konu, og fylgd- umst með störfum þeirra að menn- ingarmálum, einkum tónlistarmál- um í austursýslunum. Ljóðabækur hans bárust okkur í hendur og ljóð hans lásum við okk- ur til yndisauka. Leiðir okkar Friðriks Guðna lágu aftur saman fyrir fimm árum í Ölduselsskóla í Reykjavík þar sem við urðum samkennarar. Ég tel það mikinn feng að hafa fengið svo vel menntaðan og fjölhæfan mann að skólanum en hann kenndi einkum tónmennt og var skólasafnsvörður. Hann var áhugasamur og metnað- arfullur kennari og hreif nemendur með sér inn í tónlistarheiminn. Hann gerði meira en að kenna lög og ljóð, hann sagði sögur um tilurð þeirra og kynnti nemendum tónlist og tónskáld ýmissa tíma. Hann var víðlesinn og var gaman að koma á bókasafnið og spjalla við hann um bækur. Hann kunni ógrynni ljóða og vísna og skemmtilegar sögur af fólki, lífs og liðnu og nutum við þessara hæfileika hans á kennara- stofunni. Hann var líka hrókur alls fagnaðar þar sem við starfsfólkið komum saman utan skólans, spilaði á hljóðfæri og stjórnaði söng. Aðdáunarvert var hve áhugasvið Friðriks Guðna í tónlist og bók- menntum var vítt og hve fordóma- laus hann var í þeim efnum. Hann orti djúphugul ljóð, gamankvæði og jafnvel dægurlagatexta. Hann hafði mikla unun af klassískri tónlist en var jafnframt tilbúinn að slá á létt- ari strengi og eitt vorið spilaði hann i popphljómsveit með syni sínum og öðrum ungum mönnum og þar var ekkert kynslóðabil. Þeir sem þekktu Friðrik Guðna gerst vissu að undir gamansemi hans og hressiléika bjó djúp alvara og vitnuðu ljóðabækur hans þar um. Hann var hrifnæmur, viðkvæmur og skapið stórt. Eflaust hefur sá sjúkdómur sem lagði hann að velli verið búinn að búa um sig lengi. Eftir erfíða skurð- aðgerð hrakaði sjón hans ört uns hann varð nær alblindur. Hann vildi þó ekki gefast upp og stóð meðan stætt var. Trúlega hefur löngun og þörf hans á samskiptum við börnin og samstarfsfólkið í skólanum ráðíð þar nokkru. Okkur sem unnum með honum duldist ekki hvert stefndi, hann var orðinn mjög veikur þegar skólaárinu lauk í maí síðastliðnum. Hann unni konu sinni og dóttur- inni Þöll mjög og þegar leið að fríum í skólanum ljómaði andlit hans þeg- ar haldið skyldi með þeim austur að Káratanga. Þangað hélt hann í vor og þar fékk hann að kveðja í faðmi fjölskyldunnar. Við sem eftir stöndum kveðjum með virðingu og söknuði, þökkum samfylgdina og sendum fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Jósefína Friðriksdóttir. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Birtan var þorrin augum Friðriks Guðna nokkru áður en loginn hans skæri og glaði hvarf sjónum okkar. Erfiðir mánuðir þungra þrauta voru að baki þegar þessi fjölhæfi snilling- ur laut þeim dómi sem hlutskipti er allra manna. Hljóðlega hvarf hann á braut drengurinn góði svo að „sofinn er nú söngurinn ljúfí í svölum fjalladölum". Friðrik Guðni Þórleifsson fæddist á ísafirði 5. júní 1944. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Friðriks- dóttir Hjartar húsmóðir og hús- mæðrakennari og Þórleifur Bjama- son kennari, námstjóri og rithöf- undur. Sigríður var dóttir Friðriks Hjartar, sem skólastjóri var á Suð- ureyri, Siglufírði og síðast á Akra- nesi, og konu hans Þóru Jónsdóttur Hjartar. Þórleifur var sonur Bjarna Gíslasonar húsmanns á Látmm í Aðalvík og Ingibjargar Guðnadótt- ur Kjartanssonar síðar húsfreyju í Hlöðuvík. í ættum þessum er margt snjallra manna. Nægir þar að nefna föður Friðriks Guðna og móðurföð- ur — og náfrænku hans Jakobínu og Fríðu Sigurðardætur. Friðrik Guðni ólst upp hjá for- eldrum sínum ásamt gáfuðum og glaðværum systkinum og var hann næstyngstur þeirra. Systkini hans em: Þóra bókasafnsfræðingur í Jessheim í Noregi, gift Christian Wehn Mothes lækni; Hörður tann- læknir á Akureyri, kvæntur Svan- fríði kennara Larsen; Björn fyrrver- andi skólastjóri, nú deildarstjóri elli- mála á Akureyri, kvæntur Júlíönu Þórhildi Lámsdóttur B.A. kennara. Heimili Sigríðar og Þórleifs var á Isafírði til 1955, síðan á Akranesi og loks skamma hríð í Reykjavík. Þar lést Sigríður 1972. Síðustu æviár sín átti Þórleifur heima á Akureyri i skjóli Harðar sonar síns og Svanfríðar konu hans. Landsprófi miðskóla lauk Friðrik Guðni frá Gagnfræðaskólanum á Akranesi 1960 og stúdentsprófí frá MA 1964. Hann tók kennarapróf við Kennaraháskólann 1966 og tón- menntakennarapróf 1967 við Tón- listarskóla Reykjavíkur. BA-prófi í sagnfræði og bókasafnsfræði lauk hann í Háskóla íslands 1971. Hann nam píanóleik, útsetningar og kór- stjórn við Tónlistarháskólann í Hannóver í Þýskalandi 1971—1972 og kynnti sér rekstur og skipulag tónlistarsafna þar og í Róm 1972. Friðrik Guðni var kennari í Hval- fjarðarstrandarhreppi 1964—1965, tónmenntakennari í Reykjavík 1967—1968, bókavörður við Borg- arbókasafn Reykjavíkur 1972— 1973, kennari við Gagnfræðaskól- ann á Hvolsvelli 1973—1978 og við Tónlistarskóla Rangæinga 1973— 1987. Frá þeim tíma var hann tón- menntakennari og skólasafnvörður við Ölduselsskóla í Reykjavík. Auk þessara föstu starfa vann Friðrik Guðni að ýmsum félags- og mannúðarmálum. Hann stofnaði ásamt konu sinni Eddukórinn og stjórnaði honum alla tíð, frá 1969— 1975. Þau stofnuðu og Samkór Rangæinga sem hann stjórnaðj 1974—1981. Þá stjórnaði hann Sel- kórnum 1988—1991. Um skeið vann hann mikið að málefnum Rauða krossins. Fjórar Ijóðabækur gaf Friðrik Guðni út, auk kvers með söngtext- um, á árunum 1970—1991. Nokkuð liggur einnig eftir hann í lausu máli. Arið 1968 kvæntist Friðrik Sig- ríði Sigurðardóttur kennara frá Steinmóðarbæ í Vestur-Eyjafjalla- hreppi í Rangárvallasýslu. Hún er dóttir hjónanna Sigríðar Helgu Ein- arsdóttur Sigurðssonar og Sigurðar bónda þar Sigurðssonar Arnasonar. Sigríður er frábær mannkostakona, var lengi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, en er nú kennari við Foldaskóla í Reykjavík. Sameigin- leg áhugamál þeirra tengdust, sem vænta mátti, einkum tónlist og skáldskap. Einkabam þeirra er Hjálmfríður Þöll háskólanemi. Maki hennar er Jóhann Daníelsson Vest- arr sölustjóri. Friðrik og Sigríður reistu sér hús í landi Steinmóðar- bæjar og nefndu Káratanga. Þar undi fjölskyldan sér vel og Friðrik Guðni festi þar djúpar rætur. Ást- úð, gleði og hlýja einkenndu föl- skylduna og yfír sveif andi ljóða og tóna. Friðrik lék gjaman undir er mæðgumar sungu. Allt fram á þetta ár skemmtu hann og Þöll í ýmsum mannfagnaði. Friðrik Guðni mun hafa verið mikill kennari. Seint mun vegin og mæld og aldrei metin sem skyldi þau áhrif sem slíkir menn hafa á góða nemendur. Sýnir það raunar afar brenglað verðmætamat að þeim skuli goldið fyrir störf sín brotabrot af því er ýmsir sem við dauða hluti fást bera úr býtum. Friðrik Guðni Þórleifsson var bráðþroska barn. Ungur varð hann málvinur sér miklu eldri manna. Tungutak hans varð furðufljótt meitlað og skýrt. Það var eins og hann hefði án áreynslu drukkið í sig það kjarnmesta úr þjóðlegum menntum íslenskum. Heimili for- eldra hans var raunar slíkt menn- ingarsetur að sá sem hefði verið þar langdvölum án þess að mennt- ast og mannast hefði verið „úr skrýtnum steini". Um fermingar- aldur lék hann sér að því að yrkja vísur jafnvel heil kvæði. í gagn- fræðaskóla birti hann í skólablaði kvæði sem bera ýmsu öðru en æsku hans vitni. Þá iðkaði hann og hljómlist og var jafnvígur á mörg hljóðfæri. Friðrik Guðni var listamaður. Hann skynjaði mannlífið og um- hverfi sitt allt næmum taugum þess sem sameinar með undarlegum hætti að vera opinskár og sjálf- hverfur. Slíkum mönnum kann lífíð tíðum að vera erfiðara en hinum sem eiga í brjósti sér þann streng er hefur í sér fólginn ala hljóma mannshjartans frá björtustu gleði til svörtustu sorgar. En Friðrik var ekki einungis listamaður. Hann var og karlmenni. Honum var léð — líkt og föður hans — náðargáfa skopvís- innar. Honum var ljóst að allt sem við mennimir fáumst við er ógnar- smátt, baggarnir „skoplitlir“. En allt um það glataði hann aldrei draumnum um ævintýrið fagra: Engin mjöll markar spor hans enginn múr heftir fór hans - samt kemur hann eftir hversdagsins hjaðningavíg eftir dægurglaumsins ragnarök biður um gisting hógvær af hjarta lítillátur þiggur gisting og geldur þeim er veitir með friði Hann skynjaði það af næmleika skáldsins að til þess að draumurinn rætist og ævintýrið hverfíst í veru- leika eða veruleikinn í ævintýri þurfum við að taka þátt í leiknum — ekki einungis ég. Honum geðjað- ist lítt að þeim hugmyndum sem gera ráð fyrir að eigingirni og sjálfselska séu gildustu þættirnir í sálarlífi manna. Hann vissi að hin mikla hljómkviða rís ekki á einum, stökum tóni. Fagurt mannlíf verður til vegna samleiks og samvinnu: Guð getur búið til sólina og guð getur búið til blómin og guð getur látið sólina skína og blómin anga og þessvegna getur guð líka búið til fagurt mannlíf ef við biðjum hann öll nógu vel og hjálpum pínulítið til Svo segir í ljóðaflokki sem hann kvað eftir móður sína. Mér býður í grun að skáld, sem þannig yrkir, deyi ekki. Friðrik Guðni var, sem fyrr sagði, leikur einn að binda hugsanir sínar í rímuð ljóð og stuðla. Ég hygg hann hafi verið einn mestur rím- snillingur skálda af sinni kynslóð. í þriðju ljóðabók hans er kafli sem heitir Dýravísur. Þar er kvæðið Lóa: Meðan sumarkyrrðin • kvæðum stafar holt og tún syngur enginn dýrðin dægrum saman nema hún. Undir þinni svörtu silkitreyju býr eitt að kveða ljóðin björtu bæði um Guð og ekki neitt. Ut úr þínu hjarta himingullið streymir enn tónaflóðið bjarta bæði fyrir Guð og menn. Síðasta erindið finnst mér geyma í hnotskurn ævi skáldsins sjálfs. í rauninni þarf þar litlu við að bæta. Síðasta bók Friðriks Guðna kom út fyrir jólin í fyrra, Kór stundaglas- anna. Það vakti athygli að rímarinn ágæti lagði þar á ný mið. Um ljóð- in sagði meðal annars á bókarkápu: „Hann slær strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánast á tungu- málið eins og hljómborð. Ljóð — í ætt við draumstef, dularfullar radd- ir úr steini og hóli eða niðinn eilífa við fallvötn og fjöru — bregða sér- kennilegum blæ yfir þessa bók. Og þó er hún umfram allt dvergsmíð úr íslensku afli, efniviðurinn tunga vor forn og samt ætíð ný.“ Hér er ekkert ofsagt. Að mínu viti sætti þessi bók meiri tíðindum en annað skáldskaparkyns sem gefið var út í fyrra. Eg var svo barnalegur að halda að þeir sem veita svonefnd bókmenntaverðlaun bak jólum og kenna við það sem íslenskt er hefðu ekki aðra viðmiðun en gæði þeirra texta sem um skyldi fjallað. En að sjálfsögðu var fráleitt að ætla að slíkt gæti gerst í þröngu kunningja- samfélagi spéhræðslunnar þar sem hver etur hugsunarlaust eftir öðr- um. Og þegar dómurinn féll komu mér í hug upphafserindin í ljóði Friðriks, Frávísun, í bókinni sem léttvæg var fundin. Þau sýna hve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.