Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.08.1992, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 KORFUKNATTLEIKUR Guðmundur áfram með Grindavík GUÐMUNDUR Bragason, landsliðsmaður f körfuknattleik, fer ekki til Bandaríkjanna í haust eins og til stóð og leikur því með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í vetur. Frá þessu var gengið í gærkvöldi. Eyjólfur Guðlaugsson, formaður körfuknattleiks- deildar, sagði að Guðmundur væri liðinu mikill styrkur og ástæða væri til bjartsýni. Allir, sem hefðu verið með í fyrra væru áfram í vetur og auk þess kæmu Sveinbjörn Sigurðsson og Bergur Eðvarðsson aftur í hópinn. Guðmundur ætlaði í nám í Bandaríkjunum, en ekk- ert varð úr því að þessu sinni og því ákvað hann að vera um kyrrt í Grindavík. Dan Krebbs tók við þjálfun liðsins í sumar af Gunn- ari Þorvarðarsyni og leikur hann jafnframt með Grind- víkingum. Guðmundur Bragason CoKon þjálfar Njarðvíkinga BIKARMEISTARAR Njarðvíkinga íkörfuknattleikgengu ígær- kvöldi frá ráðningu þjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Njarðvíkingar réðu Bandaríkjamanninn Paul D. Colton, sem er 31s árs og með átta ára reynslu sem þjálfari menntaskóla- og háskól- aliða. Hann er væntanlegur til landsins eftir helgi. Ólafur Eyjólfsson, formaður körfuknattleiksdeildar, sagði að ákveð- ið hefði verið að fá erlendan þjálfara. Fyrir skömmu kom einn Banda- ríkjamaður til reynslu, en hann fékk betra tilboð og því varð Colton fyrir valinu. Friðrik Rúnarsson þjálfaði Njarðvíkinga undanfarin tvö og hálft ár, en hann hefur nú tekið við stjórninni hjá KR. ÚRSLIT 1. deild kvenna: KR-Höttur..........................3:0 Ama Hilmarsdóttir, Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir, Hildur Kristjánsdóttir. ÍA-UBK......................i...frestað 2. deild kvenna ÍBK-Ægir...........................11:0 Katrín Eiríksdóttir 4, Lóa Björg Gestsdóttir 3. Anna María Sveinsdóttir 2, Erla Runólfs- dóttir 1, Eva Sveinsdóttir 1. 3. deild Þróttur - Dalvfk....................3:2 Kristján Svavarsson 2, Guðbjartur Magna- son - Jón Örvar Eiríksson, Garðar Níelsson. Magni - Haukar......................2:1 Hreinn Hringsson, Reimar Helgason - Sæv- ar Pétursson. Grótta - Ægir...................frestað Tindastóll - Völsungur..............2:1 Sjálfsmark, Bjarki Pétursson - Jónas Hall- grímsson. ■Tindastóll hefur tryggt sér sæti í 2. deild. 4. deild Pjölnir - Bolungarvík...............8:1 Þorvaldur Lúðvíksson 2, Guðmundur Helga- son - Hannes Már Sigurðsson. Kormákur • Hvöt.....................1:2 Rúnar Guðmundsson - Hallsteinn Trausta- son, Ásgeir Valgarðsson. Höttur - Austri.....................5:1 Eysteinn Hauksson 3, Freyr Sverrisson, Vilberg Jónsson - Viðar Sigurjónsson. Um helgina Knattspyrna 1. deild karla: Sunnudagur kl. 19 Vestmanneyjarvöllur: ........ÍBV - KR Víkingsvöllur: ..........Víkingur - Þór Akureyrarvöllur: ..............KA - ÍA Mánudagur kl. 18:30 Valsvöllur: ................Valur - FH Kópavogsvöllur: ...........UBK - Fram 1. deild kvenna: Laugardagur kl. 14 Þórsvöllur: ............Þór - Þróttur N Sunnudagur kl. 14 Valsvöllur: ..,..........Valur - Höttur 2. deild Laugardagur kl. 14. Keflavíkurvöllur: .............ÍBK - BÍ 3. deild: Laugardagur kl. 14 Siglufjarðarvöllur: ..KS - Skallagrímur 4. deild: Laugardagur kl. 14 Selfossvöllun ........Emir - Hvatberar Gervigrasvöllur: .....Árvakur - Hafnir Njarðvíkurv:..... Njarðvík - Víkingur Ó1 Sandgerðisvöllur: ......Reynir - UMFA Stykkishólmur ............Snæfell - HK Laugavöllur: .........HSÞ b - Þrymur Hofsósvöllur: ..............Neisti - SM Djúpavogur: ...........Neisti D - Valur Homafjörður: .........Sindri - Huginn F Stöðvarfjörður: .........KSH - Einheiji Seyðisfjörður: .........Huginn - Leiknir Egilstaðir: .............Höttur - Austri Laugardagur kl. 17 Gervigras: ............Víkveiji - Leiknir Sunnudagur kl. 14 Ármannsvöllur: Ármann - Bolungarvík Frjálsíþróttir Bikarkeppni FRÍ í 1. og 2. deild fer fram um helgina á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Keppni hefst kl. 13 báða dagana. Áætlað er að mótinu Ijúki um kl. 17 á sunnudag- inn. Tveir erlendir keppendur taka þátt á mótinu, Þjóðveijinn Wolfgang Schmidt og Mike Buncic frá Bandaríkjunum en þeir keppa báðir í kringlukasti. Golf Norðurlandamótið í golfi var sett i gær og keppni hefst kl. 8 árdegis í dag. Kylfmg- amir leika 54 holur, 36 holur í dag og átj- án holur á morgun er mótinu lýkur. Siglingar Kjölbátakeppni ársins í siglingum fer fram í dag. Ræst verður kl. 12 með fall- byssu Landhelgisgæslunnar. Keppnisbraut- in byijar og endar við „Sólfarið" og sigldur er eyjahringurinn svokallaði, í kringum Við- ey og Engey. Öllum kjölbátum er heimil þáttaka. Borðtennis í tengslum við æfingabúðir fþróttasam- bands fatlaðra verður haldið opið borðtenn- ismót í dag. Það fer fram í íþróttahúsi fatl- aðra og hefst kl. 10. KNATTSPYRNA || FRJÁLSÍÞRÓTTIR / BIKARKEPPNIN Glæsimörk KR gegn Hetti KR vann öruggan 3:0 sigur á neðsta liði 1. deildar kvenna, Hetti, í Kaplaskjólinu í gærkvöldi ■IIBB og hefndi tapsins úr Stefán fyrri leik liðanna Stefánsson fyrir austan -sem skrífar heimamenn unnu á kæru. Mörkin voru glæsileg en veðrið leiðinlegt. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi gestanna sem svör- uðu með skyndisóknum. Eftir tutt- ugu mínútur gerði Ama Hilmars- dóttir fyrsta mark KR með hnitmið- uðu skoti utan úr teig og tuttugu mínútum síðar bætti Guðrún Jóna Kristjánsdóttir um betur með þrumufleyg langt fyrir utan víta- teig, í slána upp við samskeytin, og inn. Á 46. mínútu innsiglaði Hildur Kristjánsdóttir sigurinn með óverj- andi skallabolta af stuttu færi. KR-ingar sóttu síðan án afláts en Hattarstúlkum tókst að verjast og mörkin urðu því ekki fleiri. “L Jón Arnar Magnússon Sextán störf erlendis ÍSLENSKUM knattspyrnudóm- urum hefur verið úthlutað 16 störfum erlendis í næsta mán- uði. Um er að ræða fjóra leiki og fjögur störf í hverjum — einn U-21 s árs landsleik, leik í Evr- ópukeppni meistaraliða og tvo í Evrópukeppni félagsliða. Knattspyrnusamband UEFA skipaði Braga Bergmann sem dómara á leik Noregs og San Mar- ínó í Evrópukeppni U-21s árs landsliða, sem verður 8. setember. Dómaranefnd KSÍ valdi Egil Má Markússon og Gísla Guðmundsson sem línuverði og Gylfa Orrason sem Q'órða mann. Dómaranefndin raðaði einnig mönnum á þrjá Evrópuleiki félagsl- iða, sem verða 30. september. Eyj- ólfur Ólafsson dæmir leik Porto og US Lúxemborg í meistarakeppn- inni, en Ari Þórðarson og Kári Gunnlaugsson verða línuverðir og Sæmundur Víglundsson fjórði mað- ur. Gylfí Þór Orrason dæmir leik Derry City og Vitesse i Evrópu- keppni félagsliða, UEFA-keppn- inni. Ólafur Ragnarsson og Pjetur Sigurðsson verða línuverðir, en Bragi Bergmann fjórði maður. Guðmundur Stefán Maríasson dæmir Ieik Spora Lúxemborg og Sheffield Wednesday í UEFA- keppninni, en Gísli Guðmundsson og Gísli Björgvinsson verða línu- verðir og Egill Már Markússon fjórði maður. Sæmundur Víglundsson dæmdi tvo leiki á Norðurlandamóti dren- gjalandsliða, sem fór fram í Noregi fyrr í mánuðinum, og fékk góða dóma. LYFJAMISNOTKUN Fall Krabbe dregur dilk á eftir sér SEINNI þvagsýni þýsku hlaupadrottninganna Katrínar Krabbe og Grit Breuer reyndust jákvæð rétt eins og þau fyrri, en greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í gær. Stúlkurnar, sem við- urkenndu að hafa neytt astmalyfsins clenbuterol frá 16. apríl s.l., eiga yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann og draumur Neubrandenburgar, heimabæjar kvennanna, um að verða ein helsta miðstöð íþrótta í Þýskalandi, er nánast orðinn að martröð. Stúlkurnar voru óvænt teknar í lyfjapróf í byijun júlí eins og greint hefur verið frá og reyndust öll þvagsýnin jákvæð. Þær sögðust hafa tekið astmalyfið í góðri trú eft- ir að hafa verið sagt að það væri ekki á bannlista. Þýska fijálsíþróttasambandið á eftir að tilkynna opinberlega um væntanlegt keppnisbann og frá hvaða tíma það á að gilda. Hvort sem miðað verði við 16. apríl eða 2. júlí (daginn, sem fyrsta lyfjapróf- ið var framkvæmt) er almennt geng- ið út frá fjögurra ára banni og því varla gert ráð fyrir stöllunum á Ólympíuleikunum í Atlanta, sem hefjast 20. júlí 1996. Reyndar er almennt talið að keppnisferlinum sé þegar lokið. Eftir fall Berlínarmúrsins og sam- einingu þýsku ríkjanna 1990 hrundi nær öll skipulögð íþróttastarfsemi í fyrrum Austur-Þýskalandi, fyrst og fremst vegna þess að þjálfarar og keppnisfólk þyrptust vestur yfir í leit að fé, frægð og frama. íþróttafé- lagið í Neubrandenburg hélt velli og með Krabbe, sem er 22 ára, sem flaggskip voru styrktaraðilar fúsir að leggja því lið enda var það ávallt í sviðsljósinu. En nú kveður við ann- an tón. „Við erum á barmi gjald- þrots vegna þessa máls [lyfjami- snotkunar Krabbe],“ sagði Heiner Jank, framkvæmdastjóri félagsins, þar sem Krabbe byrjaði að æfa 13 ára gömul. Þegar hefur eitt fyrirtæki hætt stuðningi sínum og önnur eru líkleg til að fylgja í kjölfarið. íþróttavöru- framleiðandinn Nike hefur séð félag- inu fyrir ókeypis búnaði, en samn- ingurinn rennur út í október. „Við metum þá hvort félagið verði eins aðlaðandi án helstu stjörnunnar,“ sagði talsmaður fyrirtækisins í Þýskalandi. Bærinn með aðstoð banka hafði ráðgert að leggja um 30 milljónir marka (liðlega 1,1 millj- arð ÍSK) í byggingu nýrrar íþrótt- amiðstöðvar og aðstöðu fyrir félagið, en nú er málið í endurskoðun. Sömu sögu er að segja af áformum bæjar- ins um uppbyggingu iðnaðarhverfis, þar sem hugmyndin var að fá utan- aðkomandi aðila til að leggja fram um 150 milljónir marka (liðlega 5,5 milljarða ÍSK.). „Við höfum lagt hart að okkur við undirbúningsvinnu í tvö ár, en fáum svo þennan skell,“ sagði heiðursforseti félagsins. Jón Amar fékk sleggju íhnéð JÓN Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður meiddist á hné í vikunni og keppir ekki með HSK í Bikarkeppni FRÍ á Varm- árvelli ídag. Meiðsli Jóns eru ekki alvarleg en engu að síður slæm tíð- indi fyrir frjálsíþróttafólk félagsins -— sem talið er líklegast til að veita bikarmeisturum FH frá því í fýrra einhveija keppni. Jóni var ætlað að verða lykilmaður í HSK liðinu. Búið var að skrá hann í sjö greinar auk þess sem hann átti að vera vara- maður í þremur. „Þetta var svo klaufalegt að það er varla hægt að segja frá þessu,“ sagði Jón Arnar um atvikið. „Ég var að lemja niður járnstaur sem ég studdi við með hnénu, sieggjan skrapp til og hafnaði í hnénu og ég get því hvorki stokkið né hlaup- ið.“ Einvígi Einars og Sigurðar Einvígi Einars Vilhjálmssonar og s* Sigurðar Einarsson ber hæst af ein- stökum greinum í bikarmótinu. Það hefst kl. 15 í dag. Að þessu sinni keppa þeir báðir í 2. deild, Einar með ÍR og Sigurður með Ármanni. Þá fær Vésteinn Hafsteinsson verð- uga andstæðinga í kringlukastinu því fyrrum heimsmeistari Wólfgang Schmidt frá Þýskalandi og Mike Bunic frá Bandarílqunum verða á meðal keppenda. KARFA / U-16 Góðir mögu- leikar hjá strákunum m Islenska drengjalandsliðið sigraði Englendinga 80:78 í hörkuspenn- andi leik í undankeppni EM í körfu. Bergur Emilsson tryggði íslenska lið- inu sigur með síðustu körfunni og lið- ið á nú góða möguleika á að komast áfram í lokakeppnina í fyrsta sinn. Að sögn forráðamanna íslenska liðsins var leikurinn harður. Helgi Guðfinnsson sem verið hefur besti maður liðsins lenti í villuvandræðum en Axel Nikulásson þjálfari liðsins hrósaði Gunnari Einarssyni sérstak- lega fyrir góða frammistöðu i vörninni. Amþór Birgisson skoraði flest stig íslenska liðsins 19, Ómar Örn Sigm- arsson var með sextán stig, Hafsteinn Lúðvíksson tíu og Bergur Emilsson níu. ísland leikur lokaleik sinn á sunn j'*" dag, pgn Kýpur. Sigur í þeim leik tryggir liðinu sæti í lokakeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.