Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 / tilefni af sjötugs afmceli mínu sendi ég þakk- ir vinum og samstarfsmönnum, einnig Póst- mannafélagi Íslands, Neytendasamtökunum, Félaginu Island - ísrael, Náttúrulœkningafé- lagi Reykjavíkur og Vinafélagi Borgarspítalans fyrir veglegar gjafir, blóm og skeyti. GuÖ blessi ykkur öll. Reynir Ármannsson. I Glugginn auglýsir: Nýjar haustvörur Blússur, peysur, pils Svissnesku ferðapilsin komin GiUggínn, Laugavegi 40. ....ilccminluii Verð á mann í tvíbýli frá kr. 3.000,- Paradíd -rétt handati við hœðina Lágmarksdvöl 2 nætur - hámarksdvöl 2 vikur. INNIFALIÐ: Gisting, heilsufæði (hálft fæði), jógaleikfimi, hugrækt, fræðsla og kynningar. °Verð pr. mann í tvíbýli. 2 vikur kr. 3000 pr. nótt, 1 vika kr. 3.500 pr. nótt, 4 nætur kr. 3.850 pr. nótt, 2 nætur kr. 4.450 pr. nótt. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500 pr. nótt. yj Fræðsla um heilnæma lifnaðarhætti Hugrækt Jógaleikfími Sund og líkamsrækt Gönguferðir og útivist Prekþjálfun Heilsufæði Sjúkranudd Slökunarnudd Svæðanudd Aromatherapy Andlitsböð Hand- og fótsnyrting HeiLmdagarnir d Hótel Örk hefjajt 30. dgújt heilsudögum á Hótel Örk gefst þér kostur á að endur- Æ m skoða og breytaýmsu því sem betur mætti fara í dag- ®>/®/l'legri neyslu og venjum, njóta heilsusamlegra kræsinga og auka líkamlegan þrótt og þol. Allur aðbúnaður er framúr- skarandi; útisundlaug, tveir heitir pottar, náttúrulegt gufubað, nuddstofa, snyrti- og hárgreiðslustofa og veitingastaður sem býður uppá veisluheilsufaeði. Komdu burt úr stressinu og láttu okkur dekra við þig. Steinhögg _______Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson Það eru ekki margir íslenskir myndhöggvarar nú á tímum sem iðka list sína á þann hátt sem gert var í árdaga og orðið höggmynd segir til um, þ.e. með því að höggva myndir sínar út úr steini eða öðru efni. Það er helst að nefna megi Gest Þorgrímsson og Pál Guð- mundsson sem steinhöggvara, en flestir aðrir vinna með öðrum að- ferðum, t.d. mótun mýkri efna og logskurð málma, eftir því sem hent- ar viðkomandi og þeirri myndsýn sem á að koma til skila. Vegna þessa vekur alltaf nokkra eftirtekt þegar nýir listamenn á þessu sviði opna sína fyrstu sýn- ingu. Hjónin Einar Már Guðvarðar- son og Susanne Christensen sýna um þessar mundir nokkrar högg- myndir sínar í kaffistofu Hafnar- borgar í Hafnarfirði, og er þar um að ræða verk sem Einar hefur unn- ið í hvítan marmara og íslenskan grástein, en Susanne hefur unnið sínar myndir í íslenskt móberg. Þau hjónin koma eftir nokkuð óvenjulegum leiðum að högg- myndalistinni. Þau hafa ekki stund- að neitt formlegt listnám á þessu sviði, en hafa lært af reynslunni, og fikrað sig áfram með efnið hvetju sinni. Þau bjuggu um árabil í sunnanverðu Grikklandi, þar sem þau tóku að vinna í stein, og eftir að hafa dvalið norður í Hrísey vetur- inn 1990-91 fóru þau enn lengra til að kynnast listinni og dvöldu þannig um tíma m.a. í Japan, Nep- al og á Nýja-Sjálandi. Verk Einars á sýningunni eru öll í smærri kantinum og eru augljós- lega unnin með tilvísun til þess sem var að gerast í höggmyndalist á fyrri hluta þessarar aldar, t.d. hjá Brancusi. í þeim eru mjúkar línur ráðandi og formgerðin vísar öll til lífrænna eiginda; þannig er egg- formið áberandi í nokkrum verkum og önnur sýna svipuð tengsl. Úr- vinnslan er mjög góð, þannig að steinninn hefur fengið afar fínlega og mjúka áferð í höndum lista- mannsins, Marmaraverkin, t.d. „Hlykkur“ (nr. 6) líkjast því meir einhveiju sem unnið er í mjúkt efni eins og leir fremur en harðan stein. Grásteinninn er unninn á svipaðan hátt, en vegna stærðarinnar njóta þau verk sín öllu betur; einkum eru verkin „Samsömun" (nr. 3) og „Fögnuður" (nr. 1) rismikil í ein- faldleik formsins. Helst má fínna að því að Einari hættir til að vinna steininn of mik- ið; harka hans og grófleiki eru efn- isþættir sem einnig þurfa að njóta sín, og flauelsmjúk áferðin nær ekki að fela þá. Fjölbreyttari form- gerð myndi eflaust auðvelda honum að takast á við fleiri eiginleika steinsins. Susanne sýnir hér nokkur verk sem hún hefur unnið í íslenskt móberg, og hún hefur valið nokkuð framandi viðfangsefni fyrir þennan efnivið; austurlensk búdda-andlit og einföld, allt að því barnsleg, myndgerðin eiga ekki' sístan þátt í því. Efnið sjálft nýtur sín vel í verk- inu „Lama“ (nr. 7) og hið eilífa myndefni, móðir og barn, er einkar vel framsett í hinu þétta formi myndarinnar „Saman" (nr. 8). Þessi sýning er hógvær byijun á sýningarferli Einars og Susanne á sviði höggmyndalistarinnar, og er full ástæða til að hvetja þau til að halda áfram, og takast á við fjöl- breyttari viðfangsefni í framtíðinni. Sýning þeirra Einars Más Guð- varðarsonar og Susanne Christen- sen í kaffistofu Hafnarborgar stendur til 30. ágúst. Brúðkaup o.fl. Ljúfir tónar Hljómlist á píanó. Upplýsingar í síma 91-641715. Skúli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.