Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1992, Blaðsíða 27
FÖLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ yu*v* 11 ih/•!<■{'/' r ))iof/i SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1992 TONLIST Perúskir tónsnillingar Fyrir skernmstu var stödd hér á landi perúsk hljómsveit sem gerði svo mikla lukku, að þeir aðilar sem buðu sveitinni hingað eru þegar farnir að leggja á ráðin að bjóða henni aftur. Og sveitarmeðlimir voru hrifnir af landi og þjóð og vilja koma ef hægt er að koma því við. Hljómsveit þessi heitir Titicaca ,með undirtit- ilinn „Raze de bronce“ og lék hún hér í Nor- ræna húsinu, Púlsin- um og Argentínu steikhúsi. Sömu aðil- ar, ásamt Goða, vinna nú að þvi að fa hina Liðsmenn perúsku tónlistar- menn aftur og er stefnt að því að það geti orðið í október eða nóvem- ber. „Þeim var feiknavel tekið hvar sem þeir komu. Ég get helst talað fyrir minn stað og fjörið var meiri Titicac á fullu á Argentínu. háttar. Þeir gengu um á meðal fólks, dönsuðu í halarófu og fluttu þjóðlega suður ameríska tónlist með léttu ívafi. Poppuðu hana meira að segja á stundum, en notuðu þó aldrei önnur en þjóðlegu Morgunblaðið/KGA. hljóðfærin," sagði Óskar Finnsson veitingamaður í Argentínu steik- húsi, en þar kom hljómsveitin síð- ast fram áður en hún hélt utan til spilamennsku í öðrum löndum. CP ðir IHAUSTTILB( Qlrúlegl verfl 25 - 50'/. afsláttur of gislingu frá 17. ágúst. 2 1/2 tíma aksturfrá Reykjavík, staðsett í kyngimagnaðri náttúru Snæfellsness. Óteljandi afþreyingarmöguleikar eða ... algjör hvíld í rólegu umhverfi. Rómaður staður. Dekur í mat og drykk. Uppskerudagar, kertaljós og kelerí. Hötel Búðir.......öðruvísi sfaður!!! Borðapantanir og upplýsingar í síma 93-56700. Þeir Guðmundur og Árni hjá Bergvík Morgunblaðið/KGA. MYNDBÖND Landkynningar- myndbönd úr smiðju Bergvíkur Fyrirtækið Bergvík hefur verið við lýði í 10 ár og fyrstu árin var fyrirtækið í hópi brautryðjenda í fjölföldun myndbanda hér á landi. Sú starfsemi er enn snar þáttur hjá Bergvíkingum, en í sumar hef- ur kveðið við nýjan tón. Myndbönd með landkynningarefni fyrir túrista hafa litið dagsins ljós og síðustu tvö árin hefur fyrirtækið einnig breytt hressilega til með útgáfu myndbanda sem fjalla um íslenskar laxveiðiár. Barnaefni er einnig ný- lunda hjá Bergvík, Pósturinn Páll lítur nú dagsins ljós á fjórum mynd- böndum. „Við höfum lengi dreift alls kon- ar efni fyrir. aðra, en ekki verið sjálfir með framleiðslu, þannig að þetta er nýlunda hjá okkur," sögðu þeir Guðmundur Olafsson og Arni Siguijónsson hjá Bergvík í samtali við Morgunblaðið. Fyrr í sumar komu út myndbönd annars vegar um „gullna hringinn" sem fram- leitt var af félagsskap í Biskups- tungum og fjallar um svæðið og hins vegar myndband um Reykja- vík. Á næstu dögum kemur svo „íslandsmyndband" út hjá Bergvík og á næstunni band um Þingvelli. Myndbönd þessi eru fáanleg á ít- ölsku, dönsku, sænsku, norsku, þýsku, ensku og frönsku, auk þess sem þau fást fyrir ameríska kerfið- „Þetta eru almenn og yfirgripsmik- il bönd sem hafa fengið góða dóma hjá þeim sem séð hafa. Það eru Magnús Guðmundsson og Guð- mundur kenndur við ísfilm sem hafa unnið þessi bönd fyrir okkur, við gerðum við þá þriggja banda samning og óvíst er nú hvað tekur við í þessum efnum. Það er margt sem okkur langar til að gera og þetta er kannski fremur spurningin um það hver verður fyrstur til að koma til móts við okkur og leggja okkur lið við framleiðsluna. Þetta kostar háar fjárhæðir og á því strandar margt sem við vildum gera, en ef menn myndu átta sig á því hvað það getur haft mikla fjárhagslega þýðingu að leggja peninga í kynningarmyndbönd þá væri ekki efnisskortur hjá okkur,“ sögðu þeir Guðmundur og Árni. Þeir segja að sama gildi um fram- leiðslu laxveiðimyndbandanna. Þeir gerðu síðast myndband um Elliða- árnar í samvinnu við Ásgeir Ing- ólfsson, en segja það skorta mjög að áreigendur og leigutakar leggi þeim lið. „Okkur langar mest á þessari stundu til að endurbæta myndbandið um Laxá í Kjós, sem er slakt og gera nýja mynd um Norðurá. Um framhaldið er ekki annað að segja, en við höfum áhuga á að halda áfram og gera fleiri bönd,“ segja félagamir. PALLAR KYNHA UANDAÐA VINNUSKÚRA OG SKEMMURÁ 299.000/- kr. stgr. m/vsk. ósamsettur. Lengd: 384 sm, breidd: 257 sm, hœð: 250 sm VIÐRAÐANLEGU VERÐI! Carpedil Vinnuskúrar ♦ Fulleinangraður ♦ Sérstakir krókar til hífinga ♦ Rafmagn 499.000/-... 539.000/- kr. miðað við greiðslukjör. lengd: 564sm, breidd: 257sm, hœð: 250sm *verð á samsettum skúr með álhurð og einum álglugga án VSK 24.5%. Lengd: 510 sm, breidd: 260 sm, hœð: 200 sm 92.080/- kr. stgr. m/vsk. Lengd: 425 sm, breidd: 260 sm, hœð 200 sm 84.693/- kr. stgr. m/vsk. Lengd: 170 sm, breidd 170 sm, hœð 200 sm 49.470/- kr. stgr. m/vsk. Carpedil vinnuskúramir henta vel fyrir íslenskar aðstæður, einangrunin er úr Urethan efni, sérstakir styrktarbitar eru í öllum homum og innbrennt blikk er utan og innan í öllum einingum (þarf ekki að mála). Auðvelt er að hólfa þá niður og ráða staðsetningu glugga og hurða -fáanlegir í rnörgum stœrðum. Carpedil Skemmur Sterkar, meðfærilegar og viðhaldsfríar skemmur úr galvaniseraðu blikki með innbrenndum lit, það tekur einn mann ca. 1 klst. að setja Carpedil skemmumar upp. Hentugar sem tímabundin geymsla, bílskúr, beituskúr, bátaskýli ofl. ofl... -fáanlegar í mörgum stœrðum. Pallar hf Dalvegi 16. Kópavogi, Sími 64 10 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.