Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 185. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Serbar hóta að skjóta á flugvél- ar í neyðarflugi Sarcyevo. Daily Telegraph, Reuterr SKOTIÐ var af sprengjuvörpum á fjölfarna götu í miðborginni og fleiri staði í Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu í gær og fórust a.m.k. átta manns. Ein sprengjan kom niður á bíl rétt hjá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og féllu þar fjórir menn. Nokkrum stundum fyrr komst bílalest á vegum SÞ, sem flutti nær 50 tonn af matvælum og ýmsum hjálpargögnum til borgarinnar Gorazde, slysalaust aftur til Sarajevo. Sjónvarpið í Belgrad sagði serbneskan herforingja hafa hótað að skjóta niður flugvélar sem hann sagði varpa niður vopnum til skæruliða í grennd við Sarajevo. Ratko Mladic, einn herforingja Serba í Bosníu, hótaði í gær að skjóta niður flugvélar, sem flyttu hjálpargögn á vegum Sameinuðu þjóðanna, og sagði, að þrisvar sinn- um að minnsta kosti hefði verið varpað úr þeim vopnum til liðs- sveita Króata og múslima. Eru þessar ásakanir taldar út í hött en óttast er, að með þær að skálka- skjóli ætli Serbar að hætta öllu samstarfi við SÞ. Liðsmenn franskra verkfræð- ingasveita voru sendir frá Sarajevo til að eyða jarðsprengjunum á leið- inni til Gorazde en þangað hefur engin aðstoð borist fyrr og voru matvæli þar á þrotum, ekkert raf- magn er þar að fá eða rennandi vatn, að sögn liðsmanna SÞ. Borg- arbúar tóku á móti bílalest SÞ-lið- anna á aðaltorgi borgarinnar með tárum og blómum á laugardag, Múslimskur hermaður í Gorazde. fölir og aðþrengdir eftir hörmungar undangenginna mánaða. „Aðstæð- urnar [í Gorazde] eru hræðilegar," sagði franskur herlæknir er var í fylgd með frönsku og úkraínsku friðargæslusveitunum sem fóru til Gorazde. „Ég hef séð þetta gerast í Afríku en aldrei í Evrópu.“ íbúa- fjöldinn hefur aukist úr 35.000 í um 50.000 vegna straums flótta- fólks frá nágrannabyggðum. Hvergi var ástandið verra en í Sam- okavlja-sjúkrahúsinu. Þar var um 60 sjúklingum veitt allra brýnasta hjálp í byggingum sem búið er að skjóta sundur og saman. Deyfilyf eru nær alveg úr sögunni. Flokksþing repúblikana hafið Reuter Flokksþing bandarískra repúblikana hófst í Houston í Texas í gær og fer það fram í Houston Astro- dome, risastórri íþróttahöll þar í borg. Það getur farið eftir því hvernig til tekst á þinginu, sem stend- ur í fjóra daga, hvort George Bush forseti á mögu- leika á endurkjöri í kosningunum í nóvember en hann stendur nú mjög höllum fæti fyrir Bill Clint- on, frambjóðanda demókrata, samkvæmt skoðana- könnunum. Flokksþingið hófst í gær með sigri hægri armsins en hann fékk því framgengt, að ákvæði stefnuskrárinnar um fóstureyðingar var samþykkt óbreytt. Við það tækifæri ítrekaði Bush andstöðu sína við fijálsar fóstureyðingar. Sjá „George Bush heldur ...“ á bls. 25. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætla að koma shítum til varnar: Bush varar Iraksstjórn við hörðum viðbrögðum Pn.'fnn li'i.i, lfni.li Blnndnl f»*ÁH n **iín „n MnfminklqAoinD Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnblaðsins. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti sagði í viðtali við sjónvarps- stöðina CNN í gær að Banda- ríkjamenn gætu með rétti „beitt valdi ef nauðsyn krefur“ til þess að knýja Saddam Hussein, for- seta íraks, til að hlíta alþjóðleg- um kröfum um eftirlit og bætti við að hann ætti ekki að^fá að „misþyrma eigin þjóð“. írakar virtust í gær hafa komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn gerðu alvöru úr meintum áætlunum um sprengjuárás á Bagdad er Heill áratugur fór í súginn í Suður-Ameríku Skuldakreppunni lokið Buenos Aires. Rcuter. SKULDAKREPPAN, sem óttast var, að myndi sliga þriðjaheimsrík- in og valda jafnvel efnahagslegri kollsteypu um allan heim, virðist vera að líða hjá, að minnsta kosti í Rómönsku Ameríku. „Skuldasög- unni er lokið, ekki aðeins í Brazilíu, heldur einnig í öðrum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku,“ sagði Marcilio Marques Moreira, efna- hagsmálaráðherra Brazilíu nýlega en afleiðingar skuldasöfnunar- innar erlendis voru þær, að hagvöxtur í heilan áratug fór i súginn. Segja má, að skuldakreppan svokallaða hafi hafist fyrir 10 árum, 20. ágúst 1982, þegar Mex- ikóstjórn tilkynnti, að hún gæti ekki lengur greitt af erlendum skuldum ríkisins. Versta martröð bankanna var orðin veruleika, allt að 220 milljarðar dollara virtust glataðir. Nú, tíu árum síðar, er búið að endursemja um og afskrifa að nokkru meira en 90% lánanna til Rómönsku Ameríku og útlit er fyrir, að bankarnir fái einhvern hluta þeirra til baka. Skuldabyrði ríkjanna er ekki nema brot af því, sem var, en íbúarnir vita hvað fyr- irhyggjuleysið kostaði. „Launin lækkuðu, atvinnuleysi óx, framlög til félagsmála minnk- uðu og fátæktin jókst, allt vegna skuldasöfnunarinnar," segir dr. Frances Stewart, sérfræðingur í alþjóðaþróun hjá Oxfordháskóla. Bankamenn og ríkisstjórnir hafa lært sína lexíu af þessu öllu sam- an. Lánsumsóknir eru skoðaðar ofan í kjölinn og bankarnir gera sér nú miklu betri grein fyrir því hvar áhættan liggur og grípa því fyrr til viðeigandi ráðstafana. Þar að auki keppast ríkisstjórnir í Róm- önsku Ameríku við að draga úr ríkisafskiptum af efnahagslífinu og um leið minnka líkur á, að þær taki risalán erlendis til að fjár- magna framkvæmdir á sínum veg- um. eftirlitssveit Sameinuðu þjóð- anna fékk óáreitt að ljúka erind- um sínum. Hussein hafði vart sneitt hjá þessum vanda þegar hermt var að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ráðgerðu að grípa til aðgerða til þess að veija shíta í suðurhluta íraks árásum íraska hersins. Sagt var að aðgerðum þessum myndi svipa til þeirra, sem gripið var til í því skyni að vernda Kúrda í norðurhluta íraks á síðasta ári. Nú fær íraski flugherinn ekki að athafna sig norðan 36. breiddar- baug og gert er ráð fyrir að það muni eiga við sunnan 32. breiddar- baugsins. Þessari áætlun er ætlað að fylgja eftir 688. ályktun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna_ um mannúðlega meðferð íbúa íraks. Alyktunin var samþykkt er Persa- flóastríðinu lauk. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að Hussein myndi eiga yfir höfði sér hernaðaraðgerðir vestrænna ríkja ef ráðist yrði á shíta í suðurhluta íraks og í frétt- um sjónvarpsstöðvanna NBC og CNN kom fram, að beitt yrði flug- vélum frá flugmóðurskipinu Inde- pendence, sem nú á Persaflóa, og frá stöðvum í landi. Þetta er öðru sinni á tveimur dögum, sem bandarískum fjölmiðl- um berast spurnir af fyrirhuguðum aðgerðum gegn írökum. Dagblaðið The New York Times greindi á sunnudag frá því að Bandaríkja- menn hygðust láta hart mæta hörðu á mánudagsmorgun (í gær) ef eftirlitsmenn SÞ fengju ekki að fara erinda sinna óhindrað. í frétt- inni var haft eftir embættismönn- um að stjórnvöld mætu stöðuna svo að sprengjuárásir á Bagdad myndu veita Bush aukinn styrk á flokksþingi repúblikana, sem hófst í gær. Eftirlitsmennirnir fengu hins vegar að fara allra sinna ferða óáreittir í gærmorgun og Níkíta Smídovítsj, sem hefur forystu fyrir þeim, sagði að hvergi hefði dregið til tíðinda. Eftirlitssveitin er skipuð 22 mönnum og hefur starfað með mikilli leynd í Irak undanfarna tíu daga. Hjá Sameinuðu þjóðunuijj var tilkynnt, að hún hefði komist yfir mikilvægar upplýsingar um eldflaugaáætlun íraksstjórnar. Bush neitaði því staðfastlega á sunnudag að hann hygðist nota sér ástandið í írak til pólitísks fram- dráttar og kallaði fréttina í The New York Times „grófa móðgun“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.