Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. AGUST 1992 Fundur í Al- versdeilunni áfímmtudag SAMNINGANEFNDIR starfs- manna íslenska álversins I Straumsvík og fyrirtækisins hafa verið boðaðar til sáttafundar hjá Ríkissáttasemjara næstkomandi fimmtudag. í gær var ekki búist við að samningamálin í álverinu kæmust á hreyfingu á fundinum. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari segist ekki vita til þess að afstaða deiluaðila hafi breyst en hann segist boða fundinn til að halda uppi sambandi aðila. Vinnu- veitendasamband íslands felldi miðlunartillögu Ríkissáttasemj ara þegar samið var á almenna vinnu- markaðnum. í dag hefur verið boðaður fundur með samninganefndum járniðnað- armanna og vinnuveitenda. Miðlun- artillaga Ríkissáttasemjara náði ekki til kjara þeirra. Á fundinum í dag leggur Vinnuveitendasamband- ið fram upplýsingar um áhrif Evr- ópska efnahagssvæðisins á járniðn- aðinn en skýrslan var unnin að ósk samninganefndar jámiðnarmanna. Alþingi fslendinga, 116. löggjafarþing, sett í gær á óvenjulegum árstíma Umræður umEES að hefjast ALÞINGI íslendinga, 116. lög- gjafarþing, var sett í gær við hefðbundna athöfn. Alþingi kemur nú saman í ágústmánuði samkvæmt samkomulagi for- manna þingflokkanna um að flýta samkomudegi þingsins til að taka samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði, EES, til afgreiðslu. Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem séra Árni Bergur Sigurbjörnsson predikaði, gengu alþingismenn og gestir til þinghússins þar sem forseti ís- jands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ávarpaði þingheim og las forseta- bréf um að Alþingi skuli koma saman. Eftir að þingheimur hafði minnst fóstuijarðar og forseta með ferföldu húrrahrópi undir Morgunblaðið/Kristinn Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, séra Bolli Gústavsson vígslubiskup, séra Ámi Bergur Sigurbjörnsson, ráðherrar, alþingismenn og gestir ganga til þinghúss að Iokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að venju stóðu reykvískir lögreglumenn heiðursvörð meðan á athöfninni stóð. forystu Friðriks Sophussonar fól forseti íslands aldursforseta Alþingis hefði verið kjörinn. fjármálaráðherra, í fjarveru Dav- þingmanna, Matthíasi Bjarna- Fundi var síðan frestað. íðs Oddssonar forsætisráðherra, syni, að stýra fundi uns forseti Sjá nánar á miðopnu Hlutafjárkaup einstaklinga árið 1991; I I I I I I Morgunblaðið/Árni Sæberg Lækjargata 4 endurreist Húsinu sem áður stóð við Lækjargötu 4 í Reykjavík er nú ætlaður framtíðarstaður við torgið á Arbæjarsafni, en það skemmdist er flytja átti það á safnið. „Sökkull og neðra gólf ér komið, og nú hefur verið hafist handa við að slá upp grindinni," sagði Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og safnvörður á Árbæjarsafni. „Þéss má geta að endurbygging hússins er mikið vandaverk, þvi nánast allt skemmdist sem skemmst gat. Þess vegna hafa menn lítið í höndun- um um gerð hússins og verða að hugsa flestallt upp á nýtt.“ Nikul- ás kvað ætlunina vera að ljúka verkinu haustið 1994, og mun hús- ið væntanlega hýsa sýningar- og fyrirlestrasali auk skrifstofa safns- ins. Afsláttur af tekjuskatti lækkaði úr 550 í 270 millj Sex þúsund manns keyptu hlutabréf fyrir 6-700 millj. árið 1991 en 10 þúsund manns fyrir um 1.600 millj. 1990 AFSLÁTTUR á tekjuskatti fyrir árið í fyrra vegna hlutafjárkaupa var um 270 milljónir króna, en var nálægt 550 milljónum fyrir árið 1990, samkvæmt upplýsingum frá Indriða H. Þorlákssyni í fjármála- ráðuneytinu. Þessi afsláttur stafar af hlutabréfakaupum rúmlega 6 þúsund einstaklinga fyrir 600-700 milljónir í fyrra, en árið á undan keyptu um 10 þúsund manns hlutabréf fyrir um 1.600 milljónir króna vegna afsláttarins. Þessar upplýsingar má lesa úr skattframtölum þessara ára. Minnkun hlutabréfaviðskipta af þessum sökum nemur því um einum milljarði króna, eða um 60%. Minnkunin stafar meðal annars af breytingum á reglum um skattaaf- slátt vegna hlutafjárkaupa, og urðu verðbréfasalar varir við mun minni ásókn í hlutafé i lok síðasta árs en um áramótin á undan. Reglunum var breytt á síðasta ári á þann veg að hámarksupphæð sem hlutafé má kaupa fyrir og fá þannig frá- dregna frá skattskyldum tekjum var lækkuð. Þá er nú nauðsynlegt að eiga hlutaféð í tvö ár frá kaup- degi, ætli kaupandinn að notfæra sér þetta skattalegá hagræði. Að sögn Indriða var þessari reglu kom- ið á til að stöðva þá þróun sem gerði vart við sig um áramótin 1990-91, þegar bar á því að hluta- bréf voru keypt rétt yfir áramótin, og síðan seld að nýju, til þess eins að hafa af því skattalegan hagnað. Dagvistarmál: Fjölgun fæðinga er hlut- fallslega mest í Reykjavík Þjóðhagsstofnun: Lítil raunhækkun fiskverðs erlendis ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð fyrir að verð sjávarafurða muni hækka lítillega á erlendum mörkuðum á næsta ári í erlendri mynt. Þórður Friðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir að sú hækkun verði þó væntanlega minni en verðbólga í helztu viðskiptalöndum, þannig að um raunlækkun geti orðið að ræða. SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofu íslands hefur fæðingum í Reykjavík fjölgað hlutfallslega meir en fæðingum á landinu öllu á tímabilinu 1985 til 1991. Munar þar töluverðu því fæðingum á landinu öllu hefur fjölgað um 17,6% á þessu tímabili en um 34,8% í Reykjavík. Þar að auki hefur aðfluttum barnafjölskyldum fjölgað meir en brottfluttum frá höfuðborginni árin 1990 og 1991. Þetta tvennt er hluti af skýringunni á hinum langa biðlista sem nú er eftir leikskólaplássi í Reykjavík. um aldri 2.988 talsins en brott- flutt 3.172 talsins. Ef skoðaðar eru tölur yfir tvö síðustu ár, það er 1990 og 1991, kemur hins vegar í ljós að aðfluttum börnum á þess- um aldri fjölgar nokkuð umfram brottflutt, eða um 90. í þjóðhagsspá Félags íslenzkra iðnrekenda er gert ráð fyrir verð- hækkun sjávarafurða erlendis á síð- ari hluta næsta árs vegna áhrifa samningsins um evrópska efnahags- svæðið og minnkandi framboðs á fiski frá Kanada vegna aflabrests. „í þeim forsendum, sem við höfum verið að vinna með, eru hagstæð áhrif af EES-samningnum,“ sagði Þórður. Hann sagði að minnkandi framboð af Kanadafiski væri jafn- framt ein af forsendum spár Þjóð- hagsstofnunar um hækkandi verð í erlendum gjaldmiðlum. Raunhækk- un yrði þó væntanlega lítil sem eng- in, en verð myndi ekki lækka að ráði. Þegar skoðaðar eru tölur yfir fæðingar á landinu öllu tímabilið 1985 til 1991 kemur í ljós að þær voru samtals 3.865 talsins á land- inu öllu og þar af 1.300 í Reykja- vík áríð 1985. í fyrra voru fæðing- ar samtals 4.533 á landinu öllu og þar af 1.752 í Reykjavík. Af þessu sést að hlutfallslega hefur fæðing- um í Reykjavík fjölgað tvöfalt á við landið allt eða 34,8% í Reykja- vík á milli áranna 1985 og 1991 á móti 17,6% á landinu öllu. Jafn- framt hefur hlutfall Reykjavíkur í fæðingum farið hækkandi á land- inu eða úr um þriðjungi árið Í985 og upp í um 40% í fyrra. .=__________ Til að gefa hugmynd um fjölgun barna á leikskólaaldri, það er eins til fímm ára, árin 1988 til 1991 á móti næstu fjórum árum þar á undan í Reykjavík má gróflega áætla hana vera um 1.200 börn. Fæðingar í Reykjavík árin 1984 til 1987 voru alls um 5.711 talsins en árin 1988 til 1991 voru þær 6.983 talsins. Þegar skoðaðar eru tölur um aðflutta og brottflutta einstaklinga til Reykjavíkur árin 1988 til 1991 kemur í ljós að á heildina er nokk- urt jafnvægi hjá börnum nýfædd- um til fjögurra ára aldurs. Þessi 4ögurjár voru aðflutt börn á þess- Sala á hrossakjöti: Verðhækkun og aukin eftirspum í Japan ÚTFLUTNINGUR hrossakjöts á Japansmarkað hefur færst í vöxt undanfarin ár, og nú er svo komið að óskað er eftir öllu kjöti af feitum hrossum, 5 vetra eða eldri. Samfara auknum útflutningi hefur verð farið hækkandi, en í fyrra voru flutt út um 100 tonn af hrossakjöti á skilaverði um 46 milljónir króna. Halldór Gunnarsson, formaður markaðsnefndar Félags hrossa- bænda, sagði kjötið einkum hafa verið selt gegnum tvo íslenska umboðsaðila. Nú hefur annar aðil- inn, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, óskað eftir að fá til slátrun- ar hjá sláturleyfishöfum allt það hrossakjöt sem fáanlegt er á hag- stæðu verði. Slátursamlag Skag- firðinga á Sauðárkróki og Sláturfé- lag Suðurlands hafa þegar sent k » » út verðtilboð til framleiðenda, 110 krónur á kílóið. Sláturleyfishafar stefna nú að því að vinna allt kjöt- ið fyrir útflutning, og lækka þar með útflutningskostnað. Halldór kvað verst hvað bændur væru seinir til. Þeir vildu helst ekki smala nema einu sinni, en nú væru breyttir tímar. Núna vantaði sárlega hross til slátrunar, og stefndi það þessum markaði í hættu. > ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.