Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Framleiðsla nautgripakj öts: Offramboð fram á næsta ár . UMTALSVERT offramboð á nautgripakjöti er fyrirsjáanlegt að minnsta kosti fram á næsta ár, og þá fyrst og fremst framboð á ungneytum. Þetta kom fram í erindi Stefáns Tryggvasonar, Á fundinum voru skólastjórar Myndlista- og handíðaskóla íslands, Leiklistarskóla íslands, Listdans- skóla íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík. Bjami sagði að skóla- stjóramir hefðu gert samkomulag við Ólaf G. Einarsson menntamála- ráðherra um að tjá sig ekki um framkvæmdastjóra Landssam- bands kúabænda, sem hann flutti á aðalfundi LK sem hófst á Hvanneyri í gær. í máli Stefáns kom m.a. fram að á síðasta áratug hefði ásetningur málið í fjölmiðlum og hann vildi því ekki greina frá efni eða niðurstöðu fundarins. Rætt hefur verið um að listaskól- amir flytji í SS-húsið og að þar verði ef til vill starfrSektur listaháskóli, sem lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um að stofna. smákálfa aukist um 100%, og væm það stærstu eðlisbreytingarnar sem orðið hefðu á framleiðslu nautgripa- kjöts síðustu ár. Sála á fersku naut- gripakjöti hefði aukist allra síðustu ár, og hefði það ásamt auknum ásetningi leitt til þess að ungneytum væri nú slátrað eftir hendinni, þ.e. jafnóðum og kjötið er selt, og því hefðu myndast biðlistar hjá slátur- leyfishöfum. Stefán gat þess að síð- ustu ár hefði af og til verið gripið til þess ráðs að greiða verðuppbætur á innlagða smákálfa til að draga úr ásetningi, en mat manna á þessum aðgerðum væri misjafnt. Trúlega hefðu þær leitt til tímabundins sam- dráttar í ásetningi kálfa, en spurning væri hvort ekki væri eingöngu um frestun að ræða. Hann sagði að sam- anburður á slátmn ungkálfa á þessu verðlagsári og því síðasta hefði leitt í ljós að slátran jókst um 14% mán- uðina sept.-des. miðað við sömu mánuði árið áður, en þegar greidd var 2.500 kr. verðuppbót í janúar og febrúar hefði slátmn aukist um 47%, og um 45% þegar verðuppbótin hækkaði á tímabilinu mars til maí. Húsnæðismál listaskóla: Skólastjórar funda SKÓLASTJÓRAR listaskóla á háskólastigi áttu með sér fund í gærmorg- un vegna tillagna Guðmundar Magnússonar, setts þjóðminjavarðar, um að Þjóðminjasafnið fái SS-húsið til umráða, en listaskólar flytji í hús safnsins. „Það fer ekki lyá því að þessar yfirlýsingar Guðmundar vekja óskipta athygli okkar,“ sagði Bjarni Daníelsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum. xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti voöur Akureyri 16 iéttakýjaA Reykievík 11 súld á »(ð. klst. Bergen 16 léttskýjað Helsinkl 18 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssarasuaq 7 akýjað Nuuk vantar Osió 18 skýjað Stokkhólmur 17 alskýjað Pórehöfn 13 hálfekýjað Algarve 28 léUskýjað Amsterdam 19 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 17 rlgningogsúld Chicago 11 helðsklrt Feneyjar 27 þokumóða Frankfurt 20 alskýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 18 skýjað London 18 skúrir Los Angeles 21 léttskýjað Lúxemborg 17 skýjað Madríd vantar Malaga 29 heiðskírt Mallorca 30 léttskýjað Montreal 18 skúrir NewYork 18 þokumóða Orlando 25 alakýjað París 21 rigning Madelra 23 léttskýjað Róm 29 léttskýjað Vín 29 iéttskýjað Washington 20 mistur Winnipeg 12 skúrir Morgunblaðið/Kristinn Stefnt er að því að ganga frá lóðinni í kringum Einarsbrunn í haust. Frágangur í kring- um Einarsbrunn VEGFARENDUR um Amtmannsstíg hafa eflaust rekið augun í djúpan skurð í kringum Einarsbrunn á horni Amtmannsstígs og Skólastrætis. Garðyrlqustjóraembættið stendur fyrir þessari jarðvegsröskun og er hún hluti af áætlun sem miðar að því að ganga frá lóðinni í kringum brunninn. Jóhann Pálsson, garðyrk- justjóri, segist vonast til að framkvæmdum við lóðina verði lok- ið samkvæmt áætlun, 15. október. Jóhann sagði að verið væri að laga til í kringum bmnninn og koma fyrir leiksvæði fyrir börn ofan við hann. Ennfremur er gert ráð fyrir 4 nýjum bílastæðum á lóðinni. Aðspurður kvaðst hann vonast til að framkvæmdum yrði lokið samkvæmt áætlun í haust, þ.e. 15. október, en ekki væri víst að hægt væri að planta í lóðina fyrir þann tíma. Ef sú yrði raunin mætti búast við að punkturinn yrði settur yfir i-ið á vori komanda. Höfundur skipulagsins í kring- um bmnninn er Stefán Öm Stef- ánsson arkitekt. Mývatn: Fjörutíu sinnum færri ungar komast á legg AÐEINS komst einn ungi á 20 andapör á legg við Mývatn í sumar. Venja er að tveir ungar komist upp á hvert andapar á vatninu. Árni Einarsson, starfsmaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir að Jónsmessuhretið hafi valdið miklu um að ekki hafi fleiri ungar komist á legg. Ami sagði að fylgst hefði verið með því hve margir ungar kæmust upp undanfarin 17 ár og venjulega hefðu tveir ungar komist upp fyrir hvert andapar. Svo hefði hins vegar ekki verið í sumar. Aðeins hefði komist upp einn ungi á 20 andapör á vatninu og réði hretið um Jóns- messuna úrslitum. „Svo virðist sem endumar hafi afrækt hreiðrin í stór- um stfl um Jónsmessuleytið þannig að það er ekki mikið af ungum sem hreinlega koma úr eggjum," sagði Ámi. Aftur á móti sagði hann athyglis- vert að andartegundir sem lifðu á öðm en rykmýi í Mývatni hefðu komið betur út. Þannig hefði ekki verið jafnmikil fækkun hjá straum- önd og húsönd, sem lifa á bitmýi í Laxá, og öðmm tegundum. Til samanburðar má geta þess að Gekkst við því að reka bruggstöð 32 ÁRA gamall maður hefur gengist við því að hafa bruggað og selt áfengi. Sautján lítrar af landa voru gerðir upptækir á heimili mannsins í Breiðholti og bruggtæki og hráefni á fram- leiðslustaðnum á Laugavegi. Lögreglunni hafði borist til eyma orðrómur um að sala á áfengi færi fram í húsi í Breiðholti og lét hún til skarar skríða aðfaranótt laugar- dags. Þar var maðurinn handtekinn og gekkst hann þegar við því að hafa bmggað og selt áfengi. Vísaði hann á framleiðslustaðinn þar sem tæki og hráefni til bruggunar vom. Með honum í vitorði eru tvær konur og telur tögreglan málið að fullu upplýst. 180 skúfandamngat komust upp við vatnið í sumar í stað sjö þúsund og 90 duggandarangar í samanburði við um ijögur þúsund eins og venja er. Ekki hefur orðið jafnmikið hrun í andastofninum síðan 1989 og var þá fæðuskorti kennt um. -----» ♦ 4---- Þrotabú Trausts hf: 80 milljón- ir töpuöust SKIPTUM er lokið í þrotabúi Trausts hf, þjónustufyrirtækis í sjávarútvegi sem varð gjaldþrota 1988. Um 12 miiyóna forgangs- kröfur greiddust að fullu og um 4,1% af almennum kröfum. Tap kröfuhafa nemur tæpum 80 miUj- ónum króna að höfuðstóii. Alls námu kröfur 95,5 millj. kr. 12,4 milljóna forgangskröfur greidd- ust að fullu en upp í almennar kröf- ur, sem viðurkenndar vom 83,1 millj- ón, greiddust rúmar 3,4 millj. -----♦ ♦ »---- Maður stung- inn með hnífi MAÐUR var stunginn með hnífi aðfaranótt sunnudags í Ingólfs- stræti. Maðurinn, sem er á fimm- tugsaldri, hlaut ekki mikla áverka af stungunni en var flutt- ur á slysadeild. Lögreglan hafði hendur í hári árásarmannsins sem var á þrítugsaldri. Talið er að misklíð hafí komið upp milli mannanna og lauk við- skiptum þeirra með því að yngri maðurinn lagði til þess eldri með hnífi og veitti honum gmnnt sár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.