Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 10
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁÖÍÍST lá92 Bach-sveitin í Skálholti _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Slðari tónleikarnir, laugardaginn 15. ágúst voru í höndum „Bach- sveitarinnar“ í Skálholti sem sam- anstóð af sextán tónlistarmönnum, erlendum og íslenskum. Heyra mátti í hljómsveitinni nokkur gömui hljóðfæri svo sem tvær lútur, tvö óbó d’amore, tvær gömbur, sembal, sem öll gefa hljómsveitinni sér- stakan lit. Kór og einsöngvarar voru einnig til staðar, því hér voru fluttar tvær kantötur. Fyrri kantat- an „Schlage doch, gewúnschte Stunde", sóló kantanta er kynnt í efnisskrá sem verk Bachs, en er vafalítið að grunni til a.m.k. eftir annan höfund, eins og reyndar er og getið í efnisskrá, svo ólík eru vinnubrögð kantötunnar hand- bragði Bachs. Kantatan er þó fag- urt verk og mjög vel flutt af Sverri ________Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Njarðvíkingar halda þessa dag- ana upp á 50 ára afmæli bæjarfé- lagsins og til hátíðarbrigða var m.a. boðið upp á tónleika með tónverkum eftir Atla Ingólfsson. Atli er Njarðvíkingur og í tilefni afmælisins samdi hann tónverk, sem hann nefnir Vink. Það er fyr- ir 'piccolo-flautu, klarinett, selló og píanó og var leikið bæði í upp- hafí tónleikanna og í lokin. í Vink er fléttað saman snöggum hljóm- um og hrynrænt andstæðum lag- hendingum, oft í áttundum, á mjög skemmtilegan máta. I öðru verki tónleikanna, A verso, fyrir píanó, eru ráðandi stuttar tónhendingar, þar sem einnig er leikið með sterk- Guðjónssyni kontratenór, sem kunni vel að nýta sér hljómburð kirkjunnar. Hljómsveitin var hér fámenn, skipuð mjög góðum hljóð- færaleikurum, spilaði vel, en hefði átt að ná ennþá meiri nákvæmni í spili, fraseringum t.d. Enginn vafi er á um faðemi síðari kantötunnar „Lass Fúrstin, noch einen Strahl", sorgaróður í minningu Póllands- drottningar og kjörfurstafrúar Sax- lands. í þetta meistaraverk Bachs er, auk hljómsveitarinnar, tilkallað- ur kór og fjórir einsöngvarar. Nokk- um tíma tók í upphafi fyrir hljóm- sveitina að ná saman í stemmn- ingu, en blásaramir áttu þar sök á, en þetta lagaðist fljótlega. Kór- inn, skipaður 13 ágætum söngvur- um, hóf söng kantötunnar með „Lass, Fúrstin-". Þrátt fyrir þessar ágætu raddir vantaði nokkuð á jafn- vægi raddanna, t.d. greindist oft bassi og alt illa, en kannske var það hljómburði kirkjunnar að ar andstæður í styrk og hrynrænt víxlandi mótstef. Tónmál beggja verkanna er mjög skemmtilegt og líflegt. Þijár andrár, fyrir flautu og píanó, heitir þriðja verkið og er það þrír örstuttir þættir, þar sm Atli hvílir sig á nútíma tóngildum og leikur með gömlu minni. Þessi „NostaIgia“ er falleg og var mjög vel leikin. Elsta verkið á tónleikun- um var Berging, samið fyrir flautu 1982 og er það ekta og vel unnið skólaverk, þar sem könnuð eru ýmis leiktæknisvið flautunnar. Þetta skemmtilega verk var frá- bærlega vel leikið. Viðamesta verk tónleikanna nefnist Dubbletter og er það samið fyrir klarinett, selló og píanó. Dubbletter er þétt unnið verk, þar sem heyra má kaótískt samspil, leik með þrástef og hljóm- kenna, hljómburður er oft þannig duttlungafullur, þótt góður teljist. Hinsvegar skildi ég ekki yfirdrifnar áherslur í söng kórsins og skyndi- legar sviftingar niður í mjög veikt. Fátt bendir til að söngstíll á tímum Bachs hafi verið með þessum hætti, hentar alls ekki pólifónískum stíl Bachs heldur ekki hómófónískum stíl hans. Margrét Bóasdóttir söng sópranaríurnar í upphafi. Líklega hefur það verið sá gamli kunningi, sviðsskrekkur, sem skemmdi fyrir Margréti, en aríurnar báðar voru of órólegar, bæði í flutningi og hreinum tón, til þess að þær skiluðu sér,en þetta er nokkuð sem Mar- grét á að geta betur. Tvær aríur fyrir alt söng Sverrir Guðjónsson. Aríumar eru ólíkar mjög, þá fyrri „Der Glöcken-" er minnir á óperu- aríu, söng Sverrir meistaralega, þá síðari söng hann einnig fallega en hún hefði mátt vera aðeins hægari og meira legato sungin. klasa og skemmtilegar andstæður í hljóðfalli og lagferli. Utsetning Atla á B-dúr „inven- sjóninni" eftir J.S. Bach, hefði mátt missa sig á þessum tónleik- um, því þessi útfærsla bætir engu við, þar sem J.S. Bach skildi við hana. Það er hins vegar margt að gerast í tónlist Atla og það sem mest er um vert, að tónmál hans er fjörmikið og kröftugt og í raun, eins og öll góð tónlist, hafið yfir alla tónfræðilegar vangaveltur, sem auðvitað er fylginautur tón- sköpunar en hefur enga merkingu fyrir hlustandann. Hljóðfæraleikarar voru Martial Nardeau á flautu, Nora Kornblueh á selló, Óskar Ingólfsson á klarin- ett og Snorri Sigfús Birgisson á píanó. Flutningur þeirra verka var í heild mjög góður og samspil viða „glimrandi", eins og t.d. í Vink og Dubbletter, svo og einleikur Martial Nardeau í Berging og Snorra í A verso. Þessum Knut Schoch, sem ég veit engin deili á, söng tenóraríuna „Ihr Leben liess die Kunst zu sterben“, óratór- íutenór, skilaði hlutverkinu stíl- hreint, rétt og vel. Michael J. Clarke er góður listamaður, bassi er hann ekki, og þótt hann legði sig allan fram í „Was Wunder ists?“, þá verð- ur hvorki liturinn né dramatíkin á nótum Bachs. Jafn fráleitt væri að láta Knut Schoch syngja Sarastro, hugsanlega mundi hann ná dýpt- inni, en Sarastro yrði utangátta. Rödd Clarke er einhversstaðar á bilinu ten.-bariton til einhverrar. tenór-raddgerðar, og að því á hann að einbeita sér, tónlistargáfurnar hefur hann. Hljómsveitin lék oft mjög vel undir leiðsögn Dreyfusar, en hefi mátt gera meiri mun á veiku og sterku spili. Því merka starfi forráðamanna Sumartónleikanna í Skálholti er lokið í ár og skal þeim sannarlega óskað hamingju með framhaldið, sem áreiðanlega verður áfram unnið af alúð og fórnfýsi. En er nú ekki komið að norðan- mönnum að kveðja til Sumartón- leika í Hóladómkirkju? Atli Ingólfsson skemmtilegu tónleikum lauk með því að Vink var endurflutt og vel má spá því, að þetta verk eigi eft- ir að njóta vinsælda er tímar líða. Námstefna á Hótel Sögu: Umhverfis- mál á Islandi o g í Noregi MÁLÞING um umhverfismál verð- ur haldið á Hótel Sögu hinn 8. september, í tengslum við opin- bera heimsókn Haraldar Noregs- konungs og Sonju drottningar hingað til lands. Konungur verður viðstaddur setningu málþingsins. Norska útflutningsráðið stendur að málþinginu, þar sem fyallað verður um stöðu umhverfismála á Islandi og í Noregi. Fyrsta erindið flytur Börre Pettersen, ráðuneytisstjóri í norska umhverfisráðuneytinu og ijallar hann um umhverfisvernd í Noregi, reynslu þarlendra og for- gangsverkefni. Magnús Jóhannes- son, aðstoðarmaður umhverfisráð- herra, fjallar um sömu mál, miðað við stöðu þeirra hér á landi. Þá ræð- ir Oddvar Holmer, deildarstjóri hjá Norsk Hydro, um meðferð úrgangs- efna og þá bæði almenna sorphirðu og sorp frá sjúkrastofnunum. Char- les Martinussen, sölustjóri hjá AIlMa- ritim, Ijallar um varnir gegn olíu- mengun í höfnum og við strendur. Þá flytur Svein Tryggestad, forstjóri Oceanor, erindi um umhverfiseftirlit. Málþingið stendur frá kl. 9.45 til klukkan 14 þriðjudaginn 8. septem- ber. ■ ALDAN, skipstjóra- og stýrimannafélagið, hefur sent frá sér ályktun þar sem segir, að félagið mótmæli harðlega að sendar verði ávísánir til útvegs- manna í formi peningagreiðslna, til frjálsrar ráðstöfunar, þar sem slíkar ráðstafanir muni fyrirsjáan- lega ekki tryggja atvinnu sjó- manna og fiskverkafólks. Þá seg- ir, að æskilegt sé að úthlutað verði úr Hagræðingarsjóði aflaheimild- um, sem bæti ástand þeirra svæða sérstaklega, sem hvað verst verði úti. Sett verði ströng skilyrði um að slíkar veiðiheimildir verði ekki með neinu móti framseljanlegar. Afmælistónleikar UMHVERFISMÁL /á skógur ekki bara skógurf Um markmifi og áætlanagerð Eiginleikar skóga fyrir mismunandi markmið „Markmið Forsendur Verndarskógur/ landgræðslu- skógur Nytjaskógur viðarframleiðsla Útivistarskógur Skjólbelti Viðar- vöxtur Skiptir engu máli Krafa um lágmark 3 m3/ha/ári ílotu 70-120 ára. Skiptir litlu máli Krafa um hraðan æskuvöxt. Hæð trjánna Skiptir engu máli. Lágvaxið kjarr jafngagnlegt og hávaxinn skógur. Skiptir miklu máli. 15 m í lotu lágmark 4-5 m duga vel, því hærri, því betra 5 m nauðsynleg lágmarkshæð. Best sem hæst. Lögun trjánna Skiptir engu máli Krafa um þráðbeinan bol fyrir borðvið. Æskilegt að hafa bogin kræklótt og bein tré í blöndu. Beinvaxin tré verða hærri. Æskilegri. Fjöldi tegunda á Islandi 10auk víðitegunda Alltað 10, en5 megintegundir. Blanda saman 2-3 tegundum. Eins margar og geta þrifist. Kannski 30-40. Alltað 10. Einkenni Nægjusemi á - jarðveg - lofthita - logn Fáar tegundir. Einhæfni, til- breytingarleysi. Margar ólíkar tegundir. Allt í graut. Spennandi, óvænt. Skipulögð óregla. Stðluð lögun. Eiginleikar skóga fyrir mismunandi markmið. Þau leiðu mistök urðu við birt- ingu þessarar greinar sl. sunnu- dag, að mynd sem átti að fylgja féll niður. Eru höfundur og les- endur beðnir velvirðingar og birtist greinin hér aftur með réttri mynd. FRAM Á síðustu áratugi má segja að skógrækt á Is- landi hafi ein- kennst að nokkru leyti af tilrauna- starfí. Skógarreit- ir víðs vegar um land geta með nokkrum sanni kallast tilraunareitir. Þar hafa stað- ið að verki Skógrækt ríkisins, að- ildarfélög Skógræktarfélags ís- lands, sveitarfélög og önnur frjáls félög. Stundum heyrast þær raddir að þessir afgirtu litlu ferhyrningar með þéttvöxnum tijám séu til lítill- ar prýði í hinni stórfenglegu ís- lensku náttúru (sem reyndar heldur áfram að afklæðast gróðri sakir uppblásturs og skorts á landnýting- aráætlun fyrir allt landið). En menn skyldu gera sér ljóst að þarna er í raun um að ræða vettvangstilraunir eins og komist er að orði, til að- greiningar frá þeim tilraunum sem fara eingöngu fram á rannsóknar- stofum. Því á að líta reitina hýru auga. Skógrækt á Íslandi hefur tekið stórstígum framförum á síðustu áratugum. Þær framfarir byggja að sjálfsögðu á fenginni reynslu og merku starfi lærðra sem leikra genginna ára. Á áttunda áratugn- um birtust niðurstöður af ítarlegri könnun Rannsóknarstöðvar Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá á veður- fari og mælingum á vexti og þrifum helstu erlendra trjátegunda sem hér eru ræktaðar á 920 reitum víðs vegar um land. í þessari könnun byggðist skipting landsins í ræktun- arsvæði. í skýrslu landbúnaðar- ráðuneytisins sem birtist 1986 var kort af ofangreindri svæðaskipt- ingu. Samkvæmt þessari úttekt var landinu skipt í þrjú svæði: 1. Svæði sem ákjósanlegust þykja til nytja- skógræktar: 3.395 ferkm. 2. Svæði sem teljast sæmileg til endurheimt- ar skóga: 5.770 ferkm. 3. Strand- svæði: 3.360 ferkm. Þessi svæði eru öll undir 250 m h.y.s. (ísland allt er 103.000 ferkm.) Þau svæði sem hentugust þykja til nytjaskógræktar eru vissulega einnig hin hefðbundnu landbúnað- arsvæði en hins vegar ber að taka tillit til þess að eftir árið 1980 varð verulegur samdráttur í landbúnað- arframleiðslunni svo stór landsvæði eru nú ekki nýtt eins og áður. Það gefur aukna möguleika á nytja- skógrækt í stórum stíl. Svæðin sem merkt eru 2 og 3 teljast ákjósanleg eða hæf til þeirr- ar tegundar skógræktar sem flokk- ast undir vemdarskóg, skóg til úti- vistar, jarðvegsvemdar og skjól- myndunar. Einhverja þessara teg- unda skóga má rækta svo tii hvar- vetna í byggð í stómm eða litlum stíl (80% af landinu telst hálendi). Þetta kemur fram í greinargerð sem Sigurðúr Blöndal, fyrrv. skóg- ræktarstjóri, útbjó í sambandi við rit um fjölnytjaskóga á Norðurlönd- um sem sérfræðingar á öllum Norð- urlöndum hafa unnið að síðastliðið eitt og hálft ár. í kjölfar fyrmefndr- ar úttéktar og skiptingar í svæði með tilliti til skógræktar var farið að ræða nauðsyn þess að gerð yrði fagleg framkvæmdaáætlun að fenginni markmiðssetningu, en vinna við hana hófst árið 1987 á vegum Skógræktar ríkisins er sér- stök áætlanadeild var sett á stofn. Áætlanagerðin skiptist í tvo meg- inþætti. í fyrsta lagi heildarskipu- lag stórra svæða og í öðm lagi deiliskipulag, þar sem fjallað er um framkvæmdaáætlun, skilgreindur er jarðvegur í stórum dráttum og gróður sem fyrir er. Sömuleiðis eru gerðar veðurfarsathuganir, plöntu- val ákveðið, hvernig eigi að blanda tegundum tijáa og hvernig haga eigi ræktun til langs tíma. Einnig er ákveðin áburðargjöf og grisjun á áætlunartímabilinu sem er 10-20 ár. Að lokum er gerð raunhæf kostnaðaráætlun. Þess ber og að geta að Iagðar eru fram upplýsingar um hvar eigi ekki að gróðursetja á tilteknu svæði af ýmsum orsökum, sem geta verið vegna sérstöðu að því er varðar umhverfi eða útsýni - vegna varð- veislugildis gróðurríkisins eða dýra - vegna sögulegra minja eða bú- setu - eða loks vegna þjóðsagna- gilda eða fomra minja. í slíkum tilvikum em náttúmfræðingar eða líffræðingar kallaðir til. Einnig þarf að taka ákvarðanir um vegagerð og hvar skuli vera ijóður í skóginum þegar þar að kemur. Þessar áætlanagerðir miðast að- allega við nytjaskóga og er rammi þeirra vel á veg kominn. Eftir er að vinna að sams konar áætlana- gerð við aðrar tegundir skóga, sem t.d. em ræktaðir á vegum fijálsra félaga, sveitarfélaga og einstakl- inga sé þess óskað. Staða skógræktarmála á íslandi er ólík því sem er í nágrannalöndum okkar og varla hægt að nefna hana undir sömu formerkjum og t.d. á Norðurlöndum, þótt hugsjónin að baki sé sú sama. Sérstaða okkar er fyrst og fremst fólgin í upp- blæstrinum og jarðvegseyðingunni sem hófst með eyðingu skóganna og við erum enn að glíma við. Hjá okkur er því allur tijágróður til bóta hveiju nafni sem hann nefn- ist. Þess vegna hafa menn ef til vill ekki gert sér sérstakt far um að skilgreina tegundir skóga, mis- munandi eiginleika þeirra og ólík markmið við gróðursetninguna. Nú bjóða aðstæður hins vegar upp á að svo sé gert í ríkara mæli. Til glöggvunar er hér birt skýr- ingarmynd, sem einnig er fengin að láni hjá Sigurði Blöndal og hann útbjó fyrir aðalfund Skógræktarfé- lags Eyfirðinga sl. vor. eftir Huldu Voltýsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.