Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 14
14 _ ' ______ i1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 . . Sérkenni íslenskrar verktöku eftir Arna Brynjólfsson Það er margt sérstætt varðandi það hvernig samið er um verk á Islandi og á það bæði við stór og smá verkefni. Það er tiltölulega fátítt að gerður sé skriflegur samn- ingur, nema um formlegt auglýst útboð sé að ræða, jafnvel þótt verð verkefnis skipti hundruðum þús- unda. — Þetta virðist þó vera að breytast, en fer hægt. Síðasta dag júlímánaðar segir frá því í Morgunblaðinu, í stuttu sam- tali við fulltrúa Neytendasamtak- anna, að margir sén ósáttir við við- gerðir á húsum, en síðan segir: „Allir bera ábyrgð á verkum sínum, hvort sem þeir eru sérmenntaðir eða ekki. Hins vegar er grundvallarat- riði að gera verksamning áður en verkið hefst.“ Síðan segir fulltrúinn frá því að Neytendasamtökin geti útvegað staðlaðan verksamning og bætir síðan við: „Sumir eru ragir við að gera slíkan samning og finnst hann jaðra við móðgun, nánast van- traustsyfirlýsingu." Hér er liðlega að orði komist og vel boðið. Þeir sem vinna að hagsmuna- gæslu og ráðgjöf lenda oft í þeirri stöðu að til þeirra leitar fólk, sem telur sig eiga í útistöðum við þá verktaka (meistara) er fyrir það starfa. í mjög mörgum tilfellum er um það að ræða að verktaki (meist- ari) hafi tekið að sér verk, án þess að um það væri rætt sérstaklega hvað verkið ætti að kosta, hvernig greiðslum skyldi háttað, eða annað er máli skiptir varðandi það hvernig verkið skyldi unnið. Um endanlegt verð er sjaldnast talað í upphafi, nema þá að verktaki (meistari) nefnir upphæð, yfirleitt of lága og án allrar ábyrgðar. Bjartsýnislega lágar tölur eru oft nefndar í upphafi og í þeim tilfell- um, sem fleiri en einn aðili kemur til greina, er lægsta talan valin. Tryggingar fyrir greiðslum eða verklokum eru yfirleitt ekki fyrir hendi og stundum vita aðilar lítil deili hver á öðrum. Oft er Jága verð- ið nefnt til þess eins að fá verkið, — en hvergi skráð. Jafnvel þegar um formleg aug- lýst útboð er að ræða geta bjóðend- ur næstum treyst því að hönnun sé svo ábótavant að til komi breyt- ingar og aukaverk, sem að endingu leiðir til þess að verkið breytist í reikningsvinnu, að verulegu eða öllu leyti. Meðan verðbólgan var upp á sitt besta var nánast óvinnandi veg- ur að henda reiður á endanlegt verð verka, enda ekki alltaf áhuga- mál þeirra sem á framkvæmd bera „ábyrgð". — Þegar um opinbert verk er að ræða er pólitísku kröf- unni um útboð fullnægt með út- boðsathöfninni einni, verklokin er ástæðulaust að skoða, endanlegur kostnaður getur farið fram úr hæsta tilboði — og fáir til frásagnar. „Sumum finnst e.t.v. mikið fyrir haft að fara svona að, einkum ef verk eru ekki stór, en þetta er góður siður sem við ættum að gera að venju, hitt tilheyrir löngu lið- inni tíð að treysta á handsal í viðskiptum, — þótt á því séu undan- tekningar.“ í seinni tíð eru þó til aðilar sem hafa góða reglu á þessum málum, einkum ef um stærri verk er að ræða, en hinir munu þó vera fleiri sem hafa þetta ekki í lagi enda fáum til tjóns, nema þeim sem borg- ar. — Benda má á dæmi þessu til stuðnings, „ábyrgðin“ sem um er talað, m.a. hér að framan, verður haldlítil í raun. Það er algengara hér en annars staðar að húsbyggjendur séu sjálfir að semja um verk í eigin íbúðum, eða atvinnuhúsnæði, og jafnvel að vinna í þeim sjálfir. Þetta tímabil í ævi manna er oft æði lærdómsríkt og gæti komið sé vel við áframhald- andi byggingaframkvæmdir, en fæstir gera þetta nema einu sinni, þannig fer mikilvæg og dýr reynsla oftast til spillis, nema sem söguefni. Hvað skyldi það nú vera sem Árni Brynjólfsson fólk lærir við þessar afdrifaríku verkframkvæmdir? Það lærir í flest- um tilfellum þau mikilvægu sann- indi að næst myndi það fara öðru- vísi að, einkum er varðar ráðningu verktaka, samninga við þá og tíma- setningar. Samið yrði fyrirfram um föst verð á alla verkþætti og þeir skilgreindir á blaði sem verktaki (meistari) staðfestir. Slík vinnu- brögð eru ekki vantraust á einn eða neinn og ættu að vera föst regla, jafnvel þótt um kunningja sé að ræða, þannig getur kunningskapur- inn haldist. Vinslit verða einmitt vegna þess að gengið var óljóst frá málum í upphafi, aðilar skildu ekki nógu vel hvor annan. Fólk virðist vera feimið við það að leita eftir tilboðum (verði) frá fleiri en einum verktaka (meistara) og ekki síður að óska þess að slík tilboð (verð) séu sett á blað, og stað- fest með undirskrift. Fólk snýr sér fremur til einhvers sem það þekkir persónulega eða af afspurn og biður um að verkið sé unnið, án þess að rætt sé frekar um verð eða tilhögun greiðslna. Vegna langvarandi áróðurs gegn ákvæðisvinnu (uppmælingu) er oft það eina, sem um er rætt, að verk- taki (meistari) geri verkkaupa þann greiða að vinna verkið í tímavinnu! — Þeir sem þannig láta blekkjast, sem og af lágum munnlegum tölum, eru þeir sömu og leita til hagsmuna- gæslumanna, félaga eða stofnana, og óska ráðgjafar þegar reikningar eru komnir út úr þeim ramma, sem þeir halda sig hafa samið um eða áætlað. — Margir verða ráðþrota þegar svo er kómið. Þegar verkkaupa er bent á að betur hafi mátt ganga frá málum í upphafi verks, segir hann gjarnan sem svo, að ekki hafi verið ástæða til að vantreysta viðkomandi verk- taka (meistara), enda hefðu þessar upplýsingar átt að berst áður en . ~rk hóM. — Hvernig hægt er að koma slíkum upplýsingum á fram- færi nógu tímanlega er svo önnur saga — en skiptir verulegu máli að reynt sé. Ráðgjöf Verktaka- og meistara- sambandsins, sem er góðra gjalda verð, beinist fyrst og fremst að því að veija fólk fyrir svonefndum „fúskurum" eða réttindalausum mönnum, en það sem hér að framan er sagt um verktökuna á ekkert fremur við „fúskara" en fagmenn. Því miður tryggir meistaranafnbót- in ekki verkkaupann svo sem ætla mætti og æskilegt væri. Verktaka- skráin, sem þeir auglýsa, ætti þó að geta komið verkkaupum að góð- um notum. „Verslið við meistarann" er ekki mjög áhrifamikið þegar viðskipti í allt of mörgum tilfellum snúast um það hvort sleppa skuli VSK af vinn- unni, þ.e. hvort unnið skuli með eða án nótu! — Málið snýst ekki um fagmennsku. — Nú mætti ætla að verkkaupa stæði á sama þótt hann greiði VSK vegna tiltölulega liprar endurgreiðslu frá ríkinu, en í mörg- um tilfellum er þessu ekki þannig varið, fólk hefur ekki of mikla pen- inga handa á milli meðan á bygg- ingarframkvæmdum stendur og freistast því til skattsvika. Þeir sem stunda svarta vinnu hafa einnig ástæðu til að hvetja ekki til skilvísi á VSK, þeim sem kemur vel að fá alla reikningsupp- hæðina undan skatti. Þessi allt of algengu skattsvik gera heiðarlegum verktökum (meisturum) erfitt um vik, en sem betur fer eru ekki allir sem róa á þessi mið. Á það má benda að Landssamband iðnaðar- manna hefur sent öllum sínum aðil- um greinargóðar upplýsingar um rétt verkkaupa til endurgreiðslu VSK af vinnu og ætlast er til að þeir kynni verkkaupum þetta. Til viðbótar þessu þarf að kenna fólki að fylla út endurgreiðslu- skýrslur ef verktaki gerir það ekki, en einmitt á þann hátt hættir þessi tilhögun að vaxa fólki í augum. Stöku verktakar (meistarar) láta slík útfyllt eyðublöð fylgja reikningi til verkkaupa. Nú myndi einhver sem les þetta spyija, hvað er maðurinn að fara? — Það þýðir lítið að tala um vanda- mál verkkaupa ef úrræðin eru ekki í augsýn og nánar skilgreind. — Hvað með samninga við verktaka (meistara), hvernig ættu þeir að líta út? Þessu er til að svara, að eftirtal- in atriði gætu bætt stöðu þeirra er þurfa að leita til verktaka, án þess að hafa mikið fyrir eða leggja í verulegan kostnað: 1. Setja þarf niður á blað örstutta greinargóða lýsingu á því verki sem á að vinna og sundurliða á fleiri blöð ef um fleiri en eina faggrein er að ræða. Skissa yfir verkið dugir ef teikning er ekki fyrir hendi. 2. Hafa þarf samband við 3—4 áreiðanlega verktaka (meistara) í hveri grein og bjóða þeim að koma með tölur í verkið. 3. Þegar valið hefur verið hagstæð- asta tilboðið á að ræða við við- komandi um framkvæmd verks- ins og greiðsluskilmála. Gangi saman þarf að útfylla og undir- rita staðlaðan samning, sem vís- ar í verklýsinguna, teikningu ef til er eða skissu, greiðsluskil- mála og fyrirhuguð verklok. — Einnig að um sé að ræða greiðslu fyrir allt verkið með VSK, aukareikningar koma ekki til, nema sérstaklega sé um sam- ið. — Allt gæti þetta verið á einu og sama blaðinu. 4. Mikilvægt er að greiðslur verði aldrei hraðari en sem nemur framvindu verksins, þanníg að síðasta greiðsla fari ekki fram fyrr en að loknu verki. Fyrir- framgreiðslur á alls ekki að inna af hendi, verktaka (meistara) ber að fjármagna eigið fyrir- tæki. Þetta þarf að undirstrika í upphafi. 5. Leggi verktaki (meistari) ekki til efnið er hægt að fá tilboð í það á sama hátt hjá efnissölum, en þar er víðast orðin viðtekin venja að láta viðskiptavinum í té skriflegt tilboð, a.m.k. þegar þess er óskað. Með því að fara svona að eru minni líkur á misskilningi og að ágreiningur rísi vegna verka. Þetta kemur samviskusömum verktökum (meisturum) einnig vel. Vera kann að verktaki (meistari) vilji að sett sé einhver trygging fyrir greiðslu, sem er ekki nema sjálfsagt, enda auðvelt fyrir flest skilvíst fólk að fá t.d. odýra bankatryggingu. Sumum finnst e.t.v. mikið fyrir haft að fara svona að, einkum ef verk eru ekki stór, en þetta er góð- ur siður sem við ættum að gera að venju, hitt tilheyrir löngu liðinni tíð að treysta á handsal í viðskiptum — þótt á því séu undantekningar. Ávinningurinn við þetta er svo augljóst að varla þarf að ræða, það er mikilvægt að vita réttan kostnað fyrirfram og mikill sparnaður felst í því að þurfa ekki að vakta viðveru fagmannanna. — Þess þarf ekki þegar verðið er fyrirfram ákveðið, þá þarf aðeins að fylgjast með fag- mennskunni og framvindu verksins. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambiwds íslenskra rafverktaka. MOTTU 06 TtPP* 20-50% Gf8H| TepP' afsláttur [TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN IHAGKAUPJ MIKLABRAUT FÁKAFEN 9 -SÍMI 686266 1 vrsA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.