Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 15
, MOKGUNBIADIÐ 1S,ÁPP,^/1992 M 15 Fangelsi á Dalvík eftir Trausta Þorsteinsson Ósk Dalvíkinga um að afplánun- arfangelsi verði reist á Dalvík hefur vakið nokkra athygli og hafa fjöl- miðlar að undanförnu beint ljósi sínu að þessu máli. Það þykir sjálf- sagt fréttnæmt að lítið bæjarfélag á landsbyggðinni skuli ætla að sækja opinbera stofnun í greipar höfuðborgarvaldsins. Til þessa hef- ur umræðan fyrst og fremst snúist um það hvaða meðferð ósk bæjaryf- irvalda muni fá hjá ráðuneyti og hvaða viðbrögð hún veki hjá öðrum sveitarfélögum en minna um það hvaða hugmyndir og rök fangelsis- málanefnd setur fram um staðsetn- ingu afplánunarfangelsis. Ósk Dal- víkinga er gagnrýni á þá niðurstöðu nefndarinnar og jafnframt krafa um að kostir landsbyggðar séu metnir að verðleikum við ákvörðun um staðsetningu opinberra stofn- ana. í skýrslu fangelsismálanefndar er tillaga gerð um að sameina öll fangelsi í eina stofnun sem staðsett skuli vera á höfuðborgarsvæðinu en hvergi er reynt að leggja mat á kosti staðsetningar á landsbyggð- inni. Þó er gert ráð fyrir því að starfrækja fangelsið á Kvíabryggju og að Eyrbekkingar fái að hafa Litla-Hraun áfram, líklega af því að þeir hafa hýst það innan marka sveitarfélagsins í ein 60 ár. Rök- semd nefndarinnar fyrir staðsetn- ingu fangelsis á höfuðborgarsvæð- inu er sú að þannig verði hagræð- ingu í rekstri best náð. í því sam- bandi er vísað til breytinga á vakta- fyrirkomulagi í fangelsum, rekstur mötuneytis og að flutningur fanga Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir Bandsagir Rennibekkir Spónsugur Bútsagir Laugavegi 29. Simar 24320 — 24321 — 24322 vegna félagslegrar þjónustu við þá hætti. Ef þetta er skoðað aðeins nánar hlýtur hagræðingin á vakta- fyrirkomulagi að snúast um það að í stað þess að reka mörg lítil fang- elsi eins og nú tíðkast á höfuðborg- arsvæðinu séu þau sameinuð í eina stofnun og þannig megi sameina starfsmannahaldið og ná fram hag- ræðingu í vöktum. Ekki verður séð að staðsetningin sé þungamiðja í því að ná fram þessari hagræðingu. Hagræðingu í mötuneytismálum vill fangelsismálanefndin ná fram með því að flytja rekstur mötuneyt- is inn í stofnunina og fá fangana til að vinna sjálfa við mötuneytið, þó hún tali jafnframt um kosti þess að einkavæða það með því að bjóða út rekstur þess. Einu rökin sem nefndin færir fyrir því að byggt verði á höfuð- borgarsvæðinu og haldbær geta talist, eru þau að kostnaður vegna flutnings fanga verði minni. Þess ber þó að geta að þær breytingar sem nefndin gerir að tillögu sinni á starfsemi fangelsa munu augljós- lega leiða til þess að minni flutning- ar þurfa að verða á föngum til og frá fangelsi en nú er þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir dómara og lögmenn innan stofnunarinnar auk heilsugæslu og starfsfólk fang- elsiskerfisins. Félags- og heilbrigð- isþjónusta er víða á landsbyggð all- góð og má i því sambandi benda á Eyjafjarðarsvæðið því til staðfest- ingar. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að þessar stofnanir þjón- ustuðu fangelsi úti á landsbyggð- inni og fangelsisstofnun þar stað- sett yrði enn frekar til að efla þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi, almenningi til góða. í skýrslu nefndarinnar eru fylgi- skjöl sem sýna fram á að þrátt fyr- ir allt eru fangelsi sem starfrækt eru á landsbyggðinni ódýrari í rekstri en þau sem eru á höfuðborg- arsvæðinu. Niðurstaða nefndarinn- ar er sú að ná megi fram hagræð- ingu í rekstri þessara fangelsa og ekki skal það dregið í efa. En hitt er öllu merkilegra að þessi stað- reynd skuli ekki kalla á það að nefndin skoðaði betur hagkvæmni þessara tveggja kosta, bæði hvað varðar rekstur og það að ná fram þeim breytingum í starfsemi fang- elsa sem hún telur æskilegasta. Umfjöllun fangelsisnefndar um staðsetningu fangelsis virðist vera gerð af mikilli vanþekkingu á þeirri þjónustu og möguleikum sem lands- byggðin hefur upp á að bjóða og þeim tækifærum sem þar gefast. I sjálfu sér er það ekkert sem þarf að koma okkur sem úti á landi búum á óvart. Miðstýringarveldið Trausti Þorsteinsson „Ef þeir meina eitthvað með því að byggja land- ið allt verða þeir að færa þann fórnarkostn- að að byggja upp opin- berar þjónustustofnan- ir víðar en á höfuðborg- arsvæðinu.“ hneigist til að draga allar þjónustu- stofnanir að fótskör sinni. I skýrslu nefndarinnar er ekkert gert í að leita þess hvort tillögum að breyt- 18.-28. AGUST Frábærir barna- „jogging" gaiiar a aðeins kr. 2.980,- 30-70% AFSLÁTTUR Frábær æfinga- og „jogging" fatnaður frá RUSSELL ATHL.ETIC og -frískandi verslun- SKEIFUNNI 19 ■ SÍMI 681717 FAX 813064 á verulegum haustafslætti allt að 70% ingum á starfsemi og aðbúnaði fanga yrði betur náð á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla er lögð á að föngum gefist tækifæri til atvinnu og náms innan fangelsis og utan. Ætla má að mjög góð skilyrði séu til þess á lands- byggðinni sem byggir atvinnustarf- semi sína fyrst og fremst á fram- leiðslugreinum en vænta má að þátttaka fanga í atvinnu lúti fyrst' og fremst að framleiðslustörfum. Þá hefur uppbygging framhalds- náms á landsbyggðinni verið með þeim hætti að þar stendur fólki til boða fjölbreytt nám sem ekkert væri í vegi að fangar fengju aðgang að með einum eða öðrum hætti. Fyrir skömmu var greint frá því í fréttum að forsætisráðherra hefði skipað nefnd til að gera athugun á möguleikum þess að flytja opinber- ar stofnanir og fyrirtæki út á land. Á hátíðis- og tyllidögum verður stjórnmálamönnum tíðrætt um mik- ilvægi þess að landinu öllu sé haid- ið í byggð. Því miður hafa þeir of oft látið blindast af áráttu miðstýr- ingarveldisins. Ef þeir meina eitt- hvað með því að byggja landið allt verða þeir að færa þann fórnar- kostnað að byggja upp opinberar þjónustustofnanir víðar en á höfuð- borgarsvæðinu. Staðsetning afplán- unarfangelsins getur orðið talandi vottur um skilning ráðherra á mikil- vægi þessa máls. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Dalvíkur. TT T « : n T H OA PAO/ w m ■. -f.i'j 9 JE bHh JU Æmm . » hummel ^ _ 20-50% afslal ÍUr SPORTBUÐIN “ Ármúla 40. sími 813555 ML

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.