Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 GEÐKLOFI (Schizophrenia) Grein sú sem hér fer á eftir er þýdd og staðfærð á vegum Sam- taka aðstandenda geðsjúkra. Greinin er frá National Schizop- hrenia Fellowship í Englandi og er birt með leyfi höfunda. Grein- in er eftir dr. Julian Leff, aðstoð- arframkvæmdastjóra MRC Social Psychiatry Unit, London, og dr. Ruth Berkowitz, dr. Rosemarie Eberlein-Fries og dr. Liz Kui- pers. Þessar athugasemdir eru tilraun til að gefa ykkur nokkrar upplýs- ingar um geðklofa, áhrif hans, or- sakir og meðferð. Við munum reyna að útskýra hvað það er sem hefur komið fyrir ættingja ykkar og hvað það er kallað. Það getur verið að að undanförnu hafi ættingi þinn ekki verið sjálfum sér líkur, að hann tali ekki við þig eins og hann var vanur, að hann kjósi að vera í einrúmi eða að hann sjái og heyri eitthvað sem þú verður ekki vör við. Þú hefur kannski kom- ist að því að ef þú reynir að tala um þetta við hann, þá getirðu ekki sannfært hann um að þetta sé ímyndun. Þú hefur líklega spurt sjálfa þig hvað sé að honum. Er það alvar- legt? Hvað er að gerast? Þú hefur e.t.v. þegar fundið svör við ýmsu, en veist kannski ekki hvemig þau geta átt við þinn eigin fjölskyldu- meðlim. Við vonum að þessar at- hugasemdir muni hjálpa ykkur við að svara einhverjum af þessum spumingum. Auk hjálpar og ráðlegginga heim- ilislæknis, geðlæknis, sálfræðings og félagsráðgjafa á geðsjúkrahúsi má benda á Samtök aðstandenda geðsjúkra og Geðhjálp. Auðþekkjanlegur sjúkdómur Það sem þú hefur e.t.v. haft áhyggjur af em einkenni auðþekkjanlegs sjúkdóms. Við vit- um nú ýmislegt um hann. Til dæm- is vitum við að sjúklingurinn getur stundum heyrt og séð eitthvað sem ekki er til staðar. Hugsun hans get- ur orðið rugluð þannig að erfítt er að tala við hann og hann virðist ekki alltaf hlusta á það sem þú seg- ir. Þetta getur þýtt að hann missi samband við það sem er raunveru- lega að gerast í kringum hann og þá getur það sem hann segir eða gerir verkað skringilega eða óvenju- lega. Einnig geta tilfinningar hans breyst; þær geta orðið ákafari þann- ig að hann virðist vera vansæll eða mjög æstur, eða að þær geta dofnað þannig að hann missi áhuga eða sýni minni ástúð. Sjúklingar sem upplifa þetta þjást af því sem kallað er geðklofi. Geð- klofi er sjúkdomur. Hann hefur áhrif á fólk á mismunandi vegu. Það erf- iða er að sjúklingnum virðast þessar sýnir eða ofheymir mjög raunveru- legar en það er erfitt að útskýra þær. Sem dæmi: Sjúklingur sem heyrir raddir getur átt það til að svara þeim af því að hann heldur að þær séu raddir fólks sem sé þar raunverulega. Sjúklingur sem virð- ist vera mjög kuldalegur er ef til vill ekki fær um að vera vingjarnleg- ur af því að tilfínningum hans hefur verið sökkt af véikinni. Sjúklingur sem er mjög klaufalegur eða vill ekki gera venjulega hluti eins og aðrir í fjölskyldunni getur verið þannig af því að sjúkdómurinn hefur gert hann þannig að hann er með hugann bundinn við sjálfan sig og gerir sér ekki grein fyrir - eða er sama þótt hann komi öðrum í upp- nám. Af því að sjúklingurinn getur venjulega ekki útskýrt hvað er að gerast í huga hans, er ekki alltaf auðvelt fyrir annað fólk, jafnvel þá sem búa með honum eins og þig, að gera sér grein fyrir að margt af því einkennilega eða truflandi sem hann gerir orsakast af sjúk- dómnum. Það er sérstaklega erfitt af því að þetta er andlegur en ekki líkamlegur sjúkdómur, þannig að það eru engin sjáanleg einkenni um að eitthvað sé að. Það er til dæmis miklu auðveldara að skilja af hveiju gigtarsjúklingur getur lítið sinnt húsverkum, eða getur ekki stundað vinnu, heldur en að skilja af hveiju geðklofasjúklingur getur ekki gert þessa hluti. Geðklofi er ekki sjaldgæfur sjúk- dómur. Einn af hveijum hundrað mun líklega þjást af honum ein- hvem tímann á ævinni. Það geta allir orðið fyrir því að fá þennan sjúkdóm. Þetta er sjúk- dómur sem byijar oftast í ungu fólki á þritugsaldri þegar flest fólk er að giftast eða flytja að heiman. Bæði karlar og konur geta þjáðst af hon- um þótt hans verði oft vart nokkrum árum fyrr hjá karlmönnum. Sjúk- dómurinn geðklofi kemur fram alls staðar í heiminum. Einkenni Nú ætlum við að fara meira út í smáatriði varðandi það sem getur komið fyrir geðklofasjúklinga. Viss- ir hlutir henda næstum alla sjúkl- inga á einhveiju stigi veikinnar. Truflun á hugsun er mjög al- geng. Þú hefur e.t.v. veitt því at- hygli að stundum segir ættingi þinn hluti við þig sem þú átt ekki von á, eða skilur ekki. Það virðist ekki vera heif brú í því, eða hann talar mikið en missir þráðinn. Þetta getur gert samskipti ykkar mjög erfið. Það sem gerist er að sjúklingur- inn hefur misst hæfileikann til að hugsa skýrt og hafa skipulag á hugsunum sínum. Hugsanir verða ruglaðar þannig að hann skilst ekki. Stundum virðast hugsanirnar vera of margar og sjúklingnum finnst hann aðeins geta losnað við þær með því að deila þeim með öðrum, þannig að hann talar endalaust enda þótt þú eigir í erfíðleikum með að skilja hann. Aftur á móti getur ver- ið að hann hætti skyndilega að tala, af því að hugur hans virðist tómur. Allt þetta getur verið ógnvekjandi og sjúklingurinn sjálfur skilur ekki hvað hefur gerst með hugsanir hans. Þegar þetta gerist, getur hann eytt miklum tíma í að hafa áhyggjur af þessu og reynir að fínna út hvað er að gerast. Til dæmis getur hann haldið að nágrannamir eigi sök á því sem er að gerast, eða að þið séuð fjandsamleg gagnvart honum. Það er ekki hægt að sannfæra hann um að þetta sé ekki satt; hversu oft sem þú segir honum það, eða reynir að rökræða við hann til að fá hann ofan af þessu. Fyrir honum eru þessir hlutir raunverulegir og hann er sannfærður um það. Þetta þýðir að sjúkdómurinn breytir allri tilveru hans og hann missir tengsl við það sem er raunverulega að koma fyrir hann. Ranghugmyndir Annað sem gerist oft er að sjúkl- ingurinn fær ranghugmyndir. Það hefur í för með sér að hann heyrir stundum og sér eitthvað sem ekki er til staðar. Hann getur heyrt há- vaða eða raddir. Stundum skilur hann það sem hann heyrir og stund- um skilur hann ekkert í því. Hann getur heyrt raddir tala við sig eða um sig og það getur verið að hann segist vita hvaðan þær komi, til dæmis úr klæðaskápnum, sjónvarp- inu eða úr hluta af höfði sínu. Þess- ar raddir geta sagt óþægilega hluti og sjúklingurinn talar oft eða kallar á móti, jafnvel þótt annað fólk sé viðstatt. Öðru hveiju getur verið að þær segi honum að gera eitthvað, eins og að opna útidyrahurðina um nótt eða að halda sér vakandi. Stundum fínnst honum að hann verði að hlýða þessum röddum og þetta getur verið mjög mikið álag fýrir hann. Geðklofasjúkdómur getur líka orkað á tilfinningar. Sjúklingur glatar hæfíleikanum til að finna fyrir réttu tilfinningunum á réttum tíma, þanig að hann á það til að hlæja að slæmum fréttum eða gráta þegar allir aðrir hlæja. Þú hefur e.t.v. tekið eftir að honum virðist ekki þykja vænt um þig eins og áður, eða hann sýni þér ekki vænt- umþykju á sama hátt. Það eru e.t.v. æ færri skipti sem þið getið raun- verulega talað saman og þú veltir því e.t.v. stundum fyrir þér hvort hann beri nokkrar tilfinningar til þín. Hann getur ekki að þessu gert af því að venjulegum tilfínningum hans hefur verið sökkt af sjúkdómn- um og hann er orðið með allan hug- ann við sjálfan sig. Það getur kom- ið fýrir að hann hóti að bijóta hluti eða að meiða einhvem sem honum þykir vænt um; þetta er vegna þess að hann hefur ekki alltaf stjórn á tilfinningum sínum en getur alls ekki gert sér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk. Hann er þó oftar feiminn og hlédrægur en ógnandi og kemst auðveldlega úr jafnvægi, sérstaklega ef þú verð- ur pirraður/uð á því sem hann gerir. Oðru hveiju getur verið að hann sjái hve mikið hann hefur breyst og hve líf hans er orðið frábrugðið því sem var. Þetta getur orðið til þess að hann verði vansæll eða ör- væntingarfullur og segi að lífíð sé ekki þess virði að lifa því. Annað veifíð getur hann orðið mjög upp- stökkur og ofvirkur og sagt að ekk- ert sé að. Annað sem venjulega fylgir geð- klofa eru áhrif á þrótt sjúklingsins og vilja hans til að framkvæma. Það sem vanalega gerist er að sjúkling- urinn vill vera út af fyrir sig. Hann getur setið klukkustundum saman í herbergi sínu og hlustað eða talað við raddir sínar eða gengið fram og aftur. Hann flýtir sér kannski að borða, tekur varla eftir þvl hvað hann lætur ofan í sig og fer síðan aftur í herbergi sitt. Stundum getur verið að hann neiti alveg að borða með íjölskyldunni. Þetta gerist af því að honum fínnst að honum líði ekki lengur vel innan um fólk - honum fínnst hann vera klunnalegur og ófær um að segja eða gera rétt. Hann forðast e.t.v. samneyti við annað fólk, þótt hann hafí áður haft gaman af því. Sumum sjúkling- um fínnst fólkið á götunni stara á sig og forðast að fara út eða voga sér aðeins út eftir að dimma tekur. Svefntruflanir, þróttleysi Oft sefur sjúklingurinn mikið og neitar jafnvel að fara á fætur á morgnana. Hann snýr sólarhringn- um stundum við og þetta gerir hon- um erfítt um vik með að tolla í vinnu. Erfíðleikum veldur þegar hann sýnir ekki áhuga á neinu og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Hugnr hans getur virst tómur, eða að hann nauðar í þér að gera hluti til að hafa ofan af fyrir sér. Skortur á vinnuþreki veldur því að hann er mjög Iengi að vinna húsverk eða starf sitt. Þetta getur verið erfitt að búa við. Ennfremur geta risið deilur vegna persónulegs hreinlætis sjúklings, sem enn á rætur að rekja til áhuga- og þróttleysis. Hann greiðir e.t.v. ekki hár sitt, neitar að fara í bað eða bursta tennur. Hann getur klætt sig óvenjulega eða neitað að skipta um föt. Þótt hann sé hirðulaus um sumt getur hann orðið smámunasamur með annað; hann getur gengið hart eftir að herbergi hans sé haldið i ákveðnu horfí eða að þú hreyfir ekki eigur hans. Hér hefur verið lýst hvernig geð- klofasjúkdómur verkar oft á fólk en eins og áður hefur komið fram eru einkennin mjög einstaklingsbundin. Orsök og þróun sjúkdómsins Við höfum nefnt hvað getur hent sjúkling með geðklofasjúkdóm. Nú ætlum við að segja ykkur frá því sem vitað er um hvers vegna sjúk- dómsins verður vart; líkumar fyrir að hann taki sig upp aftur og hvaða áhrif hann getur haft í framtíðinni. Erfðir og aðrir þættir Við vitum nú að erfðir hafa eitt- hvað að segja varðandi þróun geð- klofa en skýra alls ekki að fullu hvers vegna sjúkdómurinn leggst á tiltekinn einstakling. Enda þótt einn fjölskyldumeðlimur veikist þýðir það ekki endilega að aðrir í fjölskyld- unni muni fá sjúkdóminn. Oft eru engir aðrir ættingjar sem fá hann. Það merkir heldur ekki að einstakl- ingur með sjúkdóminn ætti ekki að eignast börn af því að þau gætu veikst. Það eina sem við vitum er að það er aukin hætta á geðklofa hjá börnum sem eiga foreldri með geðklofa; eitt af hveiju tíu barna geðklofa foreldris mun fá sjúkdóm- inn síðar á ævinni. Aðrir þættir virðast hafa áhrif á að geðklofí þróast. Rannsóknir hafa verið gerðar á mörgum þessara þátta en eins og stendur er ekki hægt að benda á neina eina orsök fyrir geðklofa. Það virðist vera fjöldi ólíkra þátta sem stuðla að honum. Við ættum að Iíta nánar á eina af þessum ástæðum sem gæti verið mikilvæg fyrir þig sem fjölskyldu- meðlim. Mikið hefur verið skrifað um áhrif fjölskyldunnar á geðklofasjúklinga. Það er ekkert sem bendir til að áhrif fjölskyldu á barn geti orsakað geðklofa. En, þegar sjúkdómurinn einu sinni er kominn fram, getur fjölskyldan átt mikilvægan þátt í því að hjálpa sjúklingnum að halda heilsu. Onnur atriði hafa áhrif á hvemig sjúklingnum reiðir af, svo sem persónuleiki hans sjálfs. Við munum einbeita okkur aðallega að þætti fjölskyldunnar og munum ræða hann í smáatriðum seinna. Streita, breytingar og árekstrar Við vitum lika að því fleira sem sjúklingurinn þarf að kljást við í lífi sínu því líklegra er að hann veikist aftur. Aukin streita getur orkað illa á alla en fólk með geðklofasjúkdóm virðist vera sérstaklega viðkvæmt fyrir henni. Breytingar og árekstrar í lífinu geta líka haft i för með sér að sjúklingnum fari versnandi. Við munum líka fjalla um það seinna. Flestir ná bata En hvað verður um þann sem hefur fengið geðklofasjúkdóminn? Það er mikilvægt að Ieggja áherslu á að flestir ná bata við meðferð. Þeir munu hugsa skýrar og skrýtnu hugmyndirnar munu hverfa. Því miður næst ekki alltaf bati að fullu, sumir sjúklingar eiga áfram í erfíð- leikum, en að jafnaði er svörun við meðferð góð. Sumir veikjast aðeins einu sinni af geðklofa; þeim batnar og veikjast ekki aftur. Aðrir, sem betur fer eru það aðeins fáir, svara alls ekki með- ferð. Flestir sjúklingar veikjast lík- lega aftur, þótt þeir nái bata um hríð. Þeir geta veikst fáum vikum eftir batann, eða árum síðar. Þegar veikindin taka sig upp aftur getur ný skringileg hegðun komið í ljós en oft endurtekur sama hegðunar- mynstrið sig. Á milli veikindakasta getur verið að þú takir eftir að ætt- ingi þinn er ekki sá sami og hann var áður. Það getur tekið hann lang- an tíma að koma hlutum í fram- kvæmd. Hann kann að vera fámáll innan um fólk. Hann kann að vera áhugalaus og situr e.t.v. allan dag- inn án þess að gera nokkuð. Þetta getur leitt til vandræða í sambandi við að fá vinnu og að halda henni og hann getur orðið atvinnulaus tím- unum saman. Sé sjúklingurinn húsmóðir verður fjölskyldan oft vör við að hún getur ekki gert öll húsverk eins og hún gerði áður. Dagleg störf eru óunnin og heimilið drabbast niður. Þetta þýðir að fjölskyldan þarf að koma til hjálpar og gera meira en áður. Ennfremur getur verið að ættingi þinn verði ekki eins tengdur ijöl- skyldunni og áður, jafnvel þegar _Dale , Carnegie U lÁl ÞJALFUN Kynningarfundur Fimmtudagskvöld kl.20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið Konráð Adolphsson D.C. Kennari * EYKUR hæfni og árangur einstaklingsins * BYGGIR upp leiðtogahæfnina * BÆTIR minni þitt og einbeitingarkraftinn * SKAPAR sjálfstraust og þor * ÁRANGURSRÍKARI tjáning * BEISLAR streitu og óþarfa áhyggjur * EYKUR eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. VISA® Innritun og upplýsingar í síma: 812411 0 STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.