Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ l>U)DJLjDAjGL,H 18. ÁGÚ^T, 1992 1? hann er frískur. Hann forðast e.t.v. fjölskyldumót og þau virðast snerta hann miklu minna. Þetta er ekki gert til að gera þér gramt í geði. Þetta er að hluta til vegna lyfjagjaf- ar, að hluta til vegna sjúkdómsins og að hluta til vegna þess að sjúkl- ingurinn er að reyna að forðast að komast í uppnám og verða veikur aftur. Hvernig meðferðin gerir gagn Þú hefur líklega tekið eftir að ættingi þinn hefur fengið töflur þegar hann er á spítala. Þær gegna miklu hlutverki í meðferð á geð- klofasjúkdómnum. Þær hjálpa til við að þagga niður í röddum í höfði sjúklings, þær gera hann minna kvíðinn og hjálpa honum til að hugsa skýrar. Þær vemda hann gegn streitu sem orsakast af reynslu hans og daglegu lífi. Meðferð tekur tíma Það er ekki alltaf hægt að sjá áhrif lyfja strax og þau eru tekin. Það getur tekið daga og jafnvel vik- ur að sjá batann. Samt þarf að taka töflurnar reglulega. Þær em ekki eins og aspirín sem þú tekur bara þegar þú ert kominn með höf- uðverk. Sumir sjúklingar fá ekki lyf í töfluformi heldur spautugjafir. Þær hafa sömu áhrif og töflur en þær þarf að gefa sjaldnar vegna þess að ein sprauta hefur áhrif í talsvert langan tíma. Það er oft þægilegra fyrir sjúklinginn að fá lyfín þannig en það er jafn mikil- vægt að hann fái lyfin reglulega. Lyfin sem gefin eru við geðklofa hafa aukaverkanir, eins og flest lyf. í þessu tilfelli er algengast að áhrifa verði vart á vöðvana. Sjúklingurinn getur orðið stífur eða fengið vöðva- kippi eða skjálfta. Stundum koma ósjálfráðar hreyfingar í munni og tungu. Þær em ekki alvarlegar og við þeim er hægt að bregðast með því að minnka lyfjaskammtinn eða gefa töflur við aukaverkunum. Sjúklingurinn veit ekki alltaf af þessum aukaverkunum og ef þú tekur eftir þeim ættirðu að vekja athygli læknis sjúklingsins á þeim. Þegar lyfjagjöf hefur reynst vel þarf að halda henni áfram, jafnvel þegar sjúklingnum er farið að líða betur. Mörgum fínnst mjög erfítt að vera á lyfjum þegar þeir em frískir, af því áð það virðist vera tilefnislaust. En því miður er það yfirleitt ekki þannig að geðklofa- sjúkdómurinn hverfi alveg. Alveg eins og fólk með sykursýki, sem verður að fá sprautur daglega jafn- vel þegar því líður vel, þarf fólk með geðklofasjúkdóminn að vera áfram á lyijum til að hindra að sjúk- dómurinn taki sig upp aftur. Á sama hátt og það er enginn skyndilegur bati sýnilegur þegar sjúklingur byijar á lyfjum verður engin skyndileg breyting ef þeir hætta á lyfjum. Þegar sjúklingur hefur ekki tekið töflurnar sínar eða ef hann hefur sleppt úr sprautu, kemur afturför ekki endilega fram Btrax. Það geta liðið mánuðir áður en einkennin koma í Ijós; það fer eftir því hve miklar breytingar og árekstrar verða á vegi sjúklingsins. Hvernig þú getur orðið að liði Lyf em ekki það eina sem hefur áhrif á lækninguna, andrúmsloftið á heimilinu og hvemig brugðist er við daglegum vandamáium skiptir jafn miklu máli. Þetta er vegna þess að fólk með geðklofa er mjög næmt á það hvað er að gerast í kringum það. Því er miklu hættara við að komast í upp- nám út af hversdagslegum vanda- málum en öðm fólki. Breytingar á vanafestu geta gert það órólegt og það að flytja í nýtt hús eða að fara í próf getur orðið til þess að það veikist aftur. Þegar ekki er hægt að koma í veg fyrir slíkar breyting- ar er gott ráð að segja sjúklingnum það með góðum fyrirvara, til að auðvelda honum að undirbúa sig. Lif með geðklofasjúklingi getur verið mjög erfítt. Hann hagar sér e.t.v. undarlega, talar við sjálfan sig, eyðir öllum deginum í rúminu og það tekur hann langan tíma að framkvæma hluti. Þú getur orðið reið/ur út af þessu og þú getur misst stjórn á skapi þínu, eða þá að þú verður afskaplega áhyggju- full/ur og hugsar stöðugt um hvar hann sé og hvað hann muni gera næst. Óhjákvæmilega vakna spurn- ingar eins og: Hvað verður í framtíð- inni ef þetta heldur áfram? Hvernig held ég þetta út? - Og þú verður kvíðin/inn og æst/ur. Að leysa vandamálin Það er engin furða að þér líði þannig. Því miður er það ekki gagn- legt gagnvart sjúklingnum og getur gert illt verra. Það er vegna þess að hann kemst auðveldlega úr jafn- vægi sjálfur og eins og við höfum áður sagt, hann getur ekki tekið gagnrýni eða að gert sé veður út af smámunum. Það besta sem þú getur gert í stöðunni er að eyða ekki svona mikl- um tíma með honum, svo að þið farið ekki í taugarnar hvort á öðru. Það er mikilvægt að sjúklingurinn lifí eins sjálfstæðu lífí og hægt er. Við það öðlast hann sjálfstraust og það hjálpar honum við að sjá um sig sjálfan á nýjan leik. Stundum mun spítalinn sjá um að hann geti eytt deginum í dagvistun eða hjálpa honum að fá vinnu. Ef sjúklingurinn býr hjá foreldrum, er stundum góð hugmynd fyrir hann að fara að heiman og búa á gististað. Það get- ur verið erfítt að horfast í augu við það, en sjúklingnum gengur raun- verulega betur ef hann sér um sig sjálfur eins og hann frekast getur. Ef þetta á að verða, þarf mikinn undirbúning til að hjálpa sjúklingn- um að verða sjálfbjarga. í öðru lagi, ef þið verðið að vera mikið samvistum, er best að æpa ekki eða gagnrýna eða verða niður- sokkin í hans mál. Þetta er erfíð- ast, af því að þá fínnst þér þú ekki vera nógu umhyggjusöm/samur, eða ættingja þínum finnist þú vera skeytingarlaus um hann. Þetta er samt betra fyrir ykkur bæði, þegar til lengri tíma er litið. Það mun reyn- ast auðveldara fyrir hann ef þú lætur hann í friði og þú munt síður ofgera þér. Það er mikilvægt að ættingjar láti ekki þarfir þess sem þjáist koma í veg fyrir að slaka sjálf- ir á og fá tilbreytingu. I flestum fjölskyldum þar sem er geðklofasjúklingur þarf að leysa svipuð vandamál. Tilgangurinn með þessum leiðbeiningum er einmitt að veita upplýsingar um það við hveiju þú getur búist og hvað þú getur gert til að hjálpa til. HAUSTUTS ALAISER í örfáa daga — 30—70% afsláttur Laugavegi 95, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.