Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Morgunblaðið/Kristinn 350 manns tóku þátt í göngunni, sem var farin til að vekja athygli á Ólympíuleikum fatlaðra og Ólympíuleikum þroskaheftra, sem verða haldnir í september. 350 gengu með stoðtæki UM 350 manns tóku þátt í göngunni „í spor fatlaðra", sem var farin síðastliðinn sunnudag. íþróttasamband fatlaðra stóð fyrir göngunni ásamt Össuri hf. og var Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands verndari göngunnar. Gangan var farin til að vekja at- hygli íslendinga á Ólympíuleikum fatlaðra í Barcelona dagana 3. til 14. september og á Ólympíuleikum þroskaheftra í Madrid 13. til 21. september. í göngunni var notast við stoð- tæki frá Össuri hf. og meðal göngumanna voru Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra, Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs, Ingimundur Sigurpáls- son bæjarstjóri Garðabæjar, Þor- bergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari í handknattleik og Óli H. Þórðarson formaður Umferðar- ráðs. Einstaklingar gengu um 300 metra hver og var notast við spelkur og hækjur, gerviökla, hjólastóla og blindrastaf. í broddi fylkingar fór Lúðrasveit Reykja- víkur og spilaði létt lög. 400 fer- metra tjaldi hafði verið slegið upp og í lok göngunnar buðu Goði hf. og Sól hf. til grillveislu og Stuð- bandið og Garðar spiluðu fyrir dansi. Yfirlýsing norrænna forsætisráðherra: Norðurlönd hafi sam- eiginlega áhrif á fram- vindu Evrópumála ÁRLEGUM, tveggja daga samráðsfundi forsætisráðherra Norðurland- anna lýkur í Ronne á Borgundarhólmi í dag. Fjallað var m.a. um skýrslu vinnuhóps um framtíð norræns samstarfs og er í yfirlýsingu ráðherranna hvatt til þess að Norðurlöndin efli samvinnu sína en loki sig þó ekki af gagnvart Evrópu. „Þau eiga að nota þessa sögulegu stund til að hafa sameiginlega áhrif á framvinduna í Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögð er áhersla á að mörg samstarfsverkefni, sem norræn hefð sé fyrir, fái nú breiðari evrópskan vettvang innan Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES) og Evrópubandalagsins (EB). Norska blaðið Aftenposten segir að markmiðið með tillögum vinnu- hópsins sé að marka norrænu sam- starfi tvo farvegi. Annars vegar verði lögð meiri áhersla á „ósvikin", norræn verkefni. Hins vegar verði smám saman komið á nánari sam- vinnu í málum er varða afstöðuna til EES og EB; í þeim efnum skipti mestu að forsætisráðherrar land- anna muni láta meira að sér kveða en verið hefur í Norðurlandaráði. Líklegt sé að ákveðnir norrænir þingmenn verði smeykir við þessa breytingu, telji að með þessu muni forsætisráðherrarnir ýta óbreyttum þingmönnum út í skuggann á fund- um ráðsins. Er Morgunblaðið ræddi við Davíð Oddsson forsætisráðherra í gær kom fram að tillögur vinnuhópsins, þar sem kveðið er á um breytingar á starfi Norðurlandaráðs, yrðu lagðar fram á aukaþingi ráðsins í Árósum í nóvember. „Það var farið yfir skýrslu vinnuhópsins sem við feng- um til að endurmeta framtíð hins norræna samstarfs," sagði Davíð. „Fyrst og fremst er um það að ræða •að fyrir ári eða svo höfðu margir Samningur um stjórnun mjólkurframleiðslunnar: Ríkísútgjöld munu lækka um 750 míllj. fyrstu tvö ár sammngstímans SAMKVÆMT samningi ríkis- stjórnarinnar og Stéttarsambands bænda um stjórnun mjólkurfram- leiðslunnar næstu sex árin munu ríkisútgjöld lækka samtals um 750 milljónir á fyrstu tveimur árum samningstímans, og síðan um 400-450 miHjónir á ári út samningstímann. Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn Nefnd um breytingar á þingskaparlögum: Rætt um að fjölga fulltrúum í for- sætisnefnd Alþingis Ekki samstaða um skerðingu á ræðutíma í NEFND þingflokka um breytingar á þingsköpum er nú mest rætt um að fjölga fulltrúum í forsætisnefnd þingsins um tvo en sú lausn tryggði bæði meirihluta ríkisstjórnarflokkanna í nefnd- inni eins og öðrum þingnefndum og aðild allra þingflokka að for- sætisnefnd þingsins. Á fundi nefndarinnar í gær var samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins rætt mest um fyrrgreinda lausn frem- ur en fjölgun um einn fulltrúa í nefndinni eða þriðju leiðinni sem fælist í því að gefa atkvæði forseta Alþingis innan nefndarinnar aukið vægi. Meðal annarra breytinga á þing- sköpum sem nefndin hefur rætt varða umræður á þinginu um gæslu þingskapa og munu stjórn- arandstæðingar hafa ljáð máls á breytingum á ákvæðum þar að lútandi en hins vegar er ekki sam- staða innan nefndarinnar um hug- myndir um að takmarka ræðutíma í fyrstu umræðu um þingmál. Ekki fékkst endanleg niðurstaða í gær en nefndin kemur aftur sam- an til fundar síðdegis í dag. Nefnd þessi er skipuð Geir H. Haarde formanni þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, Páli Péturssyni formanni þingflokks Framsóknar- flokksins, Össuri Skarphéðinssyni formanni þingflokks Alþýðuflokks- ins, Svavari Gestssyni varaform- anni þingflokks Alþýðubandalags- ins og Kristíni Ástgeirsdóttur for- manni þingflokks samtaka um Kvennalista. Nefnd þessi var skip- uð í vor eftir að Salome Þorkels- dóttir forseti Alþingis fór þess á leit að fulltruar þingflokkanna ræddu reynsiuna af þingsköpunum og hvort ná mætti samstöðu um úrbætur á þeim og starfsháttum Alþingis. sunnudag byggir á búvörusamn- ingnum frá því í mars 1991, og er hann í grundvallaratriðum í samræmi við álit sjömannanefnd- ar frá því í vor. Guðmundur Lárusson, formaður Landssam- bands kúabænda, segir Ijóst að samningurinn muni leiða til lækk- unar á verði mjólkurafurða til neytenda, en jafnframt muni hann hafa í för með sér kjaraskerðingu fyrir kúabændur og fækkun í stéttinni. Gildistími búvörusamningsins er frá 1. september næstkomandi til 31. ágúst 1998. Ríkisútgjöld vegna mjólkurframleiðslunnar munu í fyrsta lagi lækka við það að fram- leiðsluréttur kúabænda verður færður niður til samræmis við markaðsþörf innanlands og útflutn- ingsbætur leggjast af, og í öðru lagi vegna lækkunar á grundvallar- verði til bænda. Samningurinn kveður á um samtals 5% lækkun á grundvallarverði mjólkur á árunum 1992 til 1994, en það er sú hagræð- ingarkrafa sem gerð er til kúa- bænda. Gert er ráð fyrir að mjólkur- iðnaðinum verði gert að taka á sig 6% lækkun á sama tíma, og þá verður svokallað verðmiðlunargjald fellt niður. Mun sú niðurfelling ásamt aukinni hagræðingu skiia sér í raunlækkun á mjólkurafurðum til neytenda, og er búist við að ávinn- ingur þeirra á næstu þremur árum verði um 300 milljónir króna. Heildarmarkmið samningsins er að renna. styrkari stoðum undir mjólkuriðnaðinn í landinu með því að lækka verð til neytenda án þess að það komi niður á afkomumögu- leikum bænda og gæðum fram- leiðslunnar. Ríkissjóður ábyrgist ekki lengur að kúabændur fái fullt verð fyrir mjóikurframleiðslu sína, en það þýðir að framvegis verður framleiðsla og sala mjólkurafurða á ábyrgð bænda og afurðastöðva. Útflutningsbætur verða felldar nið- ur og í stað niðurgreiðslna á heild- sölustigi verða teknar upp beinar greiðslur til bænda. Kostnaður vegna þessara kerfisbreytinga verð- ur tvíþættur. Annars vegar mun ríkissjóður greiða 300 til 350 millj- ónir króna í byijun næsta árs vegna óniðurgreiddra mjólkurbirgða, og hins vegar fá mjólkurframleiðendur greiddar samtals 250 milljónir úr verðmiðlunarsjóði vegna niður- færslu á fullvirðisrétti. Guðmundur Lárusson formaður Landssambands kúabænda sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri tiltölulega sáttur við samning- inn miðað við aðstæður. „Verð til framleiðenda kemur til með að lækka um 5% á næstu þremur árum, og miðað við þær hagræð- ingaraðgerðir sem fyrirhugaðar eru í mjólkuriðnaðinum ætti mjólkur- verð til neytenda að lækka mun meira. Endanlegur útreikningur á þessu liggur ekki fyrir, en það er ljóst að sjáanlegur munur ætti að verða hjá neytendum.“ Framleiðsluréttur verður færður niður úr 104,5 milljónum lítra í 100 milljónir og fá kúabændur greiddar 50 kr. fyrir hvern niðurfærðan lítra. Guðmundur sagði óvíst að bændur geti keypt sér rétt á móti þessu, og þannig myndi þetta væntanlega þýða einhveija kjaraskerðingu og tvímælalaust leiða til fækkunar í stéttinni og stækkunar framleiðslu- eininga. „Það er óvist hvort menn geta almennt mætt þessari svoköll- uðu framleiðnikröfu með öðrum hætti en beinni lækkun á launum, þannig að menn eru mjög misjafn- lega í stakk búnir til að mæta þess- ari hagræðingarkröfu,“ sagði hann. áhyggjur af því að farið væri að slá verulega í þetta samstarf. Sagt var að Evrópumálin væru orðin mönnum svo hugleikin, einkum í þeim löndum sem eru að hugleiða aðild að Evrópu- bandaiaginu. Það var einhugur héi um að tillögur vinnuhópsins væru vænlegar til árangurs." Davíð sagði að gert væri ráð fyrir því að forsæt- isráðherrarnir kæmu meira inn í starf Norðurlandaráðs en verið hefði, þannig yrði hægt að koma því til leiðar að teknar yrðu ákvarðanir en orðin ein ekki látin duga. Það væri jákvætt að menn hefðu fullan hug á að efla samstarfið og þess væri vandlega gætt að taka fullt tillit til sérstöðu íslendinga. Samþykkt hefði verið að stofna sjóð með sem svarar nær 10 milljörðum ÍSK er nota skyldi til menningarmála. í yfírlýsingu ráð- herranna er bent á mikilvægi til- lagna vinnuhópsins um að fækka beri embættismannanefndum og endurmat fari fram á ýmsum nor- rænum stofnunum og samstarfs- verkefnum með það í huga að fjár- veitingar nýtist framvegis betur. Jafnframt því sem rætt var um að efla hefðbundin verkefni norræna samstarfsins var rætt um samráð og samvinnu í væntanlegum viðræð- um við EB af hálfu þeirra Norður- landa, Svíþjóðar, Finnlands og að líkindum Noregs, sem sótt hafa eða líklegt er að sækja muni um aðild. Er blaðamaður spurði hvort reynt hefði verið að fá íslendinga til að slást í þann hóp sagði Davíð að svo hefði alls ekki verið. Að undanförnu hafa skoðanakannanir sýnt minnk- andi fylgi við EB á Norðurlöndunum en forsætisráðherra sagðjst ekki hafa orðið var við neina viðhorfs- breytingu hjá þeim ráðamönnum sem mæltu með aðild ríkja sinna. Á fundinum í Ronne var rætt um málefni fyrrverandi lýðvelda Júgó- slavíu, fyrst og fremst flóttamanna- vandann og hvernig bregðast skuli við honum. í gærkvöldi og í morgun var fyrirhugað að ráðherramir ættu fund með leiðtogum Eystrasalts- landanna sem var boðið til Borgund- arhólms til að sýna áhuga Norður- landanna á auknum samskiptum við löndin þijú. -♦..♦ Keflavíkursókn: Deilur virðast hafa hjaðnað DEILUR sóknarnefndar og sókn- arprests Keflavíkursóknar um störf þess síðarnefnda í sókninni virðast nú hafa hjaðnað frá því þær stóðu sem hæst fyrir helgi. „Þetta lítur mjög vel út, eins og mál standa,“ sagði Birgir Guðjóns- son, varaformaður sóknarnefndar Keflavíkur. „Málið er komið í allt annan og betri farveg. Prestur er búinn að sýna það í orði og verki að hann hefur fullan vilja til sátta," sagði hann. „Ég vona að nái saman, því málið virðist vera á réttri leið. Tíminn leið- ir endanlega í ljós hvað verður,“ sagði sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknar- prestur í Keflavík. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, en sagði að svo virtist sem greinargerð sín frá því á þriðjudag í síðustu viku hafi átt þátt í að deilumar gengju niður. Birgir kvað allan vilja sóknar- nefndar standa til að sættir næðust, en ekki yrði fundað í málinu fyrr enj biskup kemur úr vísitasíu í Húna-' þingi 25. þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.