Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 t JtovgntiÞIftfrtto Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. • • Orlagaríkt þing Alþingi, 116. löggjafarþing, sett í gær: Megi umræður verða farsæl- ar og ákvarðanir gifturíkar sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands í ávarpi sínu Aldursforseti þingmanna, Matthías Bjarnason, stýrði fyrsta þing- fundi. Alþingi, 116. löggjafarþing- ið, sem sett var í gær, verður án efa örlagaríkt fyrir íslenzku þjóðina. Sumarþingið, sem nú er háð, hefur nánast það eina verkefni að fjalla um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið og fylgifrumvörp hans. íslendingar eiga mikið undir því að EES-samningurinn hljóti jákvæða afgreiðslu á Al- þingi. Um er að ræða eitthvert brýnasta hagsmunamál þjóðar- innar, sem skipað verður á bekk með aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu og útfærslu land- helginnar. Með aðild að EES öðlast ís- lendingar tollfijálsan aðgang að mikilvægasta markaðnum fyrir sjávarafurðir sínar, en halda fullu forræði yfír auðlind- um til lands og sjávar. Við munum njóta þeirra ávaxta, sem stóraukið frelsi í fjár- magns- og þjónustuviðskiptum, fólksflutningum og vöruflutn- ingum færir íbúum stærsta og öflugasta markaðssvæðis í heimi. Síðast en ekki sízt tökum við með EES-aðild jákvæða af- stöðu til þeirrar fijálsræðisþró- unar, sem átt hefur sér stað í Evrópu undanfama áratugi, en látum lönd og leið ýmis þau höft, sem þrengt hafa að ís- lenzku atvinnulífi. Þegar litið er til þeirra miklu hagsmuna, sem ísland hefur af því, að EES-samningurinn gangi í gildi um næstu áramót eins og að er stefnt, vekur það furðu, að forystumenn stjómar- andstöðunnar skuli láta í veðri vaka að það samkomulag, sem gert var um afgreiðslu málsins á Alþingi síðastliðið vor standi ekki lengur. Þetta kom fram í bréfí Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Kvennalistans til Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í sein- ustu viku. í fyrsta lagi telur stjómar- andstaðan að EES-samningur- inn bijóti í bága við stjómar- skrá og telur ekki unnt að ljúka fýrstu umræðu á Alþingi um samninginn nema ríkisstjómin gefí fyrirheit um stjórnarskrár- breytingu. Af torskiljanlegum ástæðum tekur stjómarand- staðan ekki mark á áliti íjög- urra sérfróðra lögfræðinga, sem tekið hefur af allan vafa um það, að samningurinn sam- ræmist stjómarskránni í einu og öllu. Það er líka sérkennilegt að heyra Ólaf Ragnar Grímsson og Steingrím Hermannsson tala um að EES-samningurinn bijóti stjórnarskrána. Þessir menn leiddu ríkisstjórnina, sem hóf samningaviðræðurnar um EES og stóð að þeim einhuga. í þeim samningaviðræðum komu öll meginatriði núverandi samn- ings mjög fljótlega upp á yfír- borðið. Kröfur beggja aðila, Fríverzlunarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins, varð- andi stofnanahluta samningsins lágu fyrir löngu áður en Stein- grímur og Ólafur Ragnar létu af ráðherraembættum. í öðru lagi kvartar stjómar- andstaðan undan því, að ekki séu öll fylgifrumvörp EES- samningsins fram komin og því sé ekki hægt að taka afstöðu til samningsins sem slíks. Al- þýðubandalagið og Kvennalist- inn hafa lýst því yfír, að þing- menn þeirra muni greiða at- kvæði gegn samningnum á þingi. Má búast við, að fylgi- frumvörpin breyti afstöðu þeirra? í þriðja lagi telur stjómar- andstaðan ókleift að taka af- stöðu til EES-samningsins fyrr en tvíhliða sjávarútvegssamn- ingur íslands og EB liggi fyrir. Um grundvallaratriðin hefur verið samið, þótt útfærslan sé eftir. Alþingi þarf að sjálfsögðu að fjalla ítarlega um EES-samn- inginn og samningurinn sjálfur og þau mál, sem tengjast hon- um þurfa að fá vandaða með- ferð. En ganga verður út frá því sem vísu, að þingið afgreiði málið þannig að afstaða íslend- inga standi ekki í vegi fyrir gildistöku samningsins. Kjós- endur vita hvaða hagsmunir em í húfi að Evrópska efnahags- svæðið verði að raunveruleika. Flokkar stjórnarandstöðunnar munu glata trausti almennings, verði þeir uppvísir að því að taka pólitíska flokkshagsmuni fram yfír þjóðarhagsmuni. Töluverðar umræður urðu um efnisatriði EES-samnings- ins í kjölfar þess, að samkomu- lag tókst sl. haust. Síðan hefur litið verið fjallað um hann, en andstæðingar samningsins hafa haft sig töluvert í frammi. A næstu vikum er nauðsynlegt, að almenningur eigi greiðan aðgang að ítarlegum upplýsing- um um helztu efnisatriði þessa samkomulags. Hafí landsmenn þær upplýsingar undir höndum má búast við víðtækum stuðn- ingi við þetta samkomulag. Stjómarflokkamir þurfa því ekki einungis að einbeita sér að þinglegri meðferð málsins. Þeir þurfa líka að sinna upplýs- ingaþörf almennings. VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands setti í gær Alþingi, 116. löggjafarþingið. Forseti óskaði þingmönnum þeirrar gæfu að umræður mættu verða farsælar og ákvarðanir gifturíkar eftir að allar hliðar mála hefðu verið kannaðar. Alþingi, 116. löggjafarþingið, var sett með venjubundnum hætti en á óvanalegum árstíma; í gær, 17. ágúst. Reglulegur samkomu- dagur Alþingis er 1. október en þingið kemur nú saman í ágústmán- uði samkvæmt samkomulagi sem gert var í vor milli formanna þing- flokkanna um að flýta samkomu- degi Alþingis til að taka samninginn um evrópskt efnahagssvæði, EES, til afgreiðslu. Að venju hófst þingsetningarat- höfnin með því að þingmenn gengu frá Alþingishúsi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Viðstaddir þjónustu- gjörð voru auk þingmanna frú Vig- dís Finnbogadóttir forseti íslands, séra Bolli Gústavsson vígslubiskup, sendimenn erlendra ríkja, margir æðstu embættismenn þjóðarinnar og sumt af starfsliði Alþingis. í Dómkirkjunni predikaði séra Árni Bergur Sigurbjömsson sókn- arprestur í Ásprestakalli í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra. Ritning- arorð voru guðspjall gærdagsins, Lúkas, 16. kafli, vers 1 til 9; Gjör reikningsskil. Sr. Ámi Bergur dró enga dul á að þessi dæmisaga væri um margt margslungin og kannski sjaldnar til hennar vitnað en ann- arra af dæmisögum Jesú. Prestur- inn benti á að þá engu síður en nú hefðu menn verið hugmyndaríkir í umgengni sinni við „hinn rangláta mammón“. Eftir Guðs og manna lögum hefðu vextir verið bannaðir, en fyrst ekki mátti reikna vexti var höfuðstóll skuldabréfa færður upp eftir Baldvin Tryggvason Með bréfí dags, 19. maí 1987, skip- aði þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, mig undirritað- an, Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóra, Grím M. Helgason deildarstjóra og Stefán Benediktsson arkitekt, í nefnd, tii þess „að gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um nýtingu Safnahússins við Hverfisgötu þegar Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn hafa verið flutt þaðan í önnur húsa- kynni,“ eins og segir í bréfínu. Við þrír sem í þessa nefnd voru skipaðir hittumst oft og ræddum margvíslega möguleika um nýtingu Safnahússins. Af ýmsum ástæðum, m.a. veikindum, dróst að nefndin skil- aði áliti sínu til ráðherra. Skömmu fyrir árslok 1989 andaðist Grímur M. Helgason. Honum auðnað- ist því ekki að leggja síðustu hönd á ritun sameiginlegs nefndarálits. Það kom því í minn hlut að ganga frá endanlegri greinargerð um störf nefndarinnar og hugmyndir hennar. Hinn 13. júlí 1990 sendi ég þáverandi menntamálaráðherra, Svavari Gests- syni, þessa greinargerð. Þar sem allnokkur umræða og blaðaskrif hafa átt sér stað einkum nú að undanfömu, um nýtingu Safna- hússins við Hverfísgötu þegar Lands- bókasafnið flytur í Þjóðarbókhlöðuna, vonandi sem allra fyrst, hef ég með eins og hið eldfoma lögmál um framboð og eftirspurn krafðist. Ráðsmaðurinn og húsbóndinn hefðu saman átt hlutdeild í dulbún- um vöxtum. Ráðsmaðurinn hafði líkt og margur nútímamaðurinn lifað í óhófi og var krafínn reikningsskap- leyfí menntamálaráðherra ákveðið að birta kafla úr þessari greinargerð og fara þeir hér á eftir eins og ég gekk frá þeim sumarið 1990: Safnahúsið reist 1906-1907 Safnahúsið er vissulega eitt feg- ursta hús landsins, reist af miklum stórhug við upphaf 20. aldarinnar, þegar fyrsti íslenski ráðherrann, Hannes Hafstein, hafði setið örfá ár í íslensku stjómarráði í landinu sjálfu. Fyrir aldamótin hafði verið mælt fyrir því á nokkrum þingum að brýnt væri að reisa veglegt hús fyrir Landsbóka- safnið og fleiri söfn. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt var fenginn til að gera tillögur að slíku húsi, og fylgdi teikning hans með frumvarpi, sem lagt var fyrir Aiþingi. Þó fór svo að danskur arkitekt, Magdahl Nielsen, var fenginn til að teikna húsið. Hann hafði áður verið aðstoðarmaður Hans J. Hólms prófessors, þegar hann vann að teikningu Konunglegu bókhlöðunn- ar í Kaupmannahöfn. Hann teiknaði nokkru minna hús en upphaflega var áætlað. Honum þótti íslendingar full stórhuga er þeir gerðu ráð fyrir, að við Landsbókasafnið bættust um 2.000 nýjar bækur á ári, þegar Kon- unglegu bókhlöðunni bárust um 5.000 bækur árlega. Um það bil hálfu ári eftir að Niels- en tók að sér að teikna Safnahúsið sendi hann aðstoðarmann sinn, Fr. Kjarbo, með teikningar til Islands. Annaðist Kjerbo síðan alla fram- ar. En í stað þess að gera ekkert í vonlítilli aðstöðu lætur hann hend- ur standa fram úr ermum. „Hann bregst við skjótt, því engan tíma má missa, færir niður höfuðstól, með handafli auðvitað, enda í þess- ari stöðu ekki um annað að ræða.“ Húsbóndinn stendur frammi fyrir orðnum hlut og getur ekki stillt sig „Það fer því best á því að nú, nærfellt þreraur kynslóðum síðar, og þegar þjóðin er marg- földum þjóðarauði rík- ari, framfylgjum við hugsun forfeðra okkar, aldamótakynslóðarinn- ar, og gerum Safnahús- ið að sannkölluðu þjóð- menningarhúsi um langa framtíð.“ kvæmd og breytingar, sem gerðar voru á teikningum hér heima. Einnig teiknaði hann öll húsgögn og bókahill- ur í húsið. Húsinu svipar mjög til þess stíls, sem einkenndi opinberar danskar byggingar á þessum tíma. Það er teiknað í anda klassískrar byggingarhefðar, látlaust en tignar- legt og yfir því er einstaklega virðu- legt og glæsilegt svipmót. Safnahúsið er friðað veglegt hús Safnahúsið er hannað og byggt til að hýsa Landsbókasafnið. Öll gerð hússins að innan er miðuð við þennan tilgang og utan á húsinu eru letruð stórum stöfum nöfn helstu bók- menntamanna þjóðarinnar á fyrri öld- um að hrósa ráðsmanninum fyrir kænlega breytni. Sr. Ámi Bergur benti á í sinni predikun að Guð gefur aldrei upp vonina um mann- inn og ætlar honum mikið og lánar honum mikið um tíma til að geta gefíð honum allt um eilífð. Sr. Ámi sagði náð að minnast vonar Guðs og leita samhljóms við þá eilífu von og huga Guðs og „aldrei dýrmæt- ara en þegar gengist er undir þunga ábyrgð og margt verka í fangi“. Predikari sagði bíða ofurþung verk- efni, brýn og stór, þeirra sem nú gengju til þingstarfa. Vegna þeirra aðstæðna og breytinga sem orðnar væm á alþjóðavettvangi, breytinga „sem knýja á að skipa Islandi þann sess sem sæmir vonum og draum- um, stríði og sigmm feðra vorra og mæðra“. Að lokinni messugjörð var geng- ið úr kirkju til þingsalar. Þar las forseti íslands forsetabréf, um að Alþingi skyldi koma saman til fund- ar 17. dag ágústmánaðar. Forseti óskaði þingmönnum þeirrar gæfu að umræður í þingsölum mættu verða farsælar og ákvarðanir giftu- ríkar eftir að allar hliðar mála hefðu verið kannaðar. Að svo búnu bað forseti þingmenn að minnast ætt- jarðarinnar. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra leiddi þingmenn í fer- földu húrrahrópi til heilla forseta vomm og fóstuijörð. Forseti íslands bað aldursforseta Alþingis, Matthías Bjamason fyrsta þingmann Vestfjarða, um að stýra þessum fyrsta þingfundi uns forseti Alþingis hefði verið kjörinn. Matthí- as Bjamason bauð þingmenn og starfsfólk velkomið til starfa og óskaði þeim allra heilla. Að svo búnu frestaði hann fundi til kl. 17 síðdegis en þá skyldi haldinn stutt- ur fundur til að útbýta þingskjölum. En ráðgert væri að framhald þessa fyrsta þingfundar yrði næstkom- andi miðvikudag kl. 13.30. um. Húsið er verndað skv. húsfriðun- arlögum í A-flokki, en það merkir, að í raun má helst engu breyta þar, hvorki innanstokks né utan. Með lög- um er að sjálfsögðu unnt að breyta út af þessu, en vafalítið þyrfti ákaf- lega þung og brýn rök til að Alþingi féllist á að hróflað verði við Safnahús- inu, jafnvel í smáum stíl, innanhúss eða utan, sbr. alla umræðuna um Þjóð- leikhúsið 1989—1990. Safnahúsið hefur frá upphafí verið umfram allt til afnota fyrir Lands- bókasafnið. Þó hafa þar fengið inni Þjóðskjalasafn, Fomgripasafn og Náttúmgripasafn. Fyrir löngu hafa Fomgripasafn og Náttúmgripasafn flutt úr húsinu og Þjóðskjalasafíii hef- ur verið fengið nýtt húsnæði. Lands- bókasafn er eini notandi hússins nú. í hugum þjóðarinnar er því Safnahús- ið svo nátengt söfnum og bókum að erfítt er að hugsa sér að fólk fallist á að flytja í húsið aðra starfsemi en þá sem tengist bókmenntum og þjóð- menningu. Á íslandi em fáar byggingar sem hægt er að kalla gamlar eða söguleg- ar. Það er því mikils um vert að þær fáu, sem þjóðin á, séu varðveittar og þeim viðhaldið sem mest í sinni upp- haflegu mynd. Safnahúsið er eitt þess- ara „görnlu" húsa, sem þarf að gæta sem best. Það er einver fyrsta stóra byggingin sem þjóðin reisir af fátækt sinni, þegar hún er að fá vald og umráð sinna mála. Þá byggir hún þetta tignarlega hús yfír bækur sínar 1 Um nýtingxi Safnahússins MÓRGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJtÍDÁGtJFÍ ísTMm? 1992 27 Séð yfír fjöskyldugarðinn í Laugardal. Fj ölsky ldug'arðurinn í Laugardal opnaður í júní Eins fermetra útivistarsvæði á hvern borgarbúa FJOLSKYLDUGARÐURINN í Laugardal verður opnaður í júní næsta ár ef áætlanir standast. Að sögn Markúsar Arnar Antonsson- ar borgarstjóra hefur verið lögð áhersla á að fullgera skipulag Laugardalsins með það að markmiði að þar verði samræmd heild útivistar- og íþróttasvæða sem gefi borgarbúum og gestum þeirra kost á að njóta hreyfingar, fegurðar, kyrrðar og veðurblíðu í hjarta borgarinnar. Fjölskyldu- garðurinn er í kringum 6 hektar- ar að stærð og verður í nánum tengslum við Húsdýragarðinn. Samanlagt svæðið sem garðamir tveir ná yfir er því sem næst 100 þúsund ferm'etrar, sem samsvarar um það bil einum fermetra á hvem íbúa borgarinnar. Allar götur síðan borgin keypti gróðrarstöð Eiríks Hjartarsonar í Laugardalnnum árið 1961 hefur staðið yfír mikil uppbygging í daln- um. íþróttamannvirki hafa risið, Grasagarðurinn eflst og dafnað, tjaldsvæðið verið byggt upp og síð- asta átakið í heildarskipulagi dalsins er nú í sjónmáli með Fjölskyldugarð- Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, til hægri og Magnús Sædal Svavarsson, verkefnisstjóri, virða fyrir sér framkvæmdimar. mum. Reykjavíkurborg er 206 ára í dag enda eru hugmyndir borgarbúa um að gera Laugardalinn að útivistar- og íþróttasvæði ekki nýjar af nál- inni, því að meira en öld er liðin síð- an Sigurður Guðmundsson málari sá dalinn fyrir sér sem vettvang fyr- ir útiveru og leiki borgarbúa. Þessi draumsýn Sigurðar er nú orðin að veruleika og möguleikarnir aukast enn með gerð Fjölskyldugarðsins. Þórólfur Jónsson landslagsarkitekt hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar teiknaði garðinn en verkefn- isstjóri við framkvæmdirnar er Magnús Sædal Svavarsson. Magnús segir að við hönnun garðsins hafi verið höfð í huga einkunnarorðin að sjá, að læra, að vera og að fram- kvæma. Magnús og Jóhann Pálsson garð- yrkjustjóri borgarinnar segja að þó að farið sé eftir nákvæmum teikn- ingum við uppbyggingu garðsins verði slíkur garður aldrei fullbúinn. „Þetta á að vera lifandi staður í sí- felldri þróun," segir Jóhann. Markús Örn Antonsson borgarstjóri leggur áherslu á að með Fjölskyldugarðin- um sé borgin ekki að reisa tívolí. „Hér verður staður til þess að njóta kyrrlátari skemmtunar en í þess háttar skemmtigörðum," segir borg- arstjóri. Þegar teikningar að Fjölskyldu- garðinum eru skoðaðar vekur at- hygli að ýmsum stöðum þar hafa verið valin nöfn sem minna á vík- ingatímann og norræna goðafræði. Þeir Magnús Sædal og Jóhann segja að tilgangurinn með því sé að vekja áhuga á sögu og menningu þjóðar- innar án þess að um einhverskonar ítroðslu sé að ræða. Höfuðið á Mið- garðsormi mun standa upp úr tjöm í garðinum og við innganginn verður hlið sem myndast þar sem þrumu- guðinn Þór lyftir orminum. Jóhann garðyrkjustjóri bendir á að runna- gróðurinn sem umlykja á allan garð- inn minni líka á Miðgarðsorm. Auk Miðgarðsorms og Þórs verða í garð- inum Mímisbrunnur, Þjófadalir, Vík- ingavellir, Þinghóll, Gjörninga- brunnur, öndvegissúlur, hof og haugur fommanns. Víkingaskipið Elliði mun fljóta á tjöminni í garðin- um. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri segir að aðsókn að Laugardalnum hafí aukist mikið á undanfömum ámm. í Húsdýragarðinn koma á milli 90 og 100 þúsund gestir á ári og Grasagarðurinn er einnig mjög fjölsóttur. „Það vekur athygli mína í hvert sinn sem ég kem hingað hve umgengni er hér góð,“ segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. „Allur sá fjöldi fólks sem leggur leið sína um Laugardalinn ber greinilega virð- ingu fyrir umhverfinu, því að það kemur sárasjaldan fyrir að hér verði vart þeirrar skemmdaráráttu sem svo oft er rætt um að einkenni nú- tímann." Markús Öm Antonsson borgar- stjóri tók fyrstu skóflustunguna að Fjölskyldugarðinum 24. ágúst í fyrra. Það ár var varið 80 milljónum króna til framkvæmdanna og í ár verða 110 milljónir lagðar í garðinn. Alls er áformað að veija 300 milljón- um króna á verðlagi ársins 1990 til fyrsta áfanga garðsins, sem verður opnaður í júní á næsta ári. Hvert framhaldið verður ræðst svo að sögn Markúsar Arnar borgarstjóra af undirtektum almennings í borginni og.vilja og getu stjómmálamanna. Baldvin Tryggvason og þjóðskjöl. A síðasta áratug 20. aldarinnar er þjóðin stórefnuð miðað við efnahag hennar á fyrsta áratugnum. Og þar sem ráðamenn hennar töldu þjóðinni fyrir bestu að byggja yfír þann auð, sem ekki var í askana látinn, í upp- hafi aldarinnar, þá væri metnaður þeirra lítill í dag, ef af svokölluðu hagkvæmnissjónarmiðum ætti að flytja í Safnahúsið einhveija stofnun, þótt virðuleg sé, til þess að þurfa ekki að veija fé í að byggja veglegt hús fyrir þá stofnun. Erlendis hafa menn, m.a. vegna friðunarsjónarmiða og til þess að vemda sögulegan og þjóðlegan arf, tekið eldri byggingar, t.d. konungs- hallir, til afnota fyrir söfn, sem al- menningur fær þá möguleika á að skoða og kynna sér. Ástæðan er einn- ig sú, að geysidýrt væri að breyta slíkum gömlum húsum í það horf, að t.d. væri unnt að vinna þar að vísinda- legum rannsóknum. Nútíminn er svo kröfuharður um að allar aðstæður séu í samræmi við nýjustu tækni og vís- indalega aðstöðu, að vafasamt er að treysta á að menn sætti sig til fram- búðar við að vinna í eldri húsum, nema þeim sé breytt í nýtísku horf. Slíkt kostar mikið fé og hvað Safnahúsið varðar myndu slíkar breytingar í al- gerri mótsögn við húsfriðunarlög og almenningsálit. Safnahúsið — Þjóðmenningarhús Þegar Safngþúsið var reist fyrir frumkvæði og orð margra helstu for- vígismanna þjóðarinnar í baráttunni fyrir frelsi hennar og sjálfstæði um og uppúr síðustu aldamótum, vakti það eflaust umfram allt fyrir þeim, að húsið í tign sinni og virðuleik geymdi þá fjársjóði, sem þjóðinni væru dýrmætastir. Af fátækt sinni vildu þáverandi forystumenn hennar reisa vegleg og sæmandi salarkynni yfir þá dýrgripi þjóðarinnar, sem henni höfðu dugað best til sjálfsvirðingar og menningarlegs þroska á langri og torsóttri leið til aukins fijálsræðis og forræðis eigin mála. Það fer því best á því að nú, nær- fellt þremur kynslóðum síðar, og þeg- ar þjóðin er margföldum þjóðarauði ríkari, framfylgjum við hugsun for- feðra okkar, aldamótakynslóðarinnar, og gerum Safnahúsið að sannkölluðu þjóðmenningarhúsi um langa framtíð. í húsinu væri komið fyrir gangandi sýningum á því besta sem við eigum í listmunum og minjum og sem við á hátíðarstundum nefnum þjóðararf ís- lendinga. Almenningur ætti þess síðan kost að ganga þar um salarkynni og skoða það markverðasta og fegursta sem forstöðufólki hinna ýmsu stofn- ana finnst að menningarlegt og list- rænt erindi eigi til fólksins í landinu og erlendra gesta sem hér eru, hvort heldur á vegum hins opinbera eða annarra eða venjulegir ferðamenn. Þama gætu verið til sýnis undir gleri rit frá Ámastofnun ásamt upp- lýsingum um gildi og tilurð þeirra. Frá Landsbókasafni og Þjóðskjala- s;.fni væm merkustu bækur og skjöl til sýnis, t.d. sérsöfn, sem t.d. Alþingi og Háskóli íslands hafa verið færð að gjöf við hátíðleg tækifæri. Skipta mætti um sýningar eftir vild. Þá gætu munir úr Þjóðminjasafni verið þarna til sýnis og ekki síður verk úr Lista- safni Islands. Veglegt væri að koma fyrir herbergjum Jóns Sigurðssonar, Ara fróða, Snorra Sturlusonar, Hall- dórs Laxness o.fl. Eða tileinka bása merkum höfundum íslenskum, þeim til virðingar og þjóðinni til fróðleiks. Á þriðju hæð hússins er mögulegt að koma fyrir listsýningum, og þar er einnig aðstaða til fyrirlestrahalds, tónleika, upplesturs, minni leiklistar- sýninga, o.s.frv. Með þessum hætti gæti fólk sem í húsið kemur notið íslenskrar menning- ar og séð helstu vörður úr íslandssög- unni, umfram allt frá menningarlegu og listrænu sjónarmiði. Þarna yrði búin til sú_ umgjörð íslenskrar menn- ingar sem íslendingar geta verið stolt- ir af og er reist á þeim grundvelli sem íslensk menning byggir á og raun- veruleg íslensk tilvera, íslensk tunga, íslensk hugsun. Til að undirstrika hvers virði Islendingar telja þessi verð- mæti þá færi ákaflega vel á að í hús- inu, t.d. á annarri hæð, væru skrifstof- ur forseta íslands og aðstaða til þeirra sft'ómarathafna sem þessu æðsta embætti tilheyra, eins og ríkisráðs- fundi og viðtöl við einstaka gesti inn- lenda og erlenda. Meginatriðið er að varðveita Safna- húsið sem næst því sem það var upp- runalega. Þangað geti þjóðin síðan sótt fræðslu og unað af íslenskri þjóð- arsögu í listum og menningu. Jafn- framt verði það aðsetur fyrir skrif- stofu þjóðhöfðingja landsins. Afar brýnt er að ná sem bestri sam- vinnu við allar þær þjóðmenningar- stofnanir sem gert er ráð fyrir að haldi úti sýningum í húsinu. Er þar átt við Þjóðbókasafn, Ámastofnun, Þjóðskjalasafn, Þjóðminjasafn, Lista- safn og e.t.v. fleiri aðila eins og Bandalag listamanna. Því er stungið upp á að Menntamálaráði verði falið það hlutverk að tengja þessa og/eða fleiri aðila saman til nýtingar hússins sem Þjóðmenningarhúss. Það heyri undir menntamálaráðuneytið sem eft- ir sem áður hefur yfímmsjón með nýtingu og rekstri þjóðmenningar- hússins að undanskildum þeim hluta hússins sem forseti íslands nýtir. í lokin er bent á að í kjallara húss- ins, sem aðeins er með um 2 m loft- hæð, er ráðlegt að koma fyrir t.d. í samráði við Þjóðskjalasafn og þann sem ábyrgð ber á ríkisskjalavörslu, einhveijum hluta ríkisskjalasafns. Þar er feikna mikið húsrými sem hægt væri að stækka neðanjarðar í átt að Amarhvoli. Byggja má mikinn kjall- ara undir núverandi bifreiðastæði á - milli þessara húsa og gera innangengt frá þeim báðum ef óskað er. Höfundur er sparisjóðsstjóri og átti sæti ínefnd sem gerði tillögu um nýtingu Safnahússins við Hverfisgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.