Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 Furðufiskarnir heilluðu marga. Morgunblaðið/Kristinn Eimreiðin vakti athygli. Hátiðahöld vegna 75 ára afmælis Reykjavíkurhafnar: Siglingakeppni var meðal dag- skrárliða á afmæli hafnarinnar. gefist tækifæri til að kynna ís- lenskan sjávarútveg á frumlegan hátt. Höfnin hafí ekki ein verið kynnt heldur sjávarútvegurinn í heild og afurðir hans. Ágúst sagði það einnig sérstaklega verða íhugað að endurtaka físk- sölutorgið. Sú hugmynd hafí heppnast vel nú og vakið ánægju meðal almennings. Torgið getur einnig verið fyrirmyndar kynning á fískafurðum fyrir erlenda ferðamenn. Að mínnsta kostí 30 þúsund lögðu leið sína niður á höfn gengu hátíðahöldin við höfnina stórkostlega. Hann segir stöðug- an straum hafa legið um svæðið allan þann tíma er hátíðahöldin stóðu yfir eða frá 10 um morgun- inn til fimm um eftirmiðdaginn. „Það er óhætt að segja að nálega 30.000 manns hafí lagt leið sína niður að höfn.“ Hugmyndin að fískmarkaði tókst einna best að mati Ágústs og sagði hann fjölda fólks hafa verið á torginu, sem hafí virt fyrir sér furðufiska, bragðað á afurðum sjávarútvegsins og keypt_ fískmeti á uppboðsmark- aði. Ágúst sagði ennfremur að ánægjulegt hefði verið að sjá hversu margir útlendingar hefðu verið við hátíðahöldin. Þar hafí þeim gefíst kostur á að smakka íslenskan físk og í mörgum tilfell- um keyptu þeir físk á borð við síld í kjölfarið. „Þegar á heildina er litið ríkir mikil og almenn ánægja með daginn,“ sagði Ágúst og bætti því við að leitað yrði leiða til að gera eitthvað þessu líkt á ný. Hann telur dag á borð við þenn- an geysilega mikilvægan því þar GAMLA hafnarstæðið iðaði af lífi á laugardaginn var þegar Reylqavíkurhöfn hélt upp á 75 ára afmæli sitt. f afmælis- veisluna var öllum boðið og að minnsta kosti 30 þúsund manns nutu dagsins í ágætu íslensku veðri. Það var margt sem heillaði jafnt unga sem aldna; unga fólkið dorgaði hvert í kapp við annað og fékk að fara í skemmtisiglingu en á meðan fengu hinir eldri smjörþefinn af íslenskum sjáv- arútvegi á fisksölutorginu eða á sjávarútvegssýningunni. Að sögn Ágústs Ágústssonar Unga kynslóðin kunni vel við sig á Hafnardeginum. i i i i i i i i i VINNIWGAR Laugardaginn 15.08.1992 Flokkur: L Vinningsupphæð: Fjöldi: Nr. 125706 Kr. 372.560,- 1 Nr. 0967 Kr. 19.064,- 1 Nr. 03 1 Nr. 33 Nr. 38 Nr. 49 > Kr. 496,- 192 Nemendur Nuddskóla Rafns Geirdal kæra skólastjóra sinn NEYTENDASAMTÖKIN hafa fyrir hönd nemenda Nuddskóla Rafns Geirdal sent kæru til Rannsóknarlögreglunnar og höfðað mál á hend- ur Rafni Geirdal skólastjóra. Alls eru það 27 af 33 nemum hans sem útskrifuðust í vor sem skrifa undir kæruna. Rafni er gert að sök að hafa brotið í bága við tvenn lög; annars vegar við lög um óréttmæta viðskiptahætti og neytendavemd og hins vegar við 248. grein al- mennra hegningarlaga. Nemendurnir hafa ítrekað reynt í samstarfi við Neytendasamtökin að ná sáttum við Rafn. Kæra nemendanna byggir á því að þeir telja sig hafa hlotið misvís- andi upplýsingar í upphafí skólaárs sem leitt hafí til þess að þau hafi tekið þá ákvörðun að ganga í skól- ann. Það brýtur að mati nemendanna annars vegar í bága við lög um órétt- mæta viðskiptahætti nánar tiltekið greinar 26 og 27 og hins vegar við 248. grein almennra hegningarlaga í rökstuðningi kærenda segir að við upphaf náms hafí nemendur ver- ið fullvissaðir um að viðkomandi útskrifíst sem nuddfræðingur. Rafni hefði þó vegna setu sinnar í fræðslu- nefnd Félags íslenskra nuddara átt að vera ljóst að nám sem hann hafi boðið upp á var ekki viðurkennt af félaginu. Jafnframt hafi hann í trássi við samþykktir félagsins haft allt of marga nema. Félagið samþykkir aðeins tvo nema hjá meistara en nemar Rafns voru rúmlega 30 tals- ins. Kærendur benda ennfremur á að þær fullyrðingar Rafns um að skólinn væri viðurkenndur af Menntamálaráðuneyti séu alrangar. Á fléira er bent í rökstuðningi kærunnar sem að mati kærenda gefur ástæðu til að kanna starfsemi fyrirtækisins. Við upphaf náms í skólanum, sem tekur tvo ár, lá það fyrir að skólagjöld væru 200.000 krónur fyrir bæði árin. Gjaldið skyldi og skiptast jafnt á bæði árin. Það gerist svo aftur á móti að á sama tíma og nokkrir óánægðir nemendur hugðust hætta námi eftir fyrri hluta þess, tilkynnir skólastjórinn að inn- heimta verði 150.000 krónur fyrir fyrra árið og 50.000 krónur fyrir hið síðara vegna eðlis náms á hinu fyrra. Setning sérstakra afturvirkra siðareglna seint á skólaárinu er einn- ig harðlega gagnrýnd í kærunni. Þar var nemendum hótað prófskírteina- missi vegna brota á siðareglunum. Á grundvelli þeirra var nemendum í sumum tilvikum gert að skila skír- teinum sínum. Loks er það fullyrt í rökstuðningnum að ekki hafi verið staðið við námsskrá skólans sem kynnt var í upphafi náms. Fulltrúar nemendanna og Félags nuddara segja að allt hafi verið reynt til að ná sáttum. Þau segja ennfrem- ur að Rafn hafi ekki haft áhuga á því og hafí meðal annars hunsað sáttafund sem hann taldi ranglega hafa verið boðað til. Nemendurnir segja að kæra þeirra hafi verið ör- þrifaráð og segjast harma stöðu máia enda hafi skólinn ekki verið alslæmur. i i í í i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.