Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Lögregiumaður í lífshættu ÞRÍTUGUR lögreglumaður slas- . aðist lífshættulega laust eftir * miðnætti í gær er maður sem var á flótta undan fíkniefnalögregl- unni ók á miklum hraða aftan á lögreglubifreið. Lögreglubif- reiðin snerist á veginum árekst- urinn og kom upp eldur í henni. Tveir lögreglumenn voru í bíln- um og hlaut sá sem sat í farþega- sætinu höfuðhögg við árekstur- inn en ökumanninum, sem slasaðist ekki alvarlega, og öðr- um lögreglumanni sem kom að- vifandi tókst að draga hann út úr bílnum áður en bíllinn varð alelda. Maðurinn sem slysinu olli hlaut meiðsli í andliti við árekst- urinn en þau voru ekki talin al- varleg, samkvæmt upplýsingum frá slysadeild Borgarspítalans. Þegar lögreglumenn á staðnum hugðust handtaka manninn réð- ist hann að einum þeirra með skæri á lofti og stakk í hjarta- stað en vasabók sem lögreglu- maðurinn var með í brjóstvasa tók af honum lagið. Lögreglumenn í fíkniefnadeild höfðu fylgst með manninum og gáfu honum merki um að stöðva bíl sinn móts við sundlaugarnar í Laugardal um miðnætti. Hann sinnti þeim boðum í engu heldur ók á brott á miklum hraða. Skömmu síðar ók hann í hlið lög- reglubíls sem ekið var samhliða bíl hans. Fleiri lögreglubílum var stefnt að líklegum akstursleiðum mannsins, sem ók norður Vestur- landsveg. Móts við Skálatún í Mos- fellsbæ hafði lögreglubíl verið lagt á veginn en þegar bílinn bar að á ofsaferð var lögreglubílnum ekið úr vegi og var á um 50 kílómetra hraða að talið er þegar ekið var aftan á hann. Nær samstundis kom upp eldur í bíinum en ökumanni lögreglubílsins tókst að losa örygg- isbelti af sjálfum sér og meðvitund- arlausum félaga sínum og draga hann út úr bílnum með aðstoð lög- reglumanns sem kom að. Eftir að lögreglumenn sem komu að höfðu afvopnað þann sem slys- inu olli og réðist að einum þeirra með skæri á lofti eins og fyrr sagði, var hann og lögreglumennirnir tveir fluttir á sjúkrahús til rann- sóknar. í nótt fengust þær upplýsingar á slysadeild að lögreglumaðurinn, sem missti meðvitund við árekstur- inn væri talinn í lífshættu. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er hann með áverka á hálsi og höfði. Slysavaldurinn var enn á slysa- deild þegar Morgunblaðið fór í prentun en var ekki sagður alvar- lega slasaður. Hann mun ekki áður hafa komið við sögu fíkniefnamála. Ekki fékkst staðfest áður en blaðið fór í prentun að lagt hefði verið hald á fíkniefni í bíl hans. Maður á flótta undan fíkniefnalögreglu ók á lögreglubíl sem brann til kaldra kola Morgunblaðið/Jón Svavarsson LögreglubíIIinn ,til vinstri, og Subaru-bíll þess sem slysinu olli á vettvangi á Vesturlandsvegi eftir ákeyrsluna í nótt. Eins og sést á myndinni er lögreglubíllinn mikið brunninn, en eldur gaus upp í honum við áreksturinn. * Ulfar meistari ÚLFAR Jónsson varð um helgina fyrstur Islendinga til að verða Norð- urlandameistari í golfi og karla- landsliðið sigraði einnig. Nánar á bls. cl, 4 og 5. Mikið atvinnuleysi ungs fólks Minnisvarði um Tómas Guðmundsson skáld afhjúpaður Selfossi. ATVINNULEYSI í aldurshópnum undir fertugu hefur aukist veru- lega að undanförnu og að sögn Óskars Hallgrímssonar, forstöðu- manns Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisjns, hefur slikt ekki gerst á íslandi síðan í kreppunni miklu á fjórða ára- tugnum. Óskar segir að atvinnu- ástandið sé hið versta í tíð vinnu- málaskrifstofunnar og búast megi við holskeflu atvinnuleysis þegar líður á árið og uppsagnir sem þegar hafa verið tilkynntar taka gildi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðningarstofu Reykjavíkurborg- ar í gær voru alls 1.438 manns skráðir atvinnulausir í borginni, 809 konur og 629 karlar, sem er mesta skráða atvinnuleysi & þess- um árstíma í yfir 20 ár. A sama tíma í fyrra voru 560 manns á atvinnuleysisskrá. Avöxtunar- krafa lækkar Verðbréfamarkaður íslands- banka lækkaði í gærmorgun ávöxtunarkröfu sína á húsbréfum um 0,1%, í 7,7%. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri VIB, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hafí verið gert þar sem birgðir fyrirtækisins af húsbréfum hafi verið nær þrotn- ar, en ávöxtunarkrafa á húsbréfum Tiefur hækkað í sumar. MINNISVARÐI um Tómas Guðmundsson skáld var afhjúpaður á fæðingarstað skáldsins á Efri Brú í Grímsnesi á laugardag. Það var ungur sonarsonur skáldsins og alnafni sem afhjúpaði minnisvarðann. Meðal viðstaddra við athöfnina var ekkja Tómasar, Berta N. Guðmundsson. Árnesingafélagið í Reykjavík hafði forgöngu um að reisa minnisvarðann. Formaður félagsins, Arin- björn Kolbeinsson, flutti ávarp við athöfnina og minntist skáldsins. Minnisvarðinn stendur skammt ofan við Þingvallaveginn neðan við bæinn Efri-Brú og er aðgengilegur fyrir vegfarendur. Minnisvarðinn er tveir stuðlabergsstöplar. Annar er með brjóstmynd af skáldinu eftir Siguijón Ólafs- son myndhöggvara en á hinn er letrað ljóðið Fljótið helga. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Berta N. Guðmundsson, ekkja Tómasar, við minnisvarðann. Að sögn Óskars berast tilkynning- ar um uppsagnir starfsfólks til vinnumálaskrifstofunnar mun fyrr nú en í venjulegu árferði. Venjulega bærust þær ekki að ráði fyrr en í september en nú hefðu þær borist strax í júlí. Óskar sagði að háskóla- menntuðu fólki hefði fjölgað stöðugt á atvinnuleysisskrá á þessu ári og snerti það allar starfsgreinar. Hann sagði að samdrátturinn væri veru- legur í þjónustustörfum þar sem þessir árgangar ungs fólks væru fjöl- mennir. Alls voru 343 manns á atvinnu- leysisskrá hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur 6. ágúst sl., þar af 258 konur og 85 karlar, en á sama tíma í fyrra voru 111 á atvinnuleysisskrá. Hjá VR fengust þær upplýsingar að þetta væri mesta atvinnuleysi sem skráð hefði verið frá 1968 og það hefði verið viðvarandi í sumar. Dæmi væru um að fólk hefði verið á bótum samfellt í eitt ár. 230-250 félagar í Dagsbrún hafa verið á atvinnuleys- isbótum í ágúst og hafa ekki fleiri félagar verið atvinnulausir síðan 1969. Guðmundur J. Guðmundsson- ar, formaður Dagsbrúnar, kvaðst eiga von á mikilli fjölgun atvinnu- lausra í félaginu strax um næstu mánaðamót og í vetur. Sagði hann að sér kæmi ekki á óvart þótt at- vinnulausum hefði fjölgað í 500 um áramótin. 227 voru á atvinnuleys- isbótum hjá Verkakvennafélaginu Framsókn 13. ágúst, sem er mesta atvinnuleysi á þessum árstíma síðan 1969. Hjá Málm- og skipasmíðasam- I bandi íslands voru 28 manns á at- I Helgi Arnlaugsson hjá MSÍ að upp- vinnuleysisskrá 13. ágúst og sagði sagnir vofðu yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.