Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 188. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins gengnr um með hríðskotariffil Reuter Hjónadjöfull á ferð? Fjölmiðlamenn umkringja bandaríska milljónamæringinn John Bryan við heimili hans í Chelsea í gær. Fyrr um daginn birti breska dagblaðið Daily Mirror myndir af honum og Söru, hertogaynju af Jórvík, sem hafa vakið mikla athygli og hneykslan i Bretlandi. Sjá frétt á bls. 18. Nairobi í Kenya. Frá Huga Ólafssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MATARSENDINGAR frá hjálparstofnunum ná nú til hundraða þús- unda sveltandi manna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en anna þó ekki þörfinni. Algert stjórnleysi og ringulreið blasti við Morgunblaðs- mönnum þegar þeir heimsóttu borgina í gær og Rauði krossinn virð- ist vera það sem kemst næst því að vera yfirvald á staðnum. Segja má að nær annar hver karlmaður í Mogadishu gangi um með hríðskotariffil. Við leigðum okkur bíl með tveim vopnuðum vörðum, annar virtist vera um ferm- ingaraldur, en farartæki eru eink- um tvenns konar: Annars vegar bílar með blaktandi fánum Samein- uðu þjóðanna og hjálparstofnana, hins vegar Toyota-pallbílar með áföstum vélbyssum, sem eru kjör- vopn stríðandi ættbálka. Kristín Davíðsdóttir, íslenskur hjúkrunarfræðingur sem vinnur við Keynaney-sjúkrahúsið í Mogadishu, segir að 80-90 sjúklingar, flestir með skotsár, komi þar á viku. Blaðamenn litu inn í tvö af rúmlega 200 eldhúsum Rauða krossins í Mogadishu. Börn og fullorðnir, sem voru nýkomin til borgarinnar á flótta úr nágrannasveitum, voru Reuter * Gæsla við matvælin Vopnaður Sómali gætir matar- birgða frá Bandaríkjunum. mjög illa á sig komin. Þau sem höfðu fengið nokkra aðhlynningu voru þó orðin mun bragglegri. Víðtækasta einkavæðing í heimi AllirRússar fá ávísun á sameignina Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. 1 ^ BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, steig stórt skref í átt til mark- aðsbúskapar í landinu þegar hann tilkynnti í fyrrakvöld að öllum Rússum, 150 milljónum að tölu, yrði afhent „einkavæðingarávísun" upp á 10.000 rúblur. Fyrir hana geta þeir síðan keypt hlut í ríkis- fyrirtækjunum. Efnahagssérfræðingar á Vesturlöndum segja að svo virðist sem margboðuð einkavæðing í Rússlandi sé nú að líta dagsins ljós. Hér er um að ræða lið í heims- ins mestu einkavæðingu. Mark- miðið er að reisa við efnahagslífið og gera Rússa að sönnum kapítal- istum á fimm árum. Fyrstu ávísanirnar verða sendar út í október og hafa menn áhyggj- ur af að fresturinn sé fullstuttur því enn er mikið verk óunnið. Marína Veijabína, einkavæðing- arsérfræðingur við rannsókna- stofnun í Moskvu, segist einnig vantrúuð á að auðvelt sé að glæða með fólki skilning á markaðs- hyggju. Rússar hafi aldrei þekkt einkaeign, ekki einu sinni fyrir byltinguna 1917. Sjá einnig frétt á bls. 18. Reuter Þinghús Sarajevo brennur, slökkviliðsmenn gátu ekkert aðhafst af ótta við leyniskyttur. Mesta sprengjuregn yfír Sarajevo í mánuð Sanyevo, Washington, Brussel, Pristína. Reuter. SPRENGJUM rigndi yfir miðborg Sarajevo í gærkvöldi í hörðustu árásum fjórða mánaðarins sem barist er í Bosníu-Herzegóvínu. Leyni- skyttur drápu úkraínskan hermann úr liði Sameinuðu þjóðanna fyrr um daginn. Serbar og múslímar börðust í úthverfum borgarinnar en flugvöllurinn var opnaður aftur í gær. 26 vélar lentu með mat- væli og lyf handa þeim 380.000 íbúum sem lokast hafa inni vegna stríðsins. Ottast er að bardagar hefjist senn í Kosovohéraði í Serbíu. togar hefðu vitað svo mánuðum skipti hvað fram færi en ekkert aðhafst. Silajdzic hafði eftir Eagle- burger að Bandaríkin væru alger- lega mótfallin hugmyndum um að skipta Bosníu niður að svissneskri fyrirmynd, slíkt væri ómannúðlegt Utanríkisráðherra Bosníu, Haris Silajdzic, sagði eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Lawrence Eagleburger, í Washing- ton í gær að þjóðir heims væru meðsekar um grimmdarverk í fangabúðum Serba í landinu. Leið- og rangt, fólk af ólíkum uppruna byggi hlið við hlið í landinu. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur fækkað í liði hermanna sem fyrirhugað er að senda til Bosníu úr 100.000 í 10.000. Ætlunin er að þeir verndi bíla með hjálpargögn á leið frá hafnarborginni Split til Sarajevo. Til að þetta gangi þarf loforð stríðandi fylkinga um að hleypa bílalestinni hjá og vonast NATO til að þau fáist á ráðstefnu um ástandið í Bosníu í næstu viku. Stjórnarerindrekar segja líklegast að hersveitirnar verði undir yfir- stjórn SÞ, þannig verði komist hjá árekstrum NATO og V-Evrópusam- bandsins. Bandaríkin Bushað síga á? Houston. Reuter. NÝ skoðanakönnun í Bandaríkj- unum gefur til kynna að George Bush forseti hafi unnið mjög á síðustu dagana, en flokksþingi repúblikana er nú að ljúka. Munurinn á fylgi Bush og demó- kratans Bills Clintons hefur að und- anförnu verið um og yfir 20% en könnunin sem birt var í gær gaf Clinton aðeins 5% meira fylgi. Umrædd könnun var gerð fyrir dagblaðið Houston Chronicle en í síðustu viku sýndi könnun blaðsins 16% mun. Að þessu sinni fékk Clint- on 48% en Bush 43%. Sjá ennfremur frétt á bls. 19. Afganistan Barist við Hekmatyar Islamabad. Reuter. HARÐIR bardagar geisuðu í út- hverfum Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í gær og í fyrradag milli skæruliða Gulbuddins Hek- matyars og þeirra hreyfinga, sem standa að núverandi stjórn í landinu. Árás skæruliða Hezb-I-Islami- hreyfingar Hekmatyars á Kabúl kom í kjölfar mikillar eldflaugahríð- ar alla aðfaramótt miðvikudagsins og voru mestu átökin við Bala His- ar, fornt virki í suðurhluta borgar- innar. Einnig voru miklir bardagar í námunda við varnarmálaráðuneyt- ið. Hekmatyar krefst þess, að sveit- ir Uzbeka, sem eru ein þjóðanna, sem byggja Afganistan, verði sendar frá Kabúl en þær studdu áður kommúnista. Stjórnleysi og hungursneyð ríkja í Mogadishu Annar hver karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.