Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 'f>r>iiT~r:-~'TjT7.' .T'.rTr FÖSTUDAGUR 21. AGUST 1992 A.tir/.unnmr' J KOMDU! OG BRAGÐAÐU IJÚFFENGU RÉTTINA OKKAR. í ÁGÚST BJÓÐUM VIÐ ÖLLUM OKKAR GESTUM ÍS MEÐ SÚKKULAÐISÓSU í EFTIRRÉTr. Nautagrillsteik m. tilheyrandi.. 795 kr. Kjúklingakræsingar................. 695 kr. Kínverskt og krassandi............. 610 kr. Fiskfagnaður....................... 585 kr. Hamborgari special m. frönskum.. 420 kr. AUK ÞESS FJÖLDIANNARRA GÓMSÆTRA RÉTTA Á GÓÐU VERÐI. Hraöréttaveitingastdður 1 í hjarta borgarinnar Sími 16480 145.000 KRONA VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,- 3 Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,- H) ARETTRI LÍNU Ólafur Ragnar markaði þáttaskil Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins urðu ákveðin þáttaskil í sögu flokksins. Hann var fyrsti formað- ur Alþýðubandalagsins sem átti sér ekki með einhverjum hætti fortíð í fyrri stjórnmálahreyf- ingum sósialista, þ.e. Kommúnistaflokki Is- lands og Sameiningar- flokki alþýðu - Sósíali- staflokki. Kjör Ólafs Ragnars var til marks um að erfingjar hinnar sósíalísku hreyflngar á Islandi höfðu ekki sama styrk og áður. Ef þeir hefðu haft þann styrk- leika hefðu þeir aldre? látið Ólaf Ragnar komast upp með að ná kjöri. Ölafi Ragnari tókst hins vegar ekki að fylgja sigri sínum í formanns- kjöri eftir. Smátt og smátt yfirgáfu helztu stuðningsmenn hans Al- þýðubandalagið og gengu tíl liðs við Alþýðu- flokkinn. Formaðurinn átti ekki annarra kosta völ en taka upp nánara samstarf en áður við hina sósialísku erfingja, hand- hafa fortíðarinnar í Al- þýðubandalaginu, og það gerði hann til þess að halda formannsstólnum. Á síðustu mánuðum ríkis- stjómar Steingríms Her- mannssonar tókust meiri kærleikar með Ólafi Ragnari og Svavari Gestssyni en áður. Kannski er of mikið sagt að Ólafur Ragnar hafi orðið fangi erfingja gömlu kommúnistaklík- unnar í Alþýðubandalag- inu, en hann varð í það minnsta n\jög háður þeim. Svavar Gestsson Ólafur R. Grímsson Beint samband við fortíðina Alþýðubandalaginu hefur gengið illa að kjósa formann þingflokks nú í upphafi þings. Ástæðan er sú að fráfarandi for- maður þingflokksins, Margrét Frímanns- dóttir, hefur haft við orð að láta af þeim störfum og Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður flokksins, hefur látið í Ijós áhuga á að taka við starfinu. Þetta er hins vegar ekki alveg einfalt mál fyrir flokkinn vegna þess að með kjöri Svavars Gestssonar sem formanns þingflokks Alþýðuþandalagsins væri á ný komið á beint samband við fortíð flokksins, fortíð sem núverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, vill að gleymist. Um þetta efni er fjallað í Staksteinum í dag. Tengsl Svavars Svavar Gestsson hefur bein tengsl við fortíðina í Alþýðubandalaginu. Hann er pólitískur arf- taki Magnúsar Kjartans- sonar, sem var arftaki Einars Olgeirssonar. Svavar Gestsson hlaut pólítískt uppeldi sitt und- ir handaijaðri þessara manna og í flokksskóla í Austur-Þýzkalandi. Eng- inn þingmanna Alþýðu- bandalagsins er jafnmik- ið tákn um þessa póli- tísku fortíð og einmitt Svavar Gestsson. Verði hann kjörinn formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins nú er það til marks um að dæminu hefur verið snú- ið við frá því að Ólafur Ragnar var kjörinn for- maður Alþýðubandalags- ins. Þingflokksfor- mennska Svavars Gests- sonar væri vísbending um að handhafar hinnar gömlu pólitísku arfleifð- ar í Alþýðubandalaginu væru að ná undirtökun- um á nýjan leik. Þess vegna stendur það í formanni Alþýðu- bandalagsins og ein- hveijum fleiri þingmönn- um flokksins að fallast á að Svavar Gestsson taki við formennsku þing- flokks Alþýðubandalags- ins. Blaðamannafundur Ólafs Ragnars á dögun- um, þegar hann reyndi að slá striki yfir fortíð Alþýðubandalagsins, var hlægilegur, en hann verður enn hlægilegri ef Svavar Gestsson verður formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins. Það væri fyrsta skrefið í átt til þess að kjósa hann formann Alþýðubanda- lagsins á nýjan leik, þeg- ar reglur flokksins leyfa ekki endurkjör Ólafs Ragnars. I þessu Ijósi verða menn að skoða nið- urstöðuna, hver sem hún verður. Skjalasöfnin Þá er ekki ólíklegt að sá ótti hafi gripið um sig meðal þingmanna Al- þýðubandalagsins að upp úr skjalasöfnum i Moskvu og gögnum Stasi, leyniþjónustu kommúnista í Austur- Þýzkalandi, eigi eftir að koma einhveijar þær upplýsingar sem valda mmidu Alþýðubandalag- inu meiri óþægindum en ella, ef Svavar Gestsson væri formaður þing- flokksins. Það er vandlif- að fyrir sósíalista á ís- landi um þessar mundir! SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FJAR | BERJATÍNUR i Í DAG Á KOSTNAÐARVERBI BYGGTÖBUltí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.