Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 13
u 12 j- MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. AGUST 1992 Vaxandi atvinnuleysi um hábjargræðistímann eftir Ólaf Ólafsson Atvinnuleysi fer vaxandi hér á landi Á fundi landlækna á Norður- löndum síðastliðið vor var meðal annars rætt um vaxandi atvinnu- leysi og erfiðleika er hafa skapast vegna þess. Á Norðurlöndunum hefur skapast verulegt félags- og heilbrigðisvandamál vegna lang- varandi atvinnuleysis og er kostn- aðurinn sem af því stafar orðinn verulegur. Það kom fram, að viðbrögð eig- enda og stjómenda við rekstrarerf- iðleikum fyrirtækja og stofnana væru gjarnan uppsagnir starfs- fólks. Að stofnanir á vegum ríkis HAUKUR Dór sýnir málverk, teikningar í vinnustofunni Ála- fossi á laugardögum, frá kl. 12-18. Haukur Dór er fæddur árið 1940 og lagði stund á nám í málaralist og keramik í Reykjavík, Edinborg og Kaupmannahöfn snemma á sjö- og/eða sveitarfélaga hefðu þó ekki alltaf erindi sem erfiði, því að kostnaður vegna atvinnuleysis- bóta, samfélagshjálpar og heil- brigðisþjónustu lendir á samfélag- inu með fullum þunga. Útgjöldin flyttust í raun frá einni pyngju til annarrar í sömu eign. Einkafyrir- tæki sætu ekki við sama borð og losnuðu frá ýmsum greiðslum. Það kom fram að stjómendum fyrir- tækja í samfélagsrekstri bæri að taka meira tillit til heildarhags- muna samfélagsins við uppsagnir en gert er og draga ekki um of dám af viðbrögðum félaga þeirra í einkarekstri. Þess ber að geta sem vel er gert. Stjómvöld hér á landi gengu hart fram við útvegun á störfum unda áratugnum. Aðalsteinn Ing- ólfsson ritar formála ,að sýningar- skrá, þar sem segir m.a., að í dag beinist myndir Hauks Dór meir út á við en áður, að tengslum mann- eskjunnar hér á norðurhjara við harðhnjóskulega náttúrana allt um kring, óendanlega ríka að þjóðsög- um og munnmælum. „Nauðsynlegt er að gefa atvinnulausum kost á endurmenntun- ar- og þjálfunar- námskeiðum, eins og nú tíðkast mjög í ná- grannalöndunum, en skortir algjörlega hér- lendis.“ fyrir þá er misstu atvinnu sína við endurskipulagningu Landakots. Allflestir fengu vinnu. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut við sambærilegar aðstæður. „Hef verið atvinnulaus í eitt ár“ Þetta var haft eftir ungum manni í fjölmiðli fyrir skömmu. Ungu og vel menntuðu fólki er hafnað á vinnumarkaðnum. Órétt- mæt höfnun er þyngra áfall en margir geta borið. Heyrt hef ég ungt fólk staðhæfa að alvarlegur sjúkdómur væri trúlega ekki eins Ólafur Ólafsson þungt áfall, því að flestir taka þeim örlögum og missa hvorki kjark né sjálfsvirðingu. Eldra fólk sem aldr- ei hefur fallið verk úr hendi stend- ur skyndilega tómhent. Reynslan og vonin er þeirra eina eign. Æskilega breytingar á aðgerðum samfélagsins við atvinnuleysi 1. Nauðsynlegt er að gefa at- vinnulausum kost á endur- menntunar- og þjálfunamámskeið- um, eins og nú tíðkast mjög í ná- grannalöndunum, en skortir al- gjörlega hérlendis. 2. Atvinnuleysisbætur þarf að hækka verulega, en þær eru í dag um 42.000 kr. á mánuði. Þessi upphæð dugar e.t.v. fyrir húsa- leigu en ekki fyrir fæði og klæðum. Stærsti hluti atvinnulausra fyllir flokk ófaglærðra og hlutfall leigj- enda er hæst í þeim hópi. í ná- grannalöndunum era atvinnuleys- isbætur 60-90% af nettótekjum. Að vísu er sett þak á greiðslur. í Danmörku era hæstu greiðslur 354 kr. sex daga vikunnar sem geta því orðið tvöfalt hærri en á íslandi. í Finnlandi geta greiðslur orðið mest 96% af daglaunum. Svipaða sögu er að segja frá Noregi og Svíþjóð (Social Tryghed í de Nord- iske Lande 1989). Við eram því eftirbátar annarra hvað þessum málum viðkemur. 3. Stéttarfélagsþátttaka er enn skilyrði fyrir atvinnuleysisbótum. Þetta mál þarf að skoða með tilliti til mannréttinda. 4. Húsmæður er leita út á vinnumarkaðinn og aldrei hafa unnið utan heimilis eiga engan rétt á atvinnuleysisbótum. Þjóðfé- lagið verður að meta störf þeirra, sem oftast hafa verið að koma nokkrum börnum til manns. Nauð- synlegt er að koma til móts við þennan hóp. Ráð er' að verkalýðsfélög og stjórnmálamenn ráði hér bót á. íslendingar era þrátt fyrir allt með tekjuhæstu þjóðum heims. Höfundur er landlæknir. Sýning á verkum Hauks Dór MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1992 13 NORRÆNT GIGTARAR Gigt og* handarskurðlækningar eftir Magnús Pál Albertsson Sú gigt sem handarskurðlækn- ar fást mest við er aðallega slit- gigt og iktsýki, en einnig koma þar til aðrir bólgusjúkdómar sem leggjast á liði. Eg mun hér fjalla lítillega um slitgigt og iktsýki sem fulltrúa fyrir þá bólgusjúkdóma sem leggjast á hendur. Okkur hættir til að taka höndunum sem sjálfsögðum hlut- um og hugsum sjaldan um nota- gildi þeirra. Fólk sem t.d. lendir í handarslysum eða hefur gigt í höndunum áttar sig aftur á móti á raunveralegri þýðingu hand- anna. Þetta er fólk sem oft upplif- ir minnkandi hæfileika handanna til að leysa ýmis verkefni. Sumir lenda jafnvel í því að geta lítið sem ekkert gert með höndunum vegna sjúkdómsins eða slyssins. Ef að er gáð sést líklega að við geram ekki margt, án þess að nota við það á einhvem hátt hend- urnar. Lítum nú aðeins nánar á það hvemig gigt getur lagst á hend- umar og hvað hægt er að gera. Slitgigt Slitgigt er sjúkdómur sem lagst getur á alla liði líkamans. f höndunum verða grannliðir þum- als og fjærkjúkuliðir hinna fingr- anna (liðurinn milli ijærkjúku og miðkjúku) oftast verst úti. Þegar slitgigt sest í grunnliði þumals fær einstaklingurinn verki við að nota þumalinn og á erfíðara með að grípa um og lyfta hlutum. Síð- an minnkar einnig greipin vegna skekkju í liðunum. Það virðist vera hér útbreiddur misskilning- ur, að ekkert sé hægt að gera við þessu. Það er alrangt. Hægt er að gera liði stífa eða setja nið- ur „sinafléttu" í stað liðanna og stundum eru notuð gervibein við þessu. Állt miðar þetta að því að gera einstaklinginn verkjalausan og auka aftur notagildi handar- innar. Slitgigt í fjærkjúkuliðum fíngr- anna er líka algeng og þarfnast oft engrar meðferðar. Stundum eru þó slæmir verkir með í mynd- inni og er þá oft góð lausn að gera þessa liði stífa. Iktsýki Iktsýki er bólgusjúk- dómur sem lagst getur á mörg líffæra- kerfi um allan líkamann. í höndunum era það bólg- ur í liðhimn- um og sina- slíðram sem mestu máli skipta. Bijósk liðanna eyðileggst svo og mjúkvefír þeir sem gefa liðunum stöðugleika. Afleiðingin er verk- ur, hreyfiskerðing, óstöðugleiki og skekkjur. Við þetta bætist svo bólga í sinaslíðrum sem getur orsakað sinaslit en það magnar upp óþægindi, stirðleika og skekkjur. Verða svona hendur oft algerlega ónothæfar ef ekkert er að gert. Margar mismunandi aðgerðir standa þessum sjúklingum til boða eftir því sem við á. Algeng aðgefð er brottnám bólgu úr lið- um og sinaslíðrum en það getur linað þjáningar, aukið hreyfigetu og hægt á framrás sjúkdómsins. Magnús Páll Albertsson Þennan möguleika ætti að hugsa um ef lyfjameðferð ber ekki til- ætlaðan árangur á t.d. 6 mánuð- um. Þegar sjúkdómurinn er langt genginn er hægt að nota sina- flutninga og gerviliði, eða gera liði stífa, allt eftir því sem við á. Þessar aðgerðir lina líka þjáning- ar, auka notagildi handarinnar og bæta útlitið. Margir sjúklingar með iktsýki og skylda sjúkdóma þurfa að gangast undir margar aðgerðir og víða erlendis era handaaðgerð- ir ijórðungur þeirra aðgerða sem þessir sjúklingar fara í. Markmið aðgerðanna eru (í þessari röð) að: 1) minnka verk 2) auka notagildi handarinnar 3) hægja á framrás sjúkdómsins höndum 4) bæta útlit Rétt er að leggja ríka áherslu á að aðgerðimar geta ekki gert höndina eðlilega aftur. Handarskurðlæknirinn er að- eins einn af mörgum sem vinna með þessum sjúklingum en til að tímasetja aðgerðir og aðra aðstoð hefur hópvinna gefíð góða raun. Þar vinna þá saman gigtarlæknir, bæklunarskurðlæknir, handar- skurðlæknir, hjúkranarfræðing- ur, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfí, fél- agsráðgjafí og fleiri. Er það von mín að slík hópvinna megi fara vaxandi hér á landi því hér bíða mörg og mikil verkefni. Höfundur er sérfræðingur í bæklunar- og handarskurðlækningum á slysa■ og bæklunarlækningadeild Borgarspítala. A.IKUG4RDUR VIÐ SUND .fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.