Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ,21. ÁGÚSy;, 1992 15 Sj álfstæðismenn í svefnrofumim Nokkur orð um dagvistarvandann í Reykjavík eftir Ólínu Þorvarðardóttur Á þriðja þúsund barna bíða nú dagvistunarúrræða í Reykjavíkur- borg og hefur borgin aldrei verið jafn fjarri því að anna þörfínni en einmitt nú. Þessi „nýi sannleikur" var settur fram fyrir lesendur Morg- unblaðsins ekki alls fyrir löngu og látið að því liggj að óvænt hol- skefla fæðinga væri helsta undirrót vandans. Úrræðum fækkar — umsóknum fjölgar Staðreyndin er hins vegar sú að dagvistarvandinn í Reykjavík er ekki nýtt vandamál enda hafa dag- vistarmál verið eitt helsta ágrein- ingsefnið í borgarstjórn Reykjavík- ur undanfarinn áratug, og ekki síst á því kjörtímabili sem nú stendur yfir. Sé gluggað í ársskýrslur Dagvist- ar bama kemur í ljós að biðlistarn- ir lengjast jafnt og þétt, og hefur svo verið um margra ára skeið. Á sama tíma og umsóknum hefur fjölgað mjög frá árinu 1984 fækkar þeim börnum sem hljóta dagvistar- úrræði. Árið 1990 sóttu 2.357 börn um en 1.710 fengu. Sex árum áður vom umsóknir 2.080 en 2.024 fengu vistun. Það þýðir að vistunum fækkar um 314 þótt umsóknum hafi á sama tíma fjölgað um 277. Vert er að minna á að í kosniriga- sjónvarpi fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1990 fullyrti þáverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, að á því hausti myndi Reykjavíkurborg verða búin að leysa vanda allra þeirra barna sem biðu leikskólaúr- ræða. Þau yrðu öll komin í vistun haustið 1990. Þetta sama ár sóttu 1.479 börn um leikskóla (hálfsdags- „Ört vaxandi dagvistar- vandi hefur reglulega komið til umræðu í borgarstjórn Reykja- víkur a.m.k. undanfarin áratug. Frá því undir- rituð kom í borgar- stjórn hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til þess að fá borgar- stj órnarmeirihlutann til þess að gangast við vandanum og taka á honum. í skjóli fjöl- miðlaþagnar hafa menn komist upp með að daufheyrast við rökum og staðreyndum hversu hátt sem hrópað hefur verið.“ vistun) en 1.210 komust að. Það þýðir að 269 börn fengu enga úr- lausn, og raunar komust mun færri að en árið 1984. Aldrei fleiri á biðlistum Raunverulega dagvistarþörf er erfitt að meta í ljósi biðlistanna en trúlega er hún mun meiri en listam- ir segja til um. Ástæðan er sú að ekki fá allir að skrá sig á biðlista eftir heilsdagsvistun þar sem svo- kallaðir forgangshópar eru þar í fyrirrúmi. Giftir foreldrar geta skráð börn sín á biðlista eftir hálfs- dagsvistun en þarfnist börnin lengri vistunar verða þeir að leita annað en á náðir Dagvistar barna í Reykjavík. Hitt er þó ljóst að þörf- in fyrir hálfsdagsvistun er a.m.k. 36% umfram vistunargetu og þörfin fyrir hálfsdagsvistun er 60% um- fram vistunargetu sé miðað við stöðuna þann 17. ágúst sl. Þá biðu nákvæmlega 2.484 eftir úrræðum, en 493 rými stóðu þó ónotuð. Sé tekið tillit til þeirra vistana sem fýrirsjáanlegar eru um næstu mánaðamót má ætla að ónotuð rými verði rétt innan við þijú hundruð. Sú staðreynd leiðir hugann að öðr- um vanda sem árlega hefur skotið upp kollinum en það er starfs- mannaskortur. Erfíðleikar Reykja- víkurborgar við að halda fólki í störfum hefur orðið þess valdandi að sú dagvistarþjónusta sem borgin innir af hendi er sjaldnast fullveitt. Að þessu sinni má ætla að erfiðleik- ar í atvinnulífí dragi eitthvað úr þeim fólksflótta sem verið hefur úr fóstrustörfum hjá Reykjvíkurborg. Það er þó ekki fagur vitnisburður að stórfellt atvinnuleysi skuli þurfa til að halda fólki í störfum hjá borg- inni. Yfirborðsleg umfjöllun Þær upplýsingar sem hér hafa verið lagðar á borð eru ekki nýjar af nálinni. Ört vaxandi dagvistar- vandi hefur reglulega komið til umræðu í borgarstjóm Reykjavíkur a.m.k. undanfarin áratug. Frá því undirrituð kom í borgarstjórn hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar til þess að fá borgarstjórnarmeirihlut- ann til þess að gangast yið vandan- um og taka á honum. í skjóli fjöl- miðlaþagnar hafa menn komist upp með að daufheyrast við rökum og staðreyndum hversu hátt sem hróp- að hefur verið. Það er ekki fýrr en Morgunblaðið ákveður að ekki verði lengur undan vikist að horfast í augu við vandann, sem borgarstjóri Ung'ar lista- konur í Hafnarborg TVÆR ungar listakonur halda tónleika í Hafnarborg á morg- un, sunnudag, kl. 20.30, þær Ingunn Osk Sturludóttir, mezzósópransöngkona og Þór- hildur Björnsdóttir, píanóleik- ari. Ingunn Ósk lauk 8. stigs prófí frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1987. Síðastliðið vor lauk hún prófi frá ljóða- og óperudeild Sweelinck-tónlistarháskólans í Hollandi. Þórhildur Björnsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1987. Hún stund- ar nú nám hjá Willem Brons við Sweelinck-tónlsitarháskólann. Á efnisskrá tónleikanna em verk eftir Jóhannes Brahms, Jór- unni Viðar, Jean Sibelius, Robert Schumann og Xaviar Montsal- vatge. ♦ ♦ ♦------ ■ HLJÓMSVEITIN Súellen leik- ur á Púlsinum föstudagskvöldið 22. ágúst. Gestur kvöldsins verður Rut Reginalds sem flytur nokkur lög með hljómsveitinni. Súellen skipa: Guðmundur R. Gíslason sem syngur, Steinar Gunnarsson sem leikur á bassa, Ingvar Jóhannsson sem leikur á hljómborð, Bjarni H. Kristjánsson sem leikur á gítar og Jóhann G. Árnason sem leikur á trommur. Sniglabandið leikur á Púlsinum laugardaginn 23. ágúst. Það kvöld syngur Rut Reginalds einnig nokkur lög með Sniglaband- inu. að rödd gagnrýninnar fái að hljóma svo nokkru nemi út til fólksins. Þetta er að sjálfsögðu til skammar fýrir þá fjölmiðla sem kalla sig „ftjálsa og óháða“ en sinna ekki jafn veigamiklum stjórnvalds- ákvörðunum og þeim sem teknar eru í Borgarstjórn Reykjavíkur og varða um 100 þúsund einstaklinga. Þymirósarsvefninn rofinn Hitt er fagnaðarefni ef hinn nýi borgarstjóri Reykjavíkur er reiðu- búinn að viðurkenna hvar skórinn kreppir í dagvistarmálum. Það eitt að viðurkenna ástandið og lýsa því yfír að „þessi vandi í Reykjavík hljóti að vera mál sem borgarstjóm- armeirihluti Sjálfstæðisflokksins skoði sérstaklega fyrir næsta kjör- tímabil" markar tímamót í tíu ára stjórnartíð sjálfstæðismanna í borg- inni. Hitt er öllu verra að ekki skuli áformað að taka á vandanum nú þegar, einkum í ljósi þess kosninga- loforðs sjálfstæðismanna að á þessu kjörtímabili skyldu öll þau böm sem bíða leikskólavistunar hljóta úr- ræði. Augljóst er að við það kosn- ingaloforð verður ekki staðið með sama áframhaldi, hvorki á þessu kjörtímabili né hinu næsta. En hver veit nema nýjum krón- prins sjálfstæðismanna á borgar- stjómarstóli takist að vekja félaga sína af hinum langa þymirósar- svefni. Vissulega er ekki seinna vænna — og aldrei að vita nema úrbóta sé að vænta einhvern tíma á næstu öld. Höfundur er borgarfuUtrúi Nýs vettvangs i Reykjavík. SS -til blettahreinsunar- Ingunn Osk Sturludóttir, mezzósópransöngkona og Þórhildur Björns- dóttir, píanóleikari. Ólína Þorvarðardóttir viðurkennir að úrbóta sé þörf. Þá skyndilega stekkur leiðara- höfundur DV fram úr fylgsni sínu og ritar harða ádrepu á borgar- stjórnarmeirihluta sjálfstæðis- manna fyrir aðgerðarleysi í dagvist- armálum og sakar borgarstjóra um „yfirklór". Þetta er athyglisvert í ljósi þess hversu umfjöllun um’borg- armálefni hefur verið fátækleg á síðum DV mörg undanfarin miss- eri. Harla fyrirferðarlítil er um- hyggja blaðsins fyrir mörgu þvi sem heitast brennur á Reykvískum þegnum um þessar mundir; neyðar- ástand í öldrunarmálum, úrræða- skorti í dagvistarþjónustu eða ört versnandi skuldasöfnun borgarinn- ar. Ekki líður svo borgarstjómar- fundur að ekki sé tekist á um þessa málaflokka að ógleymdum átökum um atvinnumál, umferðaröryggi, skipulagsmál, umhverfismál, ... og svo mætti lengi telja. Upplýsingaskylda fjölmiðla Fyrir daufum eyrum ijölmiðla hefur stjórnarandstaðan í borgarstjórn háð sína baráttu fyrir aukinni þjón- ustu og fjárhagslegu aðhaldi án þess að DV hafi vikið að þeirri umræðu að neinu marki. Hins veg- ar skortir ekki á að borgarfulltrú- ar, bæði sjálfstæðisflokks og stjóm- arandstöðu sitji undir árásum hins hvatvísa leiðarhöfundar sem af og til lætur sér þóknast að vekja at- hygli á eigin skoðunum. Hvílíkt yfirklór. Sannleikurinn er sá að það heyr- ir til undantekninga ef DV lætur sig nokkm varða þau ágreinings- mál sem tekist er á um í borgar- stjóm og varða hag tugþúsunda Reykvíkinga hverju sinni. Dagvist- armál em þar engin undantekning. Vitanlega vakna við þetta áleitn- ar spurningar um hlutverk fjölmiðla og skyldur þeirra við lesendur sína. Sú óhuggulega hefð hefur nefnilega skapast að fjölmiðlar hafa slegið þagnarmúr utan um borgarstjóm Reykjavíkur, þeim til hagsbóta sem stjórna borginni í kyrrþey án þess GOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR 06 8 § o o 1 90 § 5 o o 5 7B 8 5 o c i F/EST í MATVÖRUVERSLUNUM Dreifingaraftili Þýzk- blenzka hf. tf 675600 Vletfl" \\s9° UdöVco' KlftRAN Gólfbúna&ur StoUMÚlA 14 • SÍMI (91) 813022 GÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR OKEYPIS skemmtun f sveitinni Kynntu þér ágústtilboð Ferðaþjónustu bænda Allar upplýsingar gefur skrifstofa Ferðaþjónustu bænda, Bændahöllinni v/Hagatorg, s. 623640/623643, fax 623644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.