Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1992, Blaðsíða 18
Í$ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGtlt 21. ÁÖÖST 1092 Fósturdóttir Woody Aliens segir frá Myndband styð- ur ásakanir Miu New York. Reuter. TALSMENN Woody Allen og Miu Farrow staðfestu í gær að til sé myndbandsupptaka þar sem sjö ára fósturdóttir sambýlisfólks- ins fyrrverandi lýsir því hvernig Allen hafi misnotað hana. Mynd- bandið var fengið lögreglu en jafnframt rak eintak á fjörur Fox sjónvarpsstöðvarinnar í New York. Stöðin kaus að sýna ekki upp- tökuna. Forræðismál þriggja barna Woodys og Miu verður tekið fyrir rétt á Manhattan næstkomandi þriðjudag. Sagan í glænýrri kvikmynd Allens þykir býsna lík atburðarás í lífi hans og Farrow. Þau fara sjálf með aðalhlutverk í myndinni, leika hjón sem hyggja á skilnað vegna sambands eiginmannsins við unga stúlku. Stórslys á Spáni Fjörutíu og fímm manns létu iífið og 11 siösuðust þegar langferðabíll, sem var á leið frá Barcelona til Sevilla á Spáni, fór út af veginum og hvolfdi. Var hann á leið með fólkið á Expo ’92 eða á Heimssýninguna í Sevilla. Hér eru björgunarmenn að starfí en eins og sjá má hefur bíllinn lent ofan í gilskomingi við veginn. Vasíly Starodúbtsev, einn valdaræningjanna átta Einu ráðin til að bjarga Sovétrflgunum frá hruni Moskvu. Daily Telegraph. VASÍLY Starodúbtsev er sá eini úr átta manna neyðarnefnd sem stóð fyrir misheppnuðu valdaráni í Moskvu fyrir ári sem nú gengur laus. Hann hvarf til síns fyrra starfs sem yfirmaður Lenín-samyrkjubúsins í Spasskoje skammt frá Moskvu. Hann heldur því óhikað fram að gjörn- ingur neyðarnefndarinnar hafi verið réttmætur og ráðstafanir hennar eina leiðin til að bjarga Sovétríkjunum frá hruni. Kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen hefur farið fram á forræði þriggja bama þeirra Farrows; Satchel sem er fjögurra ára, Mó- sesar sem er fjórtán ára og þau ættleiddu og Dylan þeirrar sem myndbandið sýnir. Allen segir myndbandið bragð Farrows til að fá forræðið. Talsmenn Fox stöðvarinnar segja að Dylan virðist taugaóstyrk og sé greinilega illa brugðið á bandinu sem Farrow myndaði á sveitaheimili sínu í Connecticut. Þeir segja að upptakan styðji ásak- anir Farrows um að Alien hafí misnotað yngstu bömin tvö. Ákveðið hafí verið að sýna hana ekki að beiðni lögfræðinga aðila og dómara. Meðan almenningur veltir sér upp úr málum þeirra Miu og Wood- ys heldur leikkonan sig fjarri lát- unum á sveitabýli sínu ásamt nokkrum bamanna ellefu. Dag- blaðið New York Post sagði í gær að Mia hefði haldið þar tárvotan fjölskyldufund með þeim eftir að upp komst um ástarsamband Wo- odys og fósturdótturinnar Soon- Yi. Þar hafí hún sagt Soon-Yi að kjósa milli Woodys og fjölskyld- unnar, Woody hafí orðið fyrir val- inu og Soon-Yi varla látið frá sér heyra eftir þetta. Blaðið hefur þetta eftir systur Soon-Yi, hinni 19 ára gömlu Lark Previn. Tal- maður Miu Farrows segir hana hafa komist að því að ástmaður hennar til tólf ára héldi við Soon- Yi þegar hún sá nektarmyndir af stúlkunni á arinhillu í íbúð Allens fyrr í sumar. Eftir þetta fór allt í hnút milli Miu og Woodys og for- ræðisdeilur mögnuðust. Woody Allen sinnti vinnu sinni á miðvikudag og ræddi dreifingu nýjustu myndarinnar, Husbands and Wives. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í september en á forsýningu í New York í fyrradag urðu áhorfendur forviða yfír því hve sagan líkist atburðarás í lífi leikstjórans sjálfs og Farrow. í myndinni leikur Allen háskóla- kennarann Gabe Roth sem er að því kominn að skilja við konu sína, Judy, sem leikin er af Farrow. Til að kóróna allt saman á karlinn Gabe í ástarsambandi við tvítuga skólastúlku. Frelsi Starodúbtsevs er þó skilyrt _ því hann gengur laus gegn tryggingu og nýtur takmarkaðs ferðafrelsis. Hann er enginn venjulegur sa- myrkjubústjóri því hann var jafn- framt formaður sovhinna öflugu so- vésku bændasamtaka. Tilviljun virðist hafa ráðið því að Starodúbtsev var kallaður til setu í neyðarnefndinni. Borís Jeltsín Rúss- landsforseti lýsti honum nýverið sem „rugiuðum sveitalubba". Hann þótti stinga mjög í stúf er hann sat meðal áttmenninganna í neyðamefndinni. Hann kom til Moskvu löngu eftir að ákvarðanimar örlagaríku voru tekn- ar, í þann mund sem forvígismenn áttmenninganna höfðu drukkið sig rænulausa. Þess vegna var hann lát- inn laus gegn tryggingu. Starodúbtsev virðist því eiga nú auðvelt með að leika sakleysingja; þykjast vera sveitamaður sem úts- mognir stjómmálamenn afvega- leiddu. „Ég lét blekkjast af þessum háttsettu mönnum. Ég trúði þeim og taldi þá hafa lög að mæla,“ lét hann hafa eftir sér skömmu eftir að hann var látinn laus sl. vetur. Nú hefur Starodúbtsev hins vegar breytt um áherslur. „Við erum sak- aðir um landráð. Auðvitað frömdum við engin landráð," sagði hann í við- tali við Daily Telegraph.. „Réttmæt stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi; það þjónar engum tilgangi að semja einhvem harmleik úr því.“ Starodúbtsev sagði að ekkert sýndi betur að ráðstafanir nefndar- innar hefðu átt rétt á sér en glund- roðinn í rússneskum efnahagsmál- um. Hélt hann svo langa tölu þar sem hann ýmist lofaði eða lastaði Míkha- íl Gorbatsjov fyrrum Sovétforseta sem neyðamefndin lét einangra í sumarhúsi á Krímskaga. ------»- ♦ ♦ Næstum allur skógur felld- ur af föngum MEGNIÐ af öllu skógarhöggi í Rússlandi er unnið af föngum, að þvi er danska dagblaðið Berl- ingske Tidende hefur eftir rússn- eska blaðamanninum Gennadý* Zjavoronkov. Hann hefur krafist þess ásamt mannréttindafrömuð- unum Jelenu Bonner og Larísu Bogoraz, að þessi „þrælavinna“ verði stöðvuð. Zjavoronkov, sem nýverið heim- sótti fangabúðir í norðurhluta Rúss- lands, segir að trén sem fangamir fella séu flutt úr landi en samkvæmt alþjóðlegum samþykktum er óheimilt að flytja út vörur sem unnar eru af föngum. Föngunum eru greiddar tólf rúblur (um fímm krónur) fyrir hvern rúm- metra af timbri en hann er síðan seldur úr landi á sjö þúsund rúblur eða um þijú þúsund krónur. Þessi vinna fer fram í svokölluðum sérbúð- um sem stofnaðar voru fyrir um tíu árum til að laga fanga að lífí utan múra. En búðirnar hafa þróast í að verða stofnanir þar sem þrælavinna er stunduð. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins kemur dijúgur hluti þess timburs sem flutt er til íslands frá Rússlandi. Bresk blöð bírta myndir af Söru hertogaynju hálfnakinni ásamt ókvæntum manni Myndabirtingin áfall fyr- ir konung’sfj ölsky 1 duna Lundúnum. Daily Telegraph. Reuter. BRESKA dagblaðið Daily Mirror birti í gær myndir af Söru Ferguson, hertogayiýu af Jórvík og eiginkonu Andrésar Breta- prins, og John Bryan, ókvæntum mil|jónamæringi frá Texas, þar sem þau láta vel hvort að öðru í sólbaði í St. Tropez á Frakklandi í fyrra. Birting myndanna hefur vakið mikla at- hygli og hneykslan á meðal almennings og var blaðið rifið út af blaðsölustöðum um leið og það barst. Konungsfjölskyldan þykir hafa beðið mikinn álitshnekki vegna þessa máls en stór hluti hennar dvelst nú í sumarleyfi á Skotlandi. Daily Mirror segir að það sé nú hafið yfír allan vafa að her- togaynjan og milljónamæringur- inn frá Texas séu meira en „bara vinir,“ eins og þau hafa hingað til haldið fram. „Myndbirtingin er allt að því óbærileg niðurlæg- ing fyrir Andrés Bretaprins. Konungsfjölskyldan hefur ekki efni á fleiri hneykslum en þessu ef hún á að vera áfram við völd eftir daga núverandi drottning- ar,“ sagði blaðið. Franskur ljósmyndari tók myndirnar með aðdráttarlinsu í fyrra af Söru og Bryan þar sem þau lágu í sólbaði í einkagarði á frönsku ríveríunni. Á myndunum eru þau í faðmlögum eða láta vel hvort að öðru á annan hátt og er Sara nakin að ofan. Á einni myndinni verður ekki annað greint en Bryan sé að kyssa fætur hennar og á annarri er hertogaynjan að ijóða sólarolíu á skalla hans. Að undanfömu hefur Sara oft sést í fylgd með Bryan eftir að þau Andrés prins slitu samvistir í mars síðastliðnum. Bryan hefur hingað til harðneitað því að hann eigi í ástarsambandi við Söru en viðurkennir að hann þurfi oft að hitta hana þar sem hann sé ráð- gjafí hennar í fjármálum. Talið er að birting ljósmynd- anna hefði ekki getað komið á vandræðalegri tíma fyrir Söru sem dvelst nú ásamt eiginmanni sínum, Elísabetu drottningu og fleiri meðlimum konungsfjöl- skyldunnar í Balmoral-kastala í Skotlandi. í fyrradag höfnuðu breskir dómstólar kröfu Bryans um að birting myndanna í dagblöðum yrði bönnuð á þeim forsendum að um grófa árás á einkalíf hans væri að ræða. Kröfunni var vísað frá á þeim forsendum að í Bret- landi vemduðu lögin ekki einka- líf manna. DAiLY irror ii USiVE Tiie pictures tliey didn’t wantyou to see FERGIES STOLEN ntcic *» v<*V! nm b**n w+t**vi fe *•*- Ih* lo|im*l* r+**• +. «MUr. «r<»> Hwr •***+> M* Pt*h Miii." »rt • *-' I* V* |ll6 Í6XM miHloaaire | Forsíða dagblaðsins Daily Mirror í gær en í blaðinu birtust fjöl- margar myndir af Söru og Bryan í faðmlögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.